mánudagur, september 25, 2006

Kellan í banni..

Já ef einhver skilur Zidan þá er það ég.. Skil svo vel hvernig hægt er að missa sig alveg í hita leiksins.. Já var svo "KLÓK" að næla mér í eitt stykki beint rautt kort síðustu helgi og kostaði það mig tveggja leikja bann.. Var ekki með í gær og verð ekki með á miðvikudaginn á móti FCK.. Eins gott að mæta spræk inn á laugardaginn á móti Kolding sem er mjög mikilvægur leikur..

Svo er allt að verða vitlaust í pædagog geiranum hérna.. Allir komnir í verkfall þannig að allir leikskólar og skóladagvistun er lokað.. Það þýðir að Viktoría er bara frá 8-11.40 í skólanum og svo þarf að ná í hana.. Það var verið að skera enn meira niður í leikskólunum (sem er alveg út í hött) og það varð allt crazy.. Allir endalaust í einhverjum mótmælagöngum niður í bæ og hneggjandi fyrir framan ráðhúsið.. Það er bara vonandi að þetta fari að leysast og ég geti haldið áfram að framkalla með góðri samvisku þar sem þetta rugl bitnar allt á greyið Hönnu.. Væri í tómu rugli ef hún væri ekki hérna..

Fyrir utan að vera í leikbanni var helgin rosa fín.. Dagný og stórfjölla komu í heimsókn og gistu ásamt Hönnu og Valný (þær teljast nú varla til gesta lengur þessar elskur)... Stulli og Matthildur komu líka á laugardaginn og borðuðu með okkur og spiluðu.. Svo á sunnudaginn komu Rúnar og Þórunn frá Kolding og borðuðu með okkur.. Alltaf líf og fjör hjá Hröbbunni þegar hún fær gesti..

Búin að kaupa fótboltaborð þannig að nú verður farið að vinna í leikherberginu.. Komið píluspjald líka.. Það er hægt að keppa í ýmsu hérna.. Verst hvað ég er ógó léleg í þessu fótboltaspili.. En æfingin ætti að gera eitthvað gagn.. Þið verðið að koma fljótt í heimsókn ef þið ætlið að vinna mig..

Brjálæðingurinn kveður

fimmtudagur, september 21, 2006

Kellan er farin að eldast!


Já þessi litli gemlingur er byrjaður á leikskóla og finnst honum það algjört ÆÐI! Er að fíla sig vel innan um hina krakkana:) Úfff en tilhugsunin um að Daggan sé að fara að sækja foreldrafundi og allan pakkan minnir hana á að hún er orðin svolítið gömul! Ég ætla bara rétt að vona að barnið fari ekki að kyssa hitt kynið eins fljótt og stór frænkan í Arhus.... veit ekki hvernig ég myndi taka á þeim málum!!

Það helsta er að frétta að fjarnámið hjá mér er byrjað á fullu og var ég að komast að því að ég er með einum fanga í einu fagi. Fyrst fannst mér það ansi töff..... ég meina batnandi fólki er best að lifa og allt það, en þegar ég komst að því að maðurinn situr inni næstu 4 árin fyrir að hafa misnotað börn þá fór um mig hrollur! Þessir menn fá enga samúð hjá mér, því miður!

Næsti leikur er svo á móti Randers á morgun og svo er frí helgi nánanst, ætlum að reyna að nýta það vel:)

Þangað til næst
Dagný

laugardagur, september 16, 2006

Byrjuð að kyssa strákana..

Já mín ekkert að hika við þetta.. Var að segja okkur frá því að Thelma vinkona hennar hafi verið að elta strákana í skólanum og kyssa þá.. Þá spyr Viktor: En hvað með þig ert þú ekkert að kyssa strákana? Þá kom nú glott á mína og svo langt júúúú.. Pabbinn samt ekkert farinn að hafa áhyggjur enn..

