mánudagur, janúar 30, 2006

Slagsmál i vinnunni..

Það eru tveir tvítugir strákar að vinna með mér og er annar þeirra mjög ofvirkur.. Svo ég hafi nú aðdragandann (að slagsmálunum) með þá eru þessir tveir búnir að fjárfesta í læstum nammiskáp sem þeir eru alltaf með inn á kaffistofu og er það nammi sem aðeins þeir borða.. Þeim myndi aldrei detta í hug að gefa einhverjum einn einasta nammimola.. Og er mjög fyndið að fylgjast með þessu.. Þeir opna og læsa skápnum eftir hvern mola sem þýðir að í 30 mín pásu þá opna þeir og loka þessum blessaða skáp 20 sinnum.. Það er auðvitað búið að gera mikið grín af þeim og um daginn var starfsmannafundur sem er auðvitað bara morð og voru þeir búnir að troðfylla skápinn fyrir fundinn mikla.. Þá var einn starfsfélagi minn svo hrikalega sniðugur að hann skrúfaði skápinn í sundur, tók allt nammið úr honum og setti í staðinn úldinn banana, tvær manadrínur og legókubba í skápinn.. Allt nammið setti hann síðan í frystirinn.. Ég var svo "óheppin" að missa af þessum fundi en þessi ofvirki var næstum því farin að grenja yfir þessu.. Þetta var þvílíka sjokkið fyrir þá (skil það svo sem alveg, þetta var nú einu sinni nammi).. En jæja einhvern veginn er herra ofvirkur svo viss um að þetta hafi verið ég sem gerði þetta sem er alveg ótrúlegt því eins og hinn benti á; ef þetta hefði verið Hrabba þá hefði hún ekki fryst nammið heldur étið það sem er auðvitað hárrétt hjá honum.. En allavega þá var ég úti á leikvellinum í dag með þessum ofvirka og var hann að gera sig líklegan til að grýta stærðarinnar snjóhlunki í mig.. Ég ætlaði bara að vera fyrri til og rauk í hendina á honum svo hann næði ekki að gera neitt en það endaði með því að hann náði að koma mér úr jafnvægi þannig að ég datt aftur fyrir mig en sleppti auðvitað ekki honum og grýtti honum yfir mig liggjandi (hann flaug) þannig að hann brotlenti greyið strákurinn svo illa að það losnaði í honum tönn og blæddi úr munninum á honum, hahahaha.. Hann hugsar sig kannski um tvisvar áður en hann ákveður að vaða í mig aftur.. Og spáið í það hvað börnin hafa haldið..

En að öðru mikilvægu málefni..... Rasistminn mættur... Nei nei bara að benda ykkur á rasistmann í múslimunum.. Nú er allt að verða vitlaust í þessum arabalöndum út í alla Dani og bara Danmörk út af einni helvítis mynd sem einhver einn gæji teiknaði af Muhammed (þetta átti bara að vera grín og ekkert illt meint með þessu).. Þessi mynd var svo birt í einhverju drasl blaði og það er allt CRAZY..
Við erum að tala um að það er búið að taka út danskar vörur úr búðunum í einhverjum af þessum löndum og allir eru hvattir til að sniðganga allt danskt.. Þeir eru að kveikja í danska fánanum út á götu og ég veit ekki hvað og hvað.. Þarna erum við að tal um að þeir eru búnir að dæma alla Dani útaf einni teikningu sem einhver einn maður gerði.. Svo eru alltaf verið að segja að ég sé of dómhörð.. Ég get nú eytt nokkrum dögum í að koma með dæmi af þessu fólki.. Svo eru Danir að byggja Mosku fyrir þetta fólk, það er auðvitað ekki í lagi.. Arabarnir myndu nú örugglega reisa eitt stykki kirkju fyrir okkur Norðurlandafólkið ef við myndum hópast þangað.. Líklegt....

Best að Hrabba hrausta fari að lúlla og byggja upp vöðvana.. Þeir eru í stanslausri notkun þessa dagana.. Stefni á að taka tvær tennur í morgun..

