laugardagur, nóvember 13, 2004
Rosa fínt matarboð í gær - 3ja rétta..
Já Stulli og Matthildur stóðu sig eins og hetjur í gær í hlutverki gestgjafa.. 3ja rétta dýrindis máltíð og átum við yfir okkur.. Ætluðum líka aldrei að geta staðið upp aftur og fórum ekki fyrr en um 2 leytið í nótt.. Ég og Stulli áttum bæði að fara á morgunæfingu í morgun og það var frekar erfitt fyrir mig allavega..
Í dag fórum við fjölskyldan svo í bæinn og keyptum tvær jólagjafir. Nú er maður allavega byrjaður.. Erum svo bara búin að hafa það rosa gott heima seinni partinn. Viktoría bað pabba sinn um að kveikja upp í arninum en henni finnst það æði, og ekki leiðist pabbanumn það heldur.. Rosa huggó...
Á morgun eigum við svo að spila á móti Horsens á heimavelli.. Leikur sem við verðum helst að vinna.. Þá lítur þetta ágætlega út hjá okkur..
Dagný og Drífa koma svo heim á morgun, maður þarf víst að skrifa fyrir þær núna þar sem ekki heyrist mikið frá þeim sjálfum..
En jæja ætla að halda áfram að hygge mig sammen með familien..
Hilsen
Hrabba
Í dag fórum við fjölskyldan svo í bæinn og keyptum tvær jólagjafir. Nú er maður allavega byrjaður.. Erum svo bara búin að hafa það rosa gott heima seinni partinn. Viktoría bað pabba sinn um að kveikja upp í arninum en henni finnst það æði, og ekki leiðist pabbanumn það heldur.. Rosa huggó...
Á morgun eigum við svo að spila á móti Horsens á heimavelli.. Leikur sem við verðum helst að vinna.. Þá lítur þetta ágætlega út hjá okkur..
Dagný og Drífa koma svo heim á morgun, maður þarf víst að skrifa fyrir þær núna þar sem ekki heyrist mikið frá þeim sjálfum..
En jæja ætla að halda áfram að hygge mig sammen með familien..
Hilsen
Hrabba