miðvikudagur, mars 29, 2006

Stefni á íslandsmet...

Og það sko alvöru.. Hver vill ekki eiga íslandsmetið í að missa af flugvélum? Ég ég ég ég.. Missti af fluginu til Þýskalands áðan og er þetta annað flugið sem ég missi af á innan við 4 mánuðum.. Ekki slæmur árangur það eða hvað? Veit ekki hvað er að gerast með mig, held að tæknivæðingin sé alveg að fara með mig.. Nú þarf maður ekki að muna neitt lengur eins og t.d símanúmer (ég kunni sko öll símanúmer og meira að segja bílnúmer líka).. Nú get ég ekki einu sinni munað hvenær ég á að mæta í flug.. Það væri kannski ágætis hugmynd að kíkja á flugmiðann svona eins og deginum áður.. Kannski að ég geri það bara næst.. Allavega íhuga það.. Við mæðgur munum sem sagt fljúga fyrir hádegið á morgun.. Greyið Dísin litla sem var búin að gera sig svo rosalega fína fyrir litla frænda.. Fór í extra langt bað með extra hárþvotti.. Fékk þessa líka rosa greiðslu og fór í nýja pæjujakkan sinn sem hún var komin í 4 tímum fyrir brottför en þá var mín algjörlega klár.. Bara ef mamman hefði nú verið jafn tilbúin haha.. En vá hvað ég er pirruð á sjálfri mér núna..

En svona til að reyna að gera eitthvað gott úr þessu þá náði ég að sjá báða undanúrslitaleikina í kvennaboltanum og hörkuleikir báðir.. Og svo fæ ég að kúra hjá honum Vikka mínum eina auka nótt en ég á nú eftir að vera svo mikið í burtu frá honum næstu 2 mánuði..

Best að fara að lúlla svo ég missi ekki af vélinni á morgun.. Þarf að vakna 7.30 þannig að öllum er velkomið að hringja þá (5.30 á íslenskum), það er ekki eins og þið hafið eitthvað betra að gera þá..

Hrabba

Er að ná mér niður..

Var að tapa mér hérna í sófanum í gær.. Horfðum á Magdeburg spila á móti Alex og Einari í Grossó.. Góður leikur þar sem Einar var hrikalegur með 11 slummur enda 100 kg hrátt íslenskt kjöt þar á ferð (þetta sögðu þeir í lýsingunni).. Það leiðinlega við þennan leik var forljóta helv.... fíflið úr Magdeburg sem átti að fá rauða spjaldið fyrir að reyna að kjálkabrjóta Alex aftur.. Vá hvað ég var brjáluð.. Ekkert smá fólskulegt brot og fékk hann bara 2 mín.. Dáist að Alex fyrir að hafa ekki snappað.. Og hvað er Magdeburg að spá að kaupa svona ógó ljótan leikmann.. Nánast ekki horfandi á hann þótt hann sé mjög góður.. Ég hefði nú keypt Kjelling frekar.. Það verður að hafa einhvern sem trekkir að.. En allavega þá tapaði Grossó leiknum eftir að hafa verið yfir nánast allan leikinn.. Það er líka alveg ótrúlegt í þessum þýska bolta hvað heimaliðin eiga bara að vinna.. Alltaf þegar 10 mín eru eftir þá taka dómararnir öll völd og dæma þvílíkt með heimaliðinu.. Hef séð þetta alltof oft..

Tæpir 6 tímar í brottför til Þýskalands. Dísin búin að baða sig og ætlar að vera voða fín fyrir litla frænda og auðvitað Döggu platmömmu.. Mikil tilhlökkun hér á bæ.. Mun nú láta heyra frá mér úr Þýskalandinu ef ég fæ aðgang að tövu sem ég reikna nú með..

Og að lokum vil ég þakka kærlega fyrir öll commentin á myndasíðunni.. Er í skýjunum yfir þessu.. Og Arna mín ég æfi stíft svo við getum haldið dúett tónleika.. Vá hvað það yrði uppselt.. Það myndi engin vilja missa af okkur tveim, þvílíkt show.. Sé þetta aveg fyrir mér..

Kveð í bili
Hrabba

þriðjudagur, mars 28, 2006

Fullt af nýjum myndum..