Later

P.S Daggan er nýkomin frá Sviss og hefur margt að segja ykkur.. Komin tími á kelluna sem var nú orðin svo dugleg á tímabili..

sunnudagur, janúar 29, 2006

Helgaruppgjörið..

Já ég hef upplifað ýmislegt um helgina:

-Kallinn varð veikur og er nánast búinn að liggja í rúminu síðan.. Missti af aukavinnu í gær sem hefði fært MÉR auka peninga..
-Fór í stelpupartý í gær til Matthildar og skemmti mér konunglega..
-Ég og mitt lið Pikes (Svala, Guðný og Erla) náðum 11.600 stigum í Buzz sem er pottþétt Íslandsmet ef ekki bara heimsmet.. Vá hvað við vorum góðar..
-Borðaði ógeðslega mikið af hlaðborðinu í partýinu.. Namminamminamm..
-Fór í bæinn sem er árangur út af fyrir sig þegar ég á í hlut..
-Vorum á einhverjum stað sem spilaði m.a. All that she want's með Ase of base. Guðný kom með mjög gott comment; "Ég veit ekki hvort að það sé eitthvað cool að kunna textann við þetta lag".. Það hafa örugglega allir hugsað vá hvað þessar eru gamlar..
-Ég fékk hlaupasting á að horfa á einhvern geðsjúkling dansa.
-Ég tróð mér í leigubíl með einhverri dömu sem var að fara á svipaðar slóðir og ég.. Hún borgaði svo bara bílinn.. Alltaf að græða.. Það er auðvitað bara grín að ná leigubíl hérna í Århus.. Það er alveg ástæða fyrir því að maður nennir sjaldan í bæinn.. Veit nákvæmlega hvað bíður mín þegar kemur að heimkomu..
-Var komin heim rétt fyrir 5 í morgun og þurfti að vakna 9.30..
-Þá var komið að dauðanum.. Er alvarega að íhuga að höfða mál gegn liðinu mínu vegna tilraunar til manndráps.. Ég þurfti að mæta og vera tímavörður í tveimur leikjum og áttu þetta að vera handboltaleikir.. Fyrsti leikurinn var í 8.deildkarla og hinn í 6.deild kvenna... DAUÐIIIIIIIIIIIIIIII.
-Ég sá KARLMANN taka undirhandaskot í innkast.. Það á auðvitað ekki að vera hægt..
-Tók ekki eftir því að einn var rekinn útaf (ótrúlegt í svona skemmtilegum leik) og var leikmaðurinn mjög óhress þegar hann komst að því.. Þetta reddaðist samt..
-Kvennaleikurinn var svo kærður þar sem ég gleymdi að stoppa tímann, hahaha.. Það var samt ekki neitt sem skipti máli bara einhver andsk... drusla að þjálfa..
-Ég gerði sem sagt mjög gott mót á klukkunni í dag og verð vonandi aldrei aftur beðin um að koma..
-Ég mun svo horfa á tvo aðra handboltaleiki í dag en það eru geggjaðir leikir.. Verst að missa af Íslandi spila..

Jæja best að halda áfram að vera steikt..
Hrabba

föstudagur, janúar 27, 2006

Vanlíðan af spennu..

Það er alveg hrikalegt að sitja kyrr og horfa á svona spennandi leiki.. Sat undir teppi með endalausan hroll og leið bara virkilega illa.. Mér leið strax betur þegar leikurinn var búinn.. 1 stig betra en ekkert eins og leit út fyrir 5 mín fyrir leikslok.. Vá hvað er miklu betra að vera inn á vellinum í svona spenningi.. Ég hefði líka ekki meikað að mæta í vinnuna á morgun ef við hefðum tapað, búin að vera aðeins og yfirlýsingaglöð..

