þriðjudagur, maí 31, 2005

Styttist í gesti.. Nú er sumarið komið..

Kristín og Steini koma til okkar á föstudaginn og verða í viku.. Það verður bara snilld að fá þau til okkar. Daði bróðir kemur svo sennilega til okkar á fimmtudaginn í næstu viku og verður í 10 daga.. Það á því eftir að vera nóg að gera í eldhúsinu hjá mér, ekki leiðinlegt.. Fengum nýja belju í hús um daginn þannig að við eigum nokkur kíló af lundum í frystinum.. Það verður nú ekki lengi að klárast..

Ég sagði nú aldrei frá hræðilegu fréttunum um daginn en þær voru að við þurfum að flytja úr höllinni okkar.. Við erum auðvitað ekki sátt við það en sem betur fer þurfum við bara að flytja í næsta hús sem er aðeins minna, samt alveg nógu stórt fyrir okkur.. Þar er líka rosa fínn keppnisgarður eins og hér þannig að þetta er ekkert alslæmt.. Bara leiðinlegt að þurfa að flytja.. Þýðir auðvitað að Hrabban þarf að taka upp tuskuna ussssssss..

Annars hef ég nú ekki mikið meira að segja.. Óska enn og aftur eftir smá hjálp frá systrum mínum.. Hvar er metnaðurinn??????

Hilsen
Hrabba

sunnudagur, maí 29, 2005

Brjálað að gera..

Lentum í smá basli á fimmtudaginn þegar við misstum af lestinni í Köben.. Munaði helv.. 2 mínútum.. Vá hvað ég var pirruð.. Þurftum að bíða í tæpa 3 tíma eftir næstu og vorum ekki komnar heim fyrr en 04.30 um nóttina.. Viktor mjög hress, leit eitthvað vitlaust á klukkuna og var mættur klukkutíma fyrr að sækja okkur.. Nennti auðvitað ekki að keyra tilbaka og svaf bara í bílnum fyrir utan lestarstöðina.. Líf og fjör hjá okkur fjölskyldunni.. Ég var svo búin að lofa mér í vinnu á föstudagsmorguninn þannig að það var eitthvað mjög lítið um svefn og það er ekki alveg ÉG að fá ekki minn svefn.. Ég þraukaði þó vinnudaginn og náði að leggja mig í tvo tíma úti í sólinni áður en við fórum í afmælis og kveðjupartý til Robba.. Það var algjör snilld.. Stebbi Hilmars komst víst ekki en á svæðið mætti BJÖRN FRÁ HASLE með gítarinn og gerði allt crazy.. Þvílíkt fjör og var sungið endalaust og hann klappaður upp aftur og aftur.. Það voru tveir danskir kollegar Robba í partýinu og þeir höfðu aldrei séð annað eins.. Þekkja ekki alveg þessa alvöru gítarstemningu..
Við vorum komin heim rúmlega þrjú en ég þurfti að vakna um morguninn og spila æfingaleik.. Eftir það var eitthvað roslaega flott matarboð með sponsorunum.. Þetta var mjög fínt bara verst að missa af góða veðrinu allan daginn.. Hefði getað náð mér í smá lit..
Eftir þetta fórum við til Hedensted að ná í Dísina sem var í pössun þar.. Þar beið okkar svaka grill og kökur þannig að ég fékk mínar kaloríur í gær.. Ekki það að það séu margir sem hafa áhyggjur af næringarskorti hjá Hröbbunni.. Hmmmmmm...
Í dag er svo afslöppunardagurinn mikli og það er auðvitað bara eitthvað fyrir mig..

Kveð í bili..
Hrabba

fimmtudagur, maí 26, 2005

Frábær dagur á klakanum..

