fimmtudagur, júní 30, 2005

Er á lífi.. Umkringd klaufaveiki og er bara steikt..

Já seinustu dagar eru búnir að vera mjög "skemmtilegir".. Erum búin að vera að pakka niður draslinu okkar og náðum við þessu áður en við lögðum í hann í morgun kl.8.45.. Já við erum sem sagt mætt á klakann og erum auðvitað mjög sátt við það.. Síðustu þrír dagar á leikskólanum hjá mér voru mjög rólegir þar sem við vorum bara með 3-4 börn þar sem klaufaveikin gerði innrás á okkur.. Þvílíkur vibbi þessi veiki. Það voru 4 af 12 börnum sem fengu þessa veiki sem einkennist af blöðrum í munni, höndum og fótum (beljuveiki).. Ég held að ég hafi ekki tekið klaufaveikina með heim en ég ætlaði mér að taka með góða veðrið.. Við sjáum hvað gerist á morgun..

Ég var svo steik dauðans í gær þegar ég var að pakka niður inn á klósetti.. Var mikið að velta fyrir hvaða hárdót (fitudæmi eitthvað) Viktor ætlaði að taka með sér.. Kallaði á hann og spurði hverju ég ætti að pakka niður fyrir hann til að taka með sér heim.. Hann brosti nú bara og sagði Hrabba mín horfðu aðeins á mig.. Ég leit á hann og sagði bara já og sagði aftur hvað viltu taka með af þessu drasli?? Hann brosti enn meira og sagði Hrabba mín horfðu á hausinn á mér.. Jú jú karlinn er búinn að snoða sig og þarf víst ekki mikið eitthvað svona dóterí.. Gott Hrabba..

Ég var nú ekki heldur búin að segja frá því að ég opnaði leikskólann í gær kl.06.30. Var mætt bara mjög hress og ætlaði að fara að hita vatn fyrir te.. Þá var bara hraðsuðukannan horfinn og þá tók ég eftir því að glugginn inn í eldhúsi var opinn og búið að spenna hann upp þar sem skemmdir voru í kringum gluggann.. Það var sem sagt búið að brjótast inn eða hvað?? Það eina sem hvarf úr leikskólanum var hraðsuðukanna sem kostaði 50kr danskar.. Mjög eðlilegt þar sem allar tölvugræjur eru þarna inni og ég hefði nú frekar tekið örbylgjuofninn en eina skítna hraðsuðukönnu.. Mjög skrýtið en þjófavarnarkerfið fór allavega ekki í gang.. Já það gerist margt í Danaveldi og erum við alveg á nálum yfir því að það verði brotist inn til okkar meðan við erum í burtu.. Það er alveg ótrúlega mikið um innbrot í Danmörku.. Á síðasta ári var brotist inn í tæplega 27 þúsund einbýlishús í Danmörku.. Ótrúlegt þegar maður hefur í huga að það búa ekki nema 5 milljónir í landinu..

Er farin að borða..
Hrabba

mánudagur, júní 27, 2005

Snilldarhelgi að baki..

Geðveikt veður alla helgina og við bara búin að vera út í garði. Stulli og Krissa komu í garðinn á laugardaginn og var mikið spilað og étið.. Vorum út í garði langt fram eftir kvöldi.. Þetta er bara yndislegt.. Hápunktur laugardagsins var annars að við fengum endanlega ógeð af hausnum á Viktori og var Viktoríu rétt skæri og fékk hún að klippa hausinn á pabba sínum.. Ég fékk nú líka að hjálpa til og leiddist ekki en svo þegar við vorum búnar að gera hausinn á honum enn hræðilegri þá fékk Stulli að snoða hann.. Í gær komu svo Matthildur og Stulli í sólbað í garðinn og var auðvitað tekið í spil og að sjálfsögðu borðað.. Nú erum við bara búin að vera á fullu að pakka niður og gera klárt fyrir flutninga.. Gengur svona líka vel...
Kveð þangað til næst
Hrabba
P.s var að henda inn myndum á myndasíðuna mína.. Koma fleiri á morgun..

sunnudagur, júní 26, 2005

Hver er gestur númer 111111????

