miðvikudagur, janúar 31, 2007

Sorglegt.......

Tar tar og fleirri tar. Ooooo.... hvad thetta var svekkjandi i gær. Thad munadi svo litlu ad vid færum alla leid, sma heppni okkar megin tha hefdum vid tekid tha! Hrikalegt ad vera staddur i Danaveldinu og verda vitni af thessum baunum fagna....fekk nokkur sms i gær!
Kellan var annars tho nokkud satt vid helgina. Thetta var hin finasta ferd til Thyskalands og gaman ad sja "strakana okkar" vinna Slovenana. Madur hitti ad sjalfsogu fullt af skemmtilegu folki og var bara gaman af thvi. Eg held ad kellan hafi sett met i Dortmund, hafdi 45 min til ad versla og nadi ad fylla 3 poka. Eftir thad forum vid Gunnar a kaffihus og eg skalf.....eg held ad eg hafi verid i
"shopping-sjokki".

Kvedja Dagny

mánudagur, janúar 29, 2007

Spennan að ná hámarki..

Er varla að höndla að bíða eftir þessum blessaða leik.. Danirnir að tapa sér yfir því að vera komnir í úrslitaleikinn.. Eru svo sigurvissir að það nær engri átt.. Ótrúlegt að sjá viðtöl við suma leikmenn.. Ætla rétt að vona að Ísland verði ekki draumamótherjar þegar leikurinn hefst.. Vona að þeir klessi allir á vegg þegar þeir koma inn í íslensku vörnina.. Meika ekki heldur að fá 50 sms á meðan leiknum stendur ef okkur gengur illa..

Var komin með miða á leikinn en fékk ekki frí á æfingu.. Er það ekki bara grátlegt.. Ekki nema rúmir 3 tímar að keyra en Hanna syst fær að fara í staðinn og Valla pjalla með henni.. Það má taka það fram að þær fara í boði Glitnis og KB banka sem að gjörsamlega dæla í þær yfirdrátt.. Já þessir bankar geta nú ýmislegt..

Annars bara flestir í stuði hér nema kötturinn sem var jafnaður við jörðu og tókst mér að keyra einu sinni yfir hann.. En það var fyrst þrem dögum seinna og því ekki svo mikil hraðahindrun þar.. Greyið dýrin hérna, alltaf verið að keyra á þau og svo eru þau bara látin liggja á götunum þangað til að þau hverfa ofan í malbikið.. Og vegna þess að það eru engin götuljós í Danmörku þá er ekki séns að sjá þessi grey á kvöldin fyrr en alltof seint..

Er að lesa Flugdrekahlauparann og er varla að meika það hvað hún er sorgleg.. Var næstum því farin að gráta í strætó í dag.. Spurning hvort ég þori með hana í gula vagninn á morgun.. En mjög góð bók þar á ferð..

ÁFRAM ÍSLAND
Hrabba

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Happy happy!!!!

Ja ef thad er ekki tilefni til ad blogga nuna, hvenær tha? Kellan er enn i sigurvimu eftir ad hafa fengid fyrsta stigid i ligunni a Manudaginn. Thad er ohætt ad segja ad vid stalum theim sigri a moti Horsens....vorum ad tapa med 9 mørkum thegar 15 min voru eftir! Vid attum meira ad segja møguleika a tveimur stigum, thvi vid brenndum af viti a sidustu sek. leiksins....drama drama!!! Mer gekk bara fint, fekk ad spila i 20 min, med 2 stykki. Eins og alltaf gerist hja okkur kellunum tha forum vid ad tala um hvad var happa thegar vid høfum nad ad vinna leiki. ( Thar ad segja ef leikmenn eru i sømu stødu og vid Holstebro-stulkur erum bunar ad vera i ). Vid stulkur forum ad rifja upp.....thad voru einhverjar i nyjum nærbuxum, sumar i nyjum happa sokkum og svo framvegis.....en kellan nadi heldur betur ad toppa thetta. Min skellti ser yfir i klefa motherjana fyrir leik og skellti einum KK i klosettid hja motherjunum.....vid erum ad tala um thad ad thetta tharf min ad gera framvegis! Helvitis vitleysa sem madur er buin ad koma ser i! En mer til varnar tha vissi eg ekki ad thetta væri klefi motherjana fyrir en eg labba ut ur klefanum i fasid a Horsens-markmanninum a leidinni inn i klefann.....Mjøg tøff! Kellan vard bara ekkert eins og tomatur i framan!

