miðvikudagur, mars 29, 2006

Stefni á íslandsmet...

Og það sko alvöru.. Hver vill ekki eiga íslandsmetið í að missa af flugvélum? Ég ég ég ég.. Missti af fluginu til Þýskalands áðan og er þetta annað flugið sem ég missi af á innan við 4 mánuðum.. Ekki slæmur árangur það eða hvað? Veit ekki hvað er að gerast með mig, held að tæknivæðingin sé alveg að fara með mig.. Nú þarf maður ekki að muna neitt lengur eins og t.d símanúmer (ég kunni sko öll símanúmer og meira að segja bílnúmer líka).. Nú get ég ekki einu sinni munað hvenær ég á að mæta í flug.. Það væri kannski ágætis hugmynd að kíkja á flugmiðann svona eins og deginum áður.. Kannski að ég geri það bara næst.. Allavega íhuga það.. Við mæðgur munum sem sagt fljúga fyrir hádegið á morgun.. Greyið Dísin litla sem var búin að gera sig svo rosalega fína fyrir litla frænda.. Fór í extra langt bað með extra hárþvotti.. Fékk þessa líka rosa greiðslu og fór í nýja pæjujakkan sinn sem hún var komin í 4 tímum fyrir brottför en þá var mín algjörlega klár.. Bara ef mamman hefði nú verið jafn tilbúin haha.. En vá hvað ég er pirruð á sjálfri mér núna..

En svona til að reyna að gera eitthvað gott úr þessu þá náði ég að sjá báða undanúrslitaleikina í kvennaboltanum og hörkuleikir báðir.. Og svo fæ ég að kúra hjá honum Vikka mínum eina auka nótt en ég á nú eftir að vera svo mikið í burtu frá honum næstu 2 mánuði..

Best að fara að lúlla svo ég missi ekki af vélinni á morgun.. Þarf að vakna 7.30 þannig að öllum er velkomið að hringja þá (5.30 á íslenskum), það er ekki eins og þið hafið eitthvað betra að gera þá..

Hrabba

Comments:
haha gerist fyrir besta fólk..kom einmitt líka fyrir mig og Rakel um daginn þegar við fórum til Danaveldis...en hefur reyndar bara gerst einu sinni..ég hélt maðurlærði af reynslunni..hvar er Reynslann! ! ! ! ?
Lísa
 
Meira klúðrið maður.... hélt að Dísin væri að djóka þegar hún hringdi í mig á flugvellinum. En Moli litli var orðinn svo spenntur að hann fékk hita greyið. Jæja farinn að lúlla svo maður geti nú tekið á móti ykkur á morgun! Þar að segja ef þið komið:)
Kveðja Degs.
 
kemur ekki á óvart.. .. hvenær mætir kellan á réttum tíma í flug :o) - þarft að hafa Hörpu roomie til að redda svona hlutum, eða Röggu Stef.. .. skipulagið ekki að drepa hana Hrebbs mína :o) góða ferð darling.. ..
Kv.
Bryn
 
ég hefdi viljad sjá svipinn á Vikka thegar thú sagdir honum ad thú misstir af vélinni.
mwaha

Kv

Matthildur
 
Mikið er ég sammála Matthildi, hefði gefið mikið fyrir að fá að sjá smettið á Viktori þegar að þú tilkynntir honum að þú hefðir misst af fluginu.
 
Já skipulagið að drepa mig.. Maður er nú alltaf betur settur með Hörpu eða Röggu á kantinum.. Þá var ég nú alltaf á tíma..
En ég get nú sagt ykkur það að Viktorinn þekkir sína nú það vel að hann fattaði það nú að segja ekki neitt.. Var svo pirruð út í sjálfa mig að ég hefði bara gargað ef hann hefði sagt eitthvað..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?