Já það er til mikils að vinna.. Frí gisting og uppihald í allt að viku á Vejlby Centervej í Århus.. Ferðakostnað greiði ég samt ekki en þetta er vel boðið.. Mikið af kræsingum hér skal ég segja ykkur.........

föstudagur, júní 24, 2005

Elska veðrið hérna..

Já ég gæti alveg hugsað mér að eiga bara hús í Danmörku í framtíðinni.. Það er ekkert smá æðislegt að geta bara setið úti í garði langt fram á kvöld á stuttermabolnum og haft það huggó.. Aldrei að vita hvað mér dettur í hug.. Áður en ég veit af verð ég búin að kaupa lóð hérna í Århus.. Spurning um að byggja upp Ramsey Street í Århus.. Gæti eflaust sópað saman nokkrum skemmtilegum í götuna mína.. Og munið að ef þið búið hér þá þurfið þið bara að vinna í 37 klukkutíma á viku..
Við fórum í gær niður á strönd til að kíkja á stemninguna og þetta var bara voða gaman.. Pökkuð ströndin og bál út um allt.. Komum heim rúmlega 22 í gær en þá var þreytan aðeins farin að segja til sín hjá Dísinni..
Held annars að ég sé að tapa mér.. Datt í hug að fara út að hlaupa á föstudagskvöldi.. Dreif mig út á tartan og tók Dísina með.. Hún var bara að leika sér í sandgryfjunni á meðan.. Tók svo með mér nokkra spretti í lokin.. Hún er bara æði..
Á morgun ætlum við mæðgur svo að baka smákökur þannig að endilega kíkið við ef þið eigið leið framhjá.. Það verður að sjálfsögðu eitt stykki marengs á borðinu líka.. Allir velkomnir í kaffi..
Bakarinn kveður..
Hrabba

fimmtudagur, júní 23, 2005

Geðveikt veður í dag... Og líkaminn eftir því..

Já klukkan er núna 19.29 og mælirinn sýnir 26,3°í skugga.. Búið að vera geðveikt veður í allan dag.. Ég hjólaði heim úr vinnunni kl.14 eins hratt og ég gat til að komast út á bekk og hvað gerir maður til að ná sem mestum lit?? Jú jú smyr á sig OLÍU og árangurinn eftir því.. Var komin inn aftur um 17 vegna roða á líkama en eigum við ekki að segja að þessi roði verði að brúnku..
Í kvöld er verið að halda upp á Sankt Hans dag sem er á morgun.. Þá fara rosalega margir niður á strönd og kveikja bál.. Erum að spá í að kíkja niður á strönd á eftir og sjá þetta.. Danir finna upp á endalaust mikið af dögum til að hafa ástæðu til að drekka áfengi, ótrúlegir..
Við vorum að fá nýja tölvu áðan.. Tengdó getur eflaust ekki beðið eftir að fá að komast í hana.. Einmitt.. Greyið er alltaf látinn í öll tölvumál okkar hjóna og það er sko ekkert grín þar sem við kunnum mjög lítið á þessi tæki og einhvern vegin vilja tölvur alltaf vera að bila í návist okkar.. Fengum allavega voða fína týpu af Fujitsu Siemens..
Tölvunörrinn kveður að sinni..
Hrabba

miðvikudagur, júní 22, 2005

Öll út í kóngurlóavef...

Ég veit það á að skrifa köngur finnst það bara asnalegt.. Allavega þá var ég að ná í eitthvað dót frá Viktoríu upp á svefnlofti og ég get svarið það að ég er öll út í kóngurlóavef, kláði kláði kláði.. Arg, ógeðslegt.. En er byrjuð að pakka niður og henda drasli.. Verðum að vera búin að pakka öllu litla draslinu áður en við förum heim því við munum flytja um leið og við komum tilbaka.. Það er nú samt bara fyndið hvað ég er farin að venjast þessum pöddum.. Viktoría er í æfingabúðum í að drepa þessi kvikindi sem gengur vægast sagt mjög illa þar sem þær sleppa alltaf.. En henni finnst þetta rosa gaman og mér voða fyndið þegar þær sleppa alltaf sem þýðir jú bara að þær eru enn í húsinu..
Annars ekkert að frétta..
Hrabba

þriðjudagur, júní 21, 2005

Enginn handbolti í mánuð..