Er búin að setja inn fullt af nýjum myndum í dag og í gær.. Kíkið endilega við..

mánudagur, mars 27, 2006

Tímabilið búið..

Já þá er enn eitt tímabilið búið.. Ótrúlegt að ég sé búin að spila fjögur heil tímabil hérna í Danaveldi.. Þetta er ekkert smá fljótt að líða.. Unnum síðasta leikinn í gær 40-24 á móti liðinu sem við slysuðumst til að tapa fyrir í oktober.. Sýndum það að við erum auðvitað miklu miklu betri.. Það var svo haldin rosalegur matur fyrir okkur allar og alla í kring (böns af sponsom).. Þetta endaði í smá skralli og voru margir búnir að taka sér frí í vinnunni.. Ég vildi það nú ekki þar sem ég verð mikið fjarverandi útaf landsliðinu á næstunni.. Það mun svo skýrast á næstu dögum hver liðsaukinn verður á næsta tímabili.. Það er búið að lofa stóru allavega..

Mamma datt svo heldur betur í lukkupottinn um helgina.. Var á árshátíð hjá Ekrunni, fyrirtæki pabba og Daða og haldiði að mútta hafi ekki unnið aðal happadrættisvinninginn.. Sagði sjálf að hún hefði fagnað eins og íslandsmeistari og ég er alveg að sjá það fyrir mér.. Ég spurði hana hvernig Daði hefði brugðist við og hrópaði hann víst bara mamma,mammma,mamma.. Það bendir því allt til þess að hann hafi verið mjög ölvaður því annars hefði hann hent sér undir borð í fagnaðarlátum múttunnar..

Annars bara allir hressir og kátir..
Hrabba

laugardagur, mars 25, 2006

Afslöppunarhelgi..

Já það er mjög langt síðan ég hef átt svona rólega helgi.. Eina sem hefur verið á dagskrá alla helgina er sirkusinn hjá Viktoríu og síðasti leikurinn á morgun hjá mér.. í dag skruppum við Viktoría í bæinn og náðum að eyða smá peningum.. Það er nefninlega komið upp smá vandamál hérna á heimilina.. Fæturnir á Viktoríu ákváðu að stækka um 3 númer á einni viku og passar hún ekki lengur í neitt af skónum sínum þannig að nú verður fjárfest í skóm á barnið.. Náðum að kaupa tvö pör í dag og munum svo eflaust finna eitthvað í Þýskalandinu.. Við mæðgur skelltum okkur svo í bíó sem er líka í mollinu.. Sáum Bamba 2 og var ekkert smá gaman hjá okkur.. Dísin alveg að fara á kostum og skellti þvílíkt upp úr mörgum sinnum..

Það er svo spurning um smá skrall á morgun því að það verður rosa flottur matur eftir leik og svo festað..

Á miðvikudaginn er svo brottför til Þýskalands hjá okkur mæðgum.. Verðum þar til mánudags en þá fer ég með landsliðinu til Tékklands og ætlar Daggan að vera tveggja barna móðir á meðan.. Viktoría alveg að rifna hana hlakkar svo til.. Þetta verður fjör..

Ætla að næra fjölskylduna
Hrabba

miðvikudagur, mars 22, 2006

Loksins alvöru leikur..

Spiluðum áðan á móti Álaborg sem er eitt af 3 bestu liðunum í Danmörku.. Þær eru meira að segja komnar í undanúrslit í Champions League. Vorum smá tíma að komast inn í tempóið enda búnar að spila á móti mikið hægari liðum í allan vetur.. Vorum 7 undir í hálfleik en náðum strax að minnka muninn í byrjun seinni hálfleiks og vorum lengi vel 2 undir og mikil stemning í höllinni.. En nær komumst við ekki og endaði leikurinn 24-21 fyrir þeim.. Fín úrslit fannst flestum en ég er bara drullu svekkt.. Það var samt frábært að Álaborg þurfti að spila á sínu sterkasta liði allan tímann (fyrir utan meiddu leikmennina).. En voru með 8 klassa leikmenn og höfðu svo tekið einhverja kjúlla með sem áttu að fá að spreyta sig.. Það varð nú ekkert úr því og var geðsjúki þjálfarinn þeirra orðinn mikið stressaður í lokin.. Mér gekk fínt, var með 10 en fékk nú bara að spila helminginn af leiknum.. Það virðist vera algjört möst að taka mig útaf þegar ég byrja að skora.. Mér gæti kannski gengið of vel.. Gæti stundum rotað mann og annan.. Þetta er alltaf að gerast.. En svona er boltinn stundum, ekki alltaf sanngjarn..

