sunnudagur, apríl 06, 2008

Hvenær hættir þetta????

Úff greyið Viktor minn.. Það sem hann hefur ekki þurft að þola síðustu ár í hjónabandinu.. Ég hef misst þrisvar af flugi, gleymt tónleikamiðum á Robbie tónleika sem fattaðist fyrst eftir rúmlega 100km akstur þannig að það var mjög hressandi að þurfa að snúa við og sækja miðana.. Í gær tókst mér þetta enn og aftur, jújú.. Vorum að fara í silfurbrúðkaup til nágrannanna sem var haldið hérna rétt fyrir utan Århus.. En fyrst þurftum við að fara með stelpurnar í pössun til Ella og Erlu sem búa alveg í hinum enda bæjarins þannig að við erum að tala um lengra en Hafnarfjörður-Mosó.. Síðasta sem hann segir við mig áður en hann fer út úr dyrunum með Alexöndru; þú mannst svo eftir að taka skiptitöskuna.. Ég labba út í bíl 30 sekúndum seinna.. Svo þegar við komum til Ella og Erlu rúmum 20 mín seinna þá uppgötvast að sjálfsögðu að skiptitaskan er ekki með og rúmur hálftími í veislustart og við skulum alveg hafa það á hreinu að hérna mætir engin of seint.. Viktor greyið þurfti sem sagt að taka auka 40 mínútna rúnt til að ná í þessa blessuðu tösku (það eina sem mátti ekki gleymast).. Við mættum svo auðvitað of seint en sem betur fer ekki meira en 20 mínútum (ég var alveg búin að sjá það verra).. En samt við erum að tala um að þegar maður mætir svona síðastur hérna þá þarf maður að labba allan hringinn og heilsa öllum sem koma á undan okkur (sem voru allir).. Frekar pínlegt þar sem fólk sest ekki fyrr en allir eru komnir.. Þannig að ég mætti heldur betur með skottið á milli lappanna.. Og Viktor svona líka hress með Hröbbuna sína.. Segir bara alltaf: hvenær hættir þetta? Já ég er sko vel gift.. Vá hvað ég gæti ekki haft svona mikla þolinmæði ef þetta væri öfugt hahaha.. Ég sagði líka við hann að það er sko pottþétt að við eigum eftir að eiga silfurbrúðkaup fyrst hann er ekki búin að yfirgefa mig núna.. Já hann fékk nú líka mesta hrós sem ég hef gefið þegar ég sagði við hann að ég væri betur gift en hann haha..

En silfurbrúðkaupið var upplifun. Geðveikur matur og bara rosa gaman.. Ótrúlega sorglegt að við Íslendingar skulum ekki gera neitt úr þessum merkilega degi og sérstaklega núna þar sem að fleiri skilja en halda út.. Það verður sko annað brúðkaup hjá okkur.. Og við erum að tala um að herlegheitin byrjuðu á miðvikudaginn þar sem yfir 60 manns voru mætt fyrir utan hjá þeim klukkan 7 um morguninn (og já líka ég og Vikka) ásamt lúðrasveit til að syngja fyrir þau.. Svo var opið hús hjá þeim allan daginn.. Svo var veislan í gær og þar var 3ja rétta máltíð ásamt brúðartertu og auðvitað nætursnarli.. Það var sem sagt étið stanslaust í 7 klukkutíma.. Já Daninn kann þetta..

Annars er Hrabban bara enn gift og hress og kveður í bili ;-)

Comments:
Ánægður að heyra að uppeldið hefur tekist með drenginn. Við áttum silfurbrúðkaup á síðasta ári (giftum okkur um leið og drengurinn var skýrður) sem sannast að með því að "taka þessu með æðruleysi/láta þetta yfir sig ganga" gengur þetta upp.

Kveðja,
Tengdapabbi
 
Þið eruð BARA snillingar!!
Ég vona að ég eigi einhvern tímann eftir að eiga silfurbrúðkaup...þó ég sé ekki að sjá það gerast núna ef Daddinn fer ekki að fara að detta niðrá hnén!! ;)
Knús í kotið..
Tinna
 
Þarf að leiðrétta fyrri færslu, við áttum auðvitað perlubrúðkaup á síðasta ári, silfurbrúðkaupið var 2002. Það sýnir bara enn betur hvað þolinmæðin og æðruleysið skilar miklu.

Tengdapabbi
 
Já elsku tengdapabbi ég á þér svo sannarlega mikið að þakka :-) Ótrúlega gallalaus drengur sem þú hefur alið upp.. Mamma og pabbi áttu líka perlubrúðkaup núna í desember.. Ekkert smá flottir foreldrar sem við eigum..

Og Tinna mín ég veit svei mér þá ekki hvað við getum gert við hann Dadda.. Spurning um að fá lánaða gömlu hnépúðana hjá Gumma Gumm svo hann geti kastað sér niður..
 
Nú eru boðskort í brúðkaup sumarsins að hrannast inn um lúguna..sem fær mann til að hugsa um brúðkaup..ekki mitt, heldur YKKAR!! Held að ég hafi ekki upplifað aðra eins skemmtun, hvorki fyrr né síðar. Við vinirnir Smári frændi mætum syngjandi fyrir utan húsið ykkar á Ramsey street þegar þið hampið silfrinu...Hlakka til ;)
Matta
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?