sunnudagur, október 22, 2006
Frábær helgi..
Já búnir að vera skemmtilegir dagar undanfarið.. Viktor fór frá mér á miðvikudagskvöld en ég þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur því Teddi og Auður pössuðu mig á meðan.. Auður kom á sunnudaginn og Teddi síðan á miðvikudaginn, þau fóru svo heim í dag.. Alveg frábært að hafa þau hérna og gærkvöldið var alveg frábært.. Héldum matarboð hérna og fengum til okkar góða gesti: Lindu, Jón og Helgu Báru (allt fimleikafólk úr Gerpu sem ég hef ekki séð í mörg mörg ár) og svo Heimi Árna.. Teddi og Heimir sáu um kjöt, sósu og kartöflur á meðan ég sá um meðlæti og desert.. Svo var kjaftað og spilað til morguns.. Ég, Teddi, Auður og Heimir spiluðum til að verða 6 en þá vorum við nú líka orðin mjög þreytt.. Ég og Heimir að fara á kostum í öllum "parakeppnum" kvöldsins.. Algjörlega ósigrandi í Buzz, fótboltaspilinu og Partners.. Og eins og okkur leiðist nú báðum að vinna..
Í dag var svo afmæli hjá Viktori Berg ofurtöffara.. Dagný var búin að undirbúa heila fermingarveislu.. Þvílíkt magn af kræsingum og ekkert smá gott hjá kellunni.. Nóg af góðum gestum og bara líf og fjör í Holstebro..
Já gleði í Danaveldi
Hrabba
Í dag var svo afmæli hjá Viktori Berg ofurtöffara.. Dagný var búin að undirbúa heila fermingarveislu.. Þvílíkt magn af kræsingum og ekkert smá gott hjá kellunni.. Nóg af góðum gestum og bara líf og fjör í Holstebro..
Já gleði í Danaveldi
Hrabba
þriðjudagur, október 17, 2006
1 árs afmæli....
Þá er litli maðurinn á heimilinu orðinn 1 árs.....ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Kellan var á fullu í dag í bakstri, en handboltapíurnar í Holstebro komu og fögnuðu afmælinu með litla karlinum. Minn svaka ánægður með daginn!
Svo verður mín með smá íslendingaboð á sunnudaginn. Svo Ragnhildur ef þú lest þetta þá máttu endilega senda mér skilaboð hvort þú getur komið, næ ekkert í rassinn á þér stelpa! Síminn hjá mér 22769800.
Kveðja Dagný
sunnudagur, október 15, 2006
Viktor að meika það sem tömrer..
Já er að smíða sig vitlausan þessi elska og var verðlaunaður í vikunni með 25 prósent launahækkun sem er nú ekkert sem gerist oft í þessum lærlingabransa.. Er svo stolt af þessari elsku og veit að mamma hans fellir eflaust tár heima í Gvendargeislanum..
Í gær var fullt hús af fólki en Hanna hélt upp á tvítugs afmælið sitt hérna.. Mjög gaman og mikið hlegið (og mikið spilað í fótboltaspilinu).. Saga kvöldsins verður seint toppuð en ónefndur aðili kom með þessa líka viðbjóðis sögu:
Já hún svaf einu sinni hjá strák, bara svona einnar nætur gaman, og þegar þau vöknuðu um morguninn var strák greyið alveg eins og aumingi og staulast fram úr.. Hún finnur fyrir einhverju blautu á hnénu á sér og lyftir upp sænginni en þá var gæinn búinn að drulla í sig og hún með drullu á hnénu.. Vá hversu óheppinn er hægt að vera??? Eða ekki? Þegar við vorum búnar að vera að hneykslast á þessu í lengri tíma þá kom bara í ljós að allar þessu ungu stelpur vissu um svona tilfelli og meira að segja ein um þrjú.. Já ágætu lesendur það er komin ný kynslóð.. Kynslóðin sem skítur í sig.. Mjög eðlilegt.. Ég er allavega hætt að vera leið yfir því að vera orðin gömul..
Eins og flestir ættu að vera búnir að taka eftir þá er komið nýtt lúkk á síðuna.. Er þetta ekki bara að gera sig eða saknið þið gömlu góðu?? Við Dagný vorum að bralla þetta í dag og ákváðum í leiðinni að reka Drífu og Hönnu.. Erum ekki sáttar við þeirra framlag..