Erum núna að horfa á Önju Andersen í sjónvarpinu.. Kerlinginn slakar aldrei á í vitleysunni.. Um daginn ætlaði hún að banna tv3 að sýna Slagelse leiki vegna þess að áhorfið er ekki nógu gott.. Liðin fá fullt af peningum fyrir sjónvarpsleiki og það ætti nú að vera nóg fyrir flesta.. En auðvitað ekki hana.. Svo var viðtal við hana áðan og þá var hún að segja að hún væri ekki á bekknum í öllum leikjunum.. Hundurinn hennar er búin að vera eitthvað slappur og stundum þarf hún bara að vera heima hjá honum.. Við erum að tala um að þessi blessaði hundur hennar situr oft í farþegasætinu á meðan kærastan hennar þarf að sitja aftur í.. Ég ætti nú ekki annað eftir en að fara að víkja fyrir einhverjum hundi.. Viktor yrði fljótt látinn fara..

Fórum í dag í 4 ára afmæli til Ása Goða.. Rosa gaman og Guðný með rosalegar kræsingar (svo sem ekki við öðru að búast).. Mikið búið að éta í dag sem sagt..

Veit ekkert hvað ég á að bulla svo ég kveð i bili
Hrabba

fimmtudagur, september 14, 2006

14.sept => 25°hiti => Hrabba brennd

Já lífið er yndislegt hérna í Danaveldi.. Búið að vera geðveikt veður alla vikuna og verður áfram yfir helgina.. Búið að vera heiðskírt og 25° hiti.. Var í fríi í vinnunni og tók hádegisblundinn út í garði á bekknum.. Tæpir tveir tímar og ég er vel brennd í andlitinu.. Ekki slæmt að vera með sólbaðsveður á þessum tíma.. Þetta ætlar að verða ansi gott og langt sumar..

Gengur fínt (eða ekki) að koma okkur fyrir í nýja húsinu.. Tökum þessu rólega.. Hrabban ekkert þekkt fyrir mikið stress..

Vinnan gengur bara mjög vel.. Fínasta vinna og tíminn gengur alveg ótrúlega hratt..
Er ekki búin að lenda í neinum svaðalegum myndum (bara fullt af einhverjum stelpum að pósa berar eða í nærfötum, nóg af þeim).. Viku áður en ég byrjaði lenti Lene (stelpa í liðinu mínu sem vinnur með mér) í að framkalla myndir af 70 ára manni sem hafði aðeins misst sig á vélinni (eða látið félagann um að mynda).. Fyrst komu myndir af honum í gegnsæjum kvennmannsnærfötum þar sem pungurinn hékk út fyrir (mjög huggulegt).. Þetta átti svo bara eftir að versna því svo voru bara einhverjar porno myndir af honum og vini hans á svipuðum aldri.. Eins gott að hann komi ekki til mín að láta stækka eitthvað.. hehehe....

Viktor spurði svo Viktoríu um daginn hvort henni finndist skemmtilegra í leikskólanum eða skólanum... Mín var ekki lengi að svara: LEIKSKÓLANUM.... Nú, af hverju spyr Viktor.. Í leikskólanum var ekki alltaf verið að segja við mig "TI STILLE".. (Vantar eitthvað gott íslenskt orð yfir þetta, ekki sátt við þegja, þögn, hljóð).. Já mín eitthvað full masgjörn eins og pabbinn..

Farin í háttinn..
Yfir og út
Hrabba

þriðjudagur, september 12, 2006

Magnaður andskoti....

11.9 - Afhverju?

1. Í New York City eru 11 bókstafir

2. Í Afghanistan eru 11 bókstafir

3. Í nafni Ramsin Yuseb (Hryðjuverkamaðurinn sem hótaði að eyðileggja Twin Tower árið 1993) eru 11 bókstafir.

