sunnudagur, febrúar 26, 2006

Svo gott sem komið..

Unnum Holstebro í gær með 12 mörkum í toppleiknum í gær á útivelli.. Var mjög öruggt allan tímann.. Það komu 3 fullar rútur frá okkur og fínasta stemning í höllinni.. Eftir leikinn kom formaðurinn inn í klefa og sagði okkur að það væri búið að panta fyrir okkur borð niðri í bæ og þar myndi bíða okkar 3ja rétta máltíð og frítt á barnum allt kvöldið og alla nóttina.. Þvílík snilld.. Engin smá útgjöld fyrir hann þar sem við vorum 24 stykki og nánast allir í kokteilum allt kvöldið.. Þetta var þvílíkt gaman..

Svo er bolludagurinn í dag og ég verð nú bara að játa mig sigraða í þessum blessaða bollubakstri.. Þetta er ekki alveg að gera sig hjá mér.. Ég á bara að halda mig við kökurnar.. En bollurnar eru nú samt búnar.. Maður er nú ekki þekktur fyrir að leyfa..

Lítið hefur spurst til nýju nágrannanna.. Rottugreyjin eru í stórhættu þessa dagana enda búið að eitra allt og koma einhverjum búrum fyrir.. Nú er bara eins gott að þetta virki allt saman..

Bið að heilsa í bili
Hrabba

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Fuglaflensan!!!!!

Allir orðnir svo stressaðir útaf þessari blessuðu fuglaflensu.. Salan á fuglakjöti er á hraðri niðurleið sem þýðir auðvitað að Hrabban kaupir ódýrari kjúlla.. Mjög sátt við þetta.. Ég get ekki að því gert en þetta er eitthvað sem hræðir mig ekki neitt og er ég nú mjög lífhrædd manneskja. Ég hef samt 2 spurningar sem eru kannski pínu vitlausar en það hefur allavega engin getað svarað mér hingað til:

1) Það var mikið gagnrýnt fyrir einhverjum mánuðum síðan að Danir hefðu keypt upp einhver lyf útaf fuglaflensunni.. Þessi lyf hljóta að gera eitthvað gagn fyrst að þau voru keypt upp eða hvað?

2) Nú er líka mikið talað um að fuglabændur séu í mestri áhættu á að smitast. Ég hef aldrei heyrt neitt um smit í matvöru. Hvernig er það getur maður smitast ef að kjúklingurinn hefur verið frosinn? Endilega einhver svarið mér ef þið vitið eitthvað.. Kannski eruð þið bara jafn heimsk og ég..

Já verð að játa að ég hef ekki mikið verið að fylgjast með þessari blessuðu fuglaflensu..

Að boltanum... Sá að Valur dróst á móti LC Bruhl frá Sviss.. Kæru Valsarar ég get nú sagt ykkur það að ég er búin að spila á móti þeim þrisvar á síðasta hálfa ári og ég er sannfærð um það að þið séuð að fara áfram.. Við unnum þær með einhverjum 19 mörkum í 50 mín leik í ágúst og rústuðum þeim svo aftur í des, man reyndar ekki með hvað mörgum.. Þið hefðuð ekki getað verið heppnari með drátt tel ég..

Er dottinn í Chelsea-Barcelona..
Hrabba

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Nýjir nágrannar... Þeim verður stútað..

Já vorum að komast að því að við erum búin að eignast nýja nágranna og það er ekkert í ódýrari kantinum eða jú eiginlega því að nágrannarnir eru heil rottufjölskylda.. Ógeðslegt og holan þeirra er ca. 3 metra frá útidyrahurðinni hjá okkur.. Það er nokkuð ljóst að dyrnar verða ekki látnar standa opnar lengur en þörf krefur.. Viktor var að spjalla við nágrannann okkar (ekki rotturnar samt) og er hann nokkrum sinnum búinn að sjá rotturnar trítlandi í garðinum hjá sér.. Svo eru þær búnar að vera í ruslinu hjá okkur þannig að það er nokkuð ljóst hver fer með það framvegis (ekki það að ég sé eitthvað dugleg við það).. En það er búið að koma upp gildrum og stefnan er sett á að stúta nýju nágrönnunum sem allra fyrst.. Það er líka alveg ljóst að svona nágrannar fá ekki að búa í Ramsey-inu mínu..