Kveð í bili
Hrabba
Í gær var fullt hús af fólki en Hanna hélt upp á tvítugs afmælið sitt hérna.. Mjög gaman og mikið hlegið (og mikið spilað í fótboltaspilinu).. Saga kvöldsins verður seint toppuð en ónefndur aðili kom með þessa líka viðbjóðis sögu:
Já hún svaf einu sinni hjá strák, bara svona einnar nætur gaman, og þegar þau vöknuðu um morguninn var strák greyið alveg eins og aumingi og staulast fram úr.. Hún finnur fyrir einhverju blautu á hnénu á sér og lyftir upp sænginni en þá var gæinn búinn að drulla í sig og hún með drullu á hnénu.. Vá hversu óheppinn er hægt að vera??? Eða ekki? Þegar við vorum búnar að vera að hneykslast á þessu í lengri tíma þá kom bara í ljós að allar þessu ungu stelpur vissu um svona tilfelli og meira að segja ein um þrjú.. Já ágætu lesendur það er komin ný kynslóð.. Kynslóðin sem skítur í sig.. Mjög eðlilegt.. Ég er allavega hætt að vera leið yfir því að vera orðin gömul..
Eins og flestir ættu að vera búnir að taka eftir þá er komið nýtt lúkk á síðuna.. Er þetta ekki bara að gera sig eða saknið þið gömlu góðu?? Við Dagný vorum að bralla þetta í dag og ákváðum í leiðinni að reka Drífu og Hönnu.. Erum ekki sáttar við þeirra framlag..
Kveð í bili
Hrabba
föstudagur, október 13, 2006
Hanna litla 20 ára í dag!
Til lukku með daginn elsku lilla syst! Big 20 mun það vera! Systa ætlar að halda veislu í tilefni dagsins á morgun í Arhús! Ansans læti sem það munu vera og að sjálfsögðu mun mín skella sér í teitið, kominn tími á smá tjútt í Den. Þá erum við að tala um eitthvað alvöru ala-íslenskt. Þeir segja að Valla pjalla muni vera á staðnum.... hvernig finnst ykkur það hljóma! Snillingar þessar vinkonur:)
Systrabardaginn endaði víst með tapi hjá þeirri litlu, nenni ekki að eyða orðum um þann leik. Spilaði sjálf lítið sem ekkert! Baunirnar eru aðeins að fara í taugarnar á mér þessa stundina. Allt eitthvað svo jákvætt og æðislegt þrátt fyrir öll þessi töp! Skrítið fólk sem ég á erfitt með að skilja!
Hef þetta stutt og laggott að þessu sinni.
Dagný
Systrabardaginn endaði víst með tapi hjá þeirri litlu, nenni ekki að eyða orðum um þann leik. Spilaði sjálf lítið sem ekkert! Baunirnar eru aðeins að fara í taugarnar á mér þessa stundina. Allt eitthvað svo jákvætt og æðislegt þrátt fyrir öll þessi töp! Skrítið fólk sem ég á erfitt með að skilja!
Hef þetta stutt og laggott að þessu sinni.
Dagný
þriðjudagur, október 10, 2006
Degs v.s Hrebs
Þá er komið að því, systraslagur á morgun. Arhus og móti Holstebro, búin að bíða eftir þessu lengi að fá að taka aðeins og kellunni:) En ég spilaði síðast á móti henni fyrir 5 árum......þá var hún í Val og ég í Íbv og að sjálfsögðu vann ég þá...hóst hóst.... smá sálfræði á þá gömlu!
Annars allt það besta að frétta. Mamma var hjá okkur í viku og var voða fínt að hafa hana. Gerðum nú ekki margt, en höfðum það voða næs meðan hún var hjá okkur. Molinn náttúrlega alsæll að fá ömmu gömlu:)
Dönskunámið er svo komið á fullt hjá okkur Gunnari og er Gunnther bara í því að finna góðar afsakanir á kvöldin til að geta skrópað. Meira metnaðarleysið í karlinum. En ég held að ástæðan sé sú að hann er fúll yfir því að kennarinn tók mig í stöðupróf til að hækka mig um bekk en ekki hann:)
Þangað til næst
Dagný
Vá hvað fólk getur verið klikkað..
Horfðum á rosalegan þátt í gær um fótboltabullurnar í Englandi.. Ótrúlegt hvað fólk getur verið klikkað.. Skil ekki alveg af hverju það er svona mikilvægt að tengja slagsmál við fótbolta af hverju geta þeir ekki bara slegist annars staðar.. Það var líka talað við einhverjar bullur sem voru að lýsa því yfir hvað þetta væri nú samt ekki eins skemmtilegt og áður.. Núna eru bara fullt af einhverjum fjölskyldum á leikjum og það var alveg hræðilegt að sjá börn á leikvanginum með pylsuna sína.. Svo er auðvitað alltaf haugur af löggum sem eru að passa upp á þessa vitleysinga sem eru einungis komnir til að slást við aðrar klíkur (þeir mega þó eiga það að sjaldan verður saklaust fólk fyrir barðinu á þeim).. Ég skil ekki alveg af hverju þeim er ekki bara leyft að stúta hvor öðrum, það yrði þá bara alltaf nokkrum fíflunum færra.. Þetta eru alltaf sömu gaurarnir og um að gera að láta farga þeim.. Leyfa þeim bara að slást og passa upp á bílana og dauðu hlutina sem vilja oft verða fyrir barðinu hjá þeim þegar þeir fá ekki að slást við hinar klíkurnar.. Oh bara ef allir væru jafn sniðugir og ég.. Þá væri sko mörgum fíflunum færra í þessum heimi..
