þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Allt að gerast hjá Draumadísinni...

Já það verður nóg að gera í vetur hjá snúllunni minni.. Hún er byrjuð á sundnámskeiði sem er á hverjum miðvikudegi.. Svo var ég að skrá hana í fimleika og þeir byrja á fimmtudaginn eftir viku og verða á hverjum fimmtudegi.. Svo verður hún áfram í handboltanum á hverjum laugardegi.. Ekki nóg með það þá er hún að sjálfsögðu alltaf að kippa í lóðin annars lagið með múttunni sinni.. Finnst æði að koma með mér að lyfta.. Mjög eðlileg.. Hún á alveg örugglega eftir að verða jafn nett og pen og mamman... Einmitt.....

Svo var ég að setja inn síðustu myndirnar frá Lanzarote og myndir frá ágúst..

Svo verð ég að taka undir með systu og sumarið.. Hér er líka að koma sumar aftur.. Þvílík snilld.. Lagði mig einmitt út á bekk í dag eftir vinnu.. Það er spáð áframhaldandi góðu veðri þannig að Hæja ætti nú að ná eitthvað af góða veðrinu..

Farin í háttinn..
Hrabba

Loksins komið sumar í Germany!

Nú er loksins komið almennilegt sumar í Þýskalandi.....það er búið að vera 30 stiga hiti síðustu 3 daga og spáir líka vel á morgun, kellan hefur að sjálfsögðu sleikt sólina eins mikið og hægt er á milli þess sem maður tekur sínar reglulegu göngur, kellan er orðin rosaleg í göngunum, spurning um að fá sér svona asnalega göngustafi... legg þetta undir nefndina. En þetta eru búnir að vera fínir dagar hjá okkur, við fórum í þessa fínu grillveislu á laugardaginn og svo buðum við einum í liðinu í hádegisgrill á sunnadeginum...... hér er ekkert til sparað skal ég segja ykkur, það er gjörsamlega nýðst á húsmóðurinni, en karlinn er búinn að bjóða 2 í liðinu í hádegismat á morgun, mér líður eins og Bryndísi Schram orðið.

Svo er annað mál, kellan setti áskorun á sjálfa sig, var helvíti sniðug. Sá þessar fínu buxur í gær..... gat náttúrlega ekki annað en keypt þær, en ég vildi þær að sjálfsögðu í minni stærð svo ég keypti þær bara í minni orgenal stærð. En ég varð að sjálfsögðu að útskýra þessi faránleg kaup mín við Gunnsan..... svo ég sagði honum bara að þetta væri mín áskorun......sniðug stelpan, en kellan er orðin eitthvað þreytt á þessum óléttufatnaði, enda er hann ekkert mjög smart!
Jæja víst að kortið var orðið heitt þá fórum við Gunnar næst í það að kaupa eitt stykki Kinderzimmer, bara allt saman komlett! Þýðir ekkert annað, en við föttuðum það allt í einu í gær að við vorum á síðasta snúningi þar sem það þarf að panta allt hér með 5-7 vikna fyrirvara......meira ruglið! En nú er allavega búið að afgreiða það allt saman.
Annars eru skemmtilegir dagar framundan, kellan á leið á tónleika á föstudaginn. Þetta eru kannski ekki beint tónleikar sem ég sótti eftir, við erum að tala um Ronan Keating..... ekkert spes I know! En allt liðið hans Gunnars og spússur fengu boðsmiða, þar sem tónleikarnir verða í höllinni þeirra í Mannheim. Ég stór efa að við Gunnar séum eitthvað að fara að kaupa diskinn hans og stútera..... en hver veit!
Annars verður fullt af einhverjum Tónleikum og uppákomum í vetur í höllinni, ég get nefnt að meðal annars er töframaðurinn David Copperfield að koma í okt, það væri gaman að fara á hann, en tíminn er kannski ekki sá besti!

Jæja elskurnar ég segi þetta gott í bili
Dagný

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Arna og prinsarnir farnir..

