fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Hef aldrei verið meira öfunduð...

Já og vitið þið útaf hverju??? Vegna þess að ég hitti "Skúterinn" sjálfan á flugvellinum.. Ein gellan sem er að vinna með mér er svo bilað mikið FAN að ég hef nú bara sjaldan vitað annað eins.. Svo sýndi ég henni myndina hérna á síðunni af Döggunni og Skúternum og hún bara öskraði og faðmaði mig og allan pakkann.. Er alveg að tapa sér yfir þessu og talar ekki um annað allan daginn í vinnunni.. Ég lét svo Dagnýju taka mynd af öllu bandinu handa henni og hún er bara alls ekki að geta beðið eftir því að Dagný komi heim.. Spyr fjórum sinnum á dag hvenær hún komi.. Og vá hvað mér gæti ekki staðið á sama að hafa séð hann, ekki alveg minn maður þar á ferð..

Nú fer svo að styttast í Rúmeníu en ég kem heim á klakann á mánudaginn.. Kvíð nú smá fyrir að koma í kuldann.. Begga er enn að ná sér eftir stutta heimsókn heim..

Var svo að kaupa nýtt leikfang handa honum Vikka mínum.. Keypti handa honum einhverja rosa myndavél.. Fólk svona misjafnlega ánægt með þessa gjöf.. Hanna ekki að fíla það að vera orðin módel.. Hann er örugglega búinn að taka hátt í 100 myndir af henni í dag..

Fórum svo á fyrsta foreldrafundinn í dag í skólanum hjá Viktoríu og útkoman eins og við var að búast.. Mjög gáfuð hjá okkur stelpan en mikið rosalega getur hún verið utan við sig.. Já hvaðan ætli hún hafi þetta???

Farin í háttinn
Hrabba

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Framhald.....
Já þetta var heldur betur vel heppnuð ferð hjá okkur systrum ásamt börnum. Ákvað að setja tvær eftirminnilegar myndir frá ferðinni.

Hrabba gleymdi að minnast á það að við hittum sjálfan "Skúterinn" á flugvellinum í Frankfurt.....vegna tímaskorts þá gátum við ekki þegið kaffi með karlinum og bandinu.
En kannski næst! En hvernig finnst ykkur annars karlinn.... við erum að tala um að augabrýrnar hjá honum eru betur plokkaðar en mínar? eða hvað?

Svo var að sjálfsögðu algjör toppur að fara á leikinn. Guð..... ég hef aldrei farið á svona alvöru fótboltaleik, hef ekki einu sinni séð íslenska landsliðið okkar spila svo mín var ekki alveg með þetta á hreinu. Ótrúlegt hvað maður lifir sig inn í svona leik og ekki skemmdi fyrir öll þessi læti sem urðu í leiknum.....2 x red og læti!
Jebbs og svo var þetta djamm í Barce algjör snilld, aldrei að vita nema ég hendi inn nokkrum skrautlegum myndum þegar ég hef tíma. Held að ég hafi náð dvergnum á Salsabarnum á mynd! Snilld....

Eins og ég segi frábær ferð og hún er víst ekki á enda því núna er mín í góðu yfirlæti á La Marína á Spáni í sumarhúsinu hjá tengdó. Molos er bara þó nokkuð sáttur við þetta allt saman.
Over and out
Dagný

Barcelona..

Já engin tími fyrir þetta blessaða blogg mitt.. Er búin að vera mikið á faraldsfæti undanfarið.. Fyrst í Hollandi og svo í Barcelona um helgina.. Þvílík snilldarferð hjá mér, Döggunni og börnum.. Gistum hjá henni Röggu minni og fór auðvitað mjög vel um okkur í "litla" kofanum hennar.. Fórum rosa flott út að borða á laugardaginn og skelltum okkur á djammið.. Þvílíkt stuð og Ragga fór hreinlega á kostum.. Gat verla labbað út af síðasta staðnum sem var b.t.w Salsabar því ég hló svo mikið.. Við erum að tala um að eitt stykki dvergur og eitt stykki Elvis voru eins og flugur á skít á henni Röggu minni og þið getið rétt ímyndað ykkur upplitið á minni.. Hélt ég myndi andast úr hlátri..

Svo var það Barcelona leikurinn á sunnudaginn og ekki vorum við óheppnar með leik þar.. Fjögur mörk, tvö rauð og slagsmál.. Allt á suðupunkti í stúkunni og Dagný mín var bara fyndin... Hefur aldrei farið á svona stóran leik áður og það var eins og hún væri að horfa á börnin sín keppa.. Þetta voru bara strákarnir hennar..

Náðum að versla okkur margt fínt og var Mango að koma gríðarlega sterk inn.. Mjög ánægð með kaupin..

Dagný var aðallega á myndavélinni þannig að hún ætti að fórna sér í að henda inn nokkrum myndum af þessari snilldar ferð..

Hrabban kveður

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Viktoría spyr..Viktoría snillingur spurði um daginn þessa snilldar spurningu:
Hvort eru sebrahestar svartir með hvítum röndum eða hvítir með svörtum röndum?

Fólk er sko ekki sammála um þetta svona í fljótu bragði..

This page is powered by Blogger. Isn't yours?