fimmtudagur, september 09, 2004

Mamma og pabbi farin..

Já nú erum við orðin ein í kotinu aftur. Okkur verður örugglega farið að leiðast strax á morgun. Fengum reyndar skemmtilega gesti í kvöld. Matta, Matthildur, Stulli og Raggi Óskars kíktu á okkur í kvöld. Það verður svo líka nóg að gerast um helgina. Haldið ekki að Íslenska karlalandsliðið í körfubolta séu ekki að fara að keppa landsleik á móti Dönum á föstudaginn úti í garði hjá mér (eða bílastæði, 70m gangur).. Við eigum örugglega eftir að kíkja við og hver veit nema að við málum okkur í fánalitunum í framan... Svo á laugardaginn mætir Stulli einhenta hornamanninum í fyrsta leik sínum í deildinni.. Leikurinn sem ég og Viktor erum búin að bíða eftir í mánuð..
Annars ekki mikið að frétta.. Verð að fara að lúlla enda klukkan orðin rúmlega eitt...
Hilsen Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?