Snökt snökt.. Það er búið að vera æðislegt að hafa þau.. Greyið Arna mín fékk nú aðeins að taka á því síðustu tvo dagana því ég ákvað bara að verða veik.. Það var nú ekki mikið mál fyrir skvísuna að skreppa með öll börnin í dádýragarðinn.. Það kom svo bara í ljós að hún var aðeins hræddari við dýrin en börnin.. Haldiði að það hafi ekki komið dádýr á móti henni með risastór horn og ekki nóg með það það var blóð á hornunum.. Hún skipaði bara börnunum að hlaupa og í öllum æsingnum hlupu þau á brenninetlur.. En þau voru öll kát og glöð eftir þessa ferð, allavega börnin.. Þau voru alveg ótrúleg góð allan tímann og algjörir snillingar að leika sér saman.. Viktoría getur varla beðið eftir að hitta þá aftur í desember..

Við kepptum svo á Hummel Cup um helgina og unnum mótið.. Vorum samt að spila mjög illa og allir bara voða niðurdregnir eftir sigurinn.. Frekar fáránlegt þegar markmiðið var að vinna mótið.. En svona er þetta.. Það er nú samt frekar jákvætt að vinna þrátt fyrir að spila svona illa..

Það var svo verið að draga í riðla í undankeppni EM og lentum við í riðli með Sviss, Tyrklandi, Ítalíu, Búlgaríu og Belgíu.. Þetta verður skemmtilegt verkefni sem við verðum og eigum að klára.. Þetta verður í lok nóvember..

Jæja komin lúllutími á kelluna..
Hrabba

föstudagur, ágúst 26, 2005

Nóg að gera í eldhúsinu

Ég veit nú ekki hvað ég á að bulla núna, en það er annars voða lítið að frétta af mér.... ekki enn þá komin með hríðir! hí hí... en mallinn stækkar bara og stækkar. Kellan skellti sér á leik með Kronau-Östringen á móti Gummersbach, síðasti æfingarleikurinn fyrir komandi leiktíð. En leikurinn fór fram í nýju höllinn hans Gunnars SAP-Arena, þetta er engin smá leikvöllur. En íshokkíliðið í Mannheim mun líka spila þarna, við erum að tala um að það er svell undir handboltadúknum, frekar skondið....enda var frekar kalt í höllinni. Höllin tekur 14.600 manns, engin smá smíði, en það mættu 6000 manns á leikinn, sem þýddi að það var uppselt því að þeir voru ekki komnir með leyfi fyrir efri hæðinni, svo færri komust að en vildu. Mér skilst að það hafi verið 1000 manns fyrir utan, svo þetta er náttúrlega bara spennandi vetur fyrir þá en jafnframt erfiður....Annars stóðu íslendingarnir í Gummersbach að sjálfsögðu fyrir sínu, þar að segja þeir Robbi Gunn og Guðjón Valur. Ég missti reyndar af fyrstu mín. í seinna hálfleik, kellan tapaði sér alveg í kökunum í hálfleik.... þarna er ekkert til sparað. Við erum að tala um að það er Resataurant í Vip-herberginu, 3 réttaður matseðill og bar.....allt frítt, þið getið rétt ímyndað ykkur hvort þjóðverjinn hafi nýtt sér það!
Jæja nú verð ég að fara að huga að hádegismatnum, kellan ætlar að bjóða upp á Pítu að hætti Gunnsa, við erum að tala um það að við erum með aðflutta Pítusósu frá íslandi og allt saman. Nammmmm.... svo ætlar kellan að henda í pönnsur seinni partinn, haldið að það sé dekur hjá minni.
Thangað til næst
Dagný

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Ein Möttufærsla..

Hef ekki skrifað svo lengi þannig að ég stikla á stóru..

