miðvikudagur, ágúst 30, 2006
Allt að gerast..
Já á morgun fæ ég húslyklana og þá er nú bara komið að þessu öllu saman.. Gengur ágætlega að pakka (þökk sé tengdamömmu sem pakkaði niður öllu leiðinlegasta meðan hún var hérna) og við munum fara með eitthvað af draslinu á morgun og svo kemur flutningabíll á föstudaginn og tæmir kofann..
Þar sem allt tekur svo langan tíma í Danmörku þá verð ég síma og netlaus í viku því það tekur svo langan tíma að færa númerið yfir (vitleysingar).... Dagný er búin að lofa mér að hún ætli að koma sterk inn á meðan.. Það þarf að fara að virkja Dögguna.. Hef mikla trú á henni..
Verð svo að segja ykkur frá snillingi (eða ekki)í vinnunni hans Viktors.. Hann er svona gaur sem hefur prófað allt og hans sögur eru alltaf rosalegri en hinna.. Um daginn voru þeir svo að vinna með einhverju öðru fyrirtæki og þar var einn gæi sem var nákvæmlega eins og hann og voru þeir farnir að ræða mikið saman og metast... Það kom í ljós að þeir höfðu báðir upplifað að hrapa í þyrlu.. Alltaf skemmtilegar þessar týpur eða hvað???????
Farin í háttin.. Langur dagur framundan...
Hrabba
Þar sem allt tekur svo langan tíma í Danmörku þá verð ég síma og netlaus í viku því það tekur svo langan tíma að færa númerið yfir (vitleysingar).... Dagný er búin að lofa mér að hún ætli að koma sterk inn á meðan.. Það þarf að fara að virkja Dögguna.. Hef mikla trú á henni..
Verð svo að segja ykkur frá snillingi (eða ekki)í vinnunni hans Viktors.. Hann er svona gaur sem hefur prófað allt og hans sögur eru alltaf rosalegri en hinna.. Um daginn voru þeir svo að vinna með einhverju öðru fyrirtæki og þar var einn gæi sem var nákvæmlega eins og hann og voru þeir farnir að ræða mikið saman og metast... Það kom í ljós að þeir höfðu báðir upplifað að hrapa í þyrlu.. Alltaf skemmtilegar þessar týpur eða hvað???????
Farin í háttin.. Langur dagur framundan...
Hrabba
sunnudagur, ágúst 27, 2006
Fríhelgi..........
Úff hvað það var komin tími á fríhelgi eftir langa handboltatörn.. Spiluðum á móti landsliði Kína á fimmtudaginn og gerðum jafntefli sem við vorum bara mjög sáttar við.. Okkur vantaði meira að segja 4 leikmenn sem voru á Madonnu tónleikunum.. Nú eru bara 6 dagar í fyrsta leik sem er á móti Álaborg.. Mjög sterkt lið sem komst í undanúrslit champions league