Svo verð ég nú að segja að það kom mér mest á óvart klæðaburðurinn á þessum bullum.. Hélt alltaf að þeir væru í fótboltatreyjum en heldur betur ekki því það er þvílíkt dresscode hjá þeim.. Þetta eru þvílíkir snobbarar sem eru bara í merkjavörum og mjög algengt að sjá þá í Burberry, LaCost og man reyndar ekki meira.. Þannig að hugsið ykkur tvisvar um áður en þið mætið í Burberry jakkanum ykkar á völlinn.. Löggan spottar ykkur allavega..
Verð svo að segja frá því að ég var að framkalla í vinnunni í dag bara eins og vanalega nema hvað að ég er að framkalla þessar fínu brúðarmyndir þar sem brúðurin er hin glæsilegasta.. En svo kom hið skelfilega í ljós.. Aftan á kjólnum var risastórt op (sem átti að vera) og þar gat maður séð risastóran djöful tattúveraðan á bakið á henni.. Vá hvað þetta var hræðilegt og bara óviðeigandi í kirkjubrúðkaupi eða kannski er það bara ég... Ég á líka bara erfitt með að skilja að einhver vilji láta tattúvera eitthvað svona forljótt á sig.. Og spáið í hana þegar hún er orðin gömul í sundi með risastóran djöful á bakinu.. Vá þessi var nú hress í gamla daga..
Jæja hætt að bulla..
Hrabba
Svo verð ég nú að segja að það kom mér mest á óvart klæðaburðurinn á þessum bullum.. Hélt alltaf að þeir væru í fótboltatreyjum en heldur betur ekki því það er þvílíkt dresscode hjá þeim.. Þetta eru þvílíkir snobbarar sem eru bara í merkjavörum og mjög algengt að sjá þá í Burberry, LaCost og man reyndar ekki meira.. Þannig að hugsið ykkur tvisvar um áður en þið mætið í Burberry jakkanum ykkar á völlinn.. Löggan spottar ykkur allavega..
Verð svo að segja frá því að ég var að framkalla í vinnunni í dag bara eins og vanalega nema hvað að ég er að framkalla þessar fínu brúðarmyndir þar sem brúðurin er hin glæsilegasta.. En svo kom hið skelfilega í ljós.. Aftan á kjólnum var risastórt op (sem átti að vera) og þar gat maður séð risastóran djöful tattúveraðan á bakið á henni.. Vá hvað þetta var hræðilegt og bara óviðeigandi í kirkjubrúðkaupi eða kannski er það bara ég... Ég á líka bara erfitt með að skilja að einhver vilji láta tattúvera eitthvað svona forljótt á sig.. Og spáið í hana þegar hún er orðin gömul í sundi með risastóran djöful á bakinu.. Vá þessi var nú hress í gamla daga..
Jæja hætt að bulla..
Hrabba
laugardagur, október 07, 2006
Hvað er málið með Sverre?? Svar óskast..
Allt í einu þá heitir Sverrir Björnsson Sverre Jakobsen.. Ég hélt að þetta væri bara grín fyrst en svo virðist ekki vera nema grínið sé búið að standa yfir í rúma tvo mánuði.. Þá erum við líka að tala um að búið sé að slá langa djóknum hans Binna við.. En getur einhver sagt mér (eða skrifað) hvað málið er.. Ég ætti nú kannski að fara að íhuga að gera eitthvað í Hrafnhildar nafninu hérna úti sem er alls ekki að virka..
fimmtudagur, október 05, 2006
Guli kagginn á heimilinu!
Hvernig finnst ykkur.....Molinn var að fá sitt fyrsta hjól! Svo nú þarf litli karlinn bara hjálm þá er minn tilbúinn á götur bæjarins! Já minn þarf sko að vera í takt við tískuna í Den! Allir á hjóli:)
Annars lítið að frétta, ákvað bara að henda inn nokkrum línum til að hressa Hröbbuna við!
Mín er búin að vera með gestagang síðustu daga. Við vorum svo heppin að fá þjóðverja til okkar yfir helgina. Þessar elskur, þá erum við að tala um x-grannar okkar keyrðu til okkar í 12 tíma til að vera frá Laugardegi til Mánudags. Svo komu mamma og Hanna til okkar á þriðjudaginn og verður mútta hjá okkur til Mánudags. Nóg að gera í gestamóttöku Dagfríðar! Sem er náttúrlega bara fínasta mál:)
Hef þetta stutt að þessu sinni. Kem með eitthvað djúsí næst!
