mánudagur, nóvember 19, 2007

Illt í rófunni..

Já frekar lítið að gerast fyrir utan að vera með verki í rófubeininu.. Núna hlýtur eitthvað að fara að gerast.. Takk fyrir alla hlýju strauman sem þið eruð búin að senda og ég efast ekki um að þeir fari að gera gagn.. Mútta kemur á morgun og þá er endanlega allt klárt..

Viktorían mín var send veik heim úr skólanum í dag.. Þriðja skiptið á rúmum mánuði sem hún er veik.. Veit ekki alveg hvað er að gerast.. Þannig að við lögðum okkur saman í hádeginu og vorum að hugga okkur saman í dag.. Svo sem fínt að hafa hana hjá sér þegar ég er hvort eð er ekki að gera neitt.. Er annars að tapa mér í gerbakstri þessa dagana.. Eftir að Kitchen Aidin gafst upp á mér ákvað ég að verða góð í gerbakstri og eru framförin þvílík að annað eins hefur sjaldan sést.. Viktor minn getur staðfest það þar sem hann hefur alltaf verið látinn gera pizzudeigið þar sem mér tókst einhvern veginn alltaf að klikka á deigi, meira að segja kanilsnúðum.. En það þurfti bara að drepa gullið svo ég gæti farið að snúa mér að einhverju öðru.. Það er nú líka engin spurning að ég hef svo sem alltaf verið meira fyrir sykurbomburnar en gerbakstur og því kannski einbeitingin verið þar.. Já þannig að núna er eldhúsið fullt af einhverjum pylsuhornum og pizzusnúðum (tók Danann á þetta)..

Jæja farin að hvíla rófuna
Hrabba bakari (Árni minn þú þarft að fara að passa þig eða kannski bara láta mig fá nýjar uppskriftir)..

Comments:
Hríðarstraumar frá USA..... engin önnur en þú værir bara að fullu að baka og ég veit ekki hvað og hvað þegar komið er yfir settan dag... flestir væru bara í rólegum göngutúrum eða eitthvað ;-)
 
spurning að henda bara uppskriftum af íslenskum snúðum og ostaslaufum í þig, annars þori ég varla hræddur um að missa kúnnahópinn minn. annars er harpa í samningaviðræðum um hvort hún fái að vita nafnið fyrr en allir hinir en við bakararnir köllum nú ekki allt ömmur okkar, hrabba mín þú ættir að kannast við það sem ein af okkur, kv.bakarinn
 
Hugsa til ykkar... loka augunum, finn bökunarilm frá Hröbbu, gítarspil Viktors og söng Viktoríu.

Sakna ykkar kæra fjölskylda og hlakka til fjölgunarinnar :)

Matta
 
Elsku Hrabba, gangi þér vel.
Þetta verður alveg æðislegt.

Bestu kveðjur, Þórdís og stelpurnar
 
Jæja Hrabba...farðu nú að skjóta þessum krakka út..ég nenni ekki að bíða lengur! hahaha
Kv.Tinna óþolinmóða
 
Úff ég myndi næstum drepa fyrir uppskrift af íslenskum snúðum Árni minn.. Ég lofa að stela ekki kúnnum enda vön að éta allt sjálf haha.. Það er spurning um að fara inn í smá samningaviðræður með Hörpunni líka.. Það sem fer fram milli okkar bakaranna fer auðvitað ekkert lengra...

Og þúsund þakkir fyrir alla góðu straumana.. Og fínt að vita að ég er ekki ein um að vera óþolinmóð Tinna mín..

Knús
Hrabba
 
hugsum vel til þín núna ástarkelling

gangi þér vel og hlökkum til að sjá þig

maja
 
Bakarinn mættur með glóðvolga snúðana, ég geri ráð fyrir að þú bakir í sömu hlutföllum og við hinir!!

Íslenskir snúðar:
60 ltr vatn
12 kg sykur
12 kg smjörlíki/olía
1.200 gr salt
9 kg pressuger
120 kg hveiti

Ostaslaufur:
10 kg hveiti
250 gr sykur
250 gr salt
250 gr mjólkurduft
600 gr pressuger
1 kg smjörlíki
5 ltr vatn

Ég heyrði að Kitchenaid ætti að duga heila mannsævi en ég mæli með iðnaðarmannavélinni sem ætti að duga þrjár mannsævir en merkið er sænskt og heitir Bjorn!
Kv.Árni bakari
 
Hefur Viktor ekki aðgang að steypihrærivél í vinnunni? Spurning hvort það sé ekki hægt að hræra snúðana svoleiðs til þess að sleppa við að reikna.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?