mánudagur, apríl 30, 2007

Brjálað að gera..

hjá litlu fjölskyldunni.. Helgin bauð upp á ýmislegt.. Á föstudaginn var nágrannakaffi sem við héldum að væri bara smá kaffiboð en nei nei við fórum fyrst úr partýinu um 23.. Held að þetta hafi nú bara komið ágætlega út.. Við þekkjum allavega fleiri og vitum hvað nágrannarnir heita og númer hvað þeir búa..

Á laugardaginn var svo leikdagur með bekknum hennar Viktoríu þar sem við þurftum að leysa allskonar þrautir.. órum svo beint í afmæli til Telmu vinkonu Viktoríu og svo var henni skutlað til Köru vinkonu sinnar þar sem hún gisti á meðan við fórum á lokahóf klúbbsins.. Aðeins of strembið prógram og gömlu hjónin fru nú bara heim snemma.. Viktor fór svo að vinna á sunnudeginum, er að vinna fullt auka þessa dagana sem er auðvitað bara hið best mál..

Daggan flutt úr Danaveldi og farin til Spánar.. Var varla lent á Spáni þegar hún hitti mömmu fyrir tilviljun á einhverjum markaði en hún er í konuferð á Alicante.. Lítill heimur..

Svo styttist í okkur mæðgur á klakann..
Hrabba

mánudagur, apríl 23, 2007

Frábær helgi..

Tinna, Daddi og Emelía komu til okkar á föstudaginn og gistu.. Það þýðir nú bara eitt þegar við hittumst.. Endalaus matur.... Og ákváðum að prufa eitthvað alveg nýtt og elduðum andabringur í appelsínusósu.. Smakkaðist bara mjög vel.. Svo var Tinna með eftirrétt dauðans á eftir.. Já já bara komin með nýja uppskrift núna sem ég á eflaust eftir að nota.. Eftir að hafa jafnað okkur var að sjálfsögðu spilað og eins og vanalega unnum við Tinna..

Á laugardaginn var svo farið í síðasta skipti í heimsókn til Dagnýjar og co í Holstebro.. Það verður mikill söknuður að missa þau úr landi..

Aðalfrétt helgarinnar er svo auðvitað litla prinsessan sem fæddist á laugardaginn.. Hægt að vinna fullt af peningum ef þið veðjið á að hún eigi eftir að heita Lotte.. Rosa miklar líkur á vinningi þar.. Þessi Dani getur alveg drepið mig með þessari kóngafjölskyldu.. Fréttamenn voru fyrir utan spítalann í marga klukkutíma eftir fæðinguna og svo var hægt að senda sms á TV2 til að senda hamingjuóskir.. Ég er alveg að sjá prins Friðrik vera að lesa skilaboð frá almúganum.. "María mín við vorum að fá sendar hamingjuóskir frá Hröbbu og Viktori í Trige.."
Sjúkt að sjónvarpsstöð sé að þéna peninga á svona vitleysu..

Farin í háttinn
Hrabba


Farin í háttin
Hrabba

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Snilld snilld snilld...

Svona fyrir ykkur sem farið ekki oft inn á kvikmynd.is þá verðið þið að kíkja á þetta.. Held að hann eigi ekki eftir að vera í vandræðum með að ná sér í kerlingar seinna meir þessi..

Fótboltamistök eru líka alltaf skemmtileg..

þriðjudagur, apríl 17, 2007

Boltinn búinn..

Já unnum á laugardaginn og tímabilið búið.. Nú er 10 daga frí og ég búin að vera mjög dugleg í að vera í fríi.. Reyndar nóg að gera í vinnunni og nú get ég unnið miklu meira.. Eyddi svo þremur klukkutímum í að taka til í herbergi dóttur minnar áðan.. Búið að sortera allt dótið..

Svo er nú bra helst í fréttum að við erum ekki búin að vera með næturgesti í rúmar þrjár vikur.. Erum orðin svolítið einmanna litla fjölskyldan..

Um helgina ætlum við svo að skreppa til Holstebro, síðasti séns áður en systa yfirgefur mig (snökt snökt).. Þetta er rosalegt.. Held nú samt að hún hafi verið farin að sjá pínu eftir þessari ákvörðun í gær en þá var geðveikt veður.. Vorum út í garði í sólbaði og spiluðum kubb til að verða 19.. Og hefðum nú alveg getað verið lengur.. Þvílík snilld á þessum tíma árs..

Já og verð nú að segja frá því að eftir brunann um daginn þá fór þunnt lag af húðinni minni af enninu og haldiði ekki að freknurnar hafi farið með.. Jú jú komin í affreknun..