Síðustu viku hef ég:
-Verið á æfingu með rottu.. Mjög eðlilegt að hafa rottu skokkandi inni í höllinni..
-Farið í fótabað tvisvar sinnum á tveimur dögum í fótanuddstækinu hennar Rebbu.. Ég hefði átt að gera meira grín að henni.. Arna er með mér í þessu fótabaðsátaki og erum við búnar að hlæja mikið af þessu.. Það er svona algengara að vinkonur fara í andlitsaðgerðir en nei nei við völdum fæturnar.. Viktor er að missa sig yfir þessu..
-Gert jafntefli við Ikast í æfingaleik sem var mjög gott..
-Horft á Örnu koma heim úr Legolandi með sjóræningjahatt á hausnum og sjóræningjasverð í hendi.. Fyndnast var að hún vissi ekki að það væru fjórar íslenskar stelpur inni í stofu sem hún þekkti ekkert..
-Farið í tívolí og fór ekki í frítt fall..
-Misst af Hoppeloppeland. Snökt snökt...
-Auðvitað skellt í 2 marengs og Rice crispieskökur..
-Borðað grillaðar lundir Vikka Hólm..
-Sent Viktoríu á sundnámskeið..

Jæja nóg í bili.. Verð að fara að sinna gestunum..
Hrabba

mánudagur, ágúst 22, 2005

Nýjar myndir


Já þetta er það sem koma skal hjá Döggunni...... orðin snar-vitlaus í blogginu. Meira segja farin að taka áskorun og læti.....þökk sé Röggu. Takk elskan fyrir að leiða mig svona vel í gegnum Foki, málið var að ég gleymda bara að logga mig inn! Ekkert líkt mér! Svo nú er kellan búin að dæla nokkrum myndum inn, þar á meðal frá Hsí-hófinu og svo eitthvað frá því í sumar, þær eru ekkert svo margar en þetta tekur svo langan tíma, því myndgæðin eru svona helvíti góð hjá kellunni. Njótið bara elskurnar mínar.
Annars bara ágætur dagur hjá minni. Byrjaði daginn hjá lækninum, mér varð á og datt í tröppunum hjá lækninum (ekkert alvarlegt).......bara svona týpisk Dagný.... 10 mín seinna fannst mér þetta alveg magnaðislega fyndið og hló mig máttlausa hjá lækninum, það komu meira að segja hláturstár! Hvað er í gangi.... en það er fínt að maður getur hlegið á milli þess sem maður grætur.
Hafið það gott
Dagný "Die Blogger"

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Ekki ein í kotinu lengur!


Hí hí.... ég mátti til með að koma með eina skondna mynd í viðbót frá Hsí-hófinu! Fallegar finnst ykkur ekki?
Annars er kellan búin að endurheimta karlinn sinn aftur, voða fínt að vera búin að fá hann heim. En honum líður mun betur núna, svo okkur skilst að allt hafi heppnast vel í þetta sinn. En mín er búin að vera að drepa niður tímann á kvöldin með því að horfa á Jack Bauer í þáttunum 24, 3 seria.... þetta eru náttúrlega bara snildar þættir, við Weiberningar könnumst við það. En ég held að Alli hafi átt metið og horft á 1 seriu á einum sólarhringi eða svo! Já þetta voru sko erfiðir tímar í Weibern! Annars voða lítið að gerast hjá kellunni, dagarnar líða ekkert allt of hratt og ekkert allt of mikið að gera hjá minni. Er strax farin að sakna boltans en mín hreyfing er klukkutíma ganga á dag, vil ekkert vera að of reyna mýsluna mína!
Þangað til næst Dagný

Komin með veiðimann í húsið..

