sunnudagur, nóvember 25, 2007

Enn rólegheit

Enn er allt í rólegheitunum, hríðarnar duttu aðeins niður meðan Hrabba ætlaði að horfa á sjónvarpið en viti menn hún deyr ekki ráðalaus. Hún dreif sig þá bara í því að skella í eitt brauð, gulrótarbrauð með sólkjarnafræjum, svo við séum svolítið nákvæm í þessu. Það væri nefnilega svo voða gott að fá nýbakað brauð þegar maður kemur heim af fæðingardeildinni á morgun, sem er bara mjög eðlilegt og flestir að hugsa svoleiðis.... En það fór þá aðeins í gang aftur svo hún segist fara uppeftir í nótt. Sjáum hvað gerist.

Kv
Arna

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?