Annars er min a leidinni til Thyskalands a morgun, vid Gunther ætlum ad bruna med Mola litla til Moster og Hønnu og svo er thad bara HM i Thyskalandi. Vid munum hitta Dribbuna, Sigga Braga, Elisu og væntanlega fleirri:) Lifid er bara yndislegt thessa dagana.
Eg ætla ad njota thess!
Kvedja Dagny

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Hrabba umbi...

Já ég er undir mikilli pressu að finna leikmenn sem vilja koma til Danmerkur að spila.. Er með tvo umba sem starfa saman og vantar leikmenn til að selja.. Þið sem eruð eitthvað að spá í að koma ykkur út að spila endilega skrifið mér mail (hrabbaosk@simnet.is) og ég get komið ykkur á framfæri.. Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur á að vera að binda ykkur eitthvað, þið þurfið ekki að skrifa undir neitt og eruð því ekki bundin.. Engin spurning að gera þetta upp á að fá fleiri tilboð og ég get lofað ykkur því að þessir menn eru að fara að fá miklu betri samning fyrir ykkur en þið sjálf getið gert.. Ekki sniðugt að vera i þessu sjálfur og tala ég af reynslu..

Endilega skrifið mér
Hrabba umbi

Crazy............

Er að spá í að leggja skóna á hilluna, allavega næstu 10 dagana.. Er ekki að meika að vera að missa af leikjum út af einhverjum æfingum (á eftir útaf lyftingumog hoppæfingu, eins og ég sé ekki lang sterkust fyrir).. Er að verða crazy yfir þessu.. Og ekkert smá mikilvægur leikur í kvöld.. Með sigri erum við komin með annan fótinn í 8 liða.. Eins gott að strákarnir séu komnir niður á jörðina aftur eftir glæsilegan sigur á Frökkum.. Ég vissi að þeir myndu vinna og var alveg örugg strax í stöðunni 3-0..

Og talandi um að vilja sjá leikina þá er ég að deyja yfir því að geta ekki bara brunað yfir landamærin.. Eivor, Dagný og Drífa eru þarna í stuði ásamt öðru frábæru fólki (Sveilinni, Gústu og fl.).. Ég sendi nú reyndar sms til þjálfarans eftir Frakkaleikinn: "Ísland rústaði Frökkunm. Farin til Þýskalands sjáumst á föstudaginn.." Var ekki alveg í boði.. Það er eins gott að ég hoppi allavega hærra en flest ykkar eftir daginn í dag.. Og mikið gífurlega verður gaman hjá mér á þessari æfingu..

Búin með 1 seríu í 24.. Vá hvað ég er enn að jafna mig eftir síðasta þáttinn.. Byrjuð á Greys og fæ síðan aðra og þriðju seríu af 24 um helgina ásamt Mola litla sem ætlar að vera hjá okkur á meðan foreldrarnir fara í leiðindin til Dortmund..

Áfram Ísland
Hrabba

sunnudagur, janúar 21, 2007

Áfram Ísland..