Svo verð ég að hryggja marga með því að tilkynna það að ég fékk frí á starfsmannafundinum við mikinn fögnuð (ég auðvitað sem fagnaði).. Þannig að ég get nú ekki sagt ykkur margt.. Það kjánalegasta á fundinum var víst þegar neminn okkar (skrítni auminginn) var að byðjast afsökunar á framferði sínu síðasta fimmtudag.. Það voru ekkert allir í húsinu sem vissu þetta þannig að hann þurfti að fara að skíra út fyrir þeim af hverju hann var að byðjast afsökunar.. Það var víst rosalega kjánalegt.. Ég var svo að fá að vita í dag að skrítni neminn er á fullu að skrifa bók - spennusögu.. Það er nú eitthvað sem ég þarf að lesa.. En ekki það að sú sem er yfir honum segir að hann sé afbrags penni.. Hvernig er það hægt þegar maðurinn getur ekki opnað á sér munninn nema að það komi eitthvað rosalega heimskulegt upp úr honum (í alvöru ég fæ kjánahroll í hvert skipti sem hann reynir að tjá sig).. Þetta er allavega að koma mér mikið á óvart..

Best að halda áfram með LOST.. Meira en hálfnuð með 1 seríuna.. Nóg eftir en það er bara gaman..
Hrabba

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Blablabla...

Hef nú svo sem ekki mikið að segja en verð samt að skrifa eitthvað og veit ekki af hverju..

Auminginn í vinnunni mætti í vinnuna á fimmtudaginn og meira að segja föstudaginn líka.. Ótrúlegt alveg en því miður er hann ekki orðin neitt gáfaðri en síðast.. Hann mun svo sem aldrei stíga í vitið..

Í gær var svo laugardagur dauðans.. Lögðum af stað í rútu kl.9.30 til Lyngby sem tók 4 og hálfan tíma.. Karlaliðið átti leik á eftir okkur og var því farið með þeim í rútu og þurftum við að bíða eftir að þeir voru búnir að spila líka.. Við vorum ekki komin heim aftur fyrr en 23.30 í gærkvöldi.. Bjarki og Hjalti komu á leikinn og fórum við með þeim út að borða á meðan karlarnir spiluðu.. Við unnum leikinn með einhverjum 7 mörkum en vorum að spila skelfilega.. Ótrúlegt að geta unnið sannfærandi þegar allir eru að spila illa.. Sýnir samt kannski styrk okkar..
Við erum komin á fullt í Lost þættina og náðum 4 í gær, nú fer þetta að koma hjá okkur..

Í dag var svo afmæli hjá Ella en þar var hún Viktoría okkar.. Hún fékk að vera hjá þeim í gær á meðan við vorum í Köben og svo að gista.. Auðvitað mjög sátt við það.. Alltaf gaman að koma í afmæli og troða í sig og það var sko gert.. Takk fyrir okkur Elli og Erla..

Svo er starfsmannafundur á morgun og það verður auðvitað spennandi að sjá hvort einhver fari að grenja.. Annars er liðið allt að koma til.. Mér er að takast að smita alla af kæti.. En ég læt vita ef það verður eitthvað drama.. Margir eru orðnir spenntir að fylgjast með framvindu starfsmannafundanna..

Hrabban kveður...

föstudagur, febrúar 17, 2006

Komin tími á að svara klukkinu..

Sorry Erla mín hvað ég er lengi að taka við mér..

