miðvikudagur, janúar 23, 2008
Fýlupúkar..
Ótrúlegt hvað þetta handboltalandslið getur haft mikil áhrif á skap fjölskyldunnar.. Þegar staðan var orðin 6-0 í gær lak af okkur fýlan hérna í sófanum í gær. Vorum svo öll að koma til þegar þeir minnkuðu í 2 en svo var þetta bara búið.. Nú er bara að vona að þeir nái einhverjum stigum í riðlinum. Það þyrfti helst að vera í kvöld á móti Ungverjunum..
Ég er farin að hreyfast aðeins hraðar í boltanum, búin að finta nokkrar sem eru miklar framfarir.. Þjálfarinn vill endilega fara að nota mig sem allra fyrst sem ég er ekki alveg að skilja en ætli maður fari ekki að koma pappírunum í lag.. Ég get allavega byrjað á því að standa í vörninni..
Alexandra er alltaf söm við sig.. Við mæðgur sofum til hádegis alla daga..
Viktoría er alltaf jafn góð stóra systir.. Er alveg að fíla þetta hlutverk.. Hún er alveg að verða fullorðinn þessi elska..
Farin að sinna prinsessunum mínum
Hrabba
Ég er farin að hreyfast aðeins hraðar í boltanum, búin að finta nokkrar sem eru miklar framfarir.. Þjálfarinn vill endilega fara að nota mig sem allra fyrst sem ég er ekki alveg að skilja en ætli maður fari ekki að koma pappírunum í lag.. Ég get allavega byrjað á því að standa í vörninni..
Alexandra er alltaf söm við sig.. Við mæðgur sofum til hádegis alla daga..
Viktoría er alltaf jafn góð stóra systir.. Er alveg að fíla þetta hlutverk.. Hún er alveg að verða fullorðinn þessi elska..
Farin að sinna prinsessunum mínum
Hrabba
Comments:
<< Home
Díses það er eins og þú sért að lýsa okkar heimili, allir frekar fúlir og pirraðir í sófanum í gær í byrjun, léttust svo aðeins og enduðu aftur í pirringi.
Ég og litla prinsessan sofum til hádegis og strákarnir elska að vera stóru bræður og eru ótrúlega góðir við hana, sú á eftir að verða dekruð af þeim...
Það er samt enginn farinn að biðja mig um að spila handbolta, sem ég skil ekki, mannstu ekki hvað ég var öflug hérna í Breiðholtsskóla í denn...
Kv.
Arna
Skrifa ummæli
Ég og litla prinsessan sofum til hádegis og strákarnir elska að vera stóru bræður og eru ótrúlega góðir við hana, sú á eftir að verða dekruð af þeim...
Það er samt enginn farinn að biðja mig um að spila handbolta, sem ég skil ekki, mannstu ekki hvað ég var öflug hérna í Breiðholtsskóla í denn...
Kv.
Arna
<< Home