sunnudagur, júlí 30, 2006

Grillfest alla helgina..

Félagsveran Hrafnhildur heldur betur í góðum málum þessa dagana.. Í gær komu Orri og Bjössi til okkar í grill og seinna um kvöldið mættu Matthildur og Stulli.. Og auðvitað voru Kristín og Steini hérna líka en þau fara ekkert fyrr en eftir viku.. Snilld og Kristín ætlar að taka það að sér að passa mig þegar Viktor fer til Íslands um verslunarmannahelgina.. Ekki sef ég ein í húsinu... En allavega gærdagurinn var algjör snilld og var spilað á spil langt frameftir en þá tók Viktor upp gítarinn og það var sungið til rúmlega 4 í nótt.. Í dag komu svo Dagný, Gunnar og Moli ásamt Beggu skvís í heimsókn og það var tekið gott grill aftur ásamt marengs a la Gunni í eftirrétt.. Mikið búið að leika í dag.. Kubbur, Krokket og forseti var m.a í boði..

Svo er það saga mánaðarins um fyrrum landsliðsmann í fótbolta (vá hvað ég er búin að hlæja mikið af þessari sögu):
Við skulum kalla hann Palla..
Palli var nýliði í landsliðinu og var á leið með landsliðinu út að spila sinn fyrsta leik.. Á leið út í flugvél kemur Ásgeir Sigurvins til hans og segist bara vilja óska honum til hamingju með sætið... Palli lítur á flugmiðann sinn og segir: 7B hvað er svona merkilegt við það?????????????

Þvílík snilld..

Farin í háttin
Hrabba

föstudagur, júlí 28, 2006

FC Barcelona..

Erum að fara á eftir og sjá Barcelona spila á móti Århus.. Það verður gaman að sjá Eið í nýja búningnum.. Held ég tippi á að Barcelona vinni..

En svo ég vindi mér í framhaldið á sumarfríinu sem byrjaði á tónleikunum þá var það sem sagt Svíþjóð sem beið okkar og tóku Svíarnir bara ágætlega á móti okkur og þá sérstaklega Kalli á þakinu, Lína langsokkur og allir hinir í Astrid Lindgren garðinum.. Frábært að vera þarna með börn og hitta "alvöru" Línu og "alvöru" Kalla.. Við fórum með Davíð og stórfjölskyldu og dvöldum í Svíþjóð tvær nætur áður en haldið var aftur heim á Jótlandið góða en við vorum búin að fá sumarbústað lánaðan 40 mín frá Århus.. Þetta var bara mjög vel heppnað frí og Viktoría auðvitað alsæl með að vera með kærastanum í heila viku.. Þau voru alveg frábær saman allan tímann..

Næsti áfangastaður var svo Íslandið góða sem tók á móti stuttbuxnadrottningunni með roki og rigningu.. Tengdaforeldrar mínir hlógu mikið af Hröbbunni þegar hún mætti út úr tollinum í strandarbúningnum og voru ekkert alveg á því að fara samferða mér út úr Leifsstöð.. Ég held ég hafi verið aðeins of bjartsýn með að ég skyldi taka með mér góða veðrið frá Danmörku... En ekki það að veðrið lagaðist mjög mikið eftir að ég mætti á klakann..

Viktoría var auðvitað í blóma á Íslandi og lét að sjálfsögðu dekra við sig.. Mín var nú samt ekki ánægð þegar hún mætti í Gvendargeislan og það var engin ís í frystinum og ekki einu sinni ostapopp í stóru skúffunni.. Afi Jómmi þurfti nú heldur betur að afsaka þetta og það þarf auðvitað ekki að taka það fram að ís og ostapopp var til frá öðrum degi..
Svo fór hún með afa Skúla og ömmu Dísu í pylsuvagninn og þar átti að bjóða dísinni upp á pullu.. En hún ætlaði líka að fá ís sem að amma hennar sagði að hún gæti fengið þegar hún væri búin að borða pylsuna.. En þá sagðist Dísin bara vilja ís og Svala og það var auðvitað bara látið eftir henni.. Svo þegar þau voru lögð af stað heim þá var Dísin eitthvað farin að sjá eftir því að hafa ekki fengið sér pylsu þannig að hún segir við ömmu sína að henni langi í pylsu.. Afi Skúli segir þá að það gangi nú ekki þar sem hún hafi afþakkað pylsuna og sé búin með ísinn.. Mín ekkert smá sniðug og svarar: "en mamma mín segir að maður eigi alltaf að spara það besta þangað til síðast og mér finnst pulsan best"....... Snillingur.. Málið auðvitað dautt og það þurfti að renna í næsta pylsuvagn til að kaupa pullu handa barninu..