Fernt sem ég hef unnið við:

1. Litlu Kaffistofunni. Þar hefur bara fallegt hreinræktað fólk unnið.. Spyrjið bara Stebba frænda Kaffistofueiganda..
2. Þrennum leikskólum
3. Sambýlinu Drekavogi
4. Þjálfað út um allt handbolta

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:

1. Shawshank
2. Forrest Gump
3. Pretty Woman
4. Dumb dumber

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér finnast skemmtilegir:

1. Friends
2. O.C
3. Desperate Housewifes
4. One tree hill

Fjórar bækur sem ég gæti lesið aftur og aftur:

1. Bækur Arnaldar eru auðvitað snilld en það þurfa nú að líða nokkur ár áður en ég fer að lesa þær aftur..
2. Draumaráðningabókin er oft tekin upp enda man ég mjög oft drauma..
3. Slúðurblöðin get ég lesið oftar en einu sinni..
4. Andrés Önd blöðin hef ég lesið marg oft en það er orðið langt síðan..

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

1. Furugrund 70 í Kópavogi
2. Ósabakka 19 í gettóinu.. Sakna enn Ósabakkans..
3. Í Bryne í Noregi
4. Í Holstebro og Århus í Danmörku

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

1. Lanzarote síðasta sumar.. SNILLD....
2. Costa del sol
3. Alanya í Tyrklandi
4. Algarve Portúgal

Fjórar síður sem ég fer daglega inn á:

1. Mbl.is
2. Europamester.dk
3. Skúladætur að sjálfsögðu
4. Vísir.is

Fernt matarkyns sem ég held upp á:

1. Mexíkönsk pizza á Cooks
2. Humar
3. Kjúllaréttinn hennar mömmu
4. Og auðvitað jólamatinn og nautalundir (áramótamaturinn)..

Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna:

1. Einhvers staðar í sólinni á geðveiku hóteli..
2. Í Þýskalandi hjá litla frænda og öllum hinum...
3. Mér langar geðveikt að komast á skíði í einhverju skíðalandi..
4. Í heimsókn á Íslandi.. Myndi elda rosa góðan mat fyrir tengdamóður mína sem var í aðgerð og á skilið að láta stjana við sig.. (Veit ekki alveg hvað ég hef mikla trú á tengdapabba)..

Þar hafið þið það.. Það er nú erfitt að klukka einhverja.. Flestir búnir að þessu.. Þið sem eruð eftir eruð klukkuð..

Hrabba

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Enn einn auminginn mættur í vinnuna til mín..

Þetta vinnuævintýri ætlar engan endi að taka.. Fyrir skömmu fengum við nema inn á stofuna til okkar sem er karlmaður jafngamall mér.. Þvílíkt og annað eins fyrirbæri hef ég nú bara sjaldan hitt.. Um leið og hann opnar muninn flýgur út úr honum heimskan og vá hvað ég á oft erfitt með mig.. Langar stundum bara til að grenja úr hlátri yfir honum.. Hann mætir alltaf of seint sem er alls ekki danskt og í síðustu viku mætti hann tveimur tímum of seint og kom akkurat þegar við vorum að gefa börnunum að borða en þá er yfirleitt nóg að gera.. Hann segist þurfa að ná sér í morgunkaffið sitt sem hann og gerði nema hvað að það tók bara einhverjar 20 mín og hann sem var að mæta tveimur tímum of seint.. Í dag toppaði hann svo allt þegar hann svaf yfir sig enn eina ferðina.. Það var hringt í hann rúmlega klukkutíma eftir að hann átti að vera mættur og hann svaraði alveg soðin og sagðist ætla að drífa sig.. Haldiði að gerpið hringi ekki 10 mín seinna og segist ætla að taka sér frí í dag og vinna bara smá auka á morgun.. Bossinn í vinnunni var upptekinn þegar hann hringdi en var svo fljótur að hringja í hann og segja honum að drullast í vinnuna.. Rúmlega klukkutíma seinna mætir hann en þá er ekki verandi í kringum manninn þar sem hann hafði slysast í flöskuna í gær.. Hann var svo bara sendur heim aftur og sagt að mæta á morgun.. Það verður mjög spennandi að sjá hvort að hann mæti, ég hef nú ekki mikla trú á honum.. Það væri líka eiginlega bara æði að losna við hann..