Viktoría búin að fá nýtt hjól og er þvílíkt sátt við lífið og tilveruna.. Það voru auðvitað keyptar prinsessu hjólagrifflur svo að hún geti nú lúkkað vel.. Það ríkir svo mikil spenna á heimilinu því á föstudaginn er sirkus sýning í leikskólanum.. Mín búin að vera að æfa á fullu og foreldrarnir að tapa sér af spenningi.. Hún verður örugglega sett í einhver rosaleg áhættuatriði enda djörf með eindæmum... einmitt..

En jæja hætt að bulla
Hrabba pirr pirr

sunnudagur, mars 19, 2006

Fimmtugsafmæli..

Ég og Viktor fórum í fimmtugsafmæli í gær sem var algjör snilld.. Þetta var í Holstebro og mættum við á svæðið 15.30 en þá fengum við umslag með 5000 kr.dk í spilapeningum og var búið að innrétta kasínó á staðnum.. Ekkert smá gaman og svo fengu allir einn og hálfan tíma til að spila og þeir tveir sem voru búnir að vinna mest fengu glæsileg verðlaun.. Ég mjög heppin að Viktor er ekkert mikið fyrir svona þannig að ég gat spilað fyrir alla peningana.. Ef ég ætti skítnóg af peningum þá myndi ég búa í kasínó.. Þvílík snilld en ég var ekki alveg að standa mig því að ég var nú frekar fljót að tapa öllum peningunum í Black Jack.. Það var síðan öllu liðinu hent upp í rútu og keyrt af stað og enduðum við í geðveikum sal þar sem var borin fram geðveikur matur og svo hljómsveit á eftir.. Þetta var ekkert smá gaman og ég get nú sagt ykkur það að ég var í afmæli með Lars Larsen Rúmfatalagersgæjanum sem á allt heila batteríið.. Sé hann alltaf fyrir mér í auglýsingunum "Jeg hedder Lars Larsen og jeg har et godt tilbud til dig" og svo er hann nefmæltur frá helvíti.. Ég væri sko alveg til í að eiga alla peningana hans..

Spiluðum svo í dag á móti Silkeborg og unnum bara með einu.. Vorum skelfilegar.. Ótrúlegt að ég hafi bara munað eftir að taka handboltaskónna mína með.. Það var allavega ekki margt annað sem kom með mér til Silkeborgar.. Ekki það að allt liðið var svo sem skelfilegt.. Ótrúlegt að vinna þegar við spilum svona skefilega.. En annars auðvitað ekkert að spila um.. Erum búnar að vinna þetta..

Annars er ég hætt að fara með Stig í rúmið sem er nú frekar slæmt.. Mjög skemmtileg lesning þar á ferð.. Hálf fúlt að vera búin með bókina.. Þarf að finna mér einhverja fleiri geðsjúklinga til að lesa um..

Farin í beddann með honum Vikka mínum..
Hrabba

fimmtudagur, mars 16, 2006

Kóngurinn Hólmgeir númer 200.000..

Já það var kóngurinn Hólmgeir sem var gestur númer 200.000.. Ég er búin að gera matseðilinn og bíð bara eftir að kóngurinn mæti á svæðið.. Í tilefni dagsins er ég búin að gera test um hann Daða bróðir minn sem margir eiga eftir að skemmta sér við.. Kiddi Bjé og Einar Hólmgeirs eiga allavega eftir að vera sáttir við þetta.. Tékkið á Daddanum hér...

Kveð í bili
Hrabba

miðvikudagur, mars 15, 2006

Gestur númer 200.000

Það styttist í gest númer 200.000 á síðuna og það væri nú gaman ef sá eða sú myndi gefa sig fram.. Síðast fékk hún Arna mín verðlaun fyrir að vera gestur númer 111111 en það var frítt uppihald á Hótel Århus í viku.. Ekki amalegt það..

