föstudagur, nóvember 30, 2007

Allt að komast í gott stand..

Já smá pása búin að vera hér.. Kom pínu bakslag á þriðjudaginn þar sem móðirin ég fékk 40 stiga hita og þurfti að fara á spítalann í rannsókn.. Eins og alltaf þegar ég á í hlut þá var auðvitað ekkert eðlilegt að mér og læknirinn klóraði sér bara í hausnum og skildi ekkert.. Það hlaut að vera einhver ástæða fyrir þessum háa hita og lét hann mig á pensilínkúr sem er nú svolítið skrítið en hjálpaði mér mjög fljótlega.. Ég er alveg að verða hin hressasta.. Það er nú auðvitað fyrir öllu að litla prinsessan sé spræk og það er hún.. Sefur eins og engill og er orðin voða dugleg að drekka..

Nú tekur bara við róleg helgi.. Mamma að fara á morgun sem er nú ekki alveg nógu gott þegar maður fær enga þjónustu hérna.. Ljósmæðurnar forðast okkur eins og heitann eldinn.. Við vorum einmitt að spá í hvenær hún yrði nú vigtuð og skoðuð næst.. Við erum allavega ekki búin að fá að vita neitt.. Það var sko eins gott að múttan mín kom til mín.. Hennar verður sárt saknað en maður verður víst að senda hana heim fyrir næsta "sauð"burð..

Jæja neyðin kallar..
Hrebs

mánudagur, nóvember 26, 2007

Mynd dagsins..

SVO SÆT..................

Komin heim í kotið..


Já brauðið svínvirkaði og við vorum ekkert smá vinsæl að koma með heitt brauð handa ljósmæðrunum.. Rétt náðum að taka það út úr ofninum áður en við fórum upp á fæðingardeild. Allir voða kátir og hressir og prinsessa nr.2 var 16 og hálf mörk og 56cm..
Hendi inn fleiri myndum á barnalandssíðuna hennar Vikku stóru systur sem er að springa..

sms frá Hröbbu

Yndisleg prinsessa ákvað loks að láta sjá sig kl. 05.03. Allir hressir og kátir. Stærð og þyngd fylgir seinna.

Innilega til hamingju elsku fjölskylda, ég læt þá staðar numið á þessu bloggi.

Kv.
Arna

Farin á spítalann

Var rétt í þessu að fá fréttir að þau eru lögð af stað á spítalann, 2-3 min á milli verkja, spennandi.....

sunnudagur, nóvember 25, 2007

Enn rólegheit

Enn er allt í rólegheitunum, hríðarnar duttu aðeins niður meðan Hrabba ætlaði að horfa á sjónvarpið en viti menn hún deyr ekki ráðalaus. Hún dreif sig þá bara í því að skella í eitt brauð, gulrótarbrauð með sólkjarnafræjum, svo við séum svolítið nákvæm í þessu. Það væri nefnilega svo voða gott að fá nýbakað brauð þegar maður kemur heim af fæðingardeildinni á morgun, sem er bara mjög eðlilegt og flestir að hugsa svoleiðis.... En það fór þá aðeins í gang aftur svo hún segist fara uppeftir í nótt. Sjáum hvað gerist.

Kv
Arna

Jæja jæja, loksins eitthvað að gerast!!!!!

Nú fer að styttast í krílið, Hrabba er komin með hríðar, 5-7 min á milli og styttist í að lagt verði í hann á fæðingardeildina, skv Viktori.
Nú er bara að vona að þetta gangi fljótt og vel fyrir sig.

Kem með glóðheitar fréttir um leið og þær berast.

Kv.
Arna

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Já það er erfitt að vera Íslendingur í Danmörku þegar fótboltalandsliðið er annars vegar..

Já hann var heldur betur bjartsýnn hjá mér karlinn fyrir leikinn sem ég skil nú alls ekki.. Sé mjög mikið eftir því að hafa ekki tippað á leikinn sem ég var sannfærð um að myndi fara 3-0 fyrir Dönum.. Og þið sem eruð að reyna að drulla yfir Eið Smára og að það sé miklu betra fyrir landsliðið að vera án hans (vá hvað fólk getur verið vitlaust) þá kom skemmtileg statistik fram fyrir leikinn í danska sjónvarpinu sem segir að landsliðið hefur ekki unnið leik án hans í 7 ár.. Hahahaha...
Já svona litu menn út eftir leikinn nema ég... LENGI LIFI HANDBOLTINN... Sá tími kemur að fólk fari að átta sig...


mánudagur, nóvember 19, 2007

Illt í rófunni..

Já frekar lítið að gerast fyrir utan að vera með verki í rófubeininu.. Núna hlýtur eitthvað að fara að gerast.. Takk fyrir alla hlýju strauman sem þið eruð búin að senda og ég efast ekki um að þeir fari að gera gagn.. Mútta kemur á morgun og þá er endanlega allt klárt..

