miðvikudagur, apríl 30, 2008

Keyrt á hund drottningarinnar..

Já það eru aldeilis fréttir héðan frá Danaveldi en mun merkilegri fréttir eru þær að þetta er ekki í fyrsta sinn sem það er keyrt á hundinn hennar.. Nei nei þetta er í 3 skiptið sem það er keyrt á hundin/ana hennar.. Ætli hún hafi aldrei spurt sjálfa sig hvort að hún ætti bara yfir höfuð að eiga hund?? Og ekki nóg með það að þá stakk fyrsti hundurinn hennar af og kom aldrei aftur.. Hundurinn sem keyrt var á í gær er í mjög krítísku ástandi og ef hann lifir ekki af þá er þetta fjórði hundurinn sem hún missir... 3 af slysförum og einn sem stakk af.. Hundar nenna greinilega ekki að lifa neinu kóngalífi eða þá er hún bara svona rosalega leiðinleg og þeir hlaupa kannski bara viljandi fyrir bíl..

Allir annars í stuði.. Frí á morgun og föstudaginn í skólanum og vinnunni hjá Viktori.. Afmæli á morgun hjá Telmu sem þýðir hlaðborð hjá Hönnu Dóru nammi namm.. Og Viktor er að fara að töfra fyrir börnin og mun að sjálfsögðu slá í gegn..

Er dottinn í imbann.. Kiel - Nordhorn.. Nordhorn verður að vinna svo Flensborg geti orðið meistarar..

Hrabba

Comments:
Sakna ykkar!!!!
Knús, Matta
 
Mér finnst nú merkilegri fréttir af dönsku prisessunum sem eru að koma til Íslands í næstu viku, og þá er ég ekki að tala um Fridrik og Mary - kannski að Vikka fái að sitja við hliðna á þeim í vélinni (fljúga þau ekki alveg örugglega á netfargjöldum íslensku flugfélaganna annars??)
Hlakka til að sjá ykkur:-)
 
Ég held hún ætti bara að fá sér gullfiska!!
Knús Tinna
 
Er alltaf verið að keyra á þennan hund eða er ég bara alltaf að lesa sama bloggið aftur og aftur???
kv.Tinna
 
Búin að fatta þetta! ekki hægt að skrifa á þessa síðu frá Íslandi, enda heyrist ekkert frá öðrum en Hröbbu eftir að þær systur fluttu heim aftur. Kellan kemur til DK eftir helgi, ný hlýtur eitthvað að fara gerast!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?