Verð svo aðeins að koma að sögunni um hann föður minn þegar hann kveikti í henni Dagnýju sinni.. Það hafa nú örugglega margir orðið smá hissa á þessu í testinu en þetta er sko ekkert grín.. Við sátum einu sinni öll (eða allavega mörg) fjölskyldan inni í eldhúsi þegar pabbi var eitthvað að leika sér með kveikjara.. Dagný stóð við hliðina á honum í peysu sem var mjög eldfim (hlýtur að vera).. Alla vega á einhvern ótrúlegan hátt þá stóð hún systir mín í ljósum logum á engum tíma.. Pabba brá svo mikið að hann reif Dögguna upp og fleygði henni í vaskinn.. Það var ekkert verið að reyna að taka hana úr peysunni neitt heldur stelpugreyinu bara fleygt í vaskinn og svo bara vatnið látið gossa yfir hana.. Man ennþá panikið inni í eldhúsinu í nokkrar sekúndur en það var nú fljótt að breytast í hlátur og var hlegið í marga daga eftir þetta (ekki það að ég er enn að hlæja að þessu).. Þvílík snilld.. Það eru nú til ófáar sögur úr Ósabakkanum..

Hanna er búin að lofa nýju testi um sjálfa sig.. Eins gott fyrir hana að standa við þetta. Ég hlakka mikið til að fá að taka test..

Ætla á date með Stig
Hrabba

þriðjudagur, mars 14, 2006

Mamma

Þá er búið að gera test fyrir heimsins bestu mömmu.. Það er nú ekki eins slæmt og pabba enda ekki hægt að toppa karlinn.. En þið getið dundað ykkur við múttutestið.

Ný test á leiðinni..

Já ekki mikið að gerast þessa dagana.. Ég og hlaupabólan erum bara heima að dunda okkur.. Það var reyndar rífandi gangur í föndurdeild Hröbbu og Viktors í gær. Niðurstöðurnar verða ekkert smá flottar.. Ég fer að taka myndir af föndrinu og sýna ykkur þetta..

Það eru ný test á leiðinni.. Það mun engin fjölskyldumeðlimur sleppa.. Ef þau nenna ekki að búa til sjálf þá mun ég bara búa til um þau.. Dísa í Klauf mun koma fyrst..

Er að fara í spurningagerð.
Hrabba

sunnudagur, mars 12, 2006

Þá er komið að Skúla..

Vá ég og Daði erum búin að hlæja mjög mikið á meðan við gerðum þetta snilldartest.. Tékkið á hversu vel þið þekkið karlinn hann Skúla..

Mamma mamma það er eldur í eldhúsinu..

Já hvað er meira hressandi en að vakna upp við að það sé kviknað í.. Klukkan 10.30 í gærmorgun kom Viktoría hlaupandi inn í herbergi og sagði mér að það væri eldur í eldhúsinu.. Þetta gat nú ekki verið svo slæmt þannig að ég ætlaði nú bara að redda þessu.. Ég þurfti nú ekki meira en að labba út úr herberginu þegar ég sá allt dökkgrátt í reyk á ganginum.. Gargaði Viktor á fætur og hljóp inn í eldhús þar sem ég sá að það var sem betur fer bara komin eldur í pizzukassa.. Viktor brá jafn mikið og mér þegar hann kom út úr herberginu og kallaði á mig að hringja í slökkviliðið.. Mér fannst það nú ekki alveg málið og ekki honum heldur þegar hann sá að þetta var sem betur fer ekki meira en bara pizzukassi.. En það mátti litlu muna að verr færi.. Þetta leit allavega mjög illa út svona í fyrstu og eiginlega ótrúlegt hvað mikill reykur kom í húsið.. Í gær var nammidagur og því vaknaði fröken hlaupabóla alltof snemma eða kl.7 (sem hún gerir aldrei).. Foreldrarnir voru að sjálfsögðu ekki að nenna að fara á fætur þannig að ég gaf henni morgunmat og fór aftur að sofa á meðan hún horfði á teiknimyndir.. En þar sem það var nammidagur þá klifraði mín nokkrum sinnum upp í nammiskáp og var svo heppin að kveikja á einni hellunni í eitt skiptið.. Ofan á hellunni var risastór pizzukassi frá kvöldinu áður og var þessi ágæti pappakassi ekki að þola allan hitann þannig að það kviknaði bara í honum..