En ég verð að gefa einkunnir þar sem að þetta er kannski eini leikurinn sem ég sé með liðinu:

*** Snorri Steinn Guðjónsson: Hrikalega öflugur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik.. Frábærar opnanir fyrir Arnór nokkrum sinnum og flott mörk.. 100% nýting á vítalínunni og mjög góð víti.. Frábært að hafa hann svona vel spilandi..

** Arnór Atlason: Er að sýna það að við þurfum engan Garcia til að hjálpa þessu liði.. Skoraði mjög mikilvæg mörk og óhræddur við að taka ábyrgð..

* Alexander Petterson og Birkir Ívar Guðmundsson: Alex var frábær í vörninni og virkilega gaman að fylgjast með honum í vörn.. Laus við allan fautaskap og er auðvitað bara rugl fljótur á fótunum.. Birkir byrjaði leikinn frábærlega og var það honum að þakka að við komumst 5 mörkum yfir í fyrri hálfleik sem kostaði Danina orku að þurfa að ná..

Fúsi og Robbi koma svo næstir á eftir.. Þeir voru að skila fínum leik..

Fínt að vera komin áfram með 3 stig í milliriðla og eiga þýðingarlausan leik á móti Ungverjum.. Það verður auðvelt að hvíla nokkra leikmenn..

Svo er bara að vona að Óli verði tilbúinn í milliriðilinn.. Saknaði allra stoðsendinganna í annari bylgju.. Það er líka alveg frábært hvernig talað er um hann hérna í danska sjónvarpinu og þá erum við að tala um alla bestu handknattleiksmenn Dana, þeir tala um hann eins og GUÐINN í boltanum..

Og aðeins frá boltanum:
Var að lesa í dönsku blaði um bílslys í Flórída en í því fórust 7 systkini sem öll voru í sama bílnum.. Það var trukkur sem bombaði inn í þau.. Þau létust öll og ekki nóg með það, þegar afinn frétti af þessu fékk hann hjartaáfall og dó.. Mamman örugglega bara hress í dag..

Áfram Ísland
Over and out
Hrabba

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Styttist í þvagsleðann AFTUR...

Að því tilefni að risastóra kynlífssýningin er væntanleg út í garð til mín fyrstu helgina í feb má ég til að rifja aðeins upp fyrir þá sem misstu af þessu í fyrra. Hér er færsla sem var birt fyrir nákvæmlega einu ári síðan:
Hverjum langar ekki að prófa þvagsleða?????
Já þið eruð að lesa rétt; ÞVAGSLEÐI... Og það sem meira er þetta er til og verður sennilega til sýnis hérna á erótísku sýningunni.. Þessir Danir ætla algjörlega að ganga frá mér.. Og ekki má nú gleyma að segja ykkur að ég er nú meira að segja búin að fá frímiða á þessa stórkostlegu sýningu.. Aldrei að vita nema maður fjárfesti í einum þvagsleða... Ég er búin að hlæja svo mikið að þessu að ég fór inn á google og fletti þessu upp.. Hér kemur skýringin á urinslæde eða þvagsleða (ég ætla ekki að fara að þýða þetta):
En urinslæde er ligesom en almindelig slæde næsten. Det er en lang kasse på ca 2-2½ meter lang som er bygget op som en kasse men er åben for oven. Manden eller kvinden lægger sig ned i kassen derefter sætter kvinden sig ovenpå kassen og tisser. Det skal forståes på den måde at man ruller frem og tilbage, der er ca 6-8 hjul hvro man ruller frem og tilbage hvorefter man kan lave the golden shower. Man har selvfølgelig foret kassen indeni med plastik så urinen holder tæt og samtidig er det lettere at gøre den ren.
Daninn er ekki eðlilegur..

Já fyrir ykkur sem eruð rosa spennt þá er enn laust herbergi á Hótel Århus þessa helgi..

Kveðja
Hrabba

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Nýtt á blogginu.....

