þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Mætt til leiks

Jæja þá er ég mætt til leiks, bara svona svo enginn fari að dissa mig og segja að ég sé ekki að standa mig í þessum fréttaflutningum.

Eftir að hafa rætt við Hröbbu þá er ég komin með nýjustu fréttir:
Líðan verðandi móður er eftir atvikum og í síðustu skoðun, sem var á föstudaginn, var barnið orðið 4 kg, búið að skorða sig og blóðþrýstingurinn fínn, eða 120/80, eggjahvítan er í fínu lagi og pissið hreint og fínt. Það er kominn dagur á gangsetningu ef ekkert gerist fyrir þann tíma en það er 29. nóv, en vonandi þurfum við ekki að bíða svo lengi, ég verð örugglega bara búin að eiga sjálf þá!!!

Það er sem sagt allt í góðu standi þarna hjá þeim, búið að fara að versla þessar helstu nauðsynjar og nú er bara að bíða eftir frekari fréttum, en ég er amk að standa mig í þessu.....

Kveðja
Arna

Comments:
HÆ hæ
Nú verður maður að fylgjast vel með blogginu, Gangi ykkur sem allra best.
Kveðjur Sævar, Sóley, Emilía Sif og litli mallakútur(6. feb.´08)
 
Mjög gott að Hrabban hefur fundið svona góðan fréttamann sem mun koma með "díteila" á þessu öllu saman. En gerðu mér greiða.... sparaðu útvíkunarfréttirnar. Mér fannst ekkert spes að lesa á netinu " Daggan komin í níuna". Spurning hvað fólk hafi hugsað þegar það sá mig eftir þá lesningu.....
Hef trölla trú á þér í þessu Arna:)
Kv. Dagný
 
Það er eins gott að þið lendið ekki á fæðingardeildinni á sama tíma þá fáum við engar fréttir.
Kveðja Enika
 
Ef þetta er ekki alvöru þá veit ég ekki hvað.... Bara frábært að fá að heyra þetta allt og þá sérstaklega hvernig stadusinn á eggjahvítunni er!! Hrabba mín þú ert sko komin á spjöld sögunnar, með fréttaritara og alles.. geri aðrir betur. Þú stendur þig frábærlega Arna mín;-)
Kær kveðja Steffí
 
Eigum við að ræða þetta eitthvað? Þarna er sko kominn alvöru fréttaritari sem er heldur betur að standa sig! Go Arna!!!
 
Já fínt já sæll, bara pípuhattur og læti. Arna er fædd í þetta.
Kv. Hólm
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?