Í dag fékk ég svo þá flugu í hausinn að drífa mig í eitthvað nám.. Nú er ég að skoða eitthvað ársnám í einhverskonar viðskiptafræði.. Lítur ágætlega út svona í fyrstu og aldrei að vita nema Hrabban bæti nú bara smá við kennaranámið sem er bara ekkert búið að nýtast mér.. En bíðiði bara þegar dönskukennari dauðans mætir á klakann..

Spiluðum áðan og settum nýtt met á tímabilinu.. Unnum með 32 mörkum.. Þetta er alltaf jafn spennandi hjá okkur.. Unnum 48-16.. Fórum svo heim á eftir og elduðum okkur hvítlaukshumarinn úr veislubók Hagkaups.. Þvílík snilld..

Ætla að hoppa í háttinn..
Hrabba

mánudagur, febrúar 13, 2006

Rólegt í kotinu aftur..

Þá eru gestirnir búnir að yfirgefa okkur og flestir sáttir eftir gott ball á laugardaginn þar sem hljómsveitin Eðlan breyttist í Risaeðluna þar sem Viktor og Gunni Sigurbjörns bættust við og því hljómsveitin skipuð 7 meðlimum.. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað Viktor hefur verið ósáttur við að fá að vera upp á sviði... Einmitt...
Húsfrúin góða í Árósunum (sem er ég) var ekki aveg að meika það að vera ein heima í húsinu og var ég sem klístruð upp við gluggann til að vera alveg viss um að það væri alveg örugglega engin í garðinum.. Þetta blessaða innbrot ætlar að hafa langtíma skaðleg áhrif á mig.. Ekki nóg með það þá lá ég með gemsann í hendinni og hamar í meters fjarlægð svona EF til átaka kæmi.. Ég er auðvitað ekki með öllum mjalla..

Á laugardagskvöldinu komu Íris og María (risinn í liðinu) til mín í videó og köku.. Ég var mikið að spá í hvort ég ætti ekki að biðja Maríu um að sofa inni í gestaherberginu svo ég þyrfti ekki að vera ein í húsinu (reyndar með Viktoríu).. Það hefði auðvitað verið ógeðslega fyndið ef Júlli og Benni hefðu komið heim um nóttina og þá hefði 2ja metra ungverskur risi, með bífur dauðans út úr sænginni, legið upp í rúminu þeirra.. En ég gat nú ekki hugsað mér að gera henni Maríu minni þennan grikk því hver veit hvað tveir graðir karlar sem voru búnir að vera í burtu frá konunum sínum hefðu gert.. Og þetta hefði auðvitað verið svona once in a lifetime séns..

En þó að það sé orðið rólegt í kotinu þá erum við búin að fá einn gest sem er hann Hjalti okkar en hann kom í gær með mér frá Sjálandi (þar sem við vorum að keppa).. Hann verður hjá okkur til fimmtudags en þá mun hann fara til Köben en við munum hitta hann þar um helgina.. Það er nú svolítið fyndið að bera þá Júlíus og Hjalta saman.. Það er varla hægt að finna tvær týpur sem eru ólíkari.. Júlíus aktívur frá helvíti á meðan Hjalti gæti legið í sófanum þangað til á fimmtudaginn..

Hætt að bulla og farin í háttinn...
Hrabba

föstudagur, febrúar 10, 2006

Loksins gestir...