Já komin í frí frá bolta í mánuð.. Við eigum að lyfta og hlaupa þrisvar í viku á meðan.. Það er nú bara ágætt.. Kepptum við stráka áðan og unnum þá í fjórða skiptið í vetur (höfum ekki enn tapað fyrir þeim).. Þeir voru brjálaðir.. Ég átti moment dagsins þegar ég tók yfirhandafintu á 110kg strák og hann steinlá eftir að hafa reynt að hanga í mér.. Spurning um að fara að slaka aðeins á í lyftingunum eða strákgreyið að fara að hugsa sinn gang.. Ég var í banastuði í þessum leik, tók líka annan sem var alltaf að rífa í treyjuna hjá mér (í framliggjandi vörn) og skellti honum í gólfið (með því að rífa í hann á móti) og hljóp framhjá honum.. Hann var orðinn alveg brjálaður.. Þjálfarinn þeirra vildi allavega að mér yrði haldið frá lyftingasalnum í einhvern tíma.. Haha.. Alltaf gaman að komast í svona leiki þar sem allt verður vitlaust..
Annars sló ég líka í gegn út á bekk í gær en ég sofnaði í sólbaði á maganum og skaðbrenndist á bakinu.. Mjög fyndið þar sem ég er með puttaför út um allt eftir að hafa reynt að bera á bakið mér.. Það er bara ekki hægt að ná öllum stöðum á bakinu..
Nú fer að styttast í klakann.. Fimmtudagur eftir rúma viku.. Jíbbí..
Verð að fara að lúlla..
Hrabba

mánudagur, júní 20, 2005

Góða veðrið að gera gott mót..

24°í dag en aðeins of mikið af skýjum.. Vona að þetta góða veður verði bara þangað til ég kem heim á klakann.. Fórum í íslenskt lambalæri hjá Stulla og Matthildi í gær og fór Stullinn á kostum í eldhúsinu... Held að ég hafi aldrei fengið svona gott læri enda var mikið étið.. Nýja íbúðin þeirra rosa flott og var nú gaman að fá að labba upp allar tröppurnar bara einu sinni í gær..
Ein æfing eftir og svo er ég komin í sumarfrí, eða æfa sjálf frí.. Ætla að vera dugleg í sumarfríinu þar sem ég er orðin svo gömul.. Ótrúlegt hvað maður er fljótur að detta niður í formi þegar aldurinn er farin að segja svona til sín..
Má ekkert vera að því að skrifa er að undirbúa grill.. Splæstum á okkur nautalundum, surprice..
Kveðja
Hrabba

laugardagur, júní 18, 2005

Krúsinn er búinn að missa sig..

Hvað er að gerast þarna í Hollywoodinni.. Krúsinn bara búinn að biðja Joey hans Dawson að giftast sér.. Hvað er það? Þau eru búin að vera saman síðan í apríl.. Sambandið er ekki einu sinni komið á það stig að hún sé farin að prumpa fyrir framan hann.. Þetta er svo glatað og þið eruð að grínast með Tommann hjá henni Opruh, þið verðið að kíkja á þetta ef þið hafið ekki séð þetta.. Hann er líka helvíti góður gaurinn sem hermir svo eftir honum í einhverjum þætti, getið skoðað það hér..

Svo er þetta líka snilld.. Hef aldrei séð jafn "glæsilega" útgáfu af Simply the best.. Búið að sópa saman öllum verstu idolkeppendum Hollands..

Kveðja
Hrabba sem er að gera góða hluti í sólinni..

Er að tan-a...

Má ekkert vera að þessu.. Skrifa kannski smá í kvöld.. Sjúkt veður og verður áfram.. Er að gera gott mót í tan-inu.. Tinna og Daddi í heimsókn sem þýðir sjúkur grillmatur í kvöld og að sjálfsögðu er búið að skella í eitt stykki marengs..
Over and out úr sólinni..
Hrabba svarta

fimmtudagur, júní 16, 2005

Ef þú átt svona vini, þarftu klárlega ekki óvini.