Kveðja Dagný
miðvikudagur, október 04, 2006
Veit ekki hvað er að gerast..
Búin að setja nýtt met í bloggleti.. Er eitthvað voðalega tóm þessa dagana.. Margt að pirra mig og þá er ekkert eins gaman að skrifa..
-Er orðin mjög þreytt á þessu blessaða verkfalli.. Alls ekkert sniðugt þegar mamma er farin til Holstebro..
-Handboltinn að pirra mig mikið.. Endalaus meiðsli og við erum að spila með þrjá línumenn í vörn sem þýðir nánast engin önnur bylgja.. Þetta er alls ekki að henta mér og er bara leiðinlegt..
-Vélarnar í vinnunni búnar að vera að stríða mér síðustu daga og ég sem hata vesen..
-Ég er ennþá jafn léleg í fótboltaspilinu.. Er ekki að meika það..
-Og talandi um vesen þá er TDC að gera mig geðveika.. Búin að eyða endalaust af símtölum í þessa vitleysinga útaf rugli á netinu hjá mér.. Alltaf svo hægt og leiðinlegt og oft að detta út.. Er tvisvar búin að láta hraða á tengingunni og borga þá auðvitað meira á mánuði en það hefur ekki gert neitt gagn.. Nú erum við búin að komast að því að þetta er helv...... routerinn sem ég keypti í búðinni þeirra á rúmar 10.000 krónur. Og ekki nóg með það að fyrsti routerinn sem ég fékk var gallaður og var tengdapabbi búinn að eyða endalausum tíma í að koma þessu netdrasli í gang á sínum tíma.. Ég er sem sagt búin að vera að dæla peningum í þessa vitleysinga útaf einhverju gölluðu drasli sem þeir seldu mér á sínum tíma.. Er að íhuga að vera með læti.. Hef áður tekið mig til og æst mig við þá og stórgræddi á því þannig að það er spurning að finna fram gribbuna..
En það jákvæða er að sjónvarpið er loksins komið í lag og við komin með allar 52 stöðvarnar okkar.. Verður samt ekki aftur tekið að Gunnar Berg missti af þessari blessuðu golfkeppni um daginn.. Það vantaði bara tárin, slík voru vonbrigðin..
Annað jákvætt er blessað veðrið. Það er ennþá ca.17° þannig að það er allavega smá bið í úlpuna, vettlingana og hitt draslið..
Er farin að lúlla
Hrabba
-Er orðin mjög þreytt á þessu blessaða verkfalli.. Alls ekkert sniðugt þegar mamma er farin til Holstebro..
-Handboltinn að pirra mig mikið.. Endalaus meiðsli og við erum að spila með þrjá línumenn í vörn sem þýðir nánast engin önnur bylgja.. Þetta er alls ekki að henta mér og er bara leiðinlegt..
-Vélarnar í vinnunni búnar að vera að stríða mér síðustu daga og ég sem hata vesen..
-Ég er ennþá jafn léleg í fótboltaspilinu.. Er ekki að meika það..
-Og talandi um vesen þá er TDC að gera mig geðveika.. Búin að eyða endalaust af símtölum í þessa vitleysinga útaf rugli á netinu hjá mér.. Alltaf svo hægt og leiðinlegt og oft að detta út.. Er tvisvar búin að láta hraða á tengingunni og borga þá auðvitað meira á mánuði en það hefur ekki gert neitt gagn.. Nú erum við búin að komast að því að þetta er helv...... routerinn sem ég keypti í búðinni þeirra á rúmar 10.000 krónur. Og ekki nóg með það að fyrsti routerinn sem ég fékk var gallaður og var tengdapabbi búinn að eyða endalausum tíma í að koma þessu netdrasli í gang á sínum tíma.. Ég er sem sagt búin að vera að dæla peningum í þessa vitleysinga útaf einhverju gölluðu drasli sem þeir seldu mér á sínum tíma.. Er að íhuga að vera með læti.. Hef áður tekið mig til og æst mig við þá og stórgræddi á því þannig að það er spurning að finna fram gribbuna..
En það jákvæða er að sjónvarpið er loksins komið í lag og við komin með allar 52 stöðvarnar okkar.. Verður samt ekki aftur tekið að Gunnar Berg missti af þessari blessuðu golfkeppni um daginn.. Það vantaði bara tárin, slík voru vonbrigðin..
Annað jákvætt er blessað veðrið. Það er ennþá ca.17° þannig að það er allavega smá bið í úlpuna, vettlingana og hitt draslið..
Er farin að lúlla
Hrabba