fimmtudagur, mars 06, 2008

Hann á afmæli í dag..

Já enn eldist betri helmingurinn. Þessi elska orðin 31 árs.. Innilega til hamingju með afmælið elsku Viktor minn..

Annars bara lítið að gera, held að Alexandra sé búin að vera vakandi í 3 klukkutíma síðan 21 í gærkvöldi og nú er klukkan að verða 15.30.. Þetta barn er auðvitað bara snillingur.. Skil ekki að það skuli ekki vera búið að klóna mig og mín gen..

Yfir og út
Hrabba

Comments:
Til hamingju með daginn Viktor minn. Bara alveg að ná mér, munar ekki svo miklu ;)

kveðja af klakanum

Kiddý og co.
 
Til hamingju með daginn vonandi dekrar kella við þig.

Kveðja Enika
 
Til lukku með daginn gamli! Hlökkum til að sjá ykkur um helgina, munum elda afmælismat handa þér á laugardaginn ;o)

Lifðu í lukku en ekki í krukku!!
Kveðja frá Odense
TinTin, Dadds og Ögnin
 
Til hamingju með daginn GAMLI, vonandi verðurðu ekki sköllóttur af þessari elli þú huuundgamli maður. (aaah þetta var frískandi afmæliskveðjuníðingur).
P.s. Tók Lindberg olnboga á þig Habba? Hún sagðist taka einn frá frá mér óumbeðið. Kveðjur af H15 -Aarhus.
 
Sigfús minn ég varð nú sem betur fer ekki vör við neinn olnboga enda hefði ég nú svo sem ekki fundið fyrir því ;-) Það þarf nú meira til á trukkinn.. En þetta var nú ekkert rosalega hressandi leikur haha..
 
Innilega til hamingju kallinn minn, kem fljótlega og knúsa þig.

eibban sem saknar ykkar allra
 
Til hamingju elsku Viktor!!

Hérna - eruð þið ekkert farin að klípa svolítið í Alexöndru og hrista hana - svona til þess að fá aðeins að njóta samverunnar með henni??

Nei djók. Er bara abbó. Börnin mín hafa engin svefngen. Eins og þið hafið kannski kynnst.

Knús til ykkar - allt of langt síðan maður hefur séð ykkur!
 
Jísúss hvað Viktor er að eldast, en hjartanlega til lukku :-)

Hvernig er það annars, er eitthvað planað í maí, verðiði heima um miðjan mánuðinn, við baker erum að fara á eitthvað flakk þá og aldrei að vita nema maður banki uppá ;-)
kv.Harpuna
 
Ein síðbúin afmæliskveðja á kallinn ;) Vonandi áttirðu frábæran dag, ég er viss um að Hrabbs hefur dekrað við þig. Knús og kossar á kjarnafjölskylduna, kveðja Guðbjörg og Óskar
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?