miðvikudagur, janúar 16, 2008

Einn dagur í EM..

Já það verður líf og fjör fyrir framan imbann á næstu dögum og vonandi að strákarnir standi sig vel..

Annars er lífið voða auðvelt þessa daganna.. Sandra svefnpurka sér til þess. Blessað barnið er búið að sofa í 7-9 tíma streit síðustu nætur en þá vaknar hún og fær sér að drekka og fer svo strax að sofa aftur.. Ég fór á fætur í dag klukkan 13, mjög eðlilegt bara..

Viktoría skvís er alltaf söm við sig.. Var sett fram á gang í skólanum vegna þess að hún truflaði svo mikið.. Svo kom hún heim og pissaði á gólfið vegna þess að hún gleymdi að lyfta upp setunni, bara ekkert utan við sig.. Skil ekki hvaðan hún hefur þetta haha..

Valný er komin aftur til okkar og auðvitað mikil kátína með það.. Hún verður hjá okkur út febrúar. Svo er Svalan að koma á morgun og verður hjá okkur í nokkra daga þannig að það verður skemmtilegt í kotinu á næstu dögum.

Látum þetta vera gott í bili
Hrabba

Comments:
bwaaaaaahahaahhahahahaahha, vá ég hefði dáið úr hláti ef Birta hefði gleymt að taka upp setuna og migið á gólfið, þvílík snilld. Hrabba mín, ég bara skil ekki hvaðan hún fær þetta.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?