Já það er búið að vera líf og fjör í kotinu síðan á miðvikudaginn.. Lísa og Rakel komu hingað og Villi og Tinna aðeins seinna.. Þau sáu okkur vinna Skjern örugglega með 16 mörkum.. Samt vorum við að spila mjög illa enda voru þær búnar að gefast upp um leið og dómarinn flautaði.. Við hefðum átt að vinna þær með allavega 30.. En eftir leik fórum við öll heim og var Buzzinn tekinn fram að sjálfsögðu.. Viktoría og Lísa unnu leikinn eftir hörku spennandi viðureign.. Viktoría ekkert smá sátt.. Var samt mjög svekkt með Lísu oft á tíðum þegar Lísa vissi ekki svörin eða svaraði vitlaust.. Það var svo auðvitað boðið upp á ostaköku sem vakti mikla lukku.. Við náðum að hadla þeim hérna hjá okkur langt eftir miðnætti og þá áttu þau eftir að keyra til Skjern og Tinna greyið að fara að mæta í vinnu eftir nokkra klukkutíma..

Í gær komu svo Júlli, Vignir, Siggi og Benni og fór Viktor með þá út að borða á Sushistað.. Það var búið að lofa einum félaganum að fara á Sushistað og endaði ferðin svo á MCDonalds þar sem 3 af 5 fengu sér að borða.. Ég var svo auðvitað búin að skella í eina marengs handa greyjunum þegar þeir komu heim og var Buzzinn aftur tekin fram.. Svo má ekki gleyma Bob-It sem kom mjög sterkt inn.. Síðustu tveir gestirnir eru svo væntanlegir í dag.. Já líf og fjör í Århus..

Heyrði svo í henni Dagnýju minni í gær og var hún rosalega sátt að heyra í big syst.. Eða eins og hún sagði: Þegar ég sá að þetta varst þú sem varst að hringja var það fyrsta sem ég hugsaði "She's alive".. Já þessi elska hefur nú smá áhyggjur af manni.. Það er annað en flestir.. Það er enginn að spá í það að ég verð sennilega bombuð niður (í orðsins fyllstu) á næstunni..

Svo var verið að vara okkur við að einhverjir strákgemlingar eru farnir að rölta hérna um svæðið aftur og leita að fórnarlömbum.. Nú er bara beðið eftir næsta innbroti í háskólann..

Best að taka hádegisblundin (sem ég geri orðið alltof sjaldan)..
Hrabba sem er enn á lífi.........

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Árlegi hreingernigadagurinn í dag..

Já kellan búin að vera á haus í allan dag að ÞRÍFA og það gerist nú ekki alltof oft.. Einhvern veginn enda ég alltaf frekar á því að baka en þrífa, SURPRISE... En það er bara allt annað að sjá heimilið í dag.. Ég var orðn svo æst á ryksugunni á tímabili að mér tókst að ryksuga dúkinn af eldhúsgólfinu.. Þeir hafa verið að vanda sig svona rosaega við dúkalagninguna hjá mér..

Svo styttist bara í gestaflóð.. Hann Júlíus okkar er að fara að mæta til okkar með heila hljómsveit en sem betur fer er hljómsveitin bara vinir okkar í Írafári þannig að það verður mjög gaman að fá þá alla.. Júlíus alltaf svo sniðugur, rak bara Birgittu og plantaði sér í bandið í staðinn og "NÝJA" bandið heitir Eðlan og ætlar að troða upp á þorrablóti Íslendinga í Horsens.. Það verður nú eitthvað fjörið þar því ég hef nú einu sinni farið á einhverja skemmtun í Horsens og ég hef aldrei á ævinni skammast mín eins mikið fyrir að vera Íslendingur.. Þvílíkt samansafn af vitleysingum að það hálfa hefði verið nóg.. Einhver mjög risavaxinn maður snappaði og náði að kýla 2 í einu höggi þar á meðal Siggu frænku sem var svo óheppinn að standa fyrir aftan gæjann sem átti að kýla.. Hann hitti hann sem sagt ekki og tók því Siggu frænku og vinkonu hennar sem stóð við hliðina á henni í sama högginu.. Á endanum var svo hringt á lögguna sem nennti ekki að koma þegar þeir vissu að þetta væru Íslendingar.. Þetta var greinilega bara fastur liður eins og venjulega.. Svo fór einhver vangefinn kona að rífast við mig vegna þess að risinn átti fatlað barn.. Eins og því fylgi ávísun á að mega lemja alla.. Ég var blá edrú þarna en mig hefur sjaldan langað jafn mikið til að lemja eina kellingu.. Ég hef sem sagt ekki farið til Horsens að skemmta mér með Íslendingum síðan..