Rosalega er ég svekkt yfir þessu tapi á móti Úkraínu en enn svekktari er ég yfir íslenskum íþróttafréttmönnum sem fá neikvæðisbikar ársins 2007 fyrir þennan eina dag.. Allir búnir að ákveða það að við komumst ekki áfram og ótrúlegustu orð verið skrifuð og sögð.. Sakna gamla góða Íslendingsins sem trúir á allt.. Við vitum öll að þegar strákarnir spila vel þá geta þeir unnið öll lið hvort sem það eru evrópu, heimsmeistarar eða Svíar.. Og við skulum ekki gleyma því að ef við vinnum Frakka á morgun þá skiptir leikurinn við Úkraínu engu máli og við erum komin í milliriðla með 2 stig.. Já ég hef trú á strákunum og held að þeir eigi fína möguleika á morgun.. Þeir eiga eftir að koma brjálaðir til leiks og Óli Stef á eftir að vera svakalegur. Held að þetta verði annaðhvort eða.. Ef þeir byrja illa þá held ég að allt hrynji og þeir skíttapa en ef þeir byrja vel held ég að við eigum mjög góða mögueika á að vinna.. Hjálpar líka alltaf smá að þetta er upp á líf eða dauða fyrir okkur á meðan Frakkarnir eu alltaf öruggir í milliriðla og þeir eiga eftir að fara auðveldlega í gegnum þá þótt þeir fari ekki með stig í þá..
Ég hef allavega trú á strákunum og veit að margir aðrir hafa líka trú á þessu (fyrir utan íþróttafréttamennina)..

Vorum hjá Beggu og Bjarna áðan í mjög góðu yfirlæti.. Beggan mín orðin húsmóðir dauðans.. Átum nánast non stop í 4 klukkutíma og ekki nóg með það að þá fegum við nesti með heim til að taka í vinnuna á morgun.. Þarf ekki að borða allan daginn á morgun er með svo mikin forða.. Já ég mæli með heimsókn til Beggu og Bjarna.. Ætluðum að horfa á leikinn á netinu sem var svo ekki hægt þar sem við búum erlendis (þið getið rétt ímyndað ykkur svekkelsið) þannig að við þurftum að hlusta á neikvæðustu íþróttafréttalýsingu allra tíma.. Við erum sem sagt núna að athuga alla möguleika á því að ná þessu á netinu einhvern vegin og ef einhver veit um lausn þá gjörið svo vel að commenta..

Af Jack Bauer er annars það að frétta að hann er nær dauða en lífi í augnablikinu en það er eitthvað sem segir mér að hann muni lifa af þar sem ég er að horfa á 1.seríu.

Hrabban kveður með óbilandi trú á "strákunum okkar"..

miðvikudagur, janúar 17, 2007

nýtt nýtt.. Þekkir þú fræga fólkið??????

Vísbending eitt: Gata er nefnd eftir honum í Teenesse í Bandaríkjunum.

Tvö: Hann vann barna söngkeppni og sló þar met í að halda tóninum, í rúmar 12 sekúndur..

Þrjú: Hann er frekar nýr í bransanum.. (Ég þekkti hann fyrst fyrir svona 2 árum)..

Þið hefðuð getað unnið rúmar 30 þúsund krónur í útvarpinu í morgun með rétt svar..

mánudagur, janúar 15, 2007

Frábær helgi...

Alltaf æðislegt að fá fríhelgar og helgin frábær.. Borðuðum rosalegan mat á laugardaginn, tacolokur í hádeginu, geðveikar nautalundir í kvöldmat og að sjálfsögðu marengs í eftirrétt.. Spiluðum svo auðvitað og slöppuðum af..

Nú erum við dottin í 24 þættina.. Höfum aldrei séð þessa þætti og erum því að byrja á fyrstu seríu.. Snilldarþættir og þvílíkt sátt að eiga þetta eftir.. Og ekki nóg með það þá er ég ekki heldur byrjuð á Greys og er komin með alla þá þætti.. Er búin að vera tæpar 3 vikur að ná í 1.seríu.. Mikil tilhlökkun að byrja þeim..

Setti inn nokkrar myndir á myndasíðuna frá jólunum.. Er ekki búin að vera nógu dugleg þar en það tekur svo geðveikt langan tíma að setja inn myndir þar..

Farin í 24
Hrabba

föstudagur, janúar 12, 2007

SIGUR............