Spiluðum áðan á móti VRI og unnum 47-20 og tryggðum okkur sigurinn í deildinni og úrvalsdeildarsæti á næsta ári.. Þetta var rosa gaman og var skotið upp úr nokkrum kampavínsflöskum og við fengum allar rosa flottar derhúfur með áletraða: We are back!
með gullstöfum að sjálfsögðu.. Allir sponsarnir okkar voru í svörtum bolum með gylltri merkingu: Vi vil ha' 1000 mål.. En það er nýja markmiðið okkar að ná að skora 1000 mörk á tímabilinu.. Við eigum tvo leiki eftir og vantar 79 mörk þannig að það er möguleiki á að ná þessu.. Markatalan okkar núna er 921-530 sem er auðvitað bara rugl.. Næsta lið er búið að skora 200 mörkum minna.. Við erum svo líka búnar að fá fæst mörk á okkur.. Þetta var allavega rosa fjör en við vorum annars ekkert mikið að fagna í kvöld, fórum bara út að borða.. Það verður svo tekið á því eftir síðasta leik þann 26.mars..

Kellan kveður í bili og verð víst að biðjast afsökunar á mjög svo erfiðu prófi hérna fyrir neðan.. Ég hendi inn öðru aðeins léttara síðar.. Sorry Brynja mín ég er alveg að skilja þig, keppnis.. En Erla sló samt öllum við og náði 0.. Finnst það geðveikt fyndið.. Ótrúlegt að geta ekki grísast á eina rétta..

Hrabba

laugardagur, mars 11, 2006

HVAÐ VITIÐI UM KJELLUNA???

Verð alltaf að herma eftir hinum.. Svo margir komnir með þetta og ég tek þátt alls staðar.. Finnst þetta svo gaman að ég ákvað að búa til eitt.. Tékk it át..

föstudagur, mars 10, 2006

Ég er búin að sjá kjánalegasta þátt EVER!!!!

Nú er Daninn enn og aftur að ganga frá mér.. Nýjasta sjónvarpsefnið þeirra er KYNLÍFSSKÓLINN og er þessi "frábæri" þáttur alltaf á dagskrá á föstudögum.. Þar sem ég er mikill aðdáandi kjánalegra þátta þá verð ég auðvitað að fylgjast með þessum og ég get nú sagt ykkur það að kjánhrollurinn fer ekki fyrr en langt eftir lok hvers þáttar.. Í þessum þætti eru einhver 8 pör (að ég held) sem sitja í einskonar skólastofu og eru að læra alskonar kynlífstrix og eru þau auðvitað látin gera sig að fíflum endalaust.. Alveg ótrúlegt hvað hægt er að hafa fólk út í.. Í kvöld toppaði þessi þáttur allt þegar karlmennirnir áttu að búa til keramikmót af typpinu á sér (auðvitað í fullri reisn annars væri þetta nú ekki mikið stolt). Þarna sátu 8 karlmenn og voru að leira eftirmynd af typpinu á sér.. Einn voða mikið að svindla og hafði tekið mynd af félaganum í símanum sínum svo hann gæti nú verið svolítið nákvæmur.. Þetta átti nú eftir að versna því haldiði að kerlingarnar hafi ekki átt að teikna mynd af pjöllunni á sér.. Þarna sátu þær með spegla og reyndu að ná öllum smáatriðum.. Ein daman hafði farið inn á klósett og tekið mynd af pjöllunni svo hún gæti nú gert þetta almennilega.. Svo í lok þáttarins kom stjórnandinn með eina pjöllumynd og átti karlinn (pjöllueigandinn) að reyna að þekkja sína pjöllu.. Hann var nú reyndar ekki lengi að því.. Svo sýndi hún líka eitt leirtyppi en engin kona kannaðist við það.. Þetta er svo langt úti að það er alveg ótrúlegt að fólk láti hafa sig út í svona vitleysu.. Ég meina þú hlýtur að geta farið auðveldari og minna kjánalegri leið til að læra eitthvað nýtt..