Svo að honum Daða mínu sem er komin á fast og búinn að vera lengi.. Við systur erum búnar að hitta gripinn og samþykkja hana.. Já hann Daði minn er bara búinn að ná sér í mjög efnilega stelpu.. Ég er bara farin að undirbúa ræður.. Annars er lítið hægt að segja frá honum þessa dagana.. Held meira að segja að bæjarferðirnar séu búnar að minnka um helming þannig að nú fer hann bara átta sinnum í mánuði.. Ástæðan fyrir því að ég þurfti að koma honum Daða mínu að er að margir eru farnir að sakna skrifanna um strákinn.. Ég bauð honum Óla sem vinnur með honum að skrifa pistill um hann en hann vildi frekar skrifa um pabba (sem vinnur á sama stað) því það væri miklu auðveldara og skemmtilegra að skrifa um hann.. Spurning hvort að við munum fá pistill um hann Skúla eða Daddy Cool eins og við systkinin kjósum að kalla hann..

Hrabba kveður..

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Til hamingju Ísland því ég fæddist hér.....

Vá hvað þetta er grípandi lag og ekki nóg með það þá er það auðvitað bara hreinasta snilld.. Það er allavega ljóst hvaða lag er að fara í Eurovision í ár.. Það verður líka eingin smá athygli sem hún á eftir að fá þegar hún mætir á svæðið.. Páll Óskar á meira að segja eftir að verða abbó.. Hann sem bjargaði þessari keppni að eigin sögn.. Hvað á Silvía Nótt eftir að gera??? Hún á eftir að eiga þessa keppni.. Ég hlakka allavega mikið til að sjá keppnina í ár ef hún verður fulltrúi okkar Íslendinga í ár.. Það ætti nú ekki mikið að geta komið í veg fyrir það nema einhverjir tapsárir gæjar sem eru eitthvað að reyna að kæra.. Þeir verða sennilega brenndir á báli í Austurstrætinu ef sú kæra á eftir að ganga í gegn.. Þeir eru nú ófáir aðdáendur Silvíu og enn fleiri eftir gærdaginn..

Fórum í dag yfir landamærin og keyptum aðeins inn. Nú er til nóg af bjór og gosi í kotinu.. (Júlli minn þú færð fyrstu tvær dósirnar frítt en það verður rukkað eftir það).. Á leiðinni heim heimsóttum við stórfjölskylduna í Vejen, Matta, Lindu og gríslingana þrjá.. Þar beið okkar þetta líka fína hlaðborð og úrslitaleikur Em á eftir.. Við enduðum svo frábæran dag á grilluðum pullum.. Rosa gaman að koma til þeirra og það var bara vesen að ná Dísinni út. Hún var nú bara mikið að spá í að vera eftir.. En takk kærlega fyrir okkur Linda og Matti.. Við bíðum með hlaðborðið hérna í Árósunum þegar þið mætið í stórborgina..

Á leiðinni heim horfðum við Viktoría á Lassý sem ég fann á DVD í Fötex.. Vá hvað það er langt síðan ég sá Lassý og tókst okkur mæðgum að tárast yfir því þegar Lassý dó.. Já maður er nú fljótur að gleyma því að hann dó svo bara ekki neitt.. Fljót að gleyma segi ég svo, það er ekki eins og ég hafi séð Lassý í gær.. En það er bara svo sætt þegar Viktoría er að tárast yfir myndum.. Segir svo bara alltaf: "Ég er ekkert að gráta það koma bara tár"..