Það er alltaf eitthvað að ganga í þessum stóra bloggheimi.. Rakst á þetta hjá henni Hörpu minni.. Þið skrifið bara ef ykkur langar til að skrifa eitthvað um mig.. Best er að copya spurningarnar og svara þeim í commentakerfinu.. Ótrúlega sniðugt fyrir þá sem vilja fá einhver comment, hehe..

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin(n) af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

mánudagur, janúar 23, 2006

Líf og fjör í Odense... Og fullt af mat..

Fórum til Tinnu og Dadda á laugardaginn og gistum hjá þeim.. Þau töfruðu fram fylltar svínalundir og var mjög mikið étið.. Við erum alltaf svo ógeðslega södd þegar við hittumst að ég hef alltaf á tilfinningunni að ég sé búin að þyngjast um 2 kíló í hvert skipti sem við hittumst.. Ég held barasta að það sé mjög hollt að borða svona yfir sig annars lagið.. Ég átti svo leik við Odense í gær sem við unnum með 17 mörkum.. Mér gekk alveg rugl vel og var komin með 8 mörk úr 9 skotum eftir 16 mín.. Haldiði að kellan hafi þá ekki bara verið tekin útaf og ekki spilað meir.. Hvað er það??? Ömurlegt að eiga svona dag þar sem allt er inni og þá erum við að tala um marga "KIDDA", hehe, og svo bara tekin útaf.. En best að hætta að grenja yfir þessu.. Verð bara að bíða eftir næsta svona leik..

Eftir leik fórum við svo aftur heim til Tinnu og Dadda til að borða meira og guð minn góður hvað hægt er að troða í sig.. Eftir rosalegt kaffi með fullt af kræsingum ákváðum við að búa til pizzur í nýja pizzaofninum þeirra.. Ekkert var til sparað og bjuggum við til 5 pizzur, veit ekki hvernig í ósköpunum við héldum að við gætum étið svona mikið en það góða við þetta var að restarnar fóru í nestisboxið hjá Viktori og Dadda í morgun.. Það er svo leiðinlegt að fara að búa til nesti rétt fyrir miðnætti en þá föttum við alltaf að við eigum það eftir..

Rétt áður en við fórum í háttinn í gær vaknaði draumadísin og ældi svona líka rosalega.. Við mæðgur erum því bara heima í dag í góðum fíling..

Og svona að lokum: SPURNING DAGSINS: HVAÐ ERU KIDDAR???????

Jæja kellan kveður
Hrabba

föstudagur, janúar 20, 2006

Landsins versti eiginmaður!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Heitir nýjasta prógrammið í sjónvarpinu.. Hvað næst???? Það eru 6 kandídatar sem keppa um þann mikla heiður að vera versti eiginmaður í Danmörku.. Ég er auðvitað heimsmeistari í að horfa á eitthvað svona kjánalegt og það var nú t.d einn þarna sem var látinn flokka niður það mikilvægasta í lífinu, það leit svona út: 1.Vinnan 2.Börnin 3.Kynlíf 4.Tónlist og svo loks nr 5 kom KONAN.. Og þetta versnar enn þegar ég segi ykkur hvað maðurinn vinnur við.. Jú jú hann er SKRALDEMAND (ruslakall fyrir þá sem eru mjög slappir í dönskunni).. Vá hvað ég væri sátt eiginkona.. Svo fór öfga mikið í taugarnar á henni að hann eldaði alltaf matinn í ruslagallanum, hehe.. Fyrr má nú aldeilis vera ástríðan á einu starfi, neita bara að fara úr "júníforminu".. Hinir gæjarnir voru nú lítið skárri.. Efast samt um að ég nenni að fylgjast eitthvað með þessu..

Svo er það blessaður snjórinn.. Allt í lamasessi í Danmörku vegna skafrennings eins og við köllum það heima á Íslandinu góða.. Búið að fresta endalausu flugi og lestarferðum.. Stórabeltisbrúin er búin að vera lokuð í einhverja klukkutíma og endalaus bílslys út um allt.. Það var frí í fullt af skólum út um allt land.. Þessir Danir eru auðvitað bara snillingar..
Ég og Viktoría ætluðum að fara til Tinnu og Dadda til Odense í kvöld en erum búnar að fresta því til morguns.. Ætluðum að taka lestina í kvöld og Viktor ætlaði svo að koma á morgun vegna vinnu.. Við verðum mætt hress til leiks á morgun með playstation og spil..