Annars búið að vera líf og fjör i kotinu.. Eiður kom í heimsókn á miðvikudaginn og eyddi með okkur deginum.. Viktoría mjög ánægð með það og er sko aldeilis búin að eignast góðan vin.. Dró hann með sér í Kroket og Buzz og Olsen og horfa á Litlu Hryllingsbúðina.. Og Eiður greyið sem ætlaði að slappa af eftir erfiðar æfingar gat ekki blikkað augunum án þess að Viktoría sagði: Ertu ekki örugglega vakandi???
Kristín, Steini, Telma og Embla komu svo seint á miðvikudagskvöldið og verða hjá okkur þangað til 7.ágúst.. Orri, Begga og Bjarni mæta svo í grill á morgun þannig að félagsveran Hrabba er í góðum málum.. Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur af mér fyrr en þann 9.ágúst en þá á ég að mæta í flug.. Aldrei að vita hvað gerist þá..

Kveð í bili.
Hrebs

mánudagur, júlí 24, 2006

Best að byrja á byrjuninni..

Vá hvað ég get verið steikt.. Og það virðast stundum vera engin takmörk fyrir því.. En já ég er á lífi og hef nú aldeilis frá einhverju að segja og þeir sem hafa skemmt sér vel yfir “missa af flugvélum” sögunum mínum þeim verður heldur betur skemmt núna..

Þegar ég skrifaði síðast var ég á leið á Robbie Williams tónleika og ég get nú sagt ykkur það að það gekk nú ekki átakalaust fyrir sig að komast á þessa blessuðu tónleika.. Við fjölskyldan lögðum í hann til Köben og þegar við vorum búin að keyra 100 km datt Viktori í hug að spyrja mig hvort ég væri nú ekki örugglega með tónleikamiðana.... Ummmmmmmmm NEI auðvitað ekki.. Hver tekur með sér miðana á tónleika?? Allavega ekki Hrafnhildur Skúladóttir.. Jæja þá var víst ekkert annað í stöðunni enn að snúa við og sækja helv..... miðana sem tók hátt í 3 auka klukkutíma vegna umferðaröngþveitis.. En við hjónin komumst sem sagt á tónleikana en þar sem við komum frekar mikið seint eða bara rétt áður en kóngurinn mætti á sviðið þá var nú ekkert mikið um bílastæði en Hrabban kom nú auðvitað fljótlega auga á eitt rosa fínt stæði sem Viktor var ekki að samþykkja að leggja í þar sem það var ekki 10m frá gatnamótum.. Nei nú hættir hann hugsaði ég og byrjaði auðvitað að tauta að það væri nú engin að fara að sekta okkur hér og þá sérstaklega þar sem við höfðum orðið vitni af lögreglubíl taka sveig framhjá bíl sem hafði lagt út á miðri götu 5 mín áður.. Eftir ágætis tuð þá gafst hann nú upp og lagði í þetta blessaða stæði... Og það þarf nú ekki að spyrja að því.... auðvitað var komin sektarmiði í guggann þegar við mættum út aftur og að sjálfsögðu sérstaklega tekin fram öll 10m regludraslið og við ekki nema 3.2m frá.. Mjög pirrandi en ég var gjörsamlega að andast úr hlátri yfir heimskunni í sjálfri mér.. Ekki alveg minn dagur og ég held að mér sé bara ekki ætlað að fara á tónleika... Ekki það að tónleikarnir voru frábærir og Robbie auðvitað bara flottastur..

Vitleysan hélt svo áfram á laugardeginum en þá var ferðinni haldið til Svíþjóðar.. Við varla lögð af stað þegar ég fatta að veskið mitt er horfið og það var auðvitað ekki annað hægt en að panika eftir allt sem á undan var gengið.. Ég hringi strax og læt loka vísakortinu í öllu ruglinu.. 5 mínútum síðar fann ég auðvitað veskið mitt og þurfti að bíða til mánudags til að geta opnað kortið aftur.. Greyið Viktor sat bara undir stýri og sagði: “Hvenær hættir þetta”???

Já Hrabban er sem sagt mætt til leiks og lætur þetta duga í bili.. Nú er ég sem sagt mætt til leiks í Århus (eftir mikið rugl.. meira um það síðar) og verð dugleg að skrifa...

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Stóri afmælisdagurinn..

Innilega til hamingju

ELSKU MAMMA MÍN á afmæli í dag

og

ELSKU TENGDAMÓÐIR MÍN

og

VENNI MÁSI sem á stórafmæli, þrítugur karlinn

og

HÚN KRISTÍN MÍN sem verður bara 28 ára..


Ég er sem sagt á lífi og er ekki búin að vera nettengd upp á síðkastið þar sem sumarfríið er í algleymingi.. Ég kem með góðar sögur mjög fljótlega af Hröbbu steiktu sem er aldeilis búin að fara á kostum (eða ekki)..

Kveðja
Hrabba

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Nýtt heimsmet og maður skotin hérna rétt hjá..

Já ágætu lesendur 6faldur heimsmeistari í pylsuáti bætti eigið heimsmet og át 53 pylsur í brauði með tómatsósu á 12 mínútum.. Hvernig er þetta hægt????? Maður gjörsamlega deyr eftir tvær pylsur og svo er þetta versti matur í heimi til að meltast.. Maður er bara í einhverja daga að melta svonu pylsukvikindi.. Spáið í þessum gaur hann er bara að melta þessu heimsmeti næstu mánuði.. Já ég held að það sé nokkuð ljóst að ég ætla ekki að reyna við þetta heimsmet..