Steini.is sagði mér þessa sögu um daginn. Það byrjar með því að nokkrir félagarnir eru bara að bara að keyra á hraðbrautinni þegar löggann fer skyndilega að elta þá. Sá sem er að keyra virðist allt í einu stressaður “ég get ekki stoppað, ég sting þá bara af”. Vinunum líst nú ekkert á þetta og þá sérstaklega einn, sem verður logandi hræddur, en á endanum lætur bílstjórinn eftir og stoppar. Lögreglan kemur og biður mennina vinsamlegast um að koma út úr bílnum og byrjar svo að leita í bílnum. Eftir smá leit í bílnum finna þeir poka sem á að innihalda eiturlyf og ekki var það til þess að hjálpa greyið manninum sem var mest hræddur þegar það átti að fara að handtaka hann fyrir þetta. Það létti víst mikið á greyinu þegar fleiri vinir þeirra koma keyrandi og karl greyið fékk að vita að það var verið að steggja hann, gaurarnir þekktu þá löggu sem var á vakt og voru búnir að plana þetta. Það sem meira er að einn þeirra sem var að steggja vinnur við að selja eða leigja svona búnað sem notaður er við faldar myndavélar, svona litlar vélar og míkrófónar sem ekki sjást. Þeir komu svoleiðis fyrir í bílinn sem þeir voru á og svo var einhver með svona á sér til þess að það sæist líka það sem gerðist utan við bílinn. Þannig að allt þetta sem gerðist þarna var svo sýnt í brúðkaupinu. En þetta var bara byrjunin. Næst var farið í stúdíó og hljóðritað eitthvað lag, tilvonandi konan söng svo sama lag og það var svo klippt saman fyrir brúðkaupið. En til þess að geta sýnt þetta í brúðkaupinu þurfti að gera video. Vinirnir settu hann í einhverja munderingu og settu á hann yfirvaraskegg. Svoleiðis var hann svo í nokkra tíma og allan tíman gekk vélin til þess að gera videoið. Steggurinn kunni vel við sig á sviði tónlistarhetjunnar og þá sérstaklega var hann stoltur af mottunni góðu sem hann hafði fengið og var hann alltaf að skoða sig og laga skeggið til svo þetta liti vel út. Í lok dagsins var svo farið með hann á hótel, þar sem hægt er að fara í pottana og slappa vel af . Áður en þeir fóru í pottana þurfti steggurinn að fara úr búningnum sem hann var í. Steggurinn var svo ánægður með skeggið að hann ætlaði varla að tíma að taka það af sér. Eftir að vinir mannsins (ef vini má kalla haha) höfðu sagt honum úr hverju skeggið var búið til breyttist ást hans á skegginu skyndilega í ógleði, hann mátti í alvörunni hafa sig allan við til þess að æla ekki út um allt þarna í búningsherberginu. Já, strákarnir höfðu tekið sig til og rakað sig að neðan límt á eitthvað svona lím sem límist báðum megin og sagt “þú átt að hafa þessa mottu í videoinu. Mjög huggulegt að vera með skapahár félaganna millimetra frá bæði nefi og munni. Sjáið þið ekki fyrir ykkur þegar hann hefur verið að drekka bjór og froðan hefur setið í skegginu, hvað gerir maður þá? Jú sleikir útum.
Ég sé bara fyrir mér félagana með UHU límið og punghárin að föndra saman, hugguleg kvöldstund þar.
Davíð vinur minn er að fara að gifta sig, en hann er mikil Queen aðdáandi. Ég skor á vini hans að spara raksturinn, því það þarf svo mikið af hárum í Freddy mottuna.
Kveðja
Viktor Hólm

Sögustund með Vikka..

Þar sem ég hef ekkert að segja hef ég ákveðið að leyfa honum Vikka mínum að tjá sig aðeins.. Hann ætlar að vera svo elskulegur og skrifa inn eina mjög skemmtilega sanna sögu úr kóngsins Köben.. Það verður gaman að sjá hversu stuttorður hann verður þessi elska þar sem hann er nú bara vanur að frussa þessu út úr sér.. NOT... Hann er enn í vinnunni þannig að það verður smá bið en ég get lofað því að þessi er mjög góð..