4. Nafnið George W Bush er 11 bókstafir

Þetta gæti allt verið hrein tilviljun, en nú verður þetta áhugavert:

1. New York er 11. fylkið

2. Í flugi 11 voru 92 farþegar (9 + 2 = 11)

3. Í flugi númer 77 sem einnig flaug á tvíburaturnana voru 65 farþegar (6 + 5 = 11)

4. Árasinn átti sér stað 11. september, sem er einnig þekkt sem 9/11 (9 + 1 + 1 =11)

5. Dagsetningin er eins og neyðarnúmerið í Bandaríkjunum 911 (9 + 1 + 1 = 11)

Ennþá hreinar tilviljanir?? Haltu lestrinum áfram.....

1. Heildarfjöldi fórnarlambanna sem voru í flugvélunum sem notaðar voru í árásunum var 254 (2 + 5 + 4 = 11)

2. 11. september er 254. dagurinn á árinu (2 + 5 + 4 = 11)

3. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 3.11.2004 (3 + 1 + 1 + 2 + 0 + 0 + 4 = 11)

4. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 911 dögum eftir árásina á Twin Towers.

... og nú kemur það sem er ennþá merkilegra:

Á eftir fána Bandaríkjanna (Stars and stripes) þá er Örninn þekktasta merki landsins

* Í eftirfarandi versi úr Kóraninum, hinni helgu ritningu Íslam, stendur:

"For it is written that a son of Arabia would awaken a fearsome Eagle.

The wrath of the Eagle would be felt throughout the lands of Allah and

while some of the people trembled in despair still more rejoiced:

For the wrath of the Eagle cleansed the lands of Allah and there was peace."

Þetta er vers númer 9.11 í Kóraninum.

Heldur þú ennþá að um hreinar tilviljanir sé að ræða? Prófaður þá eftirfarandi:

* Farðu í Microsoft Word og gerðu þetta:

1. Skrifaðu með hástöfum: Q33 NY. Flugnúmerið á fyrstu vélinni sem var flogið á tvíburaturnana.

2. Litaðu Q33 NY

3. Breyttu stafastærðinni í 48

4. Breyttu leturgerðinni í WINGDINGS (eða WINGDINGS 1) ÓGNVEKJANDI!!

Ískyggilegt......

P.s Stal þessu af síðunni hennar Röggu Ásgeirs.... þetta er alveg ótrúlegt!

Kveðja Dagný

mánudagur, september 11, 2006

Til hamingju Gunnur


Yndislega vinkona mín Gunnur og eiginmaður hennar Binni Geirs eignuðust gullfallega stelpu í gær. Til hamingju með það dúllurnar mínar. Ég gat ekki beðið með að versla sængurgjöf á skvísuna svo mín fór í dag að verlsa á prinsessuna......hlakka ekkert smá til að sjá skottuna.
Annars allt það fína að frétta af okkur. Við fórum í gær til Silkeborgar að heimsækja Beggu og Bjarna. Þau eru búin að koma sér vel fyrir í þessari líka yndislegu borg Silkeborg.... Vááá þetta er ekkert smá kósí borg, þarf að koma þarna við aftur og fara jafnvel í siglingu, Gunnar alveg æstur í það! einmitt! Karlmenn...!
Já við litum aðeins á bæinn og fórum svo á fótboltaleik með Silkeborg. Fínn sunnudagur og eigum við pottþétt eftir að kíkja á þau aftur.... Takk fyrir okkur Begga mín, svo myndó skvísí:)
Handboltafréttir eru þær að við vorum að tapa fyrir GOG heima 31-23, já átta marka tap staðreynd og allir bara nokkuð sáttir við að hafa spilað vel í 45 min, en staðan var 17-18 þá. Kellan spilaði í ca.25 mín og náði að setja 2. Skil ekki hvernig er hægt að vera sáttur við að tapa...en Danir eru svolítið spes í þessu. Það er ekkert allt of mikil trú til staðar. En svona er lífið, stundum tapar maður og stundum vinnur maður:)
Ég má til með að tjá mig aðeins um eitt atriði sem er svolítið nýtt fyrir mér í boltanum.... þannig standa málin að við erum með tvo unga þjálfara sem eru bara fínir og allt gott með það en þeir höfðu samband við Personale Manden til að hjálpa okkur við að halda okkur í deildinni. Já nú eru margir að pæla hvað Personale Manden er.... ætla að reyna að útskýra það: Við erum að tala um sálfræðinga sem taka hvern leikmann í próf og finna út hvernig leikmaður þú ert, þá er verið að tala um er hún mikil keppnismanneskja, leiðtogi, félagsvera og svo frv. Og svo þurfa allir að tjá sig hvernig típa þú ert, hvað fer í taugarnar á þér, hvað þurfa aðrir að laga svo þér líður betur á æfingu og bla bla.... minnir svolítið á tjáningu 102 í menntaskóla. Þessir gæjar elta okkur gjörsamlega út um allt, þeir mæta og horfa á æfingu og eru með skrifa eitthvað í dagbókina sína, svo eru þeir með Video-upptöku á okkur í leik, inn í klefa fyrir leik og í hálfleik. Svo er einn með diktarfón fyrir aftan bekkinn og blaðrar um hvernig við stöndum okkur á bekknum, er Daggan að peppa á réttum tíma eða ekki???? Já þetta er frekar nýtt fyrir manni og eru þeir stanslaust að bjóða aðstoð sína.... Dagga mín þarftu að tjá þig eitthvað? Viltu losa einhverja spennu??? Spurning hvort Habba Kriss endi í þessu starfi.... sé Höbbu sála alveg fyrir mig með diktafóninn:)
Hef þetta gott í bili í kvöld, hafið það gott
Daggan