Náði að hitta svo marga.. Rebekka tók Dísina í fjölskyldu og húsdýragarðinn og á meðan fór ég á kaffihús og hitti Ingu Fríðu, Hrabbý, Röggu og Hörpu.. Alltaf gaman að hitta snillinga.. Skaust svo aðeins í Vera Moda og náði að eyða einum tugi.. Frétti nefninlega af nýrri sendingu, úff hvað ég er búin að eyða hérna.. Fór svo heim til Ingu Fríðu og horfði á Kolding-Århus úrslitaleikinn.. Mikið svekkelsi en Robbi bara fyndinn í leiknum.. Snilld að horfa á hann tæta alla af sér.. Var hætt að telja hræðurnar sem lágu í gólfinu eftir að hafa reynt að stoppa hann.. Það hefði bara þurft tvo Robba í viðbót þá hefði þetta aldrei verið spurning..
Heimsóknin hjá Ingu Fríðu á eftir að marg borga sig þar sem ég fann atvinnu klippara (myndbanda) til að klippa til brúðkaupið mitt sem er bara til í heilu lagi (ca. 12 tímar).. Já hann Andri minn bara að gera rosa gott mót og á allar nýjustu og bestu græjurnar í bænum.. Svo verður Inga Fríða honum auðvitað innan handar þannig að hún fær eitthvað lítið sumarfrí í sumar kerlingin..
Ég endaði svo daginn hjá Júlíu þar sem ég hitti hana, Steffí, Moniku og Sæunni.. Náðum að kjafta heilmikið og hlæja enda snillingar saman komnir.. Matta skrópaði og eflaust vegna þess að hún er væntanlega komin með nóg af mér, enda kannski ekki skrýtið.. Þessar fóstrur geta verið þreytandi...

Svona í lokin verð ég aðeins að minnast á að LIVERPOOL urðu evrópumeistarar í dag.. Auðvitað bara snilld.....

Best að fara að koma sér í háttinn og undirbúa sig fyrir brottför sem verður á morgun.. En áður en þið farið að grenja yfir því þá get ég glatt ykkur með því að ég er væntanleg aftur þann 30.júní... Og þá með alla fjölskylduna.. Líf og fjör..

Kveðja
Hrabba

þriðjudagur, maí 24, 2005

Hver var númer 100.000??????????

Vinsamlegast gefi sig fram.. Ætlaði svo ekki að klikka á þessu.. Það væri gaman að vita hver hinn heppni/na er..

Töpuðum aftur í gær 26-23.. Ég var hræðileg.. Djöfull er leiðinlegt að vera svona léleg og tapa í þokkabót.. Erfitt að sofa.. Nenni ekki að tala meira um þetta.. Brjáluð.. Eins gott að geta eitthvað í kvöld..

Þeir sem ætla að kíkja á leikinn eru sinsamlegast beðnir um að mæta aðeins fyrr.. Þegar liðin voru kynnt í gær þá voru 4 upp í stúku.. Þetta er ekki grín.. Það koma auðvitað allir of seint.. Það var samt ágætis mæting eftir að leikurinn hófst.. En vá hvað þetta er hallærislegt.. Var búin að gleyma þessu.. Í DK mæta allir löngu fyrir leik sem er kannski líka aðeins of mikið..

Farin á æfingu..
Hrabba

sunnudagur, maí 22, 2005

Styttist í heimför..

Já fyrsti leikurinn búinn hjá okkur og töpuðum við með 4 mörkum á móti Hollandi.. Ætlum okkur að sjálfsögðu að gera betur á morgun.. Spilum á morgun og þriðjudaginn á móti þeim aftur.. Leikirnir verða í Ásgarði kl.19.30 og er frítt inn.. Endilega láta sjá sig.. Það skaðar ekki neinn að sýna smá stuðning..

Það er farið að styttast heldur betur í heimför.. Förum heim/út aftur á fimmtudaginn. Það verður gott að koma heim að knúsa kallinn.. Það er nú alltaf gott að koma heim á klakann en skemmir pínu að vera alltaf bíllaus og þurfa alltaf að vera að bögga alla um að láta keyra mig út um allan bæ og fá lánaða bíla og svona.. Bara pirrandi og erfitt að skipuleggja sig sértaklega þar sem ég er þessi skipulagða týpa.. hehe, einmitt...

Eurovision að gera gott mót fannst mér.. Mörg mjög góð lög en auðvitað svekkjandi að við komumst ekki áfram.. Norska lagið átti auðvitað að taka þetta.. Við þurfum bara að senda einhverja á næsta ári sem eru tilbúnir í að sýna smá hold og málið er dautt.. Það ætti nú ekki að vera erfitt að finna einhverja í það..