Kveðja
Hrabba

þriðjudagur, júní 14, 2005

And the winner is......

Plastpokaræninginn í Netto (Bónus) Vejle.. Vá hvað það er hægt að vera sniðugur.. Gaurinn fór inn í Nettó með svartan ruslapoka á hausnum sem hægt er að sjá í gegnum.. Var með hníf sem hann ógnaði starfskonunni sem í hræðslu sinni var byrjuð að finna til peninga fyrir hann.. En hvað gerist svo, haldiði að gaurinn hafi ekki bara snúið sér við og ástæðan...... jú hann gleymdi að gera gat/göt á pokann þannig að hann gat ekki andað lengur og á endanum þurfti hann að hlaupa út og skilja greyið konuna eftir með peningana í hendinni.. Hahaha.. Eins gott að þetta hafi ekki verið Íslendingur.. Hvar ætli Keli hafi verið?? Það er nú reyndar stutt til Horsens þannig að þetta gæti líka hafa verið Daddi á vespunni.. Daddi????

Eins og þið kannski sjáið þá hef ég ekki mikið að segja, setti inn einhverjar myndir áðan á myndasíðuna..

Kveð i bili
Hrabba

mánudagur, júní 13, 2005

Erfið helgi að baki..

Já það gerist nú ekki oft að frú Hrafnhildur skvetti í sig en það gerði hún heldur betur á laugardaginn. Byrjuðum daginn mjög snemma, mæting 9.30 og svo var bara dagskrá langt frameftir.. Fullt af skemmtilegum keppnum og auðvitað ungir á móti gömlum.. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að auðvitað unnum við gömlu.. Ég var alveg að missa mig í umbabransanum og er ég með fullt af undirskrifuðum samningum fyrir árið 2008.. Íslensku liðin mega heldur betur fara að spara núna því ég er með fullt af góðum leikmönnum sem þurfa nú ekkert mikið meira en einn fák til að ríða á á æfingar, jú og svo árskort í bláa lónið..

Viktor sat nú ekki auðum höndum hér heima á meðan.. Hann átti að vera heima að passa en klukkan 16 þá voru meðlimir Sálarinnar plús crewið búnir að bjóða sér í mat til hans.. Viktor hringdi nú bara í hana Svölu sína og bað hana um að taka barnið að sér sem hún auðvitað gerði (það er eitthvað grunsamlegt í gangi hjá þeim tveim) og fékk Dísin að gista hjá henni og Huldu sem var auðvitað mikið stuð.. Viktor út í búð og verslaði á grillið og var auðvitað klár með allt þegar liðið mætti.. Geri aðrir betur.. Við hittumst svo í bænum og var mikið stuð á liðinnu.. Einn meðlimur Sálarinnar dreif sig í karókí og var nánast hent öfugum út af dyravörðum staðarins. Meðlimurinn er lítill krullóttur og er bara steiktur..

Í gær hjálpuðum við svo Matthildi og Stulla að flytja upp á fimmtu hæð (engin lyfta).. Var að vonast til að nokkur kíló myndu fjúka en þau eru bara ennþá öll á mér.. Þetta var nú alveg ótrúlega erfitt og á tímabili hélt ég hreinlega að lappirnar mínar vildu ekki meira.. En alltaf gott eftir á að vera búin að hreyfa sig aðeins.. Og turtildúfurnar allavega komnar með allt dótið sitt inn í nýju íbúðina.. Það er nú fyrir öllu..

Verð að skutla mér í háttinn.. Læt heyra frá mér eftir næsta djamm.. Einmitt...
Hrabba

föstudagur, júní 10, 2005

Smiðurinn með bleika Barbiebrúsann..

