fimmtudagur, janúar 17, 2008
Fyrsta æfingin með nýju liði.. Fæturnir frekar óhressir...
Já það er ekki mikið eftir í fótunum á mér núna.. Jesús minn hvað þetta var erfitt og vá hvað það er leiðinlegt að vera ekki fljótari en raunin er en það kemur vonandi fljótt.. Ætla að æfa með Hadsten næstu vikurnar og sjá hvort að ég komist í nógu gott form til að geta hjálpað þeim eitthvað aðeins.. Liðið er í 1 deild og er í fallsæti núna en það er bara 10 mínútur héðan þannig að það hentar rosa vel.. En ég er búin að finna nýjasta idolið mitt.. Já það er ein í liðinu 45 ára og hún er í besta forminu, þvílíkur snillingur.. Á þrjú börn og það yngsta 17 ára.. Ég ætla að verða eins og hún..
Alexandra eða Sandra svefnpurka eins og hún er kölluð þessa dagana heldur áfram að sofa eins og engill.. Ég vakna bara eins og Dolly Parton á morgnana með kútana uppblásna (eins gott að njóta þess á meðan það varir haha)..
Leiðinlegt hvernig fór með boltann áðan:-( Nenni ekki að ræða það neitt meir.. Þeir taka þetta á morgun..
Farin að teygja á..
Hrabba
Alexandra eða Sandra svefnpurka eins og hún er kölluð þessa dagana heldur áfram að sofa eins og engill.. Ég vakna bara eins og Dolly Parton á morgnana með kútana uppblásna (eins gott að njóta þess á meðan það varir haha)..
Leiðinlegt hvernig fór með boltann áðan:-( Nenni ekki að ræða það neitt meir.. Þeir taka þetta á morgun..
Farin að teygja á..
Hrabba
Comments:
<< Home
Daníel hefur ofurtrú á Hröbbu "frænku" í boltanum. Þegar fór að halla undan fæti í gær sagði hann að það væri verst að Hrabba væri í Danmörku, annars gæti hún spilað með þeim. Ekki það að hann vildi líka fá Eið Smára í handboltalandsliðið, hann væri að sjálfsögðu bestur og gæti bjargað öllu!!
Skrifa ummæli
<< Home