mánudagur, október 04, 2004

Nú vildi ég vera dauð fluga á vegg....

Hahaha.. Fyrir þá sem ekki lesa gestabókina þá kom hún Harpa mín með enn eitt snilldar orðtakið sem heyrst hefur í handboltaheiminum.. Var búin að steingleyma þessu "orðtaki". Já það væri nú munur ef maður gæti verið dauð fluga á vegg, það færi bara alls ekki neitt framhjá manni... hehe.. Og fyrir þá sem gleyma því að fara inn á commentin þá verð ég að benda ykkur að fara inn á commentin fyrir neðan orðtakagreinina.. Tengdó setti þar inn skemmtilegar setningar sem birst hafa í læknaskýrslum og minningargreinum.. Ég og Viktor misstum okkur hérna eitt kvöldið yfir þessu.. Þannig að þeir sem hafa misst af þessu skrolla niður núna... (Orðtök dauðans)...

Kveðja
Hrabba

Comments:
Mér dettur svona í hug í þessu sammbandi að það hljóti einhvern tíman að hafa hrokkið af vörum einhvers í handboltanum, sem veit að mikið liggur við, að "nú þurfi að bretta upp hendurnar".
Jómmi
 
hæ sæta...
hvernig gengur með planið??? Ég var alveg með það í hausnum að þú kæmir kannski um næstu helgi en svo er það ekki fyrr en helgina þar á eftir :( Ég er bara svo spennt, hehehe.
knús knús
 
Sæl elskan...
Held svei mér þá að þetta ætli að ganga upp.. Heyri í þér fljótlega..
Knús Knús
Hrabba
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?