Þessi elska var að fá allar einkunnirnar sínar úr smíðinni og stóð sig bara eins og hetja.. Lægsta einkunnin hans var 8 og minn auðvitað mjög sáttur.. Það var auðvitað haldið upp á þetta með bjór sem Steini drakk að sjálfsögðu.. Annars fóru þau hjónin frá okkur í morgun.. Hefði nú alveg viljað hafa þau lengur.. Steini er auðvitað bara eins og húshjálp, alltaf á fullu að ganga frá þessi elska. Þau voru auðvitað bæði hin hressustu og leggja svo í hann á morgun til Tyrklands í 2 vikur.. Ég get ekki beðið eftir að komast í sólina, bara mánuður þangað til..

Svo var hann Viktor minn að fá nemapláss í smíðinni sem er mjög erfitt að fá hérna í Árósum. Hann byrjaði í morgun og er bara sáttur við vinnuna.. Hann kom líka þvílíkt sterkur inn svona á fyrsta degi þegar hann mætti með Barbiebrúsa Viktoríu undir jógúrtið sitt(skær bleikur).. Hélt hann væri að grínast þegar hann sagði mér að hann ætlaði með þennan brúsa en nei nei Viktor minn sá sko ekkert athugavert við þetta.. Hann varaði reyndar vinnufélagana við áður en hann tók upp gripinn, þeim fannst þetta auðvitað mjög skondið... Smiðurinn með bleika Barbiebrúsann..

Í fyrramálið er svo mæting hjá mér í sektarsjóðsdjamm.. Það fer næstum því sólarhringur í þetta djamm.. Eins gott að það verði gaman.. Ég mun því ekki skrifa neitt fyrr en á sunnudaginn en líkurnar á að systur mínar skrifi eitthvað í millitíðinni eru auðvitað mjög miklar.... Einmitt..

Best að fara að koma sér í háttinn og hlaða upp fyrir morgundaginn..
Hrabba

fimmtudagur, júní 09, 2005

Jæja ný getraun..

"IF YOU WROTE IT IN FUCKING ENGLISH, I WOULD FUCKING UNDERSTAND IT!"

Hver er þessi snilldarmynd og hver er leikarinn?

Koma svo..

miðvikudagur, júní 08, 2005

Viðbrögð við síðustu færslu..

Ég þarf nú að fara að skrifa reglulega um innflytjendurna svo ég fái svona góð viðbrögð.. Alltaf gaman að fá mörg comment.. Og mörg góð í þetta skiptið.. Ég og Davíð erum allavega mjög sammála, spurning að setja okkur tvö í sorteringuna..
Annars get ég nú sagt ykkur það að í nótt var kveikt í bíl ráðherrans í Danmörku sem sér um innflytjendamál.. Eldurinn komst síðan eitthvað í húsið og skemmdi það eitthvað líka.. Hvað ætli séu miklar líkur á því að Dani hafi verið að verki??????

Annars fórum við í dag í Ljónagarðinn hér á Jótlandinu.. Sáum Zebrahesta, fíla, gírafa, górillur, ljón og margt fleira.. Set inn myndir á næstu dögum.. Vissuð þið að dagurinn hjá górillu skiptist í: hvíld 59%, borða 40% og síðan 1% í eitthvað annað.. Ég og Steini vorum að skoða þetta og það fyrsta sem við sögðum bæði var að górillan væri bara alveg eins og Hjalti.. Reyndar er Hjalti að vinna eins og sjúklingur núna en það er örugglega bara til þess að geta lifað eins og górilla seinna meir..

Jæja nóg af bullinu í bili.. Læt heyra í mér á morgun og Steini ætlar að vera klár með getraun á morgun..

Hrabba

þriðjudagur, júní 07, 2005

Er að versla mig vitlausa..

Þetta er nú meira ruglið.. Er að shoppast með henni Kístínu minni og það gengur svona líka vel hjá okkur.. Erum búnar að eyða fullt af peningum og ég er alveg að versla mig vitlausa.. Nú er ég komin með pilsaæði og er búin að versla mér 4 pils á á tveimur vikum og svo endalaust marga boli.. Svo er ég komin með æði fyrir gulum lit og kaupi bara endalaust gult.. Ég er auðvitað ekki eðlileg.. En ég verð allavega flott í gulu þegar ég verð orðin rosa brún í sumar..

