fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Varð að breyta..

Já þurfti að breyta lykilorðinu á barnalandssíðuna hennar Viktoríu fyrir Danina því að ó-ið var ekki alveg að gera sig.. Það er samt sama lykilorð bara o í stað ó..

Annars ekki mikið að gerast hérna.. Jú nema það að nú er kosningabaráttan komin á fullt.. Hér eru skilti um allan bæ sem er mjög áhugavert því á þeim öllum stendur annaðhvort Hueseym eða Benomabad (eða eitthvað líkt).. Hljómar mjög danskt eða hvað. Svona verður þetta á Íslandi eftir nokkur ár.. Þá verður valið á milli Pavlu eða Bogdans.. Mjög spes. Svo er ein kella í Köben að gera alla vitlausa haha.. Við erum að tala um að daman er ég í þriðja veldi og lætur allt út úr sér og allt prentað í blöðin.. Ég myndi ekkert sofa róleg ef ég væri hún.. Hún er alveg á því að senda fullt af fólki út á eyðieyju og láta það dúsa þar, eiga ekkert betra skilið.. Það verður að gaman að sjá hvar hún endar í kosningunum sérstaklega þar sem Dönum finnst þeir alls ekki rasistar.. Það er allavega klárt að þeir sem eru ekki Danir eru ekki að fara að kjósa hana..

Jæja best að fara að gera ekki neitt
Hrebs

Comments:
Demit.. Hanna að missa af kosningarbaráttu! Er búin að vera fylgjast aðeins með þessu og þetta virðist vera voða spennó!

Annars knús til ykkar, haltu í þér þangað til að mamma kemur. Ómögulegt að gera þetta án hennar!
 
Fer mjög reglulega inn núna til þess að sjá hvort þetta barn verður ekki bloggað í heiminn eins og Molinn forðum daga. Getur látið Vikkuna um að skrifa ...
 
Hahaha.. Ég er búin að spá mikið í þetta.. Gæti alveg gert þetta sjálf ef það væri bara þráðlaust á fæðingardeildinni en efast nú um það.. Ég reyni að finna ráð við þessu.. Dagný var búin að bjóða sig fram.. Spurning um að treysta henni fyrir þessu.. Það þarf að vera góð lýsing..
 
Ég get alveg tekið þetta að mér, er hætt að vinna og svona, hef ekkert betra að gera en að blogga barnið í heiminn, svona meðan ég bíð eftir mínu....

kv.
Arna
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?