Best að fara að drífa sig í háttinn til að vera spræk á morgun..
Kveðja
Hrabba

laugardagur, maí 21, 2005

Íbúðaverðið ekki það versta við Ísland lengur....

Já nóg er ég nú búin að blóta allt of háu íbúða og húsaverði á Íslandi í dag en ég er búin að komast að því að ég er komin með mikið betri ástæðu fyrir að flytja ekki aftur heim á klakann.. Já góðir Íslendingar (ég er Dani) ég get nú bara sagt ykkur það að þið eruð verstu ökumenn í heimi.. Þið eruð að grínast með umferðina hérna.. Ég er nú bara mjög lukkuleg yfir að vera enn ekki búin að lenda í árekstri þessa viku sem ég er búin að vera hérna.. Þvílík fífl í þessari umferð.. Allir að svína fyrir alla og bara helst að reyna að keyra inn í hliðina á manni.. Ég er bara brjálað stressuð að sitja í framsætinu og fylgjast með öllum fíflunum allt í kring.. Usssssssssss þetta er rosalegt...

Annars hefur nú ekki mikið gerst hjá mér undanfarið.. Er aðeins að missa mig í búðunum hérna.. Allir að koma til Danmerkur að versla en ég er alveg öfug, tek fyrst upp budduna þegar ég kem hingað. Hvað er það???

Viktoría greyið var að veikjast í kvöld.. Er komin með háan hita greyið.. Annars var búið að vera rosa gaman hjá henni í dag.. Fékk að fara til Svandísar og Olivers og vera hjá þeim.. Svandís í essinu sínu og fór með krúttin í Hagkaup og keypti handa þeim sitthvora Latabæjarskóna.. Nú er Viktoría sem sagt komin í Sollu stirðu skó, rosa ánægð.. Ekki nóg með það þá fékk Dísin líka Birgittu dúkku.. Svandís heldur betur að gera gott mót.. Viktoría á heldur betur eftir að suða um að fara til þeirra aftur...

Ætla að henda mér í beddann..
Hrabba

þriðjudagur, maí 17, 2005

Nágranninn myrtur..

Já það er allt að gerast hérna á klakanum.. Maðurinn sem var myrtur í Kópavoginum var nágranni mömmu og pabba.. Ég mætti honum einmitt tveim dögum fyrir morðið, rosalega skrýtið að hugsa um það svona eftir á.. Daginn eftir morðið var bara risa samkoma heima hjá þeim látna en hann átti konu og lítið barn sem urðu vitni af morðinu (mjög huggulegt).. Íbúðin var svo stöppuð af fólki að það var opið út á gang og opið út í garð svo að allir gætu komist fyrir.. Skrýtin hefð.. Væri maður til í að hafa húsið fullt af fólki eftir svona áfall..

Við systur og Rakel fórum í Sporthúsið í dag.. Vorum rétt byrjaðar í upphitun þegar Dríbban kemur með látum og tilkynnir að skvasssalirnir séu báðir lausir eftir 5 mín.. Það var því lítið annað í stöðunni en skella sér í skvass.. Þvílík snilld og rosa hreyfing í þessu.. Það þarf auðvitað ekki að taka fram hver vann, hehe.. Dríbban ekki alveg sátt að tapa fyrir tvíbbasyst með bumbuna.. En Dagný er þekkt fyrir frábærar uppgjafir.. Drífa þú kannski tekur bara við og skrifar meira..

Verð að kveðja
Hrabba

sunnudagur, maí 15, 2005

Allt að gerast..

Robbi og Stulli að vinna fyrsta úrslitaleikinn og það á útivelli.. Frábært, nú þurfa þeir bara að vinna eða gera jafntefli á heimavelli til að verða danskir meistarar og ég held að þeir geri það á miðvikudaginn.. Það er löngu orðið uppselt á þann leik sem tekur 5000 manns þannig að það á eftir að verða eitthvað fjörið í Århus.. Verst að missa af þessu.. En innilega til hamingju með leikinn strákar mínir og enn meira til hamingju Robbi með að vera valinn bestur í deildinni... Annað hefði auðvitað bara verið skandall.. Karlinn búinn að vera lang bestur...

Svo er það HSÍ hófið.. Það þarf víst að koma með nokkra punkta þaðan..