Snjókarlinn kveður..

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Hrabban að fara á kostum..

Það er stelpa að spila með mér sem kemur frá Lettlandi og er hún sú eina í liðinu sem fær engin laun.. Klúbburinn átti að finna vinnu handa henni en það hefur ekki enn tekist (reyndar 12 tíma á viku í skúringum sem fer upp í húsaleiguna hennar).. Ég í reddaði henni auðvitað vinnu hjá mér en hún er búin að vera í afleysingum í leikskólanum mínum síðan í sept (hún var hér líka í fyrra í tómu rugli).. Það er auðvitað búin að vera endalaus barátta að fá vinnuleyfi og kennitölu en eftir rúmlega ár fékk hún kennitöluna loksins núna í okt.. Það þýðir að þá á hún að geta reddað öllu sem klúbburinn ætlaði að gera fyrir hana.. Hún er aldrei búin að fá neitt skattkort vegna þess að hún fékk aldrei sjúkrasamlagaskirteini sem er nauðsynlegt að vera með.. Hún var samt búin að fá að vita að það var búið að senda það tvisvar sinnum til hennar en aldrei fékk hún það.. Greyið stelpan fékk næstum ekkert útborgað, allt tekið í skatta og við erum að tala um 4 mánuði.. Ég var farin að vorkenna henni svo mikið að ég ákvað nú bara að ganga í málið.. Haldiði að Hrabban hafi ekki reddað sjúkrasaml...... og skattkortinu á einum og hálfum tíma í gær.. Við erum að tala um að stelpugreyið hún var svo ánægð að ég get svarið það að ég náði ekki einu sinni að vera svona glöð þegar ég fékk Don Cano gallann minn þegar ég var 7 ára (og var nú kátt í höllinni þá)..

Við spiluðum svo áðan við Sindal og gerðum okkur lítið fyrir og unnum 56-26.. Held að það sé um markamet að ræða.. Sindal er í 6 sæti af 14 liðum þannig að það var ekki eins og við værum að spila við botnlið.. Þvílík snilld og var ég að spila einn minn besta leik.. 8 mörk og 12 stoðsendingar á 35 mín (þetta er svo flott statistik að hún verður að fylgja ;-) , það eru líka nokkrir farnir að sakna hennar).. En þá var öllum skipt útaf.. Alltaf gaman að spila svona leik þar sem allt gengur upp.. Staðan í hálfleik var 28-9.. Hvað ætli hafi verið sagt í hálfleik hjá hinum??

En jæja jæja Hrabban þarf víst að henda sér í bælið..

Later

mánudagur, janúar 16, 2006

Gleði gleði..

Það var heldur betur skrítið að mæta til leiks í gær.. Mættum einum og hálfum tíma fyrir leik og engin vissi á móti hverjum við værum að fara að spila.. Eins og ég sagði frá síðast þá var Slagelse að gera samstarfssamning við þetta lið og það var vitað að það kæmu ca. 8 leikmenn frá þeim en hverjir var ekki vitað.. Það var því frekar skrautleg taktík fyrir leik.. Við ætluðum bara að rústa þeim sem kæmu.. Þetta var svo eins og við var að búast, byrjunarliðið voru 5 Slagelse leikmenn og svo 2 eða 3 á bekknum.. Þær náðu reyndar að hanga í okkur í 5-5 en svo var það líka búið og 24 marka sigur staðreynd, 41-17.. Mér gekk bara mjög vel (enda ekki annað hægt eftir skelfilegan síðasta leik)..