Já það er alltaf líf og fjör í Árósunum.. Sif, Hlynur og Elfa Sif voru hjá okkur frá mánudegi til föstudags og var æðislegt að hafa þau.. Á föstudagskvöldinu kom svo Arna vinkona með guttana sína, þá Arnór og Benna.. Þetta er nú þvílíka snilldin því þau leika sér svo vel saman að við foreldrarnir sofum bara út á meðan þau eru að leika.. Svo er Arnór veiðimaður að guðs náð og drepur allar hrossaflugurnar og kóngurlærnar og hendir þeim út.. Það hafa sjaldan verið eins fáar pöddur hjá mér eins og núna.. Spurning að redda svona næturgleraugum og láta hann í silfurskotturnar á næturnar.. Við fórum í tívolíið í Árósum í gær.. Mjög fínt tívolí fyrir börnin og Viktor sem skellti sér auðvitað í frítt fall.. Var látinn upp í einhvern turn í vesti og með hjálm og svo látinn falla niður í net.. Ég bar nú bara fyrir mig samningsbrot en samkvæmt samningi má ég ekki fara í neitt svona..
Viktor og Arna fóru svo með gríslingana áðan í Hoppeloppeland en ég er að fara að spila æfingaleik á móti Ikast og ætla þau svo að koma þangað..
Annars eru helstu fréttirnar úr boltanum hérna að Ålborg DH eru að berjast gegn gjaldþroti.. Kemur ekki á óvart þar sem þetta lið komst upp fyrir tveimur árum og urðu svo í öðru sæti í ár.. Sem er ótrúlegur árangur í dönsku deildinni.. Það er talað um að laun leikmanna séu um 100 mill ísk. á ári.. Mjög eðlilegt.. Það verður spennandi að sjá hvað gerist en ég reikna nú með því að þeir muni redda sér einhvern veginn.. Annars eru smá líkur á að við fáum sætið þeirra..

Jæja verð að fara að taka mig til.. Frábært að Daggan sé að fara hamförum.. Vonandi heldur hún áfram á sömu braut.. Snökt snökt...

Hrabba

föstudagur, ágúst 19, 2005

Hormons.......


Kellan alveg að verða Crazy í blogginu, 2 blogg á tveimur dögum össss..... og myndir og allur pakkinn (var að læra á þetta). En í þetta sinn er það mynd frá Hsí-hófinu, hófið sem klikkar sjaldan. Þetta var mitt fyrsta hóf alsgáð og hungraði mér ekkert í sopann næstu mánuðina, eða kannski vikuna! Þetta er mynd af hinni einu sönnu "líku", úfffff sjóð heitar að skála fyrir fyrsta líkubarninu. Því miður vantaði Begguna en hún fær bara að skála fyrir því næsta með okkur.....Pressa meðlimir!
Annars fór ég og heimsótti karlinn í dag og það var bara ágætt í honum hljóðið miðað við aðstæður. En það sem hafði klikkað við fyrstu aðgerð var að önnur sinin var ekki nógu vel fest og upp úr því kom sýking. Ég á von á honum heim á mánudaginn svo mín er svolítið einmanna í kotinu þessa dagana. En það var samt voða fínt að fá Eibbuna og Lúkasinn í gær. Hann er náttúrlega bara æði þetta barn. Mér langaði að éta krullurnar hans. En maður er samt ekki alveg einn, því fólkið fyrir ofan heldur fyrir manni skemmtun á nóttinni. Ég get svo svarið það, ég var upp í rúmi með tölvuna að horfa á Die Hard og þau yfirgnæfðu háfaðann. Í fyrstu hélt ég að það væri verið að brjótast inn í bíl hér fyrir utan en nei nei, það er bara allt á fullu þarna uppi. Óóójjjjjj barasta (com on, þau eru yfir fimmtugt ég vil ekki vita af því að svona fólk sé að gera dodo) og nú er ég alveg hætt að hlæja því þetta er ekki fyndið lengur. Ég var alveg á því að það væri hundur með í spilinu hjá þeim en þegar ég fræddi Gunnar Berg um þessa nótt þá þóttist hann kannast við hljóðin....Neibb Dagfríður mín þetta er ekki hundur, þetta er kerlingin. Gunnsinn alveg með þetta á hreinu! Já ég skal sko segja ykkur það, en þetta heldur kannski tárunum til baka hjá mér..... en kellan er orðin alveg rosaleg, ég bara græt yfir engu. Ég labbaði inn á sjúkrahúsið í dag og fór bara að hágráta, horfði á When a men love's a women í gærkveldi og grét úr mér vitið (reyndar mjög svo átakanlega mynd)......hvað er annað hægt að segja en......Hormons!
Jæja hef þetta fínt í bili.
Dagný

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Ein lítil "skemmtileg" sjúkrasaga!


