sunnudagur, apríl 30, 2006

Múnari dagsins: Hrabba Skúla..

Já dagurinn í dag hverður lengi í minnum hafður.. Það var einhver rosa hjólreiðaviðburður í Århus í dag og áttum við stelpurnar í liðinu ásamt einhverjum bæjarfulltrúa að hjóla fyrstar af stað og starta þessu og svo eftir nokkur hundruð metra áttum við að beygja í aðra átt á meðan alvaran byrjaði.. Ég hélt fyrst að þetta væri bara svona eins og Reykjavíkurmaraþonið (svona flestir komnir bara til að vera með og "hygge sig").. En nei nei þarna voru mættir Bjarne Riis og félagar hans hjá CSC og endalaust af einhverjum svaka liðum frá öllum löndum.. Þetta var sem sagt svona alvöru alvöru og bílarnir út um allt með extra hjól á toppnum og svona.. Þessir hjólagæjar eru auðvitað bara snilld í þessum þröngu glansbúningum sínum, flestir undir 160cm og 55kg og búnir að raka mjög vel á sér lappirnar og maka þeim inn í olíu.. Við auðvitað eins og vitleysingar þarna innan um þá á bæjarhjólum (setur 20 dkr og færð þær svo tilbaka þegar þú skilar þeim).. En allavega þá átti þetta nú eftir að versna (eða allavega verða fyndnara) því um leið og við lögðum af stað á eftir einhverri lúðrasveit þá komu allir þessir vitleysingar og umkringdu okkur þannig að ef maður hefði misst smá stjórn á hjólinu þá hefði maður nú bara velt þessum hjólanördum niður eins og domino kubbum... En sem betur fer þá gerðist það nú ekki en haldiði ekki að einn CSC gaurinn hafi hjólað alveg upp við mig og tekið aftan í buxnastrenginn hjá mér og kippt niður um mig buxunum (náði nú samt bara annari hliðinni þ.e.a.s. önnur rasskinnin náði bara að sjást.. Gæjinn auðvitað að drepast úr hlátri af eigin fyndni.. Ekki það að ég hló nú örugglega manna mest.. Þetta var bara svona móment sem hefði þurft að nást á filmu.. Shit hvað þetta var fyndið.. Já en ég er allavega búin að hjóla með öllum þessum aðal og meira að segja múna á einhverja þeirra... hahaha.. Sko Drífa get djellös..

Eftir bossasýninguna fórum við svo í tívolí með Viktoríu og Köru og skemmtu þær sér konunglega..

Á morgun er svo prinsessupartý fyrir leikskólavinkonur Viktoríu.. Mikil tilhlökkun..

Frú bossi kveður
Hrabba

föstudagur, apríl 28, 2006

Síðasti dagurinn á leikskólanum í dag..

Já þá er dramað búið í bili.. Kvaddi í dag á leikskólanum en það getur verið að ég fari að vinna þar aftur í byrjun ágúst.. Ætla fyrst að athuga hvort það sé eitthvað að finna í Trige þar sem við munum búa.. Fólkið virðist farið að þekkja mig ágætlega því ég fékk allt í allt rúm 2 kíló af súkkulaði í kveðjugjöf.. Það þarf því ekki að fylla nammiskápinn í mjög langan tíma..

Við mæðgur munum svo bara hafa það rosa gott hérna heima þangað til við komum heim til Íslands á fimmtudaginn.. Búnar að bjóða öllum stelpunum úr leikskólanum hennar Viktoríu í prinsessupartý..

Á morgun ætlum við svo að fara til dönsku fjölskyldunnar minnar í Hedensted og borða þar.. Kara besta vinkona Viktoríu ætlar að koma með okkur og sofa svo hjá Viktoríu.. Brjáluð spenna fyrir því auðvitað..

Góða helgi öll sömul
Hrabba

P.S Eivor setti þennan prumplink inn á síðuna sína um daginn og þetta verður bara fyndnara og fyndnara..

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Svo gott sem húseigendur..

Já þá er þetta svo gott sem klárt.. Við búin að skrifa undir og seljendur líka og nú er það eina sem getur klikkað að við hættum við en við höfum 6 daga til þess að hætta við og þá mun það kosta okkur einhvern 150 þúsund kall.. En það á auðvitað ekki eftir að gerast..