Eftir leikinn var svo hadin afmælisveisla fyrir Dísina.. Mín auðvitað mjög sátt og rosa ánægð með allar gjafirnar.. Það var líka mikið fjör á fullorðna fólkinu en það var látið keppa í BUZZ (spurningaleiknum í Playstation).. Það var algjör snilld að sjá keppnisskapið og stressið í liðinu.. Tinna keppnis stóð auðvitað fyrir sínu og rústaði þessu.. Algjör synd að hún hafi hætt í boltanum á sínum tíma.. Það væri frábært að vera með henni í liði.. Það er ekki til meiri keppnismanneskja.. Guðný Helga kom reyndar líka mikið á óvart með keppnisskapi sínu.. Var byrjuð að berja Svölu vegna þess að Svala stal frá henni stigum, hahaha.. Það var ekkert smá fyndið
að fylgjast með þessu..

Svo er spurning um að einhver systir mín fari að taka sig til og þrusa inn nokkrum línum..

Later Hrabba

laugardagur, janúar 14, 2006

Hrabban ein í strætó.

Já já skrapp í bæinn í dag eftir vinnu.. Og hvað gerir maður einn í strætó.. Jú jú spáir í annað fólk og ég get svo svarið það að ég sá mann með ferkantaðan haus.. Stóð fyrir aftan hann og var næstum því búin að skella uppúr og þá sérstaklega yfir því að vera að spá í einhverju svona rugli..

Erum búin að horfa á allt Idolið síðustu daga og ég er auðvitað svakalega stolt af henni Möggu okkar.. Hún var æði.. Líka frábært að sjá Snorra og Alexander áfram.. Gettókrakkarnir eru að gera gott mót.. Hlakka mikið til að sjá þættina úr Smáralindinni..

Förum til Holstebro á morgun og hittum fullt af skemmtilegu fólki og munum að sjálfsögðu borða á Cooks.. Ohh hvað ég hlakka til.. Spurning um að ná hádegis og kvöldmat..

Eigum svo að spila á sunnudaginn á móti botnliðinu Roar Roskilde sem við unnum með 29 mörkum síðast.. Anja Andersen og Slagelse ætla að koma liðinu til bjargar og eru búin að gera einhvern samstarfssamning við Roskilde þannig að þær munu mæta með 8 leikmenn frá Slagelse til leiks.. Slagelse er með yfir 30 leikmenn á samning þannig að þær eiga fullt í afgang.. Gaman að þessu og við fáum bara fínan leik út úr þessu.. Þetta er eiginlega bara svindl fyrir liðin sem eru að berjast um að falla ekki. Skrítið að það megi bara flytja 8 leikmenn úr besta liðinu í Danmörku á miðju tímabili..

Hætt að bulla.. Farin í háttinn..
Hrabba

Kíkið á skemmtilegar bloggsíður.

Þar sem ég hef ekki verið alveg í sambandi við umheiminn eða tölvuheiminn vil ég benda ykkur á skemmtilegar bloggsíður.. Forstjórinn Júlíus er að skrifa sig vitlausann.. Monsa sæta konan hans er líka með mjög skemmtilega bloggsíðu.. Síðast en ekki síst vil ég benda ykkur á hana Guðnýju okkar í Árósunum.. Kíkið á þessa snillinga..

Annars brjálað að gera hjá okkur.. Við erum búin að gera prinsessuherbergi fyrir Dísina.. Mín ekkert smá sátt.. Buðum svo öllum handboltastelpunum í afmæli í gærkvöldi og fékk Viktoría fullt af pökkum.. Á sunnudaginn höldum við svo afmæli fyrir Íslendingana..

Later
Hrabba

miðvikudagur, janúar 11, 2006

EMMA - Skemmtistaður í miðbæ Köben..