fimmtudagur, september 07, 2006

Komin í samband...

Fluttum inn 1.sept og þurftum auðvitað að bíða í viku eftir að fá símann og internetið flutt þrátt fyrir að ég hringdi fyrir mörgum vikum til að panta flutninginn.. Þeir eru svo hraðir þessar elskur.. Hringdi svo í dag og pantaði sjónvarpsstöðvapakka.. Fæ stóran pakka með 52 stöðvum og þar af 5 kvikmyndastöðvar.. Haldiði að þetta kosti ekki heilar 2000 krónur íslenskar á mánuði.. Held að það kosti tæpar 5000 kr að vera með stöð 2 heima.. Hvað er það???
Já já það er verið að taka ykkur í þurrt..............

Viktoría er í blóma hérna í Trige.. Rosa sátt í skólanum og er búin að viðurkenna það að kennarinn segi henni svolítið oft að þegja.. Mín talar víst svolítið mikið.. Er ekki að skilja hvaðan hún hefur það.........

Daggan heldur betur að koma sterk inn.. Vissi að hún myndi standa sig og ég held svei mér þá að það sé von á fleiri pistlum frá henni miðað við viðbrögðin.. Gunnar er víst að komast yfir þetta með að hafa hitt drottninguna í Holsterbro.. Þetta var víst ein stærsta stund í lífi hans.. Eins gott að hann missti nú ekki af þessu....

Er byrjuð í nýrri vinnu hjá Japan photo.. Er að framkalla mig vitlausa þar.. Bara hin fínasta vinna.. Skrapa saman 20 tímum á viku þar..

Bið að heilsa í bili..
Hrabba

mánudagur, september 04, 2006

Erfiður dagur að baki


Já hver haldið þið að þetta sé með doppótta hattinn???? Jú jú mikið rétt... þetta er engin önnur er drottningin í Dene!! Drollan gerði sér lítið fyrir og heimsótti bæinn okkar í dag. Við fórum að sjálfsögðu niður eftir að kíkja á kelluna. Það er allt búið að vera á öðrum endanum í bænum útaf komu hennar í bæinn, allar götur nálægt bænum voru lokaðar og 15.000 manns mættu til að kíkja á drottninguna og vorum við ein af þessum vitleysingum:) Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað Gunnar var spenntur....