-Stuðmenn léku fyrir dansi og slefa þeir varla í eina stjörnu fyrir sína frammistöðu. Einfaldlega orðnir of gamlir og voru í pásu allt kvöldið þannig að það var meira diskó en þeir að spila.. Hildur Vala samt mjög góð en hún söng bara svo lítið að sökum veikinda.. En það munaði allavega litlu að Inga Fríða færi upp til að reyna að halda lífi í liðinu.. Hún hefði nú betur gert það..

-Það var mjög fámennt, aðalega vegna þess hve margir áttu að fara í próf daginn eftir.. Mikil mistök að halda þetta ekki frekar á laugardeginum.. En það er auðvitað alltaf gaman á svona hófum og alltaf gaman að þekkja svona marga.. En það er auðvitað ömurlegt að það skuli vanta heilu liðin vegna lélegs gengis eða nísku, hvað er það?? Það getur allavega ekki verið önnur skýring..

-Daði og Diddi fengu verðlaun fyrir að vera gufasoðnustu handboltamennirnir á þessu hófi.. Ég hef sjaldan séð tvo menn jafn farna.. Dagný í sjokki yfir þessu öllu saman og hótar því að ætla aldrei að drekka aftur, ég á nú eftir að sjá það gerast.. Daði endaði kvöldið líka með stæl.. Kom ekki heim og við vorum ekki að skilja hvernig hann hafi getað húkkað í þessu ástandi.. En svo gott var það ekki því að þegar mamma var á leið í vinnu um morguninn fann hún kortið hans fyrir utan og Daðinn sjálfur hafði bara farið í næsta stigagang og lúllað þar.. Voða heimilslegur búinn að fara úr jakkanum og skónum og koma sér fínt fyrir..

-ÍR-ingarnir stálu senunni á hófinu þar sem þeir ákváðu að mæta allir í gettóbúningum á hófið.. Daði með einhverja risa keðju óg diskókúlu um hálsinn, í spurs körfubolta treyju, húfu og headphone.. Mjög eðlilegir.. Daðinn laumaði sér nú samt í betri fötin þegar leið á kvöldið.. Miðað við ástand hefði gettóbúningurinn hentað betur..

-Ég fékk nú ýmis comment á síðuna "okkar" (mína).. Tók nú mest til mín comment Evu Halldórs sem er auðvitað brautryðjandi bloggbransans í handboltaheiminum.. Hún var nú eiginlega búin að samþykkja að taka að sér vefstjórn, spurning um að láta það bara ekki eftir henni.. Hún er svo rosalega klár á þetta allt saman og var með mjög mikið af hugmyndum.. Það var margt sem mátti betur fara sagði hún.. Ég kann auðvitað ekkert á þetta.. Eva mín þú mátt endilega gera eitthvað sniðugt.. Annars voru nú flestir ánægðir með "okkur"..

-Lilja Vald var án efa stuðbolti kvöldsins.. Hún er auðvitað hreinræktaður snillingur.. Ég get hlegið endalaust að/af henni.. Er búin að reyna að gera allt til þess að hún verði másan mín en það gengur lítið og á örugglega ekki eftir að ganga eftir að hún sá drenginn svona "hressan".. En Lilja mín ég á samt eftir að kalla þig másu áfram.. Það fór þér vel..

Læt þetta duga í bili.. Kem kannski með smá framhald seinna..
Kellan kveður frá klakanum..
Hrabba

Það mun ekki líða svona langur tími aftur á milli blogga.. Skandall...

þriðjudagur, maí 10, 2005

Vona að flugmiðarnir hafi skilað sér..

Hef nú mjög lítið að segja nema enn og aftur til hamingju með daginn elsku systur.. Heldur betur farnar að eldast.. Ég vona innilega að flugmiðarnir hafi skilað sér og von sé á ykkur á næstu mánuðum..

Fór annars á starfsmannafund áðan og sló í gegn.. Mætti með risa marengstertu og er ég starfsmaður ársins í kjölfarið.. Þessir fundir eru alltaf í 3 tíma án þess að fá neitt í gogginn og er ég alltaf að drepast úr hungri.. Ég ákvað nú að bæta úr því og varð heldur betur vinsæl.. Ekki nóg með það þá sleiktu allir diskana sína.. Höfðu aldrei fengið svona alvöru íslenska marengs.. Ég er komin í guðatölu eftir þetta í vinnunni.. Ég verð nú líka að minnast á að það fóru tvær að gráta á fundinum, svo sem ekkert nýtt.. Það fer alltaf einhver að gráta.. Ástæðan..... Jú stressið munið þið.. Allir að fara yfir um að vinna á leikskóla.. Ég kemst kannski inn í þessa menningu einhvern tíman, hver veit...