Og það langþráður.. Unnum Esbjerg mjög sannfærandi með 10 mörkum og nú verðum við bara að halda áfram á sömu braut.. Fengum loksins að spila 3-3 vörnina okkar sem gekk svona líka vel og nú fáum við vonandi að spila hana meira.. Ótrúlegt (en samt ekki)hvað skapast oft miklu meiri stemning í svona framliggjandi vörn þar sem kontaktinn er mikill..

Vá hvað ég hef samt lítið að segja nú orðið, er í tómu basli með að halda þessari bloggsíðu gangandi.. Ég þarf að fara að finna upp á einhverju nýju þema sem ég get eytt í nokkrar færslur.. Ef einhverjum dettur eitthvað sniðugt í hug þá endilega komið með tillögur...

Fríhelgi framundan og er feðinni heitið til Holstebro.. Það þarf nú engan snilling til að geta sér til um hvað þar verður brallað.. Cooks (uppáhalds matsölustaðurinn minn), ætlum að elda geðveikan mat, spila, spila, spila og "hugga" okkur alla helgina..

Klukkan að verða 02.00 og ég á að vakna eftir 5 klukkutíma þannig að ég held að það sé komin tími til að kíkja a augnlokin..

Kveðja
Hrabba

mánudagur, janúar 08, 2007

Karnivalið búið..

Já heil helgi sem fór í afmæliskarnival fyrir prinsessuna.. Veisla fös,lau og sun og Viktoría auðvitað rosalega sátt við allt saman.. Stelpurnar í bekknum hennar voru hérna í gær og leist þeim svo rosalega vel á húsið og herbergið hennar Viktoríu að ein þeirra spurði mig í fullri alvöru hvort að hún mætti ekki bara flytja til okkar og neitaði stelpugreyið harðlega að fara heim til sín og sagði bara: "Þið getið ekki þvingað mig til að fara heim".. Bara krútt..

Að frétt dagsins: 25 ára maður skaut fyrrum sambýliskonu sína (23 ára) í gærkvöldi með afsagaðri haglabyssu.. Maðurinn sem er nýbúinn að sitja inni vegna tilraunar til dráps á sömu konu slapp út úr fangelsi í gær og fer beint og drepur hana.. Veit ekki hvenær fólk ætlar að verða jafn gáfað og ég og fara að koma á dauðarefsingum.. Frábært að vita að þessi gaur eigi eftir að koma út í samfélagið aftur og finna sér jafnvel nýja konu sem hann getur fargað.. Splæsa á hann snúru, einfalt og ódýrt..

Var líka í fréttunum í dag að nú er verið að dæma í máli manns sem drap fyrrum konu sína og börnin sín tvö sem voru 4 og 6 ára.. Kyrkti konuna fyrst og þá kom dóttirin inn í herbergið.. Stakk hana og skar hana á háls og fór svo fram og kyrkti strákinn.. Og helv... kallinum tókst ekki einu sinni að drepa sjálfan sig.. Aumingi sem vonandi á eftir að hljóta hræðilga meðferð í fangelsi og drepast svo.. Skil ekki hvernig er hægt að vorkenna þessu fólki.. Vorkenni bara ættingjunum þeirra að vera skyldir þeim..

Þetta er það eina sem ég styð Bush í..

Ætla að fara að ná mér niður í brálæðiskastinu.. (Þessi grein á ekki eftir að koma mörgum á óvart, ég breytist aldrei)...