Jæja þá er komið að okkur Gúmmíbirninum að setja nokkrar línur á netið.... erum búin að vera eitthvað voða upptekin hér í Germany. En verðandi stóra frænka mín hringdi í okkur áðan og spurði hvort við værum ekki örugglega á lífi! Eftir að við komum út erum við búin að virkja húsið okkar sem eitt sjúkrahús, jú jú hann Gunnar Berg fór í aðgerð á öxl á afmælisdegi sínum 27 Júlí og eftir það eru þetta ekki búnir að vera góðir dagar hjá greyinu. Takk fyrir punktur og pasta.....loksins hlustuðu menn á okkur og karlinn var lagður inn í gær og undir hnífinn í annað sinn! Frábært! Það var komin svona slæm sýking í öxlina svo nú krossleggur maður bara fingur að allt hafi farið vel. Frá boltanum í 2 vikur hafa breyst í 5 mánuði. En upphaflega átti bara að losa einhverja taug sem hamlaði hreyfingum að þeirra mati! Jesús minn þeir vissu ekki betur.... svo kom á daginn, 2 x sinar voru slitnar og svo sýking í framhaldinu á því..... já ég skal sko segja ykkur það. Og mín komin 7 mánuði á leið, með bumbuna út í loftið og enginn til að dekra við mann. Ef við eigum ekki skilið að fá klapp á bakið núna, hvenær þá?
Nóg af vælinu í mér, ég ætla nú ekki að drepa lesendur með einhverjum sorgarsögum loksins þegar maður skellir línum á netið! Kellan verður að dunda sér við eitthvað meðan hún er ein heima svo mín bjallaði bara í Eivor og Lúkas og þau eru á leiðinni í mat í kvöld. Annars líður okkur bumbubúanum bara vel og bíðum spennt eftir næstu skoðun sem er á Mánudaginn.
Hafið það gott elskurnar, ég skal svo lofa að vera duglegri að skrifa inn á bloggið næstu vikur.
Luv Dagný

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Í minningu Dríbbu Skúl...

Já Dríbban ekki að standa sig á blogginu en ég vildi minnast hennar með einni færslu sem hún skrifaði frá Berlín síðasta haust.. Það eru eflaust margir sem hafa misst af þessari þar sem síðan var frekar ný þannig að ég læt hana hér með flakka.. :

Já skrýtinn dagur í dag hjá frúnni en hressandi!!
Frúin maetti í skólann í dag ( 3 dagurinn ) en ég var búin ad missa af tveimur sídustu tímum útaf flutningum. Alla veganna, ég hef greinilega ekki misst af miklu tví enn er kennarinn ad spyrja bekkinn "Wie heißen Sie?" og " Woher kommen Sie?". Eins og ég hef sagt ádur thá er thetta mjög litríkur bekkur, fólk frá hinum ótrúlegustu stödum!
Tíminn í dag byrjadi á thví eins og hinir tímarnir "Wie heißen Sie, woher kommen Sie og sídan var einni spurningu baett vid "hvad gerir thú eda vinnur vid"? Afganistinn kom sterkur inn hann segist koma fra Muhamed..bla bla sem sagt ekki ad ná spurningunni. Èg átti pínu erfitt med mig thar sem thad tók smá stund ad útskýra fyrir Muhamed ad thetta vaeri nafnid hans en hann kaemi frá Afganistan! En svo er Palestínumadurinn spurdur ad thví vid hvad hann vinni, heyrdu thá var hann straujari, já hann straujar bara föt allann daginn, thad tók fínan tíma fyrir kennarann ad átti sig á thessu hvad madurinn gerdi! Eftir thad uppljóstrar Spaensk bekkjarsystir mín ad hún vinni vid danskennslu. Heyrdu thá fer Palestínumadurinn ad reyna ad komu thví útur sér ad honum langi til ad laera ad dansa!! Thetta tók mjög langann tíma fyrir Palestinumanninn ad útskýra en loksins thegar bekkurinn skyldi thetta thá sagdi Afganistinn frekar pirradur ad hann aetti bara ad fara á diskó og dansa thar!! Thá sprakk ég... (hugsadi med mér " èg er stödd í skólastofu í Berlín thar sem Afganisti er ad benda Palestínskum straujara ad fara á diskó til ad laera ad dansa)!! Thetta var hraedilegt ég gat ekki hamid mig, kennarinn spurdi mig meira ad segja hvort thad vaeri ekki allt í lagi!
En já gód saga (hefdir kannski thurft ad vera tharna)! Alltaf frekar vandraedilegt thegar madur faer hláturskast einn og nota bene thekkir engann!
Já súr skóladagur....spurning hvort madur útskrifist med einhverja grádu eftir thetta nám!!!!