Svo verð ég nú aðeins að koma inn á innflytjanda vitleysuna hérna.. Veit ekki hvort að það hafi verið í fréttum heima að dyravörður í Köben skaut tvo menn (bræður) um daginn(annar drapst en hinn særðist).. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að þetta voru allt innflytjendur og allt kolruglaðir tappar.. Sá sem særðist hann var einmitt nýkominn úr fangelsi fyrir að hafa verið að skjóta úr vélbyssu inn í Kristaníu þar sem einhverjir særðust og einn lést.. Það náðist samt ekki að sanna þetta á hann og honum því sleppt.. Óþolandi lið, en það er allavega hægt að hugga sig við það þegar maður heyrir svona að þá eru þeir allavega einu fíflinu færra.. Verst að ná ekki að ganga alveg frá vélbyssugaurnum.. Það er alveg ótrúlegt að það sé ekki löngu búið að senda svona lið heim til sín.. Sorglegast við þetta allt eru svo allir samlandar þessa vitleysinga sem eru að standa á bak við þá.. Það er alveg ástæða fyrir rasismanum hérna.. Þetta væri nú annað ef það væri verið að drepa saklaust fólk.. Gleymdi nú líka að segja frá því að vélbyssugaurinn strauk frá sjúkrahúsinu en hann var auðvitað undir eftirliti löggunnar.. Hann er ekki enn fundinn og ætlar sér auðvitað að ganga frá fjölskyldu dyravarðarins.. Brjáluð spenna í Denmark..

Kveð í bili.. Læt ykkur vita þegar vélbyssugaurinn er fundinn..
Hrabba

mánudagur, júní 06, 2005

Kvikmyndagetraun Steina..

Það eru þónokkrir sem eru farnir að sakna kvikmyndagetraunanna.. Hér kemur loksins ein eftir langa pásu..

"I GET 1O DOLLORS FOR REGULAR CARS AND 20 FOR LIMOS, WHAT A HELL IS THIS??"

Úr hvaða mynd er þessi setning og hver sagði hana????

Vill einhver leigja út íbúðina sína í 8 daga í sumar?

Það er danskt par að koma til Íslands þann 26.júní - 4.júlí.. Þau verða með bílaleigubíl og ætla að fara út um allt að skoða. Þau koma sem sagt bara til með að sofa í íbúðinni.. Konan er ólétt þannig að það er ekkert djamm á þeim.. Ef einhver hefur áhuga á að þéna 20-25 þús á þessum 8 dögum þá endilega látið mig vita.. Það er nú ekki verra að fá smá pensa í vasann á meðan þið eruð í útlandinu..

Hrabba

sunnudagur, júní 05, 2005

Líf og fjör í Århus..

Helgin búin að vera rosa fín hjá okkur.. Kristín og Steini komu seint á föstudagskvöldið og voru hress með pönsur kl.01.30.. Ég verð nú að vera dugleg að æfa mig ef ég ætla að verða landsmótsmeistari í pönnukökubakstri einhvern tímann.. Í gær fórum við á tónleika niður á höfn.. Þetta var svona meira fyrir Viktoríu en okkur.. Var reyndar leiðinda veður og allt út í drullu. Þarna var líka hoppukastali sem ég píndi mig í með Viktoríu..
Í dag fórum við svo í Randers Regnskov þar sem hægt er að sjá fullt af hitabeltisdýrum.. Vorum þar í fyrsta sinn og var þetta mjög gaman. Maður sér ekki slöngur, krókódíla og leðurblökur daglega.. Svo erum við auðvitað búin að borða yfir okkur alla helgina..
Steini ætlar að hjálpa mér að lífga við kvikmyndagetrunina (Stykkos eins gott að þú komir sterkur inn).. Við munum koma með þá fyrstu á morgun.. Ég var svo að velta því fyrir mér hvort að þið snillingar eins og Bryn, Orri, Einar, Teddi, Himmi, Stykkos, Matthildur og fleiri sem hafa unnið sér inn stig í getrauninni gætuð ekki sent mér eina eða nokkrar getraunir á póstinn minn sem ég get svo birt.. Það væri allavega frábært.. Skora hér með á ykkur...
Kveð í bili
Hrabba

fimmtudagur, júní 02, 2005

Maður vikunnar/mánaðarins er enginn annar en Logi Geirsson

Ótrúlegur gutti sem ég sá nú ósjaldan skjóta á markið í krikanum utan æfingatíma.. Hann hefur alltaf vitað hvert leiðin lá og var ekki lengi að koma sér í topplið í þýskalandi.. Mögnuð týpa sem er svolítið öðruvísi og það er mjög gaman að fylgjast með honum í gegnum heimasíðuna hans: www.logi-geirsson.de
Þetta er maðurinn:

Nafn: Logi “The Real” L&I_23.