Hann Davíð vinur okkar er orðin skemmtistaðaeigandi í Köben og ekki nóg með það þá er þetta einn ef ekki sá fottasti í Köben.. Það er nýbúið að gera hann allan upp og útkoman stórglæsileg.. Ég hvet ykkur til að kíkja við þið sem búið í Köben eða eigið leið um stórborgina.. Staðurinn sem heitir EMMA er staðsettur á horninu hjá Kongens Nytorv og Magasin. Á föstudaginn verður svona "létt" Íslendingakvöld og ef þið mætið 6 saman þá fáið þið vínflösku þegar þið komið inn.. Ekki slæmt það.. Einnig er hægt að halda prívat partý svona fyrir ykkur sem eigið marga vini.. Ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar um EMMU þá getið þið hringt í Davíð í síma: 0045-26141017..

Tékkið á EMMU hér.....

Spurning um að fara að dusta rykið af lakkskónum og koma sér í gírinn.. Ég er væntanleg um miðjan feb og að sjálfsögðu í lakkskónum, gullkjólnum og með karmenkrullurnar..

Hrabba

sunnudagur, janúar 08, 2006

Viktor Berg, Embla og Telma..

Dagný og Gunnar og Kristín og Steini skírðu um helgina og auðvitað misstum við úllarnir af því.. Litli frændi heitir sem sagt Viktor Berg og er Viktor auðvitað í skýjunum með nafnann enda alltaf búinn að kalla hann nafna..
Litlu tvíbbasnúllurnar mínar heita Embla og Telma, mjög flott tvíbbanöfn.. Mér finnst alveg lamað þegar tvíburar heita t.d. Sigríður og Ása.. Lengdin þarf að vera svipuð og eitthvað pínu líkt við nöfnin..

Spiluðum áðan fyrsta leik eftir áramót og unnum með 15..

Svo var ég að lesa á textavarpinu áðan um að kona og 5 ára dóttir hennar hefðu fundist bundnar einhvers staðar í Köben í dag.. Voru búnar að vera bundnar í einhvern klukkutíma eftir að hafa verið kynferðislega misnotaðar af 3 grímuklæddum mönnum... Og svo eru einhverjir að reyna að segja mér að fólk geti ekki verið RÉTTDRÆPT..... Get bilast á að lesa svona... Þessi 5 ára stúlka á eflaust eftir að eiga yndislegt líf.. Einmitt.. Maður skilur nú frekar að einn maður snarbilist en að 3 geti tekið þátt, viðbjóður.. Ég myndi nú ekki einu sinni splæsa í snúru handa þessum gæjum, fara einhverja ódýrari og ógeðslegri leið.. Vá hvað ég vona mikið að þeir náist og .................................................

Hrabba brjálaða kveður áður en ég geng of langt..

fimmtudagur, janúar 05, 2006

VIKTORÍA 5 ÁRA Í DAG...

Innilega til hamingju með daginn snúllan mín..
Allir eru að eldast............. Líka ég........

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Framhald..

Já ég flaug sem sagt heim að kvöldi 30.des og þar sem ég náði ekki seinustu vél heim þurfti ég að gista eina nótt í Köben en það var nú í lagi þar sem Helga og Andri biðu mín en þau voru nýkomin frá Kanarí.. Þau voru með íbúð í láni og vorum við þar langt fram á nótt að spila vitleysing.. Alltaf svo mikið fjör að taka í spilin, verst að Hrabban er hætt að vera heppin í spilum.. Það vonandi kemur aftur..

Ég var svo komin heim milli 16-17 á gamlárs og rétt náði í baðið fyrir matinn.. Vorum hjá tengdó í mat og fengum dýrindis mat, humar í forrétt og innbakaðar nautalundir í aðalrétt.. Nammi namm..... Við fórum svo til Lóu frænku til að skjóta upp en þar var öll familian mín og stóð Gunnar fyrir rosa flugeldasýningu enda ekki við öðru að búast.. Hann hlýtur að fara að búa þetta til strákurinn, þvílíkur er áhuginn.. Viktor tók þessa líka skynsömu ákvörðun og fór að vinna kl.02 (sem þýðir peningur fyrir mig).. Ég endaði á að fara með Daða í partý til Kidda Bje þar sem ég hitti marga skemmtilega gettókrakka.. Alltaf gaman að koma í gettóið.. Það var reyndar mjög fyndið þegar við mættum en Daði labbaði inn á undan mér og sagðist vera með gest.. Nú.... heyrðist úr stofunni.. tókstu kærustuna með??? Nei sagði Daði.... GÖMLU........ Það var sem sagt ég.. Mjög gaman að labba svo inn á eftir honum með forsetavinkið....