laugardagur, ágúst 13, 2005

Silfurskottur halda árshátíð..

Og ekki nóg með það þá ákváðu þær að halda hana heima hjá mér.. Líf og fjör hér.. Þvílíkur vibbi, komum heim í gærkvöldi eftir að hafa spilað æfingaleik upp í rassgati. Þegar ég kveikti ljósin var bara allt morandi í silfurskottum.. Þær eru nú yfirleitt bara í baðherbergjum en þessar voru búnar að dreifa sér út um allt.. Á ganginum, stofunni, herberginu okkar og eldhúsinu.. Ég get glatt komandi gesti mína með því að segja ykkur frá því að hér var framið fjöldamorð í gær.. Held svei mér þá að ég hafi drepið þær allar.. Er ekki búin að sjá neina í dag..

En aftur að æfingaleiknum, við spiluðum á móti Ålborg DH sem urðu í 2 sæti í fyrra.. Vorum að spila mjög vel og var leikurinn í járnum allan tímann.. Við enduðum svo á að tapa með tveimur.. Margt mjög jákvætt.. Viktoría mætti auðvitað að horfa á múttuna sína og átti góðan gullmola eftir leikinn.. "Mamma má ég spyrja þig að einu? Af hverju varstu að "skubbe"(ýta, hrinda... hljómar bara betur á dönsku) öllum í rauðu búningunum?" Fannst greinilega móðir sín full gróf þarna inná.. Tek það samt fram að ég var aldrei rekin útaf..

Dísin var svo að gera gott mót í dag í Bilku.. Náði sér í eitt stykki skallablett.. Var eitthvað að leika sér undir innkaupakerrunni og náði að flækja hárið á sér svona svakalega. Fór allt í einu að hágráta og þegar ég leit við þá sá ég bara hárlufsu á gólfinu og ekkert smá mikið hár.. Aem betur fer er þetta einhvers staðar inni í miðju þannig að það er auðvelt að fela þetta.. Nema ég ætli að gera tígó þá verður skallablettur í miðjunni..

Á morgun fæ ég svo allt liðið í hádegismat.. Æfum tvisvar á morgun og borðum á milli.. Orri ætlar að töfra fram pastarétt fyrir stelpurnar.. Viktor verður yfirþjónn og Viktoría honum til aðstoðar..

Best að koma sér í háttinn svo ég lifi morgundaginn af..

Hrabba skotta

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Loksins komin í samband við umheiminn..

Ekkert smá erfitt að vera netlaus í marga daga..