Hilsen
Hrabba

sunnudagur, apríl 15, 2007

Kjósið Óla....

Allir að klikka hér og kjósið Ólaf Stefánsson besta handknattleiksmann í heimi.. Komin tími á að hann fái þetta.. Tekur engan tíma og þið getið meira að segja unnið skó og bol.. Já já stórvinningar í boði þar..

föstudagur, apríl 13, 2007

13.apríl og ég er brennd í andlitinu..

Já takk.. Var í fríi í gær og lagðist út í garð í rúma tvo tíma í gær í góða veðrinu.. Sól, heiðskýrt og um 17 gráður.. Þarf auðvitað ekki að taka það fram að ég sofnaði að sjálfsögðu.. Vaknaði svo bara skaðbrennd í andlitinu.. Þannig að það er búið að hlæja að mér stanslaust í dag og í gær.. Bara snilld hvað það er komið gott veður hérna og spír enn betra um helgina eða allt upp í 22 gráður.. Þið getið búist við Hröbbunni svartri í byrjun maí (eða allavega rauðri)..

Í gær horfðum við svo á eurovision þátt þar sm tekin voru fyrsti fjórðungur laganna og þ.á.m. Ísland.. Já ég get nú bara sagt ykkur það að við erum að fara að vinna þessa keppni (miðað við úrslitin í gær allavega).. Rústuðum þessum þætti með 24 stig af 25 mögulegum og næsta land fékk bara 19.. Eiríkur sjálfur í stúdíóinu og auðvitað lang flottastur.. Ég er að fíla þetta lag mjög vel og fannst það lang flottast í undankeppninni.. Vona að við komumst í úrslitakeppnina..

Keppum vonandi síðasta leikinn á morgun og þá er ég komin í 10 daga frí.. Kannski að við skreppum til Barca..

Lifið heil
Hrabba

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Hver var númer 300.000??????

Teljarinn búinn að liggja niðri í tvo daga og svo þegar ég kíkti á síðuna áðan þá var bara teljarinn kominn í 300.007.. Og ég náði ekki einu sinni að setja verðlaun í boði inn fyrir þann merka gest númer 300.000... Já og það hafa sko ekki verið amaleg verðlaun í boði hingað til.. Spyrjið bara Örnu...

Spiluðum á sunnudaginn fyrsta umspilsleikinn sem átti að vera mjög auðveldur en við enduðum á að vinna bara með 4 mörkum.. Samt var nú sigurinn aldrei í hættu.. Spilum aftur við þær á laugardaginn og verðum að vinna til að tímabilinu sé lokið..

Hugsunarháttur leikmanna getur verið mjög misjafn og tókst einum leikmanni að slá alla út um daginn.. Við erum að tala um örvhenta skyttu sem var valinn í Evrópuliðið á síðasta EM.. Hún spilar með Álaborg sem urðu í 3 sæti í deildinni á eftir Viborg sem þýddi að þessi tvö lið mættust í úrslitakeppninni í best of 3 um að komast í úrslitaleikinn.. Fysti leikurinn var spilaður helgina fyrir páska, næsti leikur á föstudaginn langa og svo þriðji leikurinn (ef þyrfti) í gær.. Haldiði að mín hafi ekki bara verið búin að panta sér farmiða heim á laugardaginn.. Bara alveg viss um að þær myndi tapa og því tímabilið búið.. Þetta gæti aldrei gerst með íslenskan leikmann og þá meina ég aldrei (eða ég ætla rétt að vona ekki).. Hvernig er hægt að hugsa svona sem íþróttamaður.. En Álaborg tapaði fyrsta, vann annan og þurfti að spila þriðja leik þannig að hún komst ekkert í flugið sitt..

Svo fengum við gleðifréttir áðan.. Mútta búin að redda Viktoríu inn í Breiðholtsskóla á meðan við erum heima í maí.. Snúllunni hlakkar auðvitað mikið til að prófa íslenskan skóla.. Frábært líka að geta tekið hana með heim og ekki skemmir það fyrir að hún sé að fara í gamla skólann minn..

Já líf og fjör í Århus
Hrabba

fimmtudagur, apríl 05, 2007

Glæstar vonir........