Þurfti bara að deila þessu með ykkur..
Hrabba

Róið ykkur aðeins..

Ég ætla nú bara að biðja ykkur um að slaka aðeins á að skrifa í gestabókina og commenta inn á myndasíðunni minni.. Það er ekki eins og ég hafi endalausan tíma til að lesa yfir þetta allt..

Er svo á leiðinni að fara að knúsa litla frænda bráðum.. Kellan á leiðinni til Þýskalands í lok mánaðarins.. Gaman gaman.. Við systur ætlum að elda okkur vitlausar.. Var svo að fá sent frá Eddu bókaklúbbi tilboð um að kaupa súkkulaðibók.. Það er auðvitað skandall að súkkulaðidrottningin sjálf skuli ekki eiga eins slíka.. Er byrjuð að suða í Vikkanum mínum..

Dísin svo held ég barasta komin með hlaupabólu.. Það verður því líf og fjör hjá okkur mæðgum í næstu viku..

Kveð í bili..
Hrabba

fimmtudagur, mars 09, 2006

Klapp klapp...

Er búin að klappa fyrir sjálfri mér í 3 daga.. Á laugardaginn hjálpaði Hrannar mér að downloada einhverjum forritum til að ná í þætti. Mig vantar nefninlega O.C 2 seríu, þætti 11-19.. Ég rosa kát að vera komin með þetta í tölvuna hjá mér og næ í þátt nr.11 og byrja að downloada honum á laugardagskvöldið.. Eitthvað er tölvan hjá mér lengi að vinna því að þátturinn var ekki komin inn á tölvuna fyrr en á mánudagsmorgun en þið getið rétt ímyndað ykkur gleðina hjá Hröbbunni þegar hún sá að þetta hafi tekist.. En það má nú ekki fagna of snemma því þegar ég ætlaði að fara að horfa á þáttinn þá var hann á SPÆNSKU... BRAVÓ... Pirr pirr.. Er búin að gefast upp. Daðinn minn verður að redda big syst..

Það nýjasta í Önju málunum er að hún sé að fara að taka við karlaliði Roskilde.. Er ekki að sjá það gerast.. Karlmenn í íþróttum gætu aldrei borið virðingu fyrir kvenkynsþjálfara.. Þeir eru alltof stoltir.. En það væri nú gaman að sjá hana kljást við það verkefni. Ég væri til í að sjá hana leiða heilt karlalið af velli í geðveikiskasti.. Sjáiði þetta ekki fyrir ykkur Anja brjáluð að strunsa af velli með 14 karlmenn á eftir sér.. Haha.. Þá ætti ég nú ekki annað eftir þegar ég væri búin að sjá það..

Hætt að bulla..
Hrabba

miðvikudagur, mars 08, 2006

Heimska..

Fjölmiðlar geta verið svo heimskir að ég get alveg misst mig.. Í síðustu viku var fjallað mikið um nýjasta "æðið" í Bretandi en það eru misþyrmingar sem eru teknar upp á síma.. Auðvitað rosalega töff að eiga svona misþyrmingar inn í símanum hjá sér. Vá hvað fólk getur verið klikkað.. En hvað gerist við svona mikið umtal, jú vitleysingarnir í Danmörku fá nýjar hugmyndir.. Og það þurfti ekki að bíða lengi eftir að þetta byrjaði hér eftir allt umtalið.. Á mánudaginn var svo í fréttunum að tveir eldri strákar réðust á tvo 7 ára drengi fyrir utan skólann þeirra og lömdu þá á meðan þriðji aðilinn tók allt upp á símann sinn.. Þetta er örugglega bara byrjunin á "frábærum" faraldri.. Já fjölmiðlar geta verið ergjandi..