Er búin að vera í Rykkin (rétt hjá Osló) í æfingaferð í 5 daga og var það svona frekar í lengri kantinum sérstaklega vegna þess að það var mjög leiðinlegt veður allan tímann. Það var því mest handið inni í höllinni þar sem við æfðum og sváfum. Ég fékk reyndar leyfi til að fara í heimsókn til Theo og Auðar og var það frábært.. Theo bauð í mat og stendur kallinn alltaf fyrir sínu.. Rosa gaman að hitta þau skötuhjú og enn og aftur takk fyrir mig.. Ég verð heim næst þegar þið komið í Danaveldið..
Við fórum annars inn í Osló á laugardagskvöldið og lögðum í Skippergade þar sem "allir" dópistarnir í Osló eru.. Þvílíkur viðbjóður, og fólk bara að sprauta sig þarna fyrir framan okkur.. Ég hef bara aldrei séð jafn mikið af ógeðslegu fólki eins og þarna í Osló.. Svo loksins þegar ég komst burtu frá dópistunum þá sá ég anorexísjúkling nánast deyja fyrir framan mig.. Það var skelfileg sjón.. Einhver maður var að reyna að hjálpa konunni að standa upp eftir að hún hafði hrunið í götuna.. Það gekk mjög hægt og illa þangað til að hann náði að reisa hana upp við staur sem hún náði að halda sér í.. Þar stóð hún bara og gat ekki hreyft sig.. Við vorum búnar að fylgjast með henni í einhvern tíma og fór ein úr liðinu mínu og spurði hvort hún gæti hjálpað henni.. Hún bað hana um að hjápa sér aðeins frá götunni og kom hún í sjokki til baka eftir að hafa haldið undir handleggin á henni ef kalla má handlegg.. Hún var svo hrikalega mjó að hún hefur ekki verið mikið þyngri en Viktoría.. Hún gat nánast ekki andað EN hún var með make up fyrir 6 manns.. Ótrúlegt að hafa orku í það þegar hún gat ekki staðið í fæturnar og varla andað.. Hrikaleg sjón..
Það skemmtilega við Osló var að við fórum í Laser byssó þar sem mér tókst auðvitað að verða 5 ára med det samme.. Þvílík snilld.. Ekkert smá gaman og svo til að toppa þetta þá prófaði ég einhverja dansvél sem er b.t.w. keppt í.. Þvílíkt snilldartæki þar á ferð.. Ég mun redda myndum af mér á dansvélinni góðu og henda inn á myndasíðuna seinna..

Orri kom svo til okkar á í gær og verður hjá okkur næstu daga.. Gaman að fá strákinn hingað og er hann að gera rosa gott mót hérna.. Er búinn að vera að elda sig vitlausann hérna á meðan við reynum að gera eitthvað að viti í húsinu (hann er líka komin í nestisdeildina).. Enn fullt af kössum eftir.. Viktor og Stulli eru búnir að vera rosa duglegir að mála þannig að það er að verða búið.. Við klárum þetta á næstu dögum enda fullt af gestum á leiðinni.. Sif, Hlynur og Elfa Sif koma á mán.. Eivor og Lúkas koma svo kannski líka í næstu viku.. Arna, Arnór og Benidikt koma svo kannski 20.ágúst og verð í viku.. Þannig að það verður vonandi líf og fjör í Árósunum næstu daga og vikur..

Jæja verð að fara að lúlla..

Kveð í bili
Hrabba

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Til hamingju með afmælið!

Stórmerkilegur dagur..Hún Hrabba á afmæli!;)
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!
Kella er orðin 28 ára gömul.. það skemmtilega við þann aldur hjá henni er að þetta var mikill viðmiðunaraldur hjá henni.. því þegar hún væri orðin 28 ára vildi hún eiga barn og vera gift! (og pottþétt eitthvað fleira) Til hamingju þér tókst það!
Hrabba lengi lifi!! HÚRRA-HÚRRA-HÚRRA!!
Knús&kiss frá Hæju
P.S. afmælisgjöfin þín ár er sú að ég og Valný dveljum hjá þér og þínum frá 2.sept. til 10.sept. 2005! Jibby...

