sunnudagur, desember 25, 2005
Gleðileg jól öll sömul...
Það gafst lítill tími til þess að skrifa jólakort í ár, þannig að við höfum ákveðið að skrifa lítið jólabréf í staðinn.
Í janúar gerðist sá merkisatburður að Viktor settist á skólabekk á nýjan leik, þeir sem til þekkja vita að drengurinn er hreint undrabarn í skóla og á glæsilega skólagöngu að baki. Nú getur hann státað að því að vera í námi sem næstum engir íslendingar sækja erlendis, það er að segja trésmíði.
Hrabba réri einnig á ný mið í byrjun árs, hún byrjaði að vinna á leikskóla. Við gengum út frá því að þetta væri þægileg fimmtán tíma vinna sem hentaði vel við hliðina á handboltanum. En raunin varð önnur. Hrabba hafði lent á dramatískasta leikskóla í heimi að við höldum, það hefur aðeins verið haldin einn starfsmannafundur án þess að einhver hafi farið að grenja, svo skiptist starfsfólkið á í að vera í veikindafríum af ýmsu tagi, þó mest út af stressi. Hver verður ekki stressaður á því að þurfa að leika við börn?
Handboltalega séð var fyrri hluti ársins ekki nógu góður og SK Århus féll úr efstu deild á aðeins tveimur mörkum. Fjölskyldan ákvað að vera um kyrrt í Arhus og vera með í að koma liðinu á kortið aftur, eins og staðan er í dag erum við á góðri leið í áttinni að því, en liðið er í efsta sæti fyrstu deildar.
Í júlímánuði fórum við fjölskyldan ásamt fríðu föruneiti í sumarfrí til Lanzarote. Erna systir Viktors og fjölskyldan hennar, Róbert, Daníel og Ísól, voru með í för, en ferðin var í boði aldraðara foreldra Viktors og Ernu sem urðu hundrað ára í þessari ferð. Veskið var því skilið eftir heima og nýðst á gamla fólkinu.
Herbergjanýting á Hótel Århús var nokkuð góð á árinu sem er að líða, fáar helgar þar sem engin var bókaður í mat eða gistingu, þannig að þessi rekstur stóð svo sannarlega undir væntingum og lítið um kvartanir á meðal gestanna. Við stefnum þó að því að gera ennþá betur á komandi ári og fá ennþá fleiri gesti, skorum við því á alla sem til okkar þekkja að láta til skara skríða og gera sér ferð til Jótlands. Fyrir þá sem ekki til þekkja þá er Hótelið okkar fimm stjörnu og er kostnaður við gistingu og uppihald hjá okkur aðeins að koma sér á svæðið, sem þýðir að það er gróði með hverjum deginum sem líður, reglur hótelsins segja þó til um að aðeins meigi bóka tvær vikur í senn. Skorum á alla sem þora, skemmtidagskrá er eftir árstíðum og hæfi hvers og eins.
Okkur þykir þó rétt að benda á að þó við höfum sagt að allir séu velkomnir hvenær sem er, þá viljum við helst fá að opna sjálf fyrir þeim. Þetta gleymdum við greinilega að taka fram fyrir árið sem er að líða. Í byrjun desember fengum við nefnilega gesti sem gerðu ekki boð á undan sér, þannig að við vorum ekki heima þegar þeir komu og þeir komu að luktum dyrum. Þá voru góð ráð dýr fyrir þá og þeir náðu að spenna upp herbergisglugga og koma þannig inn. Þegar þeir svo komu inn leiddist þeim greinilega og fóru í falinn hlut og leituðu gaumgæfilega í öllum skúffum og skápum í stofunnni og herbergjunum. Eitthvað urðu þeir svo sárir yfir því að ekki voru kökur á borðum og standandi skemmtun, þannig að þeir fóru að ég held í fússi, því að þeir gleymdu meira að segja að loka á eftir sér. Við búumst samt við að þeir komi fljótlega aftur því að þeir eru ekki ennnþá búnir að skila nokkrum hlutum sem þeir fengu lánaða, þ.á.m. tölvuna okkar (með ísl. lyklaborði), hnífaparasett (vantaði sjö hnífa, gaffla og svo kökuspaðan) Chelsea búning (númer 22 merktur Lúkas). Já þetta voru góðir hlutir sem þeir fengu lánaða og afar einfalt að koma í verð (Ahgmed þriggja ára verður flottur í búningnum frá stóra bróður sínum;).
Viktoría vill meina að Glúmur og Glámur ( þjófarnir úr Línu Langsokk ) hafi verið þarna á ferðinni. Þegar við sögðum henni frá þessum gestum voru fyrstu viðbrögð hennar að spyrja hvort þeir hefðu nokkuð stolið peningunum hennar. Við sögðumst nú ekki vita það og sögðum henni að athuga málið. Mín labbaði inn í herbergið sitt, opnaði eldavélina sína og tók þar út litla buddu. Mín var heldur betur í skýjunum yfir því að þeir hefðu ekki áttað sig á felustaðnum hennar.
