laugardagur, nóvember 13, 2004

Rosa fínt matarboð í gær - 3ja rétta..

Já Stulli og Matthildur stóðu sig eins og hetjur í gær í hlutverki gestgjafa.. 3ja rétta dýrindis máltíð og átum við yfir okkur.. Ætluðum líka aldrei að geta staðið upp aftur og fórum ekki fyrr en um 2 leytið í nótt.. Ég og Stulli áttum bæði að fara á morgunæfingu í morgun og það var frekar erfitt fyrir mig allavega..
Í dag fórum við fjölskyldan svo í bæinn og keyptum tvær jólagjafir. Nú er maður allavega byrjaður.. Erum svo bara búin að hafa það rosa gott heima seinni partinn. Viktoría bað pabba sinn um að kveikja upp í arninum en henni finnst það æði, og ekki leiðist pabbanumn það heldur.. Rosa huggó...
Á morgun eigum við svo að spila á móti Horsens á heimavelli.. Leikur sem við verðum helst að vinna.. Þá lítur þetta ágætlega út hjá okkur..
Dagný og Drífa koma svo heim á morgun, maður þarf víst að skrifa fyrir þær núna þar sem ekki heyrist mikið frá þeim sjálfum..
En jæja ætla að halda áfram að hygge mig sammen með familien..
Hilsen
Hrabba

Comments:
Gangi þér vel á morgun að keppa. Þó ég sé Hrossanesmær þá held ég með þér!

hilsen Tinna
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?