Hrabba crazy

föstudagur, janúar 05, 2007

Viktoría 6 ára


Viktoría Dís á afmæli í dag. Litla skvísan er orðin 6 ára. Til lukku með það! En Hrabba er einmitt að halda eina veisluna af þremur núna í þessum töluðum orðum. Veisluóða Hrebs klikkar ekki á þessu! Ég skil ekki útaf hverju hún opnar ekki veisluþjónustu.....væri ekki svo galin hugmynd! Ég myndi allavega ráða hana á nóginu:)
Ég bruna einmitt til þeirra á morgun, þá er íslendingarveislan. Alltaf gaman að hittast svona í útlandinu.....tala nú ekki um þar sem kellan er búin að vera ein í kotinu í nokkra daga. Jiiii.... hvað er erfitt að lúlla svona ein heima, vantar bæði karlinn og Mola litla. Mín er búin að vera svolítið smeik undanfarnar nætur, ég sef með kveikt ljós í allri íbúðinni og með kveikt á tölvunni upp í rúmi. Það er óhætt að segja að ég sé að kynna mér piparsveinalíferni.... við erum að tala um það að ég hef ekki nennt að vaska upp í nokkra daga og það liggja nammibréf og kókdósir um alla íbúð....mjög töff! Og ég sem ætlaði að vera svo dugleg að taka allt í gegn.

Jæja þetta er fínt í bili.

Kveðja Dagný

þriðjudagur, janúar 02, 2007

2007..... Gleðilegt nýtt ár..

Og takk fyrir það gamla.. Það er stórt og mikið ár sem hafið er.. Kellan verður þrítug (hvað er það), Vikkinn minn verður líka þrítugur og karl faðir minn verður fimmtugur.. Þið getið rétt ímyndað ykkur veisluna sem verður hjá honum Skúla (einmitt, get lofað ykkur því að hann á eftir að flýja land).. Hins vegar get ég lofað því að það verður haldið upp á öll stórafmæli hjá mér (kemur kannski fæstum á óvart)..

Já en nýja árið byrjaði ekki alveg eins og á var kosið.. Hann Davíð okkar var stunginn í miðbæ Köben á gamlárskvöld eða nótt.. Það þarf nú varla að taka fram hvaða fifl voru þar að verki.. Þið viljið kannski geta ykkur um hvaðan líðurinn kemur???? Svo eru þessi fífl að væla í sjónvarpinu að það sé svo erfitt fyrir þá að komast inn á skemmtistaði, það vilji enginn hleypa þeim inn (hér getið þið séð þá væla)... HUmmmm skrítið.. Ekki myndi ég vilja fá þetta pakk inn á skemmtistaðinn minn.. En að honum Davíð mínum, hann slapp nú ótrúlega vel þar sem hann var stunginn í mjöðmina og beinið kom í veg fyrir djúpa stungu (sennilega verið mjög þægilegt).. Hann var sem sagt saumaður og með einhverja aðra áverka.. Það má líka taka það fram að hann var að bjarga lífi dyravarðar sem verið var að stúta fyrir utan skemmtistaðinn hans (voru tvo stunguför í vestinu hjá honum en það er skilda að vera í vestum sem dyravörður).. Ef þið viljið sjá fréttina þá er hún hér

En að einhverju skemmtilegu.. Árið 2007 ætla ég:

-halda þrjár afmælisveislur fyrir Viktoríu (afmæli föstudag, laugardag og sunnudag).

-að halda Klaufarpartý hérna í Dene.. Er byrjuð að skipuleggja nokkuru dag partý og geri ég fastlega ráð fyrir mætingu hjá Sævari og Sóley (sem eru alltaf tímanlega og eiga eflaust eftir að koma fyrst), Sibbu og Einari, Rúnari Gauta sem mætir með matinn (sponsaður af KFC) og auðvitað bara sem flestum.. Ég á nú eftir að setja mig í samband við liðið en það gerist innan bráðar..

-reyna að komast í 50 ára afmælið hjá pabba sem verður sennilega á Tyrklandi (hann á ekki afmæli á besta handboltatímanum)..

-verða 30 ára og að sjálfsögðu með pompi og pragt..

-hjálpa Viktori í gegnum erfiða tíma þegar hann verður þrítugur (honum gæti ekki verið meira sama)..

-og fleira og fleira og fleira..............

Verð að fara í háttinn..
Hrabba

This page is powered by Blogger. Isn't yours?