laugardagur, ágúst 06, 2005

Þjóðhátíð 2005

Þjóðhátíðin var mögnuð í alla staði!! Er búin að heyra fullt af fólki segja að þetta hafi verið sín besta,, þetta var allavena mín besta af fjórum. Við vinkonurnar leigðum okkur eitt stykki einbýlishús sem er bráðnauðsynlegt! þar héldum við magnað party sem gestum og gangandi vegfarendum varið boðið í,spes! Við Daði enduðum næstum í slag eftir rifrildi í party-inu! En hann þorði síðan ekki í mig og við sættumst með því að ég tók Absent flöskuna af honum! Ekki vinsæl! :/ Góð Hanna,, eða meira góður Skúli! ég var nebblega Skúli á föstudeginum og laugardeginum.. var með svona alpahúfu einsog pabbi gengur með nema hvað hún var úr leðri og með deri!! Góð húfa,, en henni fylgdu líka leiðindi því ég fékk að heyra það ósjaldan að ég væri ljót með hana og alveg eins og karlmaður,,lét nebbla hárið undir húfuna! Já það tekur á að vera Skúli!! ;)
Er reyndar ennþá einsog karlmaður því röddinn mín er ekki enn komin til baka!
Rebekka fór á sínu fyrstu þjóðhátíð,, fann smá vott af byrjenderfileikum hjá henni,, en hún stóð sig vel! Daði var með óvenju mikið vit yfir helgina.. kannski því hann var fullur ábyrgðar á litlu syst, en ég af þeim! Reyndar björguðum við Sandra vinkona honum eitt sinn frá nauðgun,, en það var ómennsk manneskja að reyna við hann á sláandi hátt! Sandra er enn að pæla hvers kyn það var!
En jæja get ekki meir,, vil ekki fara út í smáatriðin eða einkahummorinn!
Er svo góð í þetta sinn að ég kýs að hlífa ykkur ágætu lesendur!
Go Þjóðhátíð!
Skúli Hanson

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Klósettblogg....

Skrifað í gær, gat ekki sett þetta inn...

Jæja þá erum við flutt og laus við nágrannana í bili.. Fínt að geta slappað aðeins af í draslinu í kringum sig.. En við getum svo sem lítið gert núna fyrr en búið er að mála.. Við erum ekki með heimasíma í augnablikinu en það er hægt að hringja í gemsana okkar..

Viktor byrjaði að vinna á mánudaginn þannig að nú erum við bæði komin á fullt og Dísin auðvitað á leikskólanum. Ég fer svo til Osló á fimmtudagsmorgun og kem ekki heim fyrr en á þriðjudaginn (þá á ég afmæli).. Hlakka ekkert voða mikið til, vorum þarna á sama stað í fyrra og alls ekki spennandi staður.. Erum í einhverjum pínulitlum bæ fyrir utan Osló. Ég verð því sennilega ekki nettengd fyrr en á þriðjudaginn og þá sennilega alveg nettengd.. Erum í augnablikinu bara með netsamband úr einu horni inn á klósetti.. Vorum með þráðlaust í gamla húsinu og það nær sem sagt yfir í eitt horn inn á klósetti í nýja húsinu.. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég eyði engum tíma á netinu þessa dagana.. Þetta hefði nú verið strax skárra ef ég hefði verið nettengd meðan ég væri að kúka (enn betra fyrir Viktor sem eyðir mun meiri tíma í þetta) en nei nettengingin nær ekki alveg svo langt.. Þarf að standa út í horni.. Nóg um það..

Á meðan ég er í fríi hefur Hanna Lóa lofað að taka við vefstjórn síðunnar og ætlar hún að henda inn 2-3 pistlum.. Einn ef ekki tveir verða um þjóðhátíðina í Eyjum sem ég er b.t.w ekki búin að heyra neitt um.. Er farin að hallast á að það hafi verið leiðinlegt (einmitt..).. Harpan mín hugsaði allavega til mín í þjóðsöngnum í brekkunni og söng fyrir mig í leiðinni...

Jæja verð að fara að lúlla.. Mjög langur dagur framundan á morgun...

Kveðja

This page is powered by Blogger. Isn't yours?