laugardagur, febrúar 24, 2007

Kjósið Stefý.....

Jæja lesendur góðir, nú er hún Stefý "litla" að fara að keppa í ungfrú Suðurland og fara fram netkostningar á http://olthorol.com/um_stulkurnar.html endilega kjósið skvísuna. Hún er að sjálfsögðu langt flottust:) Það finnst mér allavega. Fyrir þá sem þekkja ekki Stefý þá er hún frænka hans Gunnars Berg.

Annars allt það fína að frétta frá Holstebro. Hér er snjór en ekki Sneestorm eins og hjá Hrebs. Svo kellan er ekki enn þá búin að taka snjógallan fram, læt dúnúlpuna duga:)

Yfir til Hrebs

Kveðja Dagný

Úti að ná í eldivið....

Síðan síðast..........

Hefur margt gerst:

-Ruslakarlarnir fóru í verkfall vegna þess að tveir aumingjar voru reknir (ef ég væri ruslakarl þá væri ég frekar til í að fá tvo nýja starfsfélaga sem mæta í vinnuna en nei það þykir töff að vera alltaf í veikindafríi og geta varla gert grein fyrir veikindum sínum).. Ekki nóg með það þá blokkuðu þeir Sorpu þannig að það var ekki hægt að fara með ruslið sjálf/ur.. Það er víst búið að lesa þetta núna þannig að ég bíð spennt eftir ruslakörlunum enda rusl út um allt..

-Við unnum Holstebro og getum náð Horsens að stigum ef við vinnum þær í næsta leik.. Það þýðir að við getum sloppið við umspilsleiki í apríl..

-Viktor fárveikur og liggur í svitabaði allan sólarhringinn.. Versnar bara ef eitthvað er..

-Biggi kom óvænt í heimsókn í gær.. Svipurinn á Hönnu Lóu þegar hann labbaði inn í stofu var svakalegur.. Ég á örugglega aldrei eftir að sjá neinn svona hissa aftur.. Algjör snilld.. Hann verður hérna þangað til á mánudaginn..

-Búið að snjóa rosalega hérna á síðustu dögum.. Ég í blóma yfir þessu.. Elska snjó, svo bjart yfir öllu og svo auðvitað æðislegt að fara út að leika í snjónum.. Ætlum út á morgun að búa til snjóhús og snjókarl.. Mikil tilhlökkun..

-Búin að spila Partners í marga klukkutíma á síðustu dögum og eyða enn fleiri klukkutímum í að horfa á Grey´s anatomy.. Þvílíkir snilldarþættir..

Set inn myndir mjög fljótlega af snjódýrðinni hérna fyrir utan..
Hrabba

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Bolludagur... Namminamm..

Og vá hvað ég er búin að borða margar bollur.. Fórum til Beggu og Bjarna í bollur og engar venjulegar bollur.. Við erum að tala um 5 stjörnu bollur hjá Beggunni.. Stelpan alveg á heimavelli í bollugerð og ekki bara að þær væru rosalegar á bragðið þá voru þær líka hinar glæsilegustu.. Þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Beggan mín fitni eitthvað af bollunum þar sem við sáum um að borða þær flestar frá henni.. Takk kærlega fyrir okkur Begga mín og Bjarni auðvitað..

Var að heyra frábæra bolludagssögu þar sem Íslendingur sem er búsettur í Danmörku var að skýra út fyrir dana hvernig hefðirnar væru á bolludeginum heima: En þar "boller" alle hinanden.. Börnin "boller" foreldrana sína og foreldrarnir "boller" börnin o.s.frv. Já bolluvöndurinn góði að gera gott mót.. Og þeir sem eru alveg farnir í dönsku þá þýðir bolle sem sagt að ríða.. Get alveg ímyndað mér upplitið á Dananum við þessari sögu..

Svo var það annar sem var að segja að hann væri fjarsýnn en hann var fjernsyn (sem sagt sjónvarp)..

Já líf og fjör í Dene en samt ekki eins og á Íslandi þar sem alle boller alle
Hrabba

laugardagur, febrúar 10, 2007

Enn einn sigurinn..