Ég verð víst aðeins að koma að málum Önju Andersen.. Það er auðvitað stanslaus umfjöllum um þetta mál.. DHF er nú búið að setja hana í leikbann en eiga eftir að ákveða hvað það verður langt en talað er um hálft til eitt ár sem er í sjálfu sér allt í lagi því þetta atvik var auðvitað alveg út úr korti.. En DHF er nú komið á fullt í að fá EHF í málið með sér og láta þá setja hana í leikbann líka sem mér finnst alveg út í hött því þetta kemur þeim ekkert við.. Og ótrúlegt að DHF vilji reyna að koma í veg fyrir góða möguleika liðsins á að vinna Champions league 3 árið í röð. En ég held að þeir séu frekar að reyna að koma í veg fyrir að hún geti þjálfað Serbneska lansliðið sem hún er að taka við því þeir vita að hún á eftir að ná langt með það lið.. Það verður allavega spennandi að sjá hvað EHF gerir í málinu.. Og ef maður lítur á málið þannig að þá hefur hún ekki sært neinn eða neitt nema stoltið hjá sjálfri sér..
En það er allavega ljóst að Anja hættir með Slagelse 2007.. Ég er nokkuð viss um að þá verður Slagelse að engu og hún mun taka við nýju liði og gera það að meisturum innan fárra ára og tippa ég á að það verði Roskilde.. Ég verð víst að bíða í nokkur ár eftir að vita hvort ég hafi rétt fyrir mér..

Hrabban kveður

þriðjudagur, mars 07, 2006

Ár í stórafmæli..

Já hann Viktor minn varð 29 ára í gær.. Ég er strax byrjuð að plana þrítugsafmælið en eins og flestir vita er ég skipulögð með eindæmum.. Einmitt..

Er komin á fullt að lesa Stig Töfting bókina og þvílík snilld. Maðurinn á auðvitað engan sinn líkann..

-Þegar hann var smá strákur ætlaði pabbi hans að skamma hann og lyftir honum upp. Haldiði að hann hafi ekki bara skallað pabba sinn.. Eðlilegt.. Pabbi hans varð svo reiður að hann ætlaði að slá hann en hitti ekki og sló í vegg og tognaði á hendinni..

-Um 10 ára aldur var hann í pílukasti með vinu sínum sem var ný búinn að kasta og var að taka píluna úr spjaldinu þegar óþolinmóður Stig nennti ekki að bíða og kastaði bara pílu í hnakkann á félaganum.. Það var ekki lausara en það að pílan festist í hausnum á honum..

-Þegar hann fór á einn af sínum fyrstu AGF leikjum í fótboltanum sá hann leikmann að nafni Kim snappa á vellinum.. Þessi Kim tók boltann og þrusaði honum í andlitið á andstæðingi.. Hann fékk rauða spjaldið og Stig Töfting sem fan í leiðinni (og þá var hann bara smá strákur).. Fannst þetta geðveikt töff..

Mæli með þessari bók.. Allavega enn sem komið er.

Kveð í bili
Hrabba

sunnudagur, mars 05, 2006

Snilldarhelgi að baki..

Á föstudaginn komu Davíð og Diljá til okkar og verða þau hjá okkur þangað til á miðvikudaginn..
Í gær var svo stóri dagurinn.. Hin undurfagra mær, Guðný Helga Herbertsdóttir, var búin að skipuleggja heljarinnar matarboð sem hún hélt heima hjá mér (mjög sniðugt).. Við fengum reyndar að vera smá með í skipulagningunni.. Við vorum hérna 10 fullorðnir og 7 börn og þvílíkur snilldardagur.. Guðný kom hingað um 12 á hádegi og fórum við stöllur að versla.. Já ég get nú sagt ykkur það að það getur verið mjög hressandi að fara í búðir með fegurðardrottningu.. Fórum til slátrarans til að láta úrbeina íslenska lambalærið okkar og haldiði ekki að Guðný hafi labbað út með nafnspjald slátrarans sem b.t.w. heitir Yosaeff (hvaðan ætli hann komi?).. Hann var svo skotin í henni að hann ætlaði ekki einu sinni að láta okkur borga.. Ég stefni að því að fara oftar með Guðnýju að versla..
Karlmennirnir í hópnum fóru svo með börnin í Hoppeloppeland og voru þar allan daginn á meðan við kellurnar elduðum matinn og var þetta ekkert smá hlaðborð sem var undirbúið.. Á matseðlinum var fyllt íslenskt lambalæri, humar með hvítlauksostabráð, kjúklingur í hnetusósu og sushi ásamt auðvitað öllu meðlæti.. Þetta var ólýsanlega gott allt saman og ég er búin að vera í paradís í dag í afgöngunum.. Hann Júlíus minn hefði örugglega verið til í að drepa einhvern fyrir þetta matarboð..
Þetta gekk alveg ótrúlega vel með alla þessa gríslinga, náðum að svæfa þau öll og spila og hafa það huggulegt.. Það verður pottþétt haldið svona matarboð aftur..

