sunnudagur, september 21, 2008

Er ekki komin tími á að kaupa sér nýja glæsiflík???

Já systir mín hún drífa er farin að sauma sig vitlausa og ekkert smá klár stelpan. Hún er búin að opna síðu þar sem hægt er að skoða hönnun hennar og kaupa ef ykkur líst vel á. Algjör skylda að kíkja á nýju síðuna..

Karlinn komin heim og voða gott að fá hann loksins. Nú ætti lífið að verða aðeins auðveldara, kannski maður fái smá hjálp með dæturnar. Hann fer í vinnuviðtal á morgun og vona ég að vinnutíminn sé ekki til 18.. Þá verður nú ekki mikil hjálp í gamla..

Unnum fyrsta leikinn í gær á móti Fylki mjög sannfærandi og vorum bara svakalega góðar. Nú er bara að halda áfram á sömu braut..

Comments:
Ekkert smá flottar flíkur... greinilega mikill talent í Drífunni!!
Gott að þú ert búin að fá karlinn til þín, glatað að vera svona í sitthvoru lagi!
Gangi ykkur vel í boltanum, við munum fylgjast með úr fjarlægð.
Söknum ykkar..
Knús frá Odense
 
Takk fyrir síðast essskurnar. Rosa gaman að fá ykkur þó að sumir hafi verið þreyttari en aðrir hahaaha!!!
Æðisleg síðan hjá Drífu, mín er bara búin að auglýsa grimmt og panta hana í kynningu í vinnunni hjá mér, þær urðu allar vitlausar í peysurnar. Hún hefur hæfileika kellan ;)

Hafið það gott og hittumst voandi fyrr en síðar

knús og bkv. Kiddý og gengið
 
Drífa snillingur! Verð að fá að láta linkinn inn á síðuna hennar flakka víðar, kannski að pantanir fari að streyma frá Blönduósi í kjölfarið :-). Þetta er allavega rosalega flott!
 
ekkert smá flott hjá drífunni") er að fara til aarhus, skrýtið að þið verðið ekki þar"/ vonandi er allt í leikandi lukku á klakanum

kv,sveil
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?