Jæja er farin í háttinn..
Hrabba kökumeistari kveður..

P.s Var búin að setja inn nýjar myndir.. Skrímslið og Viktoría fremst í flokki..

mánudagur, maí 09, 2005

Súmódrottning í annað skiptið...

Já ýmislegt hef ég nú afrekað um ævina.. Vann mitt annað súmómót í dag.. Varð svo eftirminnilega súmódrottning í Breiðholtsskóla í gamla daga en það skyggði svo aldeilis á gleðina þegar ég tapaði á móti súmókóngnum Ásgeiri Sandholt eins og margir hafa eflaust fengið að vita (er ennþá að jafna mig á því tapi).. Það var nú ekki nema um 50 kg munur á okkur á þessum tíma en samt hafði ég trú á að geta lagt hann þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur svekkelsið.. Þetta var samt aðeins öðruvísi í dag þar sem við fórum í svona risastóra uppblásna búninga með svamphjálma.. Þvílík snilld.. Eins og ég hef sagt áður þá erum við alltaf í öðruvísi íþróttum á mánudögum og var þetta liður í því.. Það sem var svo minna sniðugt við þetta var hvað mörgum tókst að slasa sig í þessu.. Mér var alveg hætt að lítast á blikuna á tímabili.. Það hefði nú ekki verið mjög töff að mæta á landsliðsæfingu og segjast vera meidd eftir súmóglímu.. En ég vann allavega og það er nú fyrir öllu.. Það voru 3 slasaðar eftir þessi ósköp..

Ég gleymdi nú líka alltaf að hneykslast eftir bikarúrslitaleikinn í fótboltanum hérna í Danmörku.. Svaka stemning, leikurinn í Parken og vann Bröndby.. Svo var komið að verðlaunaafhendingu þá var bikarinn bara pínu lítill.. Hann var svipaður og ég fékk fyrir að vinna víðavangshlaup UMF Njáls í Vestur-Landeyjum á 17.júní fyrir tæpum tveimur áratugum síðan.. Hvað er það.. Rosa gaman að lyfta einhverjum eggjabikar upp í loftið.. Ég átti nú bara ekki til eitt aukatekið.... En já svona er Danmörk í dag...

Hef nú lítið meira að segja.. Minni á að Dagný og Drífa verða 25 ára á morgun.. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þið getið gefið þeim flugmiða til mín í staðin..

Hrabba súmó kveður.. Over and out..

sunnudagur, maí 08, 2005

Búin að byrgja mig upp fyrir næsta hálfa árið..

Fórum yfir landamærin áðan og keyptum endalaust magn af fljótandi vörum.. Viktoría í sjokki yfir því að vita að Daði frændi hennar sé í bjórflokknum með Hómer, Steina og fleiri góðum.. Þar sem von er á Daða og Steina fljótlega í heimsókn er búið að fylla kjallarann af bjór og gosi.. Ég stóð mig auðvitað best í nammideildinni og hefur nammiskápurinn minn sjaldan verið glæsilegri (er samt alltaf vel fullur).. Og Harpa ég keypti sex dollur af Milky Way súkkalaði ofan á brauð (tær snilld)..

Svo eru stórfréttir af honum Daða bróður mínum.. Afrekaði það að vera lamin tvisvar í bænum á föstudaginn... Ekkert alvarlegt þar sem um kvenmenn var að ræða í bæði skiptin.. Hahaha.. Strákurinn farinn að bulla aðeins of mikið í stelpunum.. Hann á nú aldrei eftir að ganga út þessi elska.. En líðan hans er allavega eftir atvikum.. Hann fór í bæinn í gær án þess að drekka þannig að eitthvað hefur strákurinn verið sjokkeraður yfir þessu öllu saman.. En ég er allavega fegin á meðan það eru bara einhverjar smápíkur sem eru að dangla í hann bróður minn.. Það getur nú ekki farið svo illa og svo auðvelt fyrir mig að stúta þeim.. Væri nú verra að fara að elta uppi einhver steratröllin..

