miðvikudagur, nóvember 21, 2007
Já það er erfitt að vera Íslendingur í Danmörku þegar fótboltalandsliðið er annars vegar..
Já hann var heldur betur bjartsýnn hjá mér karlinn fyrir leikinn sem ég skil nú alls ekki.. Sé mjög mikið eftir því að hafa ekki tippað á leikinn sem ég var sannfærð um að myndi fara 3-0 fyrir Dönum.. Og þið sem eruð að reyna að drulla yfir Eið Smára og að það sé miklu betra fyrir landsliðið að vera án hans (vá hvað fólk getur verið vitlaust) þá kom skemmtileg statistik fram fyrir leikinn í danska sjónvarpinu sem segir að landsliðið hefur ekki unnið leik án hans í 7 ár.. Hahahaha...
Já svona litu menn út eftir leikinn nema ég... LENGI LIFI HANDBOLTINN... Sá tími kemur að fólk fari að átta sig...
Comments:
<< Home
Haha, það voru einmitt sex fýldir karlmenn sem horfðu á leikinn hér í gær. Skil ekki hvernig þeir nenna þessu ennþá?
Hvernig er annars með barnið? Ætlar það að koma í heiminn á afmælisdaginn minn á morgun? Það er afskaplega fallegt og gáfað fólk sem velur sér þennan dag :)
Hríðarkveðjur, Þórunn
Hvernig er annars með barnið? Ætlar það að koma í heiminn á afmælisdaginn minn á morgun? Það er afskaplega fallegt og gáfað fólk sem velur sér þennan dag :)
Hríðarkveðjur, Þórunn
Greyið kallinn, getið vonandi huggað ykkur saman og komið þessu barni í heiminn í leiðinni híhíhí
kossar og knús maja
kossar og knús maja
Það fór nú heldur ekki vel hjá okkar mönnum í handboltanum á móti Dönum í Þýskalandi í janúar... ;o(
Koma svooooooooooo
Knus Tinna
Koma svooooooooooo
Knus Tinna
Já veistu Þórunn mín að ég er alveg til í morgundaginn 23.nóv.. Verður þá pottþétt rosalega gáfuð og falleg og með mikið jafnaðargeð..
Tinna mín við höfum ALDREI unnið Dani í fótbolta. 20 leikir og engin sigur.. Hvað er það????? Og það þarf ekki einu sinni alltaf að vera betri aðilinn í fótboltaleik til að grísast á sigur. Það er hægt að vinna á einu sjálfsmarki hjá hinum.. Þetta er auðvitað bara djók og hvað svo með að Veigar Páll hafi fengið bestu einkunnina.. Hann var svo lélegur að ég hélt nú frekar að hann yrði bara rekinn.. En gott að einhverjir geta verið bjartsýnir yfir þessu því að ég með öll mín bjartsýnisgen get ekki eytt neinu í þetta..
Knús knús
Tinna mín við höfum ALDREI unnið Dani í fótbolta. 20 leikir og engin sigur.. Hvað er það????? Og það þarf ekki einu sinni alltaf að vera betri aðilinn í fótboltaleik til að grísast á sigur. Það er hægt að vinna á einu sjálfsmarki hjá hinum.. Þetta er auðvitað bara djók og hvað svo með að Veigar Páll hafi fengið bestu einkunnina.. Hann var svo lélegur að ég hélt nú frekar að hann yrði bara rekinn.. En gott að einhverjir geta verið bjartsýnir yfir þessu því að ég með öll mín bjartsýnisgen get ekki eytt neinu í þetta..
Knús knús
Var að spá, eruð þið systurnar kanski með samantekin ráð? Ætlið að ná sama deginum? hún flýtir sér um 2 vikur og þú seinkar um 2 vikur.... Þú ert örugglega til í það er það ekki? híhíhí
Skrifa ummæli
<< Home