Veit ekki hvað er að gerast en við bara vinnum og vinnum og ekki er það nú leiðinlegt.. Unnum Kolding í gær með einu og skoruðum þegar 2 sek voru eftir sem gerði þetta enn sætara.. Eigum Slagelse í næsta leik sem eru taplausar og ætla sér taplausar í gegnum deildina.. Væri nú ekki leiðinlegt að stela stigum af Önju og co..

Unglingarnir okkar eru búnar að vera í burtu núna í viku.. Skruppu til Ítalíu og koma á sunnudaginn.. Erum ekki búin að vera neitt einmanna síðan þær fóru því við erum búin að fá gesti. Davíð, Diljá og guttar eru hjá okkur núna og verða alla helgina.. Alltaf gaman að hafa gesti og það eru bjartir tímar framundan hvað varðar gestagang.. Svali doktorinn er væntanleg í lok mánaðarins og hlökkum við mikið til að fá hana.. Sjaldan lognmolla í kringum þann gullmola.. Mamma og pabbi eru svo væntanleg í mars.. Pabbi að koma svo ég geti haldið upp á 50 ára afmælið hans.. Það verða einhverjar kökurnar bakaðar þá..

Jæja best að fara á date með Jack B..

Hrabba

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Mikið að gerst í Árósunum...

Erotic world sýningin auðvitað á sínum stað fyrstu helgina í febrúar.. Ótrúlegt að við skulum ekki enn vera búin að fá gesti frá Íslandi á þessum tíma.. Við stelpurnar í liðinu fengum boðsmiða á þetta í ár og nú var líka komið að því að kíkja á þetta mjög svo sérstaka show.. Já þarna voru hræðilegir stripparar (very bad), allskonar dót til sölu í svona ca 30-40 Rómeó og Júlíu básar.. Þvagsleðinn frægi var hvergi sjáanlegur en þarna var hægt að kaupa sér sætispúða með dildó standandi upp úr í miðjunni.. Mjög sniðugt fyrir flestar piparjónkur eða hvað??
Þarna voru líka mjög spennandi DVD myndir eins og "Privates of Carribien" með Jennu Jameson as Jhonny Depp og undirtitillinn "The cure of the black hole". Þarna var líka hægt að kaupa PornoWars auðvitað skrifaðmeð alveg eins stöfum og StarWars.. Já þessir snillingar í þessum bransa vaða alveg í góðum hugmyndum.. Þið sem eruð orðin voðalega spennt núna þá er þessi sýning aftur á næsta ári fyrstu helgina febrúar..

Spiluðum á móti FCK í gær og gerðum jafntefli.. Dómararnir alveg skelfilegir og náðu að gera alla brjálaða.. Alltaf svolítið spes þegar það gerist.. Erum núna komnar upp fyrir Esbjerg og verðum að halda okkur þar..

Svo er það auðvitað bara handboltinn í sjónvarpinu sem er alveg búin að gera mig vitlausa.. Er ekki að jafna mig eftir þetta helvítis Danatap.. Hef ekki getað haldið með Dönum síðan.. Var farinn að garga af gleði þegar Pólland var að skora á móti þeim. En svona er þessi blessaði bolti..

Kveð í bili
Hrabba

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Þekkirðu fræga fólkið???

Þá er það næsta gáta...

Vísbending 1: Uppáhaldsmyndin hans er Scarface med Al Pacino og hefur hann séð hana oftar en 60 sinnum..

Vísbending 2: Hann hefur verið valin flottasti einstæði pabbinn af bandarísku tímariti en er ekki einstæður í dag..

Koma svo..

Til hamingju með afmælið uppáhalds bróðir..

Já uppáhalds bróðir minn hann Daði er 25 ára í dag.. Innilega til hamingju með það elskan.. Afmælismatur heima í Austurbergi og manni ekki einu sinni boðið.. Það er svona að vera útlendingur, bara útskúfuð.. En vonandi áttu frábæran dag Daði minn..
Spurning um að setja inn nokkrar góðar myndir af Daddunum svona til að gleðja hann..

This page is powered by Blogger. Isn't yours?