Fyrsti deildarleikurinn okkar á móti Slagelse endaði með 4 marka tapi, 26-22 og voru allir voða ánægðir með það:) Það var voða gaman að fá að taka þátt í þessu eftir árs pásu frá boltanum, nú er bara að halda áfram á réttri braut... næst eru það fyrrum félagar Hafdísar GOG á heimavelli á mánudaginn.
Annars er búið að vera brjálað að gera hjá okkur í dag, eftir æfingu þá þurftum við Gunnar Berg að fara að sinna Modelstörfum, sem var frekar fyndið. Við vorum í litlu magasíni niður í bæ og þurftu allir nýir leikmenn í Holstebro að kynna nýju Hummel línuna. Sýningin fór þannig fram að við komum niður rúllustiga og þurftum svo að labba nokkrar umferðir á einhverjum sýningarpalli með bros á vör! Já við skötuhjú erum sko að gera góða hluti hér í Danmerku. Nú er bara að bíða og sjá hvort að Hummel-línan rjúki ekki út eins og heitar lummur eftir góða frammistöðu okkar Gunnars.
Brjálaði bloggarinn kveður að sinni..... mér finnst eins og ég sé óstöðvandi núna. Hey og takk fyrir kommentin síðast
Kveðja Bloggandi Degs.

laugardagur, september 02, 2006

Kellan er enn á lífi....

Já nú er það Dagný sem skrifar fyrir hönd Hrebs, þar sem hún er ekki í netsambandi þessa vikuna! Svo sem kominn tími til að kellan láti þjóðina vita að hún sé á lífi.

Kellan með litlu fjölluna sína í eftir dragi er búin að koma sér vel fyrir í Danmerku. Erum í fínni íbúð ekki langt frá miðbænum, svo það er bara hið besta mál. Næst á dagskrá er að koma sér inn í dönskuna.... kellan er ekkert farin að tala mikið enn þá en ég skil mikið. Hausinn á mér er alveg soðinn af þýskunni, en þetta ætti vonandi að fara að koma allt saman. Mér skilst að það eigi að senda okkur úllana í dönskunámskeið, mér sýnist að það veiti ekki af! En það verður bara gaman, við Gunni förum ásamt tveim Hollendingum og einni Japanskri úr liðinu mínu.... við verðum flott þarna með slæðugenginu!
Af Molanum er það að frétta að hann verður náttúrlega bara flottari og flottari:) Minn er búinn að taka sín fyrstu spor, heil 3 skref. Múttan náttúrlega að rifna af stolti. En minn varð heldur betur fyrir barðinu á einni vespu í gær..... össs bölvuð vespan beit hann fyrir ofan vörina og hann bólgnaði svona svakalega upp, hann var eins og Bobba í Forest Gump.... tengdapabbi fékk algjört sjokk þegar hann sá nafna sinn, varð maður náttúrlega að róa karlinn niður og kíkja með barnið til læknis. Bólgan var svo farin þegar við komum heim frá lækninum sem gerði ekki neitt nema að róa karlinn, já og mig kannski pínu.
Handboltinn fer svo af stað á morgun, við eigum leik við ekki slakari lið en Slagelse. Hóst hóst....og þetta er sjónvarpsleikur. Svo maður er frekar spenntur núna, búist við fullri höll og alles. Kellurnar í liðinu mínu eru alveg að tapa sér, við erum að tala um að það eru nánast allar búnar að lita á sér hárið, klippingu og stunda bekkina.... þetta er bara eins og heima???

Jæja ég hef þetta fínt í bili, ágætis byrjun held ég bara hjá kellunni sem er ekki búin að blogga í ár.... nú ef ég á að halda vikuna út þá vil ég fá einhver komment, annars nenni ég þessu ekki:) Koma svo!

Best að fara að sinna litlu syst og Valnýju sem eru í heimsókn hjá mér þessa helgina.
Kveð í bili Dagný

This page is powered by Blogger. Isn't yours?