Stulli og Matthildur buðu okkur svo í mat í kvöld.. Alltaf jafn gaman að hitta þau skötuhjú og fengum við þennan fína mat hjá þeim, naut og hrefnukjöt (sem er rosalega gott). Fengum svo íslenska osta og ritz (sem fæst ekki hér), algjör snilld... Takk fyrir okkur elskurnar.. Viktoría svona líka sátt við dótið hennar Matthildar sem var málningardót.. Sat og málaði sig í tvo tíma og leit út eins og unglingur.. Ég skil barasta ekki hvaðan hún hefur þessi prinsessugen, ég hallast frekar að pabbanum.. Ég var allavega bara í bílunum jú og ekki má gleyma sjómannatækinu mínu sem mamma henti og ég er ekki enn búin að fyrirgefa henni.. Fór í eina stærstu leikfangabúð í heimi í Flórída og þetta var það fyrsta sem ég valdi, sjómannatæki (hvað er það?), og svo rugbybolta.. Ég var 10 ára.. Alveg eðlileg..

Jæja farin í háttinn enda mánudagur á morgun sem þýðir vinna kl.7.00.. Hrabban verður hress........

laugardagur, maí 07, 2005

Enn eitt skrímslið drepið í húsinu.. Tók mynd..

Þetta er algjörlega að ganga frá mér.. Sat í rólegheitum í gærkvöldi þegar ég sá þetta rosa lúkk á Viktori.. Þá var skrímslið rétt fyrir ofan hausinn á mér.. Ógeðslegt.. Ég bíð bara eftir að sjá sjálfan Spiderman hangandi upp í lofti hjá mér.. Það væri allavega til að toppa þetta allt..

Horfðum á Óla Stef í úrslitaleiknum áðan.. Þetta var rosalega súrt og algjör dómaraskandall í lokin þegar Óli var rekin útaf fyrir ekki neitt og þeir skora í kjölfarið úrslitamarkið.. En vá hvað þessi spænsku lið spila bara upp á einstaklingana.. Þekkja örugglega ekki orðið liðsheild.. Rosalegt að sjá þetta..

Slagelse vann svo fyrsta leikinn í úrslitum á móti Ålaborg.. Þannig að það er búið að vera nægur handboltinn í imbanum í dag.. Sáum svo auðvitað kónginn Eið Smára taka á móti englandsmeistaratitlinum.. Þvílík snilld.. Hann fékk endalaust hrós frá dönsku íþróttafréttamönnunum.. Það verður nú ekki mikil spenna um hver verður íþróttamaður ársins 2005..

Talaði við Dríbbuna áðan og lofaði hún að fara að henda inn nokkrum línum annars fer buddan hjá henni heldur betur að léttast við allar sektirnar..

Hrabban kveður...

Hello

Best ad skrifa nokkrar línur ádur en big syst fer fram á meira en mida á hófid... Já kellan bara búin ad setja upp sektarsjód!! Ég var ad tala vid hana á skypinu var varla búin ad leggja á thá hringir síminn aftur og hver haldidi!!! jú jú Blossi from færeyjum... hvad er thad hvernig deddur fólki í hug ad hringja bara í einhvern á skypinu og fara ad spjalla. En alla vegana kellan spjalladi bara vid Blossa frá Færeyjum í heilar fimm mínútur um Gullfoss, Geysir og thetta helsta. En frekar fyndid thar sem landslidid er ad fara til Færeyjar brádlega svo ef madur fer thangad er aldrei ad vita hvort madur kíki á kallinn...einmitt! En gaman af svona fólki sem bara hringir út um allan heim og spjallar vid fólk. En nóg um Blossa. Dagny syst byr hjá okkur thessa dagana líf og fjör fínt ad fá syst heim og Venni mjög sáttur vid eldabuskuna. Hún er meira fyrir ad elda á hverju kvöldi en ég er meira fyrir thad ad stinga upp á thví ad fara út ad borda. Svo í kvöld verdur farid út ad borda thví Dagny var ad læra í kvöld... nei ég segi svona... en ég ætla ad stinga upp á thví!!!
Dríbban kvedur ad sinni.

föstudagur, maí 06, 2005

Við hjónin gegn nautaati..

