þriðjudagur, mars 11, 2008

Myndavélin mín er fundin.....

Var svo kát og glöð í gær þegar ég fann myndavélina mína ofan í fínu stígvélunum mínum.. Hún er búin að vera týnd síðan á áramótunum og allar myndirnar frá skírninni, jólunum og áramótunum eru sem sagt komnar í leitirnar og inn á barnalandssíðuna..

Vorum hjá Dadda og Tinnu um helgina. Alltaf jafn yndislegt að vera hjá þeim og aldrei klikkar maturinn á þeim bænum.. Hefði verið hægt að rúlla mér heim frá Odense.. Ég var að keppa á laugardaginn í Köben og þurfti því að skreppa þangað.. Gengur bara vel að komast í form og spilaði næstum því 60 mín á lau. Verst hvað það er lítið eftir af tímabilinu.. 3 leikir og síðasti í lok mars..

Söknum Valnýjar okkar en hún flutti heim í lok febrúar.. En það styttist nú í hana aftur til Árósa þegar hún kemst inn í Arkitektarskólann.

Helgin framunda skipulögð (sko Hröbbuna).. Förum í mat, X-factor og spil til Hönnu D'oru og Andra á föstudaginn, páskabingó Íslendingafélagsins og mat til Jan og Lene á laugardaginn.. Svo er leikur á sunnudaginn.

Já og stórfrétt vikunnar er án efa að Drífa Skúladóttir er orðin Facebookari.. Þeir sem þekkja hana eru í sjokki.. Nú bíð ég bara eftir henni við pókerborðið..

Farin að gera eitthvað
Hrabba

Comments:
TAKK fyrir samveruna um helgina. Það var náttúrulega BARA GAMAN að hafa ykkur, svo ég tali nú ekki um Partners rústunina...já og þessar yndislegur prinsessur sem þið eigið!! ;o)
Það verður bara skrítið að eyða helginni með öðrum en ykkur eftir 2helgar í röð!!!
Hafið það gott, sjáumst fljótlega aftur! ;O)
Knús frá Odense, Tinna & co.
 
ohhh Hrabba þú ert svo mikill lúði,, var síðan myndavélin allan tíman í stígvélinu! en jæja það er gott að hún fannst:)
Sakna ykkar líka,, stórt knús á alla fjölskylduna:)

p.s. fékk vinnuna
Valman
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?