Ég get nú sagt ykkur það að það var verið að sýna þátt númer 4792 í dag.. Hvað er það??? Við erum að tala um að Ridge sem var nú alltaf aða töffarinn hann er orðin gráhærður en aftur á móti Brooke sem er búin að grenja síðan í þætti 1 lítur alltaf eins út.. Þessi þáttur er búin að fara í svo marga hringi að það er fáránlegt.. Ridge sem var fyrst pabbi Bridget en komst svo að því að hann væri bróðir hennar (þar sem pabbi hans hafði barnað konuna hans) endaði svo á því að vera kærsti hennar þegar í ljós kom að hann var ekki sonur pabba síns og þar af leiðandi ekki broðir hennar.. Til hamingju þið sem ekki eruð búin að missa þráðinn.. Og svo taland um þá sem hafa dáið og lifnað við aftur það eru nú nokkur tilfelli... En það versta er þegar það er skipt um leikara til að leika sömu manneskjuna.. Af hverju ekki að láta þær bara deyja í staðin fyrir þá sem eiga að lifna við.. Já ég spyr??

En allavega þá get ég sagt ykkur það að í sjónvarpsdagskránni er kominn tvípunktur fyrir aftan þáttarnúmerið þannig að í dag var 4792:5000 sem þýðir að það verða aðeins 5000 þættir.. Já hvað verður þá hægt að tala um??

Varð að deila þessa með ykkur..
Hrabba sem er ekki að gera neitt í páskafríinu..

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Keith Richards..

Snillingur eða ekki.. Þessi maður hefur adrei verið í miklu uppáhaldi hjá mér en vá hvað hann getur nú samt oft verið fyndinn.. Hver man ekki eftir þegar hann svaraði spurningunni um: hvað honum fyndist um eiturlyfjavandamálin í dag?? að það væri ekkert eiturlyfjavandamál í heiminum í dag, það væru ekki til nein eiturlyf því hann væri búinn að klára þau..

Það nýjasta er svo að hann á að hafa tekið pabba sinn í nefið í orðsins fyllstu.. Blandaði ösku af pabba sínum við kókaín og tók í nefið.. Og lifir enn.. Reyndar er búið að taka þetta tilbaka en það er ekkert gefið að taka svona tilbaka þegar maður heitir Keith Richard og allir trúa öllu upp á hann.. Og hann var ekkert að leiðrétta þetta sjálfur heldur bara einhver talsmaður..

Og svo verð ég að koma með smá pælingu... Hvað er með þessar ofurfyrirsætur og að ná sér í ógeðslega menn.. Naomi var með einhverjum eldgömlum formúlukalli sem hefði getað verið afi hennar og sá gæi náði sér nú bara í yngri módel eftir það.. Heidi Klum með Seal sem er verri í húðinni en Morgan Freeman og er vægast sagt ljótur (meira að segja að eigin sögn).. Sigurvegarinn er svo auðvitað Kate Moss sem er með ógeðinu Pete Doherty.. Eruði ekki að grínast með viðbjóðis mann.. Ég myndi í alvöru frekar taka áhættuna og selja mig einu sinni og taka það fyrsta sem kæmi en að vera með honum.. Það væri allavega 90% líkur á einhverju skárra.. Hann er ÓGÓ..
Og við erum að tala um gellur sem vita ekki aura sinna tal og geta náð sér í hvaða karlmann sem er.. Þetta er mjög skrýtið mál.. Og ekki reyna að koma með einhver fáránleg comment um innri mann því það er ekki einu sinni tilfellið hér..

Já Hrabban í stuði með fræga fólkinu...

mánudagur, apríl 02, 2007

Fyrsti verðlaunapeningurinn...

Komin í hús hjá handboltadrottningunni Viktoríu og auðvitað búin að hanga um hálsin í tvo sólarhringa núna.. Yndislegt að fá fyrsta verðlaunapeninginn og vá hvað ég man eftir mínum sem ég fékk fyrir að hlaupa með brjóstsykur í skeið..

Við mæðgur erum bara í páskafríi núna og ætlum að "hugga" okkur alla vikuna.. Þarf bara að mæta á æfingar og þá er DVD ferðaspilarinn tekinn með fyrir Dísina sem er auðvitað mjög sátt við það..

Annars erum við búin að vera að horfa á ýmislegt núna við hjónin, m.a sundgellan semlamdi pabba sinn.. Er ekki alveg að skilja það mál.. Hann var útilokaður á HM fyrir að leggja hendur á dóttur sína og svo fylgir myndband með þar sem bara sést í gelluna lemja pabba sinn.. Mjög undarlegt mál..
Svo verðið þið að kíkja á þetta:
Magga Gunn skora körfu ársins í stjörnuleik.. Þvílík snilld..
Önju Andersen í ruglinu.. Hún hefur meira að segja skorað með skalla..
Fóstbræður.. Ef þið hafið lítið að gera þá er fullt af góðum atriðum úr fóstbræðrum sem alltaf er gaman að rifja upp..

Farin að "hugga" með Viktoríu
Hrabba

This page is powered by Blogger. Isn't yours?