sunnudagur, nóvember 25, 2007

Jæja jæja, loksins eitthvað að gerast!!!!!

Nú fer að styttast í krílið, Hrabba er komin með hríðar, 5-7 min á milli og styttist í að lagt verði í hann á fæðingardeildina, skv Viktori.
Nú er bara að vona að þetta gangi fljótt og vel fyrir sig.

Kem með glóðheitar fréttir um leið og þær berast.

Kv.
Arna

Comments:
Enn spennandi..haltu í þér þangað til á morgun, þá á Sigurveig afmæli og verður 10 ára! Góður dagur. Annar skil ég þig vel ef þú bara drífur þetta af elskan..gangi ykkur vel og ég hlakka til að heyra fréttirnar :)
knus sóley..
 
omg...er að deyja úr spenningi hérna!!
Gangi ykkur vel elskurnar!
Knús í kaf Tinna og co.
 
vííí.... spennandi !!!
Gangi ykkur sem allra best :)

Sendum hríðarstrauma.

Knús - Sif og co.
 
Vei vei vei...... mega spennó.... ;)
Gangi ykkur alveg svakalega mikið rosalega vel ;)
Hlökkum mikið til að fá frekari fréttir
Inga Dóra og Marinó Máni
 
Hér eru hand- og táneglur nagaðar í gríð og erg... bíð spennt eftir fréttum!!!

Matta
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?