Viktorían mín var send veik heim úr skólanum í dag.. Þriðja skiptið á rúmum mánuði sem hún er veik.. Veit ekki alveg hvað er að gerast.. Þannig að við lögðum okkur saman í hádeginu og vorum að hugga okkur saman í dag.. Svo sem fínt að hafa hana hjá sér þegar ég er hvort eð er ekki að gera neitt.. Er annars að tapa mér í gerbakstri þessa dagana.. Eftir að Kitchen Aidin gafst upp á mér ákvað ég að verða góð í gerbakstri og eru framförin þvílík að annað eins hefur sjaldan sést.. Viktor minn getur staðfest það þar sem hann hefur alltaf verið látinn gera pizzudeigið þar sem mér tókst einhvern veginn alltaf að klikka á deigi, meira að segja kanilsnúðum.. En það þurfti bara að drepa gullið svo ég gæti farið að snúa mér að einhverju öðru.. Það er nú líka engin spurning að ég hef svo sem alltaf verið meira fyrir sykurbomburnar en gerbakstur og því kannski einbeitingin verið þar.. Já þannig að núna er eldhúsið fullt af einhverjum pylsuhornum og pizzusnúðum (tók Danann á þetta)..

Jæja farin að hvíla rófuna
Hrabba bakari (Árni minn þú þarft að fara að passa þig eða kannski bara láta mig fá nýjar uppskriftir)..

sunnudagur, nóvember 18, 2007

Þolinmóða Hrabban lítur svona út í dag..





laugardagur, nóvember 17, 2007

Dagurinn kominn, en ekkert að gerast!!!

Jæja er ekki kominn tími fyrir fréttaritarann að setja inn smá fréttir....

Þá er settur dagur að kvöldi kominn og ekki lætur krílið sjá sig. Eftir að hafa spjallað við verðandi foreldra hef ég fengið þær upplýsingar að ekkert sé í gangi. Hrabba er búin að vera á fullu í dag að skúra, skrúbba og bóna og húsið orðið tipp topp en ekki bólar á barninu. Í örvæntingu sinni hefur hún meira að segja tekið upp á því að taka nokkur dansspor með Viktoríu í von um að þetta skjótist út, en allt kemur fyrir ekki. Viktor er samt alveg sáttur við smá bið þar sem Hrabba er alveg til í að prufa öll trixin í bókinni til að koma barninu út og eitt trixið er afar hentugt fyrir Viktor....

Kem annars með glóðvolgar fréttir ef eitthvað gerist.

Kveðja
Arna

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Enn í fullu fjöri..

Já líður bara rosa vel ennþá og óþolinmæðin aðeins farin að segja til sín.. Því fyrr því betra ef ég ætla ekki að skjóta úr mér 20 marka krakka.. Ég hef trú á að þetta fari að koma..

Já Arnan að standa sig eftir smá diss frá Ernu másu.. Hún þurfti bara smá spark haha.. Hefði nú bara verið mest töff að gera þetta sjálf.. "Heyrðu ljósa ég þarf aðeins að skjóta inn einni bloggfærslu áður en ég byrja að rembast".. En það væri nú varla tími til að bíða eftir því miðað við hvað það liggur á að sparka mér þaðan út.. Já það er pressa á Örnunni að slá út fyrri bloggfæðingu haha eins og það sé nú hægt.. Og það besta við síðustu var auðvitað að Daggan vissi ekkert um þetta.. Spurði svo bara hvort ég væri eitthvað geðveik þegar hún komst að þessu.. En hún hlær nú að þessu í dag.. Já bara ef ég væri nú jafn athyglissjúk og Daggan hahaha..

Viktoría er hætt í skóladagvistuninni og verður bara heima með mömmu sinn restina af vetrinum.. Tók ekki þátt í þessu lengur að láta bæinn ræna mig fyrir að passa barnið mitt í nokkra klukkutíma á viku og gefa henni ekki einu sinni að borða.. Bærinn ætti nú frekar að borga mér fyrir að fá að hafa þennan snilling þarna hjá sér.. En það verður nú nóg að gera að mæta á allar íþróttaæfingarnar og vera mamma nr.2..

Já farin að lúlla og vonandi vakna ég bara með verki eins og síðast..
Hrebsin kveður

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Mætt til leiks

Jæja þá er ég mætt til leiks, bara svona svo enginn fari að dissa mig og segja að ég sé ekki að standa mig í þessum fréttaflutningum.

Eftir að hafa rætt við Hröbbu þá er ég komin með nýjustu fréttir:
Líðan verðandi móður er eftir atvikum og í síðustu skoðun, sem var á föstudaginn, var barnið orðið 4 kg, búið að skorða sig og blóðþrýstingurinn fínn, eða 120/80, eggjahvítan er í fínu lagi og pissið hreint og fínt. Það er kominn dagur á gangsetningu ef ekkert gerist fyrir þann tíma en það er 29. nóv, en vonandi þurfum við ekki að bíða svo lengi, ég verð örugglega bara búin að eiga sjálf þá!!!

Það er sem sagt allt í góðu standi þarna hjá þeim, búið að fara að versla þessar helstu nauðsynjar og nú er bara að bíða eftir frekari fréttum, en ég er amk að standa mig í þessu.....