Við munum svo flytja inn 1.sept þannig að það eru alveg rúmir 4 mánuðir í þetta.. Annars er nú tíminn fljótur að líða og við erum auðvitað með frábæran garð hérna þannig að ég get alveg beðið..

Viktoría fékk svo línuskauta í dag og þá bleikustu í bransanum.. Ekkert smá fyndið að sjá hana á þessu.. Hún er nú þó hugrakkari á þeim en á blessaða hjólinu..

Má ekkert vera að þessu.. Er að baka fullt af marengsum fyrir vinnuna á morgun..
Hrabba

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Sommer i Danmark..

Ótrúlegt en satt þá gleymdi ég að segja frá því að sólbekkurinn var vígður í gær.. Geðveikt veður og Hrabban skellti sér bara í tveggja tíma sólbað og náði meira að segja aðeins að roðna.. Stefni á að ná nokkrum freknum fyrir heimkomu.. Snilld að geta verið á stuttbuxum og stutterma til 20 í gærkvöldi.. Það var nú svo sem komin tími á sumarið hérna enda að koma maí..

Bankamálin fóru vel í dag.. Ég meina hver vill ekki eiga Hröbbuna og fá svo eitt stykki Viktor í kaupbæti.. Sparkassen Kronjylland ætlar sem sagt að eiga okkur þangað til við flytjum heim eftir mörg ár.. Gaman að því.. Maður er auðvitað ekkert í tísku á klakanum ef maður er ekki eign bankanna... Svo er bara undirskrift á morgun hjá fasteignasalanum... En svo má ekkert fagna fyrr en seljendur eru búnir að skrifa undir líka..

Jæja farin í Lost...
Hrabba

mánudagur, apríl 24, 2006

Þetta er að ganga upp..

Vaknaði 08.30 í morgun raddlaus (Skrámur öfundar mig) og það fyrsta sem ég gerði var auðvitað að hringja í fasteignasalann og segja honum að ÉG væri að fara að kaupa þetta hús.. Lét svo mann úr klúbbnum hringja strax á eftir og tala við hann.. Fasteignasalinn hringdi svo aðeins seinna og spurði hvort að ég gæti mætt á miðvikudaginn að skrifa undir.. Hélt það nú.. En það er eins gott að fagna ekki fyrr en búið er að skrifa undir.. Hef nú svo sem verið tekin í þurrt áður (Viktor er að spá í að gefa skólastjóranum sleipiefni í jólagjöf svona ef hann ætlaði að taka fleiri en okkur í framtíðinni).. Við eigum svo fund með bankanum á morgun kl.14 sem ætti að ganga upp.. Pappírarnir líta vel út og svo eru þeir stór sponsor í klúbbnum og meira að segja persónulegur sponsor hjá mér..

En svona fyrir ykkur sem langar að kíkja á húsið þá er það hér..

Skrámur kveður

sunnudagur, apríl 23, 2006

Er að drepast úr stressi..

Allt að gerast núna.. Búin að fá peningamann til að kíkja á peningamálin og þetta lítur bara mjög vel út.. Ættum að fá samþykki hjá bankanum á morgun eða hinn.. Svo er bara málið að það er allavega eitt annað par sem hefur sýnt húsinu mikinn áhuga.. Ég hreinlega leggst i gólfið og grenja í viku ef ég fæ ekki þetta HÚS.. Og svo er bara málið að ég hef ekki tíma til að finna nýtt þar sem ég er að fara að koma heim til Íslands.. Nú verð ég bara að kveljast í allaveg einn dag í viðbót og jafnvel fleiri.. Nenniði að senda mér happastrauma (gæti kannski fengið eitthvað af þinni heppni Kristín mín), finnst ég eiga það alveg skilið..

Læt ykkur vita þegar eitthvað gerist.. Ef það heyrist alls ekkert frá mér þá ligg ég grenjandi í gólfinu..
Hrabba

föstudagur, apríl 21, 2006

Nú tekur bara biðin við..