Í dag var svo leikur á móti Ringsted sem eru í 3 sæti í deildinni.. Unnum hann örugglega með 15 mörkum og verðum því bara að vinna botnliðið á sunnudaginn til að tryggja okkur efsta sætið og úrvalsdeildarsætið..

Slagelse lið Önju Andersen tapaði sínum fyrsta leik í dag í deildinni á móti Álaborg.. Kellan sem kann ekki að tapa snappaði í dag og labbaði með liðið útaf rétt fyrir hálfleik en þá voru þær 10 mörkum undir.. Ég veit ekki hvað varð til þess að þær komu aftur inn á völlinn en þetta á eftir að kosta hana mikið.. Fær örugglega langt bann og háa sekt.. Kemur í ljós á næstu dögum..

Nóg í bili
Hrabba

Berglind Íris Hansdóttir


Jæja loksins loksins.. Hérna er hún hin undurfagra Berglind Íris Hansdóttir, nýji liðsfélaginn minn.. Ótrúlegt að hún skuli ekki eiga verðlaun fyrir fegurð.. Veit ekki af hverju myndin er svona óskýr en þið getið séð hana í betri gæðum á myndasíðunni minn hér...
Myndasíðan er loksins komin í lag eftir langt hlé og ég lofa að setja inn fullt af nýjum myndum í kvöld.

miðvikudagur, mars 01, 2006

Búin með LOST...

En bara með fyrstu seríuna þannig að það er nóg eftir.. Þetta eru hrikalega góðir þættir.. Get ekki beðið eftir að fá aðra seríu.. Elli vonandi hjálpar til við það á lau (ég er ekki alveg að gera mig á þessum download síðum)..

Viktoría veik í dag þannig að við mæðgur vorum bara heima og bökuðum m.a. kanelsnúða.. Mjög vel heppnað hjá okkur.. Viktor mjög sáttur við okkur þegar hann kom heim úr vinnunni með þrefalt hné.. Slasaði sig eitthvað í vinnunni þegar hann var nýbyrjaður að vinna í morgun.. Ég sé nú Danann í anda hafa hrist þetta af sér.. Þeir hefðu nú ekki verið lengi að nýta sér veikindaleyfið.. En sem betur fer var þetta bara högg og rosaleg bólga, það skaddaðist ekkert inni í hnénu..

Úr vinnunni er það að frétta að það er búið að láta nemann fara... LOKSINS.. Hann mætti enn einu sinni lyktandi eins og heil bruggverksmiðja.. Það var ekki verandi í kringum hann.. Huggulegt að vera svo að skipta á lítlu krílunum mínum.. Greyið strákurinn hann á nú við einhver vandamál að stríða.. Erfitt líf..

Keypti mér í dag ævisögu Stig Töfting (danskur fótboltakall sem er hættur).. Hlakka mikið til að lesa hana.. Maðurinn hefur auðvitað upplifað allt.. Þegar hann var smá patti kom hann heim eftir fótboltaleik og kom að mömmu sinni og pabba látnum í húsinu.. Þá hafði pabbinn skotið mömmuna og síðan sjálfan sig.. Hann spilaði samt úrslitaleik daginn eftir og var valinn maður mótsins.. Mjög eðlilegt.. Hann hefur líka misst eitt barn sjálfur.. Ótrúlegt hvað ógæfan getur elt sumt fólk. Hann á svo margt miður fallegt á sinni ferilsskrá en það vita svo sem flestir..

Farin í háttin
Hrabba

P.S mun birta mynd af nýja liðsfélaganum mínum á morgun.. Hún á eftir að hífa upp fegurðarstandardinn í liðinu.. Og það er nú mikilvægt..

This page is powered by Blogger. Isn't yours?