mánudagur, apríl 25, 2005
OSTAKAKA KOBBU... NAMMI NAMM...
Ostakaka Kobbu
300 gr kanilkex (frá LU) og 150gr smjör (brætt) hrært saman og sett i botninn
300gr rjómaostur og 5 msk flórsykur og 2 pelar þeyttur rjómi hrært saman og látið ofaná
200gr brætt suðusúkkulaði og ein dós (200gr) sýrður rjómi hrært saman og verður ljósbrúnt krem og það sett ofaná !!
Svo inn í frysti og tekin út 2 tímum áður en á ad borða kökuna!!
Ávöxtum raðað á hana rétt áður en hún er borin fram!!
Comments:
<< Home
Ég heimta að þessi verði höfð á borðum næst þegar ég kem. Ásamt Bounty kökunni að sjálfsögðu;)
Kv orri
Kv orri
Ummmmm hún var sko BARA ÆÐI... en viltu líka senda mér uppskriftina af hinu gúmmelaðinu.....
Annars held ég að Daddi sé kominn með matarást á ykkur, hann var ekkert sérlega glaður þegar ég bauð upp á hollustuna í gær!! hehe
kveðja Tinna
Annars held ég að Daddi sé kominn með matarást á ykkur, hann var ekkert sérlega glaður þegar ég bauð upp á hollustuna í gær!! hehe
kveðja Tinna
umm þessi hljómar vel...stefnan sett á að skella í eina strax í kvöld :) held ég hafi bara gert ostaköku 2-var síðan ég átti Lúkas en gerði að minnsta kosti 2 á viku þegar ég var ólétt og át þær allar ein :) ef þig vantar uppskrift af fleiri ostakökum luma ég á nokkrum ómótstæðilegum.
eibba
Skrifa ummæli
eibba
<< Home