Jesús minn hvað ég er hneyksluð.. Við sáum svona alvöru nautaat í gær í sjónvarpinu og við vorum gjörsamlega að missa okkur yfir þessum viðbjóði.. Þvílík vitleysa og aumingjaskapur.. Eftir að það er búið að stríða dýrinu í smá tíma (sem er nú bara gott og gilt) þá byrja að koma menn inn á og stinga svona litlum spjótum í greyið nautið, á endanum voru þessi spjót allavega 5 í greyinu.. Nei nei þetta er sko aldeilis ekki búið því að þá kemur "HETJAN" inn með risa sverð og byrjar að pína nautið endalaust lengi með einhvejum leik sem er alls ekki sniðugur á þessu stigi þar sem nautið var sárkvalið og gat næstum ekki hreyft sig né andað.. Eftir alltof langan tíma stakk hann svo loksins sverðinu á bólakaf í nautið þannig að það hné niður stuttu seinna en var ekki dautt ennþá.. Þá kemur enn einn vitleysingurinn inn með eitthvað sem líktist ísnál og stóð yfir nautinu og stakk það endalaust oft í hausinn.. Og á meðan þessu stendur þá er fólk að fagna.. Hálfvitar... Vá hvað ég myndi standa upp og fagna ef ég yrði vitni af því að nautabaninn yrði drepinn.. Það mætti bara gerast miklu oftar.. Aumingjar í einhverjum gull/glimmer dressum.. Svo er alltaf verið að eltast við eitthvað fólk sem gengur í pelsum.. Þarna eru sko komin alvöru fórnarlömb sem má helst bara ganga frá..
Já þetta var pistill dagsins.. Kellan alveg að tapa sér yfir þessu..

Á eftir erum við svo að fara í trampólínið.. Get ekki beðið.. Það verður svo kaffi og kökur á eftir. Ég auðvitað búin að sletta í form..

Svo verð ég nú að velja snilling vikunnar: Já það er vinkona mín sem hefur tekist að fingurbrjóta sig við það að setja álfabikarinn á sinn stað.. Þvílík snilld.. Henni hefur líka tekist að bakka á sjoppu.. Hahaha..

Yfir og út..
Hrabba

fimmtudagur, maí 05, 2005

Robbi og Stulli í úrslit...

Mikil gleði í Árósunum núna.. Strákarnir bara komnir í úrslitin.. Til hamingju með það Stulli og Robbi.. Nú stendur yfir fögnuður og er hún Hulda snúlla hjá okkur og ætlar að gista.. Hún er svo æðisleg að ég er að spá í að ættleiða hana.. Veit samt ekki alveg hvað Svala segir við því... Við fórum í búðina áðan og byrgðum okkur upp af sælgæti fyrir kvöldið og ætlum að hafa það rosa gott..

Já svo er nú bara sekt á systurnar ef þær skrifa ekki fyrir miðnætti.. Liðin vika síðan ég stofnaði sektarsjóðinn.. Þetta á eftir að verða þeim dýrt.. Ég er allavega komin með frían miða á HSÍ hófið.. Þær verða splæsa einum slíkum á big syst.. Ekki nema þær komi sterkar inn á næstu klukkutímum..

Ég er farin að horfa á videó með snúllunum mínum..

Later
Hrabba

miðvikudagur, maí 04, 2005

Tátiljutískan í ræktinni að drepa mig..

Hvað er málið með gæjana í ræktinni hérna? Þetta er skelfilegt ástand þar sem aðaltískan er að vera í tátiljum (pínu botn og band á milli tánna).. Þetta er ekkert að fara rosa vel í lyftingasalnum.. Svo var einn mættur í morgun til að toppa þetta allt saman þegar hann mætti í nýjustu týpunni af Levis gallabuxum (mjög flottar) og bara fínum bol við og svo auðvitað í tátiljunum.. Halló hann er mættur í ræktina til að lyfta sem hann gerði líka en ekki alveg í rétta dressinu... En kannski er það bara ég sem er þessi hallærislega í íþróttafötunum..