Kveðja
Arna

mánudagur, nóvember 12, 2007

Gáfnaljósið hún Viktoría..

Já hún er svo gáfuð þessi elska að hún þarf ekki einu sinni að vera vakandi í skólanum.. Fórum á foreldrafund á miðvikudaginn og þar var nú svo sem fátt sem kom okkur á óvart.. Barnið talar auðvitað alltof mikið (enda dóttir Viktors) og svo dettur hún mjög oft úr sambandi og situr bara í sínum eigin heimi (já hvaðan ætli hún hafi það??) Dönskukennarinn var alveg komin á það að þetta væri bara útaf því að hún skildi ekki nóg og þetta væri bara örugglega aðeins of erfitt fyrir hana.. En mín kom honum nú heldur betur á óvart með því að dúxa bara í þessu dönskuprófi og hann alveg hissa á því hvað hún skildi nú bara allt og var ein af örfáum sem var með allt rétt í erfiðasta hlutanum.. Já það er stundum erfitt að vera svona klár..

Haldiði ekki að ég hafi loksins ákveðið að gera klárt fyrir krílið.. Fór í dag og keypti bílstól, sæng, kodda, dýnu á skiptiborðið, bleyjur og svona það helsta sem maður þarf að hafa klárt.. Mjög eðlilegt að gera þetta fyrst núna, 5 dögum fyrir settan dag.. Karlinum í búðinni fannst ég líka frekar róleg í þessu öllu saman en honum tókst auðvitað að selja mér flottasta og dýrasta stólinn í búðinni.. Nú er ég sem sagt klár og þetta má bara fara að gerast.. Nenni ekki einu sinna að bíða eftir múttu þó það væri nú betra að hafa hana..

Helstu fréttirnar af klakanum eru þær að Herra Skúli er hættur að drekka og reykja (í dag) og er byrjaður að senda SMS.. Já pabbi þá er það orðið opinbert og ég veit að það eru mjög margir sem hafa rosa mikla trú á þér...

Hrebs kveður í bili og já Arna mín þú ert ráðin....

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Varð að breyta..

Já þurfti að breyta lykilorðinu á barnalandssíðuna hennar Viktoríu fyrir Danina því að ó-ið var ekki alveg að gera sig.. Það er samt sama lykilorð bara o í stað ó..

Annars ekki mikið að gerast hérna.. Jú nema það að nú er kosningabaráttan komin á fullt.. Hér eru skilti um allan bæ sem er mjög áhugavert því á þeim öllum stendur annaðhvort Hueseym eða Benomabad (eða eitthvað líkt).. Hljómar mjög danskt eða hvað. Svona verður þetta á Íslandi eftir nokkur ár.. Þá verður valið á milli Pavlu eða Bogdans.. Mjög spes. Svo er ein kella í Köben að gera alla vitlausa haha.. Við erum að tala um að daman er ég í þriðja veldi og lætur allt út úr sér og allt prentað í blöðin.. Ég myndi ekkert sofa róleg ef ég væri hún.. Hún er alveg á því að senda fullt af fólki út á eyðieyju og láta það dúsa þar, eiga ekkert betra skilið.. Það verður að gaman að sjá hvar hún endar í kosningunum sérstaklega þar sem Dönum finnst þeir alls ekki rasistar.. Það er allavega klárt að þeir sem eru ekki Danir eru ekki að fara að kjósa hana..

Jæja best að fara að gera ekki neitt
Hrebs

þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Styttist í þetta....

Já aðeins 11 dagar í settan dag og pant ekki fara fram yfir.. Búin að sofa nóg fyrir árið undanfarið þannig að ég er sko tilbúin í að fara að vaka svolítið með grísling nr.2.. Viktoría auðvitað mjög spennt og telur niður og er pottþétt á því að krílið komi þann 17.nóv. Annars nóg að gera hjá Dísinni sem vil byrja í badminton núna.. Ætlar að prófa það á fimmtudaginn en þá er líka dans og sund beint á eftir.. Ágætt að hún hafi eitthvað að gera þessi elska..

Facebook er að koma sterkt inn núna þegar maður hefur ekkert að gera á daginn.. Ákvað að gefa mig að lokum og prófa þetta.. Ætlaði sko ekki að byrja í þessu eða myspace ruglinu en þar sem ég hef nú ekki mikið annað við tímann að gera þá ákvað ég að gefa eftir.. Fólk er líka aldeilis að týnast inn á þetta og alltaf gaman að grafa upp einhverja sem maður hefur ekki séð eða heyrt í lengi lengi.. Endilega tékkið á þessu.. Tekur engan tíma að fá sér svona og svo kemur þetta bara að sjálfu sér.. Bara fara inn á www.facebook.com , skrá sig og svo skal ég senda ykkur eitthvað skemmtilegt..

Jæja klukkan að verða 12 að hádegi sem þýðir tími til að fara að lúlla..
Hrabba

This page is powered by Blogger. Isn't yours?