Svo var bara allt crazy hérna í hverfinu í fyrradag.. Uppdópaður þjófur var skotinn af löggunni en því miður bara í magan og er bara orðin nokkuð hress í dag.. Það hefði nú bara hentað mér fínt að hafa einu fíflinu/þjófinum færra hérna í hverfinu.. En honum verður allavega stungið inn í bili.. Gaurinn sat bara í stolnum bíl með lappirnar út um gluggan og var að hlusta á tónlist þegar löggan fann hann.. Hann ætlaði svo að keyra lögguna niður sem var á mótorhjóli og neyddist löggan til að skjóta hann.. Hann fattaði reyndar ekki að hann hefði verið skotinn fyrr en nokkru seinna þegar hann fannst í einhverjum runnum eftir að hafa stungið af..

Annars hitinn bara rosalegur hérna.. Geðveikt á daginn en hrikalegt á næturnar.. Það er varla hægt að sofa í þessu móki.. En það gengur fínt í brúnkunni..

Svo á morgun er það bara Robbie sjálfur sem fær að hafa Hröbbuna sem áhorfanda.. Hann er víst rosa spenntur.. Svo á laugardaginn er ferðinni haldið til Svíþjóðar og loksins fær Viktoría að hitta Línu Langsokk í eigin persónu.. Spurning hvort Lína skelli í pönsur handa okkur..

En jæja farin í háttinn...
Hrabba

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Fasteignasalan Stórborg

Varð að koma að smá auglýsingu..

Þið sem eruð að spá í að selja eða kaupa endilega tékkið á gæjunum í Stórborg.. Samansafn af stórkostlegu liði sem er tilbúið til að hjálpa ykkur..
Ef þið eruð ekki í kaupa - selja pælingum þá getið þið samt sem áður kíkt við á síðunni þeirra og tékkað á staffinu..

-Ég get meðal annars upplýst ykkur að ég veit með vissu að allavega tveir starfsmanna sofa naktir.. Þið megið endilega commenta á hverjir eru líklegastir..

-Við erum líka að tala um að Grétar Örvars er nýbyrjaður að vinna þarna og segja menn að hann sé jafnvel hamingjusamari en þegar lagið "Rangur maður" var samið.. Já svo góður er andinn á stofunni.. Svo er auðvitað spurning hvort hægt sé að fá Grétar sjálfan í Eitt lag enn dressinu til að koma og skoða eignina ykkar.. Vá hvað það væri "töff"..

-Það er svo ekki nóg með að Grétar sé þarna.. Þarna eru popparar á hverju strái og hver öðrum glæsilegri (eins gott að segja samt ekki hver sé glæsilegastur, þið megið dæma um það)..

-Já svo má ekki gleyma að Jón Axel svarar víst í símann með gamla góða slagaranum: "Við bjóðum ykkur góðan daginn og gangi allt í haginn, engum þarf að leiðast hjá okkur, við höfum bæði fullt af ...............

En endilega tékkið á Fasteignasölunni Stórborg....

mánudagur, júlí 03, 2006

Geðveikt veður...

Alla helgina og verður alla næstu viku eða alveg þangað til á föstudagskvöld en þá eiga að koma þrumur og eldingar og þá verður Hrabban stödd á Robbie Williams tóneikum í Parken.. Hversu magnað verður það.. Ekki það að mér er alveg sama á meðan ég fæ bara að horfa á Robbie..

En helgin frábær í alla staði.. Fórum til einnar í liðinu í gær sem býr í sumarhúsi við ströndina.. Fórum á ströndina, grilluðum síðan og svo var setið og spilað á gítar og sungið til rúmlega eitt.. Í dag komu Begga og Bjarni til okkar og auðvitað höfð makaskipti.. Karlarnir fóru saman í golf á meðan við unnum í brúnkunni á bekkjunum út í garði.. Grilluðum svo auðvitað og sátum úti til að verða ellefu.. Það er svo mikil snilld að búa í útlöndum þegar veðrið er svona..

Viktoría fer svo í leikskólann á morgun og verður út vikuna og þá verða leikskóladagar hennar taldir.. Svo tekur bara sumarfríið við og svo auðvitað skólinn..

Annars ótrúlega óhress með HM í fótbolta.. Í fyrsta lagi bara ótrúlega leiðinlegur fótbolti og svo tapa bara liðin sem ég held með.. Ótrúlegt hvað engin nennir að spila sókn lengur.. Öll liðin pakka bara í vörn og það er varla að það komi nein færi lengur.. Þetta er orðið svo slæmt að maður fer að hugsa sig um að skipta yfir í Tour de France (það yrði þá mitt síðasta)..

Freknótt Hrabban kveður

This page is powered by Blogger. Isn't yours?