Árósagengið óskar vinum, kunningjum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Kveðja
Viktor, Hrabba og Viktoría Dís.
Í janúar gerðist sá merkisatburður að Viktor settist á skólabekk á nýjan leik, þeir sem til þekkja vita að drengurinn er hreint undrabarn í skóla og á glæsilega skólagöngu að baki. Nú getur hann státað að því að vera í námi sem næstum engir íslendingar sækja erlendis, það er að segja trésmíði.
Hrabba réri einnig á ný mið í byrjun árs, hún byrjaði að vinna á leikskóla. Við gengum út frá því að þetta væri þægileg fimmtán tíma vinna sem hentaði vel við hliðina á handboltanum. En raunin varð önnur. Hrabba hafði lent á dramatískasta leikskóla í heimi að við höldum, það hefur aðeins verið haldin einn starfsmannafundur án þess að einhver hafi farið að grenja, svo skiptist starfsfólkið á í að vera í veikindafríum af ýmsu tagi, þó mest út af stressi. Hver verður ekki stressaður á því að þurfa að leika við börn?
Handboltalega séð var fyrri hluti ársins ekki nógu góður og SK Århus féll úr efstu deild á aðeins tveimur mörkum. Fjölskyldan ákvað að vera um kyrrt í Arhus og vera með í að koma liðinu á kortið aftur, eins og staðan er í dag erum við á góðri leið í áttinni að því, en liðið er í efsta sæti fyrstu deildar.
Í júlímánuði fórum við fjölskyldan ásamt fríðu föruneiti í sumarfrí til Lanzarote. Erna systir Viktors og fjölskyldan hennar, Róbert, Daníel og Ísól, voru með í för, en ferðin var í boði aldraðara foreldra Viktors og Ernu sem urðu hundrað ára í þessari ferð. Veskið var því skilið eftir heima og nýðst á gamla fólkinu.
Herbergjanýting á Hótel Århús var nokkuð góð á árinu sem er að líða, fáar helgar þar sem engin var bókaður í mat eða gistingu, þannig að þessi rekstur stóð svo sannarlega undir væntingum og lítið um kvartanir á meðal gestanna. Við stefnum þó að því að gera ennþá betur á komandi ári og fá ennþá fleiri gesti, skorum við því á alla sem til okkar þekkja að láta til skara skríða og gera sér ferð til Jótlands. Fyrir þá sem ekki til þekkja þá er Hótelið okkar fimm stjörnu og er kostnaður við gistingu og uppihald hjá okkur aðeins að koma sér á svæðið, sem þýðir að það er gróði með hverjum deginum sem líður, reglur hótelsins segja þó til um að aðeins meigi bóka tvær vikur í senn. Skorum á alla sem þora, skemmtidagskrá er eftir árstíðum og hæfi hvers og eins.
Okkur þykir þó rétt að benda á að þó við höfum sagt að allir séu velkomnir hvenær sem er, þá viljum við helst fá að opna sjálf fyrir þeim. Þetta gleymdum við greinilega að taka fram fyrir árið sem er að líða. Í byrjun desember fengum við nefnilega gesti sem gerðu ekki boð á undan sér, þannig að við vorum ekki heima þegar þeir komu og þeir komu að luktum dyrum. Þá voru góð ráð dýr fyrir þá og þeir náðu að spenna upp herbergisglugga og koma þannig inn. Þegar þeir svo komu inn leiddist þeim greinilega og fóru í falinn hlut og leituðu gaumgæfilega í öllum skúffum og skápum í stofunnni og herbergjunum. Eitthvað urðu þeir svo sárir yfir því að ekki voru kökur á borðum og standandi skemmtun, þannig að þeir fóru að ég held í fússi, því að þeir gleymdu meira að segja að loka á eftir sér. Við búumst samt við að þeir komi fljótlega aftur því að þeir eru ekki ennnþá búnir að skila nokkrum hlutum sem þeir fengu lánaða, þ.á.m. tölvuna okkar (með ísl. lyklaborði), hnífaparasett (vantaði sjö hnífa, gaffla og svo kökuspaðan) Chelsea búning (númer 22 merktur Lúkas). Já þetta voru góðir hlutir sem þeir fengu lánaða og afar einfalt að koma í verð (Ahgmed þriggja ára verður flottur í búningnum frá stóra bróður sínum;).