Já ballið er sko aldeilis byrjað hérna hjá okkur.. Fórum áðan og kíktum á hús sem okkur leist alveg rosalega vel á og ætlum okkur að kaupa það.. Nú er bara að bíða og vona að allt gangi upp.. Ég verð geðveik (geðveikari) ef ég fæ ekki þetta hús, það er bara ekkert öðruvísi..

Nú er bara komin helgi sem verður eflaust mjög fín fyrir utan biðina..

Góða helgi
Hrabba

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Er ekki að ná mér niður..

Fékk þær hræðilegu fréttir í gær að það á að henda okkur út úr húsinu þann 1.júlí sem er eftir rúma 2 mánuði.. Skólastjórinn hérna í Íþróttaháskólanum var búin að lofa okkur munnlega á síðasta ári að við fengjum að halda þessu á samningstímanum.. Samkvæmt reglum mátti hann ekki gera skrifegan samning en við auðvitað treystum karlhel..... og nú ættu flestir að geta reiknað út hver það er sem er komin á dauðalista Hröbbunnar.. Viktor fór yfir til hans í dag og sá til þess að hann mun nánast drepast úr samviskubiti.. Maðurinn minn getur verið snillingur í kjaftinum og hann tók skólastjóraaulann og pakkaði honum.. Gat ekki svarað neinu né horft framan í hann.. Hann veit auðvitað upp á sig sökina og vonandi á hann eftir að blæða vel fyrir þetta.. Fyrir það fyrsta hefðum við aldrei flutt hingað í fyrra, þegar okkur var hent út úr hinu húsinu, ef við hefðum vitað að það væri möguleiki á því að okkur yrði hent út aftur.. Hans orð sáu nú til þess að við höfðum engar áhyggjur.. Viktor búinn að mála allt húsið, búið að innrétta prinsessuherbergið hennar Viktoríu, láta sauma gardínur í gluggana og auðvitað setja upp þjófavarnarkerfi.. Þetta er bara ömurlegt og það versta við þetta allt er að ég er að fara að koma heim eftir 2 vikur og kem ekki aftur til Danmerkur fyrr en 5 vikum seinna.. Það verður ekkert grín að standa í þessu veseni.. Og nú viljum við bara kaupa því ég meika ekki að láta henda mér út einu sinni enn..

En ekki það að í fyrra þegar okkur var hent út þá var það alfarið sök félagsins þannig að þetta er auðvitað bara þeirra mál.. Við munum ekki svo mikið sem klippa neglurnar fyrir næstu flutninga hvað þá lyfta fingri.. Þetta á örugglega eftir að verða heljarinnar vesen og það er eitthvað sem ég á erfitt með að tækla.. HATA VESEN.. Ekki fyrir mig..

Og ofan á allt saman þá held ég að foreldrar mínir séu búnir að afneita mér.. Þau vilja allavega ekki svara í símann þegar ég hringi.. Hvað er að gerast??? Fara bara til Kúbu og neita að tala við dóttur sína.. Er ekki einhver sem vill ættleiða mig????

Hætt að væla í bili og farinn að eyðileggja eitthvað hérna í húsinu.. Krota á veggina, rispa parketið, kasta steinum í gluggana og all það helsta..

Hrabba brjál

P.S Elskulegur tengdafaðir þú verður að afsaka orðalagið hér að neðan.. Stundum er bara voðalega erfitt að finna réttu orðin.. Og stundum er bara ekki nóg að telja upp á 10 og ekki einu sinni 1000..

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Það er verið að taka mig í þurrt...

Blót blót blót.. Það er verið að taka mig í þurrt rassgatið og mér líkar það engan veginn.. Dauðalistinn er endurvakinn og á honum er einn skitinn dani.. Er svo pirruð að ég verð að skrifa seinna..

Over and out
Hrabba

mánudagur, apríl 17, 2006

Sjálboðið er góðum gesti..

Já þetta er málshátturinn úr páskaegginu mínu.. Á ekkert smá vel við mig.. Eivor benti á að auðvitað var þetta um hana sem er nú mikið rétt.. Erum búin að vera hálf einmanna í kotinu eftir að Eivor og Lúkas fóru.. Viktor vildi endilega fara að bjóða einhverjum í mat og helst í gær.. Við erum auðvitað ekkert eðlileg.. Við gætum auðveldlega verið með gesti allt árið.. Það þurfa fleiri að fara að panta.. Og einhver sem þorir með mér í frítt fall í tívolíinu (sem sagt ekki þú Hanna mín).. Er búin að lofa því að ég fari í sumar og það er nú eins gott að standa við það..