Ég ætla að gera nokkrum greiða og láta það eiga sig að skrifa um múslimana.. Þetta er komið út í algjöra vitleysu og maður bíður bara eftir því hvað þeir gera næst.. Heimta svo bara að Danir biðji afsökunar sem þeir eru búnir að gera og hvað gerist þá.. Jú jú kveikt í dönsku sendiráði.. Þegar blaðið birti afsökunarbeiðni leið sólarhringur og þá þurfti að rýma bygginguna vegna sprengihótunnar.. Það er greinilega að svínvirka að biðjast afsökunar.. Bíddu ætlaði ég ekki að láta það eiga sig að skrifa um þetta???? Það er oft erfitt að þegja...

Svo ég kveð í bili
Hrabba

föstudagur, febrúar 03, 2006

Sexmessan byrjuð... Allt crazy..

Já þá er fjörið byrjað út í garði.. Þetta er engin smá messa.. Við erum að tala um pakkað plan og lagt upp á alla kanta hérna í kring (og er þetta risa plan).. Þetta er greinilega alveg málið.. Það er líka mjög fyndið að sjá bílana sem fylgja þessari glæsilegu sýningu.. Mjög skemmtilega merktir.. Ég þyrfti eiginlega að mynda þetta fyrir ykkur ágætu lesendur en því miður má ekki fara með myndavél þarna inn.. Ég er samt ekki alveg að skilja að það skuli engin hafa komið í heimsókn um helgina.. Fólk greinilega eitthvað feimið.. Ég þekki nú samt einn sem liggur heima og grætur yfir því að missa af þessu.. En hann er væntanlegur hingað á fimmtudaginn.. (Þú kemur bara að ári Júlli minn)..

Annars er ég enn að jafna mig á handboltanum.. Vá hvað ég er svekkt að við séum dottin út.. En strákarnir stóðu sig frábærlega, ég var bara svo viss um að það væri komið að medalíunni.. Okkur vantaði bara aðeins meiri breidd og svo hefðum við tekið Króatana ef Alex og Einar hefðu ekki meiðst.. En svona er sportið og núna verð ég bara að halda með Dönum.. Það verður því nóg um handbolta alla helgina því það verður líka toppleikur í kvennaboltanum þegar Viborg mætir Slagelse..

Later
Hrabba

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

ER ÞETTA RÉTT??

Það er búið að vera í fréttunum hérna að DV hafi verið að birta myndirnar af Múhamed
í blaðinu.. Þetta DV drasl er auðvitað löngu búið að gera upp á bak og nú vilja þeir bara láta bomba okkur.. Þetta getur kostað okkur ekkert smá vesen.. Þetta fólk er auðvitað CRAZY og myndi eflaust ekki muna neitt um að sleppa einni bombunni á Ísland svona á leiðinni til Danmerkur.. Það er auðvitað út í hött að vera að reita þetta fólk til reiði.. Ég meina þeir drepa börnin sín ef þau ná sér í "rangan" maka (það hefur allavega nokkrum sinnum gerst hérna í Danmörku)..

Í dag er svo búið að ganga sms til nánast allra hérna í Danmörku þar sem fólk er hvatt til að kaupa fleiri pizzu, vera brosmilt í grænmetisbúðunum og sækja sjoppurnar stíft til að gleðja blessuðu múslimana (sem eiga alla pizzustaði, sjoppur og grænmetisbúllur í landinu).. Ekki væri svo verra að taka leigubíl í staðin fyrir strætó, hahaha...

Já það er líf og fjör hérna í Árósunum og eins gott að vera dugleg að skrifa áður en ég verð að ösku..

Later
Hrabba

This page is powered by Blogger. Isn't yours?