En þetta var hið fínasta gamlárskvöld.. Og þess má líka geta að Viktoría fór á kostum.. Ég hafði sagt við hana að hún mætti vaka eins lengi og hún vildi og viti menn..... Mín fór ekki að sofa fyrr en kl.06 um morgunin en mín skrapp í klukkutíma bað með frænda sínum kl.04.30.. Snillingur...

Martröð þessarar ferðar var án efa heimferðin en þegar við mættum út á Leifstöð var tékk inn röðin lengst út úr flugstöðinni.. Hef aldrei séð annað eins.. Tók ekki nema 75 mín að tékka okkur inn.. Viktor beið í 30 mín í röð til að komast inn í flugstöðina.. Ástæðan..... jú jú frábært skipulag icelandair sem voru búnir að troða 9 vélum á 45 mínútum.. Sem þýddi að það voru 1700 manns að koma að tékka sig inn á sama klukktímanum.. GAT EITTHVAÐ ANNAÐ GERST??? Stundum skilur maður svo vel Falling Down týpurnar..

Jæja farin í háttinn..
Hrabba

mánudagur, janúar 02, 2006

Gleðilegt nýtt ár!!!!!!!!!!!!!!

Komin tími á nokkrar línur en kellan var ekki nettengd í Sviss.. Það var líka stíft prógramm allan tímann..

En vil allavega byrja á því að þakka fyrir öll fínu jólakortin sem ég fékk.. Alltaf svo gaman að opna kortin seint á aðfangadagskvöldi.. Fékk líka svo mikið af myndum með og það er alltaf skemmtilegast.. Ég verð mætt sterk til leiks á næsta ári í jólakortin..

Jólin eru búin að vera æðisleg og fékk ég rosa mikið af fínum pökkum.. Fékk miða á tónleika með Robbie Williams í Parken í Júlí (Rakel ertu ekki brjáluð?). Og hann skrifaði meira að segja undir á miðann og kvaðst hlakka mikið til að hitta mig í sumar.. Skil bara ekki alveg hvernig hann fór að því að skrifa á íslensku.. Kannski Viktor hafi hjálpað honum eitthvað.. Hver veit.. Ég verð allavega mætt spræk í Parken í sumar.. Þangað til verð ég bara í fullu fjöri í Buzzinum, þvílíkur snilldarleikur..

Sviss var nú bara að gera ágætis hluti.. Þetta hefði verið frábær ferð ef hún hefði ekki verið á þessum leiðinlega tíma.. Afrekaði margt í Sviss, fór m.a. á skauta og í kláf upp í 2500 m og þvílíkt útsýni sem beið okkar þar.. En hápunkturinn var án efa 12 km löng sleðaferð (gömlu trésleðarnir) niður Alpana.. Vorum keyrðar upp á topp þar sem var veitingastaður og þar borðuðum við þjóðarrétt Svisslendinga ostafondue.. Alltof mikið vínbragð af þessu.. Kúgast þegar ég hugsa um þennan mat.. En eftir mat var svo haldið niður fjallið í mínus 10 gráðum og það heila 12 km.. Þetta tók tæpa 2 tíma og var hrikalega gaman.. Til þess að gera þetta en skemmtilegra þá fórum við niður í myrkri, sáum mjög takmarkað og duttum auðvitað mjög oft þegar við brunuðum inn í einhverja skafla sem ekki var hægt að sjá..
Mæli allavega með þessu fyrir þá sem eru að þvælast í Sviss..

Verð að skrifa framhald seinna þar sem ég er dottinn í imbann..

Later
Hrabba

This page is powered by Blogger. Isn't yours?