föstudagur, ágúst 31, 2007

Skammist ykkar............

þið sem nennið að væla yfir nokkrum aukakílóum eða öðru eins lítilvægu.. 19 ára stelpa sem ég er að vinna með fór að grenja í vinnunni í dag vegna þess að hún er búin að þyngjast um 2 kíló (og við erum að tala um stelpu sem er bara mjög venjuleg í vexti).. Fór mikið að hugsa um svona fólk þegar ég las síðuna hennar Ástu Lovísu heitinnar.. Það er auðvitað skömmustulegt hvað minnstu hutir geta valdið miklum áhyggjum og vanlíðan þegar maður les um fólk sem er að berjast fyrir lífi sínu og veit að líkurnar eru ekki miklar.. Þetta er fólkið sem má kvarta..

Eivorin mín og family komu á miðvikudaginn og fóru í gær.. Ekkert smá æðislegt að hún sé flutt svona nálægt mér.. Innan við tveggja tíma keyrsla til hennar þannig að við eigum eftir að hittast mjög oft á næstunni.. Og ekki verra að geta skellt sér á stórleikina í boltanum... Förum á Flensborg-Ciudad Real í meistaradeildinni 26.sept..

Í gær komu Stulli, Matthildur, Ragga Ásgeirs og Heiðar í pizzupartý og svo spiluðum við stelpurnar á meðan strákarnir slöppuðu af.. Gaman að hitta Röggu enda orðið langt síðan síðast.. Matthildur kom líka með "my new boots" sem þau gáfu mér í afmælisgjöf.. Flottustu stígvél í heimi.. Ég þyrfti nú að fara að henda inn myndum af öllum afmælisgjöfunum mínum.. Ekkert smá flottar gjafir m.a nýtt hjól, svona týpískt danskt dömuhjól með körfu.

Á morgun er ég svo að fara í rosa dekur.. Svona "Mother to be".. Það verður aldeilis slappað af þar.. Svo förum við út að borða með vinnunni hans Viktors annað kvöld..

Hrabba feita kveður... (Og bara ánægð með öll aukakílóin)...

mánudagur, ágúst 27, 2007

Tönn nr.2 farin..

Já hvað er skemmtilegra en að missa tennur???

mánudagur, ágúst 20, 2007

Fullt af nýjum myndum..

Gleymdi að segja að ég er búin að setja inn fullt af nýjum myndum á myndasíðuna mína..

Ég á að bera eins og kindurnar..

Já fór til ljósmóður í fyrsta skipti í dag.. Komin rétt rúma 6 mánuði á leið og á bara að fara tvisvar í viðbót, ekki mikið eftirlit hérna enda Árósaborg alltaf að spara á öllum stöðum.. Ég fór svo að spyrja út í fæðingardeildina hvort það væri eitthvað svona hreiður þar sem maður gæti gist í eina nótt með fjölskyldunni en nei nei þar sem þetta er mitt annað barn þá verð ég bara látin bera og svo hent út svona ca. 2 tímum seinna (4 ef heppnin er með mér).. Lá við að ég spurði hvort að barnið ætti ekki bara að labba út á eftir mér.. Hvaða rugl er þetta.. Eins gott að mamma verði komin út að stjana við mig..

Viktoría er byrjuð í skólanum, komin í 1 bekk (sem er 2 bekkur heima) og finnst hún auðvitað voða fullorðin.. Það styttist óðum í unglinginn..

Endurheimtum svo eitt af stóru börnunum okkar í dag... Valný mætt í kotið og byrjar í skólanum á morgun.. Ætlar að vera hjá okkur á meðan hún bíður eftir að finna eitthvað.. Viktoría voða kát með að vera búin að fá stóru systir heim..

Kveð í bili
Hrabba

laugardagur, ágúst 18, 2007

6 mánuðir búnir - bara 3 eftir....


Komin tími á að henda inn bumbumyndum.. Svona lít ég sem sagt út í dag..






miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Ég á bráðum ungling..

Stoltasta barnið í heiminum..

This page is powered by Blogger. Isn't yours?