Svo er það bara vinna á morgun eftir mjög langt frí.. En það verður nú fínt að komast í vinnuna aftur og svo á ég bara 2 vikur eftir og þá er ég hætt í bili.. Búin að segja stöðunni minni upp en verð svo ráðin aftur í ágúst.. Ætla að minnka við mig vinnu, mjög eðlilegt, fer sem sagt úr 20 tímum í 12-14.. Vinn bara tvisvar í viku sem verður fínt því við munum æfa stundum tvisvar á dag á næsta tímabili.. Ég sem var algjör vinnualki á Íslandi er að verða danskur aumingi.. Nú á ég bara eftir að fara í veikindaleyfi vegna stress og þá er ég búin að toppa þetta.. Ég á aldrei eftir að geta vanist nútíma íslensku geðveikisþjóðfélagi.. Er að plata Viktor í að fara að byggja bráðum hús í Danmörku og búa hér allavega í 10 ár í viðbót.. Er ekki alveg búin að selja honum hugmyndina..

Annars bara fínt að frétta af okkur..
Hrabba

sunnudagur, apríl 16, 2006

Búin að éta yfir mig..

Meikaði ekki einu sinni að gera páskamatinn.. Það voru grillaðar pylsur í matinn.. Hversu sorglegt er það? Á ekki eftir að geta eldað alla vikuna það verður líka átak núna í 2 vikur þar til ég kem heim svo þetta endi ekki með að ég þurfi að kaupa tvö flugsæti..

Það er búið að vera æðislegt að hafa Eibbuna mína hérna og auðvitað snillinginn Lúkas. Erum búnar að rifja upp margar skemmtilegar sögur frá því í gamla daga.. Já það er sko ýmislegt sem við vinkonurnar höfum lent í en ég held að karlhóran komist mjög nálægt því að toppa allt.. Tókum einu sinni eitthvað strákgrey uppí á Laugaveginum og áður en við vissum af var hann farinn að bjóða sig á 10.000.. Við hlógum okkur vitlausar alveg þangað til við föttuðum að hann var bara alls ekkert að grínast.. Vorum nú ekki lengi að henda honum út eftir það..

Annars bara fínt að frétta og ég er búin að setja inn nýjar myndir á myndasíðuna..

Kveðja
Hrabba

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Eibban í heimsókn..

Kom í gær með Lúkas töffara og verða þau hjá okkur til sunnudags.. Það er auðvitað búið að plana allan tímann og að sjálfsögðu plana hvað á að vera í matinn alla dagana. Fórum í dag í Leikland í Vejle og skemmtum okkur mjög vel.. Á morgun ætlum við í dýragarð og svo tívolí á laugardaginn..

Annars ætlaði ég bara að óska ykkur gleðilega páska og hafið það rosa gott og reynið að éta meira en ég.. Ég kem sterk inn eftir páska í skrifunum.. Þarf að losa mig við marið á enninu svo hausinn fari að virka aftur.. Eins og það eigi eftir að gerast..

Kveðja
Hrabba

P.S Einar hetja ég gat sett myndir inn á ipodinn en get ekki sett inn video ennþá.. Viltu ekki bara kíkja í heimsókn?

mánudagur, apríl 10, 2006

Lifði af án internetsins..

Og það í heila viku.. Ótrúlegur árangur það.. Komin heim frá Tékklandi úr ágætis ferð.. Alltaf gaman að heyra allt nýja slúðrið.. Hanna bara ólétt og á leið í Stjörnuna.. Er ekki í lagi með fólk?? Svo var nú mikið talað um spjallið á sportinu og það nýjasta þar.. Vá hvað fólk getur verið vangefið.. Það er svo mikið til af illa innrættu og viðbjóðis fólki að það væri best geymt á eyðieyju.. En ekki það að auðvitað á fólk ekki að fara inn á þetta spjall.. Ég hef ekki farið inn á það í tvö ár því ég verð alltaf svo pirruð á að lesa þetta.. Fékk algjöran viðbjóð þegar allir voru í keppni í að rakka Loga Geirs niður.. Því fólki hlýtur að líða rosalega illa í velgengni hans núna.. Þetta er auðvitað bara fólk með brjálæðislega minnimáttarkennd sem meikar ekki að aðrir séu betri.. Það væri auðvitað bara snilld ef að Kári Stefáns myndi nú láta verða að því að rannsaka þetta öfundsýkisgen í Íslendingum.. Það gæti verið mjög skemmtileg eða heldur leiðinleg útkoma..