Staða: Vinstri Skytta/ Miðja. (Horn)

Áhugamál: Golf, snóker, lesa, internet, vinir, borða framandi mat, vera örðuvísi, Tíska, tungumál, mála, spila á gítar, Ps2, leika mér á mótorhjóli, heimasíðugerð, lyfta, versla.

Kostir: Frekar fallegur, og mjög fín týpa, (umhyggja)

Gallar: Nýta ekki tímann betur.

Skondið atvik: Sprautaði úr slökkvitæki í pústið á bíl, eigandinn hljóp á eftir mér og ég meig á mig, varð samt til þess að hann lamdi mig ekki!!!

Hversu mörgum mínútum eyðir þú á dag á heimasíðu Skúladætra? 20 mín á viku +/- 10 mín ca.

Þú færð 2 milljónir í lottóvinning. Í hvað eyðir þú? Ég vann mér aldrei fyrir þessum peningum, myndi gefa þeim sem þyrftu á þeim að halda.

Hvernig pikkaðir þú upp maka (ef maka átt)? Í volvoinn hans Pabba.

Mesta gleðistundin í lífinu? Þegar fjölskyldan kemur saman.
Besti er: Að hafa trú á öllu sem þú gerir.

Uppáhalds málsháttur eða orðatiltæki? Á nokkra en myndi segja, trúðu á sjálfan þig þá hefuru meira að gefa öðrum…

Hvor er meiri egóisti: Hrabba Skúla eða Logi Geirs? Maður er ekki egó þó maður elski persónuleika sinn, algerlega misnotað orð. (Þessi spurning var fyrir hann Steina minn).

Ef þú mættir kaupa einn leikmann til Lemgo (sama hvað hann kostaði).. Hvern myndir þú kaupa? Aron Pálmarsson


Hvað dettur þér fyrst í hug:

Gunnur Sveins: Frábær stelpa sem mér þykir vænt um, fíla hana í tætlur.

Ólafur Stefánsson: Veit hvað hann vill…

Binni Geirs: Fyrirmyndin mín og ótrúlega góður, langar að hafa svoleiðis karakter,
Og vera eins og hann.

Sigursteinn Arndal: Er keppnismaður en er mjög tapsár.

Eitthvað að lokum??? Já www.logi-geirsson.de

miðvikudagur, júní 01, 2005

6 ár með honum Viktori mínum..

Já ótrúlegt en satt þá erum við búin að vera saman í 6 ár í dag.. Samt ekkert svo lengi miðað við að eiga hana Viktoríu sem er að verða 4 og 1/2.. Við skelltum okkur út að borða í kvöld í tilefni dagsins.. Annars var nú hún Rósa frænka fyrst til að samfagna okkur á þessum merka degi.. Alltaf gaman að fá óvænta gesti... hehe..

Orrinn okkar búinn að kaupa miða til okkar í byrjun ágúst og svo koma Sif og fjölsk. um miðjan ágúst þannig að það lítur út fyrir að við fáum einhverja gesti í sumar.. Líf og fjör.. Ég þarf svo að fara að gera plan fyrir sumarið.. Fullt af mótum hjá mér í sumar.. Ég verð bara að redda mér leiknum hennar Ástu sem heitir víst kubbur.. Ásta mín ég er nú væntanleg heim bráðum.. Ég er allavega orðin voða spennt fyrir þessum nýja leik.. Spurning um að senda brósa til þín, hann kemur sennilega í næstu viku til mín..

Bið að heilsa í bili.. Er farin að horfa á DVD..
Hrabba

This page is powered by Blogger. Isn't yours?