Viktoría vill meina að Glúmur og Glámur ( þjófarnir úr Línu Langsokk ) hafi verið þarna á ferðinni. Þegar við sögðum henni frá þessum gestum voru fyrstu viðbrögð hennar að spyrja hvort þeir hefðu nokkuð stolið peningunum hennar. Við sögðumst nú ekki vita það og sögðum henni að athuga málið. Mín labbaði inn í herbergið sitt, opnaði eldavélina sína og tók þar út litla buddu. Mín var heldur betur í skýjunum yfir því að þeir hefðu ekki áttað sig á felustaðnum hennar.
Árósagengið óskar vinum, kunningjum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Kveðja
Viktor, Hrabba og Viktoría Dís.
miðvikudagur, desember 21, 2005
Mætt á klakann..
Og það í fullu fjöri.. Er með tölvuna með mér þannig að það verður lítið fyrir bófana að sækja heima í Århus.. Ég lét líka setja upp sjálfvirka hríðskotabyssur fyrir ofan gluggana þannig að það koma allavega ekki mikið fleiri en eitt holl heim til mín yfir jólin.. Þeim verður svo bara fleygt með jólatrjánnum eftir jól.. Þjófavörnin á vonandi eftir að gera sitt..
Það er bara voða lítið að gera hérna heima.. Erum bara að hugga okkar út um allan bæ.. Höfum það rosa fínt.. Það er ekki mikið stress á okkur enda myndi það bara þýða veikindaleyfi þegar meður kæmi heim.. Maður verður nú að passa sig..
Svo vil ég tilkynna ættingjum og vinum að við munum ekki senda nein jólakort í ár.. Í staðin ætlar Viktor að skrifa jólabréf sem ég mun birta hér á síðunni.. Ég er svo hrifin af svona jólabréfum, fannst svo gaman að lesa þau í fyrra.. Eigum líka engar nýjar myndir af Dísinni þar sem þjófarnir stálu þeim með tölvunni og myndavélin okkar var í Köben þangað til 19.des.. Nenni hreinlega ekki að vera að stressa mig yfir þessum blessuðu jólakortum en lofa að sjálfsögðu skemmtilegu jólabréfi í staðin..
Farin að borða plokkfisk..
Later
Hrabba
Það er bara voða lítið að gera hérna heima.. Erum bara að hugga okkar út um allan bæ.. Höfum það rosa fínt.. Það er ekki mikið stress á okkur enda myndi það bara þýða veikindaleyfi þegar meður kæmi heim.. Maður verður nú að passa sig..
Svo vil ég tilkynna ættingjum og vinum að við munum ekki senda nein jólakort í ár.. Í staðin ætlar Viktor að skrifa jólabréf sem ég mun birta hér á síðunni.. Ég er svo hrifin af svona jólabréfum, fannst svo gaman að lesa þau í fyrra.. Eigum líka engar nýjar myndir af Dísinni þar sem þjófarnir stálu þeim með tölvunni og myndavélin okkar var í Köben þangað til 19.des.. Nenni hreinlega ekki að vera að stressa mig yfir þessum blessuðu jólakortum en lofa að sjálfsögðu skemmtilegu jólabréfi í staðin..
Farin að borða plokkfisk..
Later
Hrabba
laugardagur, desember 17, 2005
Komin í jólafrí...
En því miður er það ekki nema vika því að þá þarf ég að fara til Sviss að keppa á einhverju æfingamóti með Århus Þetta verður hörku mót, topplið frá Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Króatíu.. Þar sem við megum ekki fara á skíði munum við renna okkur niður fjöllin á sleðum.. Það verður eflaust rosa fjör.. Bara smá fúlt að þurfa að yfirgefa alla annan í jólum..
Við spiluðum áðan okkar síðasta leik í deildinni fyrir jól og unnum með 18 mörkum á móti Sindal sem eru í 6.sæti.. Fínn leikur þar sem allir fengu að spila.. Í kvöld er svo julefrokost í höllinni.. Er ekki að nenna að setja grímuna upp (þið vitið nú hvað ég legg mikið í þetta make up)..
Á morgun leggjum við svo í hann.. Við munum fara til Köben á morgun og vera þar þangað til við fljúgum heim í hádeginu á mánudaginn.. Getur verið að við skreppum í jólatívolíið... Það er svo huggó..
Átti svo eftir að segja frá því að ég skellti mér til háls - nef og eyrnalæknis um daginn og lét tékka á raddböndunum (þau hafa nú ósjaldan verið að stríða mér).. Læknirinn komst að því að ég er með hnúta á raddböndunum sem er sennilega vegna þess að ég beiti röddinni vitlaust.. Ég verð send til talmeinafræðings (verst að Tinnan mín er bara nýbyrjuð í náminu)og svo í kjölfarið verð ég örugglega að fara í einhverja talþjálfun.. Það verður örugglega hrikalegt stuð... einmitt...