Flestir sem lesa þessa síðu vita að ég missti af fluginu um daginn.. Dramað hélt áfram í gær þar sem fluginu var aflýst og ég átti að gista á hóteli í nótt og taka flug í morgun með millilendingu.. Nei takk ég var ekki að fara að taka þátt í því.. Sagði honum að koma mér til Danmerkur hið snarasta og endaði það með flugi til Köben í stað Billund sem þýddi að við þurftum að taka 4 tíma næturlest (fer extra hægt á nóttunni) og vorum ekki komnar heim fyrr en 4 í nótt í stað 22 í gærkvöldi.. En ég er allavega komin heim og búin að sofa fullt og meira að segja setja myndir á myndasíðuna frá ferðinni.. Endilega kíkið við..

Farin í háttinn..
Hrabba

laugardagur, apríl 01, 2006

Gengur vel að spreða..

Já er að gera mjög gott mót hérna í Þýskalandi.. Búin að kaupa mér fullt af nauðsynlegum hlutum og ekkert smá ánægð með kaupin.. Viktor minn bara heima í Danmörku að vinna aukavinnu svo ég geti nú spreðað..

Annars margt skondið hérna í Þýskalandi.. Hártískan það versta, skil nú Elfu og Eivor að þær skuli vera að peppa sig endalaust upp í að fara inn á þýska hárgreiðslustofu.. Ég mynsi fyrr snoða mig sjálf en að fara í klippingu hérna.. Hárið á þessum þjóðverjum er hreinn viðbjóður og það eru varla til undantekningar að fólk sé með fínt hár hérna.. Það er líka mjög fyndið að horfa á Bundesliguna í handboltanum því að það er hægt að spotta út alla þjóðverja á hárinu einu saman.. Það væri gaman að vita hvað þeim finnst um fólk eins og okkur, við erum örugglega hrikalega hallærisleg í þeirra augum...
Svo er nú annað frábært hérna en það eru bílastæði sem eru sérmerkt fyrir konur og eru að sjálfsögðu bestu bílastæðin fyrir utan fatlaðra bílastæði.. Hvað er það?? En þetta er auðvitað mjög klókt þar sem við konurnar erum auðvitað bestu viðskiptavinirnir í mollunum og mjög mikilvægt að við fáum stæði.. Svo eru önnur stæði merkt fjölskyldum.. Spáið í hvað það hlýtur að vera ömurlegt að vera piparsveinn í leit að stæði.. Enginn smá minnihlutahópur þar á ferð þegar kemur að því að leggja í stæði, haha..

Hittum svo Eibbuna mína, Lúkas æði pæði og járnkarlinn Alex.. Voða gaman að hitta þau og Lúkas bara snillingur.. Það verður ekkert smá gaman að fá hann til Danmerkur og fara með hann í Hoppuloppuland og fleira skemmtilegt..

Litli frændi búin að vera pínu slappur síðan moster kom.. Búin að vera með hita greyið litla en er allur að koma til.. Búinn að stækka rosalega mikið og er auðvitað bara flottastur..

Og svona aðeins að boltanum.. Danski landsliðsmarkmaðurinn, Karin Mortensen, búin að skrifa undir hjá okkur.. Engin smá fengur þar og það verður mjög spennandi fyrir Beggu að vinna með henni og ég tala ekki um að slá hana út.. Þannig að við erum orðnar mjög vel settar í stöðu markvarðar.. Svo segjast þeir ætla að kaupa tvær stjörnur í viðbót, örugglega eina sem ég get slegið út.. Núna er bara að bíða og sjá hverjar koma..

Farin að knúsa litla frænda og Dísina mína
Hrabba

This page is powered by Blogger. Isn't yours?