Ég náði svo í Viktoríu í morgun og gekk allt rosa vel í leikskólanum.. Hún sofnaði samt frekar seint (kannski ekkert skrýtið þar sem við förum frekar seint að sofa á þessu heimili).. Þetta var rosa fjör og dýragarðurinn auðvitað hápunkturinn..

Við hjónin fórum í bíó í gær á Million dollar baby.. Rosaleg mynd og ég kom bara út með ekka.. Ekkert smá sorgleg mynd.. Hræðilegt að þurfa að fara út úr salnum..

Viktoría átti svo enn einn gullmolann í dag en við mæðgur fórum í sturtu saman í morgun.. Svo er ég bara á nærfötunum að hjálpa henni eitthvað þegar hún segir; Mamma þú ert alveg eins og Britney.. Nú segi ég af hverju segir þú það? Hún er alltaf á brjóstahaldaranum eins og þú ert núna.. Já þau læra snemma þessar elskur..

Ég er svo búin að panta far heim fyrir mig og Viktoríu þann 12.maí.. Alltaf gaman að koma á klakann..

Nenni ekki að skrifa meir var að fá hræðilegar fréttir þannig að ekki tala við mig ég mun bara öskra á ykkur..

Hressa konan kveðar..
Hrabba

mánudagur, maí 02, 2005

Dísin að yfirgefa okkur og kellan á körfuboltaæfingu..

Já allt að gerast hérna í Smilets by.. Viktorían okkar fer í leikskólan í fyrramálið og kemur ekki aftur heim fyrr en á miðvikudaginn.. Já mín bara að fara að gista í leikskólanum og er ekkert smá spennt.. Búið að kaupa Bangsímon svefnpoka svo mín er klár í slaginn.. Þetta verður rosa dagskrá hjá henni byrjar á að fara í dýragarðinn og verða þar yfir daginn og svo kvöldvaka og eitthvað fleira skemmtilegt.. Þetta verður nú örugglega erfiðast fyrir foreldrana en við ætlum nú að nota tímann vel og fara út að borða og í bíó annað kvöld.. Langt síðan við höfum gert það hjónin..

Kellan var svo bara á körfuboltaæfingu áðan, svaka fjör.. Fengum tvo nýkrýnda Danmerkurmeistara til að þjálfa okkur og vorum bara á alvöru körfuboltaæfingu... Veit nú samt ekki hvað þeir segja, dóu örugglega úr hlátri þegar þessi æfing var búin.. Þeir voru allavega ekkert að nenna að taka á skrefunum enda hefði það svo sem verið dauðadæmt.. En það var mjög gaman að prófa þetta, verst að körfuboltasjálfstraustið rauk ekkert upp.. Fannst svona full flóknar æfingar inn á milli.. Við erum núna alltaf einu sinni til tvisvar í viku í öðruvísi íþróttum, algjör snilld..

Svo átti Dísin rosalegan gullmola áðan þegar við vorum að elda öll saman, voða huggó.. En þá sagði hún allt í einu voða hissa: Koma engir gestir í kvöld til okkar?

Kveð í bili..
Hrabba

sunnudagur, maí 01, 2005

Handbolti, handbolti, handbolti og gestir..

Það er búið að sýna heila 5 leiki um helgina í sjónvarpinu þannig að ég er búin að fá minn handboltaskammt um helgina og gott betur.. Stulli og Robbi voru að keppa í undanúrslitum í dag og unnu fyrsta leikinn á móti GOG. Þeir þurfa að vinna tvo eins og heima til að komast í úrslitaleikinn.. Frábær leikur sem endaði 38-37.. Við horfðum líka á Óla Stef og félaga í gær..

Tinna og Daddi komu líka til okkar áðan og breyttu til og fóru nú bara aftur samdægurs, veit nú ekki hvað það var hjá þeim.. Svo er Mattan okkar búin að vera hjá okkur alla helgina, alltaf jafn æðislegt að hafa hana.. Nennir endalaust að spila við mig..

Næsta vika verður svo æðisleg frí á fimmtudag og föstudag vegna uppstigningadags þannig að það verður mjög löng helgi..

En má ekki vera að þessu lengur verð að fara að spila.. Það fer heldur betur að styttast í sekt hjá hinum systrunum...

Kveðja
Hrabba

This page is powered by Blogger. Isn't yours?