Ég get nú samt kætt marga nákomna mér sem hafa alltaf sagt að ég heyri svo illa að ég lét tékka á heyrninni í leiðinni og ég er nú bara með þessa líka fínu heyrn.. Það er kannski frekar það að ég taki illa eftir.. Væri örugglega hægt að greina mig með athyglisbrest..
En jæja best að fara að smyrja á sér andlitið..
Sjáumst á klakanum
Hrabba
Við spiluðum áðan okkar síðasta leik í deildinni fyrir jól og unnum með 18 mörkum á móti Sindal sem eru í 6.sæti.. Fínn leikur þar sem allir fengu að spila.. Í kvöld er svo julefrokost í höllinni.. Er ekki að nenna að setja grímuna upp (þið vitið nú hvað ég legg mikið í þetta make up)..
Á morgun leggjum við svo í hann.. Við munum fara til Köben á morgun og vera þar þangað til við fljúgum heim í hádeginu á mánudaginn.. Getur verið að við skreppum í jólatívolíið... Það er svo huggó..
Átti svo eftir að segja frá því að ég skellti mér til háls - nef og eyrnalæknis um daginn og lét tékka á raddböndunum (þau hafa nú ósjaldan verið að stríða mér).. Læknirinn komst að því að ég er með hnúta á raddböndunum sem er sennilega vegna þess að ég beiti röddinni vitlaust.. Ég verð send til talmeinafræðings (verst að Tinnan mín er bara nýbyrjuð í náminu)og svo í kjölfarið verð ég örugglega að fara í einhverja talþjálfun.. Það verður örugglega hrikalegt stuð... einmitt...
Ég get nú samt kætt marga nákomna mér sem hafa alltaf sagt að ég heyri svo illa að ég lét tékka á heyrninni í leiðinni og ég er nú bara með þessa líka fínu heyrn.. Það er kannski frekar það að ég taki illa eftir.. Væri örugglega hægt að greina mig með athyglisbrest..
En jæja best að fara að smyrja á sér andlitið..
Sjáumst á klakanum
Hrabba
fimmtudagur, desember 15, 2005
Rúmenía og Holland að gera góða hluti á HM..
Ekkert smá gaman að fylgjast með þessum liðum á HM. Rúmenía búnar að vinna alla leikina sína og mjög sannfærandi.. Voru að vinna Danina rétt áðan með 4 mörkum.. Ótrúlegt að við höfum verið að vinna þetta lið fyrir 2 mánuðum síðan.. Holland sem við erum búnar að spila við 4 sinnum á þessu ári og alltaf tapað með 3-4 mörkum eftir jafna leiki munu spila um 5 sætið á mótinu sem er þeirra besti árangur á stórmóti frá upphafi.. Þær gerðu m.a. jafntefli við evrópumeistara Norðmanna.. Já það er alls ekki svo langt upp á toppinn fyrir okkur stelpurnar.. Bara ef fleiri hefðu trú á þessu....
Áfram Ísland..
Hrabba
Áfram Ísland..
Hrabba
miðvikudagur, desember 14, 2005
Litlu tvíbbarnir mínir komnir á barnaland..
Litlu tvíburaskvísurnar mínar (og Kristínar og Steina) eru komnar á barnaland.. Þið verðið að kíkja á þær og auðvitað að kvitta fyrir ykkur í leiðinni.. Þær eru æði.. Og ekki nema 5 dagar í að ég fái að knúsa þær.. Jíbbí.. Hér eru þær..
Later
Hrabba
Later
Hrabba
þriðjudagur, desember 13, 2005
Leigumorðingi óskast.. Þjófarnir væntanlegir aftur..
Komst að því í nótt að helvítis fíflin hafa tekið varalykilinn af bílnum okkar og eru því væntanlegir að sækja hann. Talaði við lögguna sem sagði þetta mjög algengt, þeir myndu pottþétt koma eftir bílnum.. Klukkan 3 í nótt fór því Viktor greyið og lagði bílnum langt í burtu frá húsinu okkar og gekk tilbaka. Ég fór svo með bílinn í Toyota í dag og það er verið að skipta um kóða og skrár.. Kostar ekki nema rúmar 30 þús.. Ég hringdi nú í tryggingarnar á undan og spurði hvort að þeir vildu ekki frekar borga þetta en allan bílinn.. Þeir gera það auðvitað þar sem þetta er nýr og dýr bíll.. Þannig að það er nú alltaf eitthvað.. Það er bara verst að vita að því að þeir muni koma aftur.. Því óska ég eftir leigumorðingja sem er tilbúinn til að vakta húsið mitt og plaffa þá í hausinn þegar þeir mæta á svæðið.. Og það þarf auðvitað ekki að taka það fram að þetta eru auðvitað nýbúar.. Þeir brutust inn í íþróttaháskólann á laugardaginn (rændu 3 herbergi) og sást til þeirra.. Einhverjir tveir strákar hlupu á eftir þeim en náðu þeim ekki.. En þeir sáu allavega að þetta voru nýbúar.. SURPRICE.. Það er allavega mjög líklegt að þetta hafa verið sömu gæjarnir allavega báru þeir sig nákvæmlega eins að..
Julefrokostinn á laugardaginn tókst bara rosa vel og allir voða kátir með þetta.. Þegar Viktor var að leggja á borð komumst við að því að rándýra hnífaparasettið okkar var horfið.. Við eigum nú örugglega eftir að finna eitthvað meira..
Molinn er auðvitað bara algjört æði.. Svo æðislegt að hafa hann hérna..
Ég er svo auðvitað bara búin að vera á fullu að kaupa jólagjafir upp á nýtt.. Meiriháttar stuð..
Jæja farin að spila við systkini mín..
Later
Hrabba
Julefrokostinn á laugardaginn tókst bara rosa vel og allir voða kátir með þetta.. Þegar Viktor var að leggja á borð komumst við að því að rándýra hnífaparasettið okkar var horfið.. Við eigum nú örugglega eftir að finna eitthvað meira..
Molinn er auðvitað bara algjört æði.. Svo æðislegt að hafa hann hérna..
Ég er svo auðvitað bara búin að vera á fullu að kaupa jólagjafir upp á nýtt.. Meiriháttar stuð..
Jæja farin að spila við systkini mín..
Later
Hrabba
mánudagur, desember 12, 2005
Jólakort - Já takk..
Er búin að fá nokkrar fyrirspurnir um hvert eigi að senda jólakortin mín og þar sem búið er að stela tölvunni minni get ég ekki sent e-mail. Veit ekki hvað málið er með þessa en ég get allavega bara tekið á móti mailum..
Þið sem ætlið að vera svo elskuleg að senda mér jólakort þá væri æðislegt að fá þau heim til mömmu og pabba þar sem ég opna alltaf kortin á aðfangadag..
Heimilisfangið er:
Austurberg 20
111 Reykjavík
Farin að spila við Dadda og Döggu..
Kveðja
Hrabba
Þið sem ætlið að vera svo elskuleg að senda mér jólakort þá væri æðislegt að fá þau heim til mömmu og pabba þar sem ég opna alltaf kortin á aðfangadag..
Heimilisfangið er:
Austurberg 20
111 Reykjavík
Farin að spila við Dadda og Döggu..
Kveðja
Hrabba
föstudagur, desember 09, 2005
Hrabban lítið að róast..
Þori varla að fara í sturtu þegar Viktor er ekki heima og alls ekki að sofa lengur eftir að Viktor fer í vinnuna og hann er að mæta mjög snemma.. Það er líka rosalega skrítið að koma heim til sín núna.. Byrja á að öskra þegar ég opna hurðina og hleyp svo beint inn í stofu og tékka á garðhurðinni.. Þetta er ömurlegt og ég varð ekkert smá pirruð þegar ég komst að því að fíflið hafði tekið líka risa poka fullan af jólapökkum sem áttu að fara til Þýskalands.. Var búin að kaupa þvílíkt flotta pakka handa litla mola og Lúkasi og Döggu og Eibbu.. Júlía þá fyrst fór hann á dauðalistann (og verður aldrei tekin af honum).. Sem betur fer fór ég með fullan kassa af gjöfum um morguninn í Eimskip og lét þá senda heim.. Við vorum eiginlega hætt við að senda hann en ákváðum svo á síðustu stundu að drullast með hann.. Vá hvað ég hefði verið svekkt ef hann hefði tekið hann líka þá hefði ég þurft að kaupa allar gjafirnar aftur.. Eimskip kom þvílíkt sterkt inn gáfu mér jólaglaðning sem voru 4 pokar af Nóa Sírius nammi... Ég var miklu ánægðari en krakkarnir á jólaböllunum með þetta..
Verð að þjóta.. Brjálað að gera hjá okkur hjónum.. Julefrokost á morgun..
Later
Hrabba
Verð að þjóta.. Brjálað að gera hjá okkur hjónum.. Julefrokost á morgun..
Later
Hrabba
fimmtudagur, desember 08, 2005
Gunther ekki að gera gott mót!
Tíminn líður heldur betur hratt núna, ekki nema tveir dagar þangað til maður skellir sér til Danmerkur að heimsækja Hröbbu Móðu og Co! En þetta er rosalegt sem maður er að heyra.....brotist inn til kellu. Jeminn, maður þarf heldur betur að búa sig vel undir þessa Danmerkurferð! En Hrabba hringdi í mig í dag og sagði mér að bölvaður þjófurinn stal jólagjöfinni minn og jólagjöf Molans:( Þá fyrst varð ég reið!!!
Annars er búið að vera nóg að gera hjá okkur skötuhjúum og Molanum síðustu daga. Við skelltum okkur til Weibern um helgina og heimsóttum fólkið sem við Jóna Magga bjuggum hjá í fyrra! Þar var heldur betur tekið vel á móti okkur og gistum við þar yfir eina nótt. Jóna mín ég má til með að segja þér það að sjálfur Bürgermeister kom í heimsókn inn á okkar gamla heimili til að meta gistiheimilið! Við erum að tala um 4 stjörnur takk fyrir og túkall! Vantaði bara sundlaug í garðinn þá hefði frú Renate fengið 5 stjörnur.....ussss! Hún var bara ekkert ánægð með þetta kerlingin. Þetta komst meira að segja í blöðin. Já og meðan ég man þá báðu allir voðalega vel að heilsa þér:)
En svo um kvöldið þá skelltum við okkur á leik með stelpunum og að sjálfsögðu fóru þær stöllur með sigur að hólmi! Daginn eftir fórum við í heimsókn til Sylvíu og Miriam og splæstu þær kvensur á okkur þetta fína Póker-spil og er Gunnar búinn að vera með mig í kennslu síðustu kvöld! já, þið getið reynt að geta ykkur til hversu mikið Póker-feis kellan er orðin, alveg stórhættuleg í þeim bransa!
En það sem kellan óttast mest þessa dagana er karlinn á heimilinu..... eða þar að segja hinn nýbakaði faðir! úffff..... ég held að þetta sé einum of mikið fyrir strákinn. Hann er farinn að taka við af mér í allri gleymsku. Þannig vildi til að við skelltum okkur þrjú í gymið á Þriðjudaginn, sem er ekki frásögu færandi nema hvað, Gunther gleymdi íþróttatöskunni sinn! Mjög spes og þurfti hann að lyfta í einhverjum fáránlegum skóm sem hann var í. Jæja þetta var ekki nóg, svo núna í dag var aftur farið í gymið og jú jú karlinn mundi eftir töskunni! Til lukku með það, en taskan komst ekki allaleið upp í skott. Við leggjum í hann og finnum allt í einu fyrir einhverri hossu og viti menn, Taskan.....hann bakkað yfir hana......hahaha. Guð ég titra þegar ég skrifa þetta....ég er enn þá að hlæja af þessu! því þetta er eitthvað týpíst sem myndi koma fyrir mig en ekki hann! Eða hvað?
Jæja dúllurnar mínar ég hef þetta gott í bili
Kveðja Dagný
miðvikudagur, desember 07, 2005
Brotist inn í húsið mitt..
Helvítis djöfulsins ógeð (nú má ég blóta).. Nú get ég örugglega lítið sofið næstu tvær vikurnar. Við fórum í kvöld að horfa á Stulla keppa og vorum að heiman frá 18.30 - 22.15.. Hann hefur sennilega hlaupið út þegar við renndum í hlaðið.. Því þegar við komum inn þá var hurðin út í garð opin og það var alls ekki orðið kalt hérna inni og svo náði hann augljóslega ekki að klára að gramsa á fleiri stöðum í húsinu... Hann náði samt tölvunni okkar og tölvutöskunni með einhverjum DVD og geisladiskum ásamt passanum mínum sem var í tölvutöskunni. Ekkert smá gott á helvítið að það er auðvitað íslenskt lyklaborð þannig að það verður erfitt fyrir hann að fá eitthvað fyrir hana.. Ekki nema að þetta hafi verið Íslendingur sem vantaði tölvu. Það er auðvitað fullt af gögnum í þessari tölvu sem ég sakna en mér finnst bara verst að vita að því að það hafi verið eitthvað ógeð hérna inni hjá okkur.. Þessir þjófar eru auðvitað bara réttdræp kvikindi eins og margir aðrir (hugsið ykkur hvað ég á eftir að vera hrædd lengi).. Splæsa á þá eins og einu stykki snúru.. Þessi þjófur kemur allavega ekki aftur, sá hefur verið svekktur þegar hann opnaði tölvuna..
En jæja Hrabba reiða kveður í bili.. Farin út með snúru að leita að fíflinu.. Einmitt að ég myndi þora því.. Viktor hljóp út með hamar áðan um leið og við föttuðum að það hefði verið brotist inn.. hehe.. Verst að hann fann hann ekki annars væri hamarinn fastur í hausnum á honum núna.. Viktor var brjálaður..
En jæja Hrabba reiða kveður í bili.. Farin út með snúru að leita að fíflinu.. Einmitt að ég myndi þora því.. Viktor hljóp út með hamar áðan um leið og við föttuðum að það hefði verið brotist inn.. hehe.. Verst að hann fann hann ekki annars væri hamarinn fastur í hausnum á honum núna.. Viktor var brjálaður..
þriðjudagur, desember 06, 2005
Allt að gerast í boltanum hérna..
Álaborg enn og aftur komið í tómt rugl og nú geta leikmenn lent virkilega illa í því.. Það er verið að rannsaka rosa skattasvindl og búið að komast að mörgu ólöglegu.. Það nýjasta eru Lunde tvíbbarnir sem spila með Norska landsliðinu og eru núna að spila á HM í fullu fjöri.. eða hvað.. Við erum að tala um svo mikið skattasvindl að það er verið að tala um að þær gætu þurft að fara í fangelsi í 2-4 ár.. Ekki það að ég haldi að það muni gerast en þær þurfa allavega að borga mjög mikið af peningum tilbaka.. Svo eru einhverjir leikmenn sem hafa verið að fá fullt af svörtum peningum við undirskrift.. Danska handboltasambandið er komið í málið núna og er að rannsaka þetta líka.. Það getur vel verið að silfrið sem þær unnu í fyrra verði tekið af þeim vegna ólöglegra samninga.. Þetta er svolítið mikið sjokk allt saman og leiðinlegt fyrir handboltann ef illa fer fyrir þessum klúbbi.. Þær eru með lang flestu áhorfendurna.. Alltaf um 5000 manns á leik og rosa flott umgjörð í kringum þennan klúbb.. En eins og einn snillingurinn sagði: Það er stutt í kúkinn...
Ég sendi svo alla mína strauma til hennar Kristínar minnar sem á vonandi eftir að eignast tvíburastelpur á morgun.. Oh hvað ég hlakka til að sjá þær eftir tæpar tvær vikur..
Later
Hrabba
Ég sendi svo alla mína strauma til hennar Kristínar minnar sem á vonandi eftir að eignast tvíburastelpur á morgun.. Oh hvað ég hlakka til að sjá þær eftir tæpar tvær vikur..
Later
Hrabba
mánudagur, desember 05, 2005
Ruglið í vinnunni heldur áfram..
Auminginn heldur sínu striki og hringdi sig inn veika í dag og kemur heldur ekki á morgun.. Það eru 3 mánuðir síðan hún byrjaði að vinna hjá okkur og hún er búin með fleiri veikindadaga á þessum mánuðum en öll mín fjölskylda til samans allt lífið (og við erum 8).. Hún er búin að vera frá í 5 vikur í allt.. Og alltaf einhver væll.. Hún fór heim á föstudaginn eftir klukkutíma vegna þess að 15 ára dóttir hennar var með hita. Það er auðvitað ekki í lagi.. Og ekki nóg með það að vera aumingi þá er hún búin að skamma eða rífast við nánast alla samstarfsfélagana auk þess að skamma eina mömmuna sem kom til mín í sjokki.. Það þarf nú að fara að taka "Drekann" á þetta.. Hún er að gera alla vitlausa.. En nóg um hana..
Áttum þessa fínu helgi hérna fjölskyldan fyrir utan puttalinginn sem varð til þess að ég spilaði ekki í gær.. En það var sem betur fer mjög auðveldur leikur sem vannst bara með 16 mörkum.. Vorum að spila skelfilega.. Áttum að vinna 60-10..
Á laugardaginn horfðum við á hann Stulla okkar fara á kostum í Champions league á móti ungversku meisturunum.. Strákurinn með 8 glæsileg mörk úr 9 skotum.. Verst að hann og markmaðurinn voru þeir einu sem voru góðir og töpuðu þeir með 9 en þeir eiga heimavöllinn eftir næstu helgi.. Og ætli það verði ekki forleikurinn fyrir julefrokostinn hérna heima.. Daði örugglega ekkert ósáttur við að ná einum góðum leik..
Er farin í bæinn að kaupa jólagjafir.. Brjálað að gera...
Kveð í bili
Hrabba
Áttum þessa fínu helgi hérna fjölskyldan fyrir utan puttalinginn sem varð til þess að ég spilaði ekki í gær.. En það var sem betur fer mjög auðveldur leikur sem vannst bara með 16 mörkum.. Vorum að spila skelfilega.. Áttum að vinna 60-10..
Á laugardaginn horfðum við á hann Stulla okkar fara á kostum í Champions league á móti ungversku meisturunum.. Strákurinn með 8 glæsileg mörk úr 9 skotum.. Verst að hann og markmaðurinn voru þeir einu sem voru góðir og töpuðu þeir með 9 en þeir eiga heimavöllinn eftir næstu helgi.. Og ætli það verði ekki forleikurinn fyrir julefrokostinn hérna heima.. Daði örugglega ekkert ósáttur við að ná einum góðum leik..
Er farin í bæinn að kaupa jólagjafir.. Brjálað að gera...
Kveð í bili
Hrabba
föstudagur, desember 02, 2005
Hvað er að gerast?
Horfði á Batchelorinn í dag og ætlaði að sjá hver myndi nú standa uppi sem sigurvegari (ef sigurvegara má kalla) en þá var bara ekkert valið í restina.. Þvílíkt skúffelsi.. Svo var sagt að stelpurnar sem eru dottnar út kæmu í næsta þátt og þýðir það þá að ég þurfi að bíða í tvær vikur eftir úrslitunum.. Ég horfði á þáttinn frá síðustu viku á þriðjudaginn og OMG hvað ég þurfti oft að taka fyrir augun.. Er gæinn ekkert að grínast með þessa kossa sína.. Þetta er alveg hrikalegt hvernig gæinn rekur út úr sér tunguna.. Við erum að tala um að tungann er 10 cm á undan vörunum á honum þegar hann er að fara að kyssa stelpurnar.. Ég þurfti bara að taka fyrir augun mér fannst þetta svo skelfilegt.. Svo fannst mér ekkert smá fyndið að hann var alltaf að kyssa þær á sama stað eins og t.d í þessari skrítnu lyftu.. Hlýtur að vera rosa skrítið fyrir þær að horfa svona á þetta eftir á.. Örugglega margir sem eru að spá í það sama og ég.. Ég og Kristín erum allavega mjög sammála og náðum líka 80 mínútna símtali eftir þennan kossaþátt...
Annars ekki mikið að frétta.. Var að togna illa á þumli (fyrir neðan þumalinn) og missi því af leiknum á sunnudaginn (allavega miðað við stöðuna núna). Eigum svo mjög mikilvægan leik á sun eftir viku.. Vonandi get ég verið með þá.. Það fer að styttast í að kellan verði sygemeld í vinnunni..
Bið að heilsa í bili..
Hrabba
Annars ekki mikið að frétta.. Var að togna illa á þumli (fyrir neðan þumalinn) og missi því af leiknum á sunnudaginn (allavega miðað við stöðuna núna). Eigum svo mjög mikilvægan leik á sun eftir viku.. Vonandi get ég verið með þá.. Það fer að styttast í að kellan verði sygemeld í vinnunni..
Bið að heilsa í bili..
Hrabba
fimmtudagur, desember 01, 2005
9 dagar í litla molann, Naný og Dadda töff..
Ohhh hvað við hlökkum mikið til.. Það er verið að skipuleggja þennan líka fína julefrokost hérna fyrir þotuliðið.. Var búin að lofa því ef Daði myndi standa við það að koma út.. Svo verður Daddinn auðvitað sendur í bæinn með aðal djömmurunum hérna. Það þarf víst að fara að kynna hann fyrir einhverjum fleiri stöðum en Hverfisbarnum..
Annars búið að vera frekar rólegt síðan ég kom heim.. Það er reyndar ein kerling í vinnunni sem er að gera mig vitlausa.. Þvílík dramadrottning sem tekst að gera vandamál úr öllu og ég sem þoli ekki vesen er ekki að meika þetta.. Svo tekur hún bara köst inn á milli, þvílíkur geðklofi þarna á ferð.. Byrjar bara allt í einu að garga á okkur og hefur meira að segja tekið kast á foreldra barna..
Fór að horfa á Viktoríu á sundnámskeiðinu í gær og það var þvílík stollt móðir sem yfirgaf sundhöllina.. Við erum að tala um að barnið er meira að segja farin að hoppa út í laugina.. Erna frænka á nú eftir að lesa þetta 5 x áður en hún trúir þessu..
Á morgun verður svo farið í jólagjafaleiðangur en þetta gengur bara rosa vel.. Á ekki svo mikið eftir..
Verð að fara að gúffa..
Hrabba
Annars búið að vera frekar rólegt síðan ég kom heim.. Það er reyndar ein kerling í vinnunni sem er að gera mig vitlausa.. Þvílík dramadrottning sem tekst að gera vandamál úr öllu og ég sem þoli ekki vesen er ekki að meika þetta.. Svo tekur hún bara köst inn á milli, þvílíkur geðklofi þarna á ferð.. Byrjar bara allt í einu að garga á okkur og hefur meira að segja tekið kast á foreldra barna..
Fór að horfa á Viktoríu á sundnámskeiðinu í gær og það var þvílík stollt móðir sem yfirgaf sundhöllina.. Við erum að tala um að barnið er meira að segja farin að hoppa út í laugina.. Erna frænka á nú eftir að lesa þetta 5 x áður en hún trúir þessu..
Á morgun verður svo farið í jólagjafaleiðangur en þetta gengur bara rosa vel.. Á ekki svo mikið eftir..
Verð að fara að gúffa..
Hrabba