laugardagur, nóvember 17, 2007
Dagurinn kominn, en ekkert að gerast!!!
Jæja er ekki kominn tími fyrir fréttaritarann að setja inn smá fréttir....
Þá er settur dagur að kvöldi kominn og ekki lætur krílið sjá sig. Eftir að hafa spjallað við verðandi foreldra hef ég fengið þær upplýsingar að ekkert sé í gangi. Hrabba er búin að vera á fullu í dag að skúra, skrúbba og bóna og húsið orðið tipp topp en ekki bólar á barninu. Í örvæntingu sinni hefur hún meira að segja tekið upp á því að taka nokkur dansspor með Viktoríu í von um að þetta skjótist út, en allt kemur fyrir ekki. Viktor er samt alveg sáttur við smá bið þar sem Hrabba er alveg til í að prufa öll trixin í bókinni til að koma barninu út og eitt trixið er afar hentugt fyrir Viktor....
Kem annars með glóðvolgar fréttir ef eitthvað gerist.
Kveðja
Arna
Þá er settur dagur að kvöldi kominn og ekki lætur krílið sjá sig. Eftir að hafa spjallað við verðandi foreldra hef ég fengið þær upplýsingar að ekkert sé í gangi. Hrabba er búin að vera á fullu í dag að skúra, skrúbba og bóna og húsið orðið tipp topp en ekki bólar á barninu. Í örvæntingu sinni hefur hún meira að segja tekið upp á því að taka nokkur dansspor með Viktoríu í von um að þetta skjótist út, en allt kemur fyrir ekki. Viktor er samt alveg sáttur við smá bið þar sem Hrabba er alveg til í að prufa öll trixin í bókinni til að koma barninu út og eitt trixið er afar hentugt fyrir Viktor....
Kem annars með glóðvolgar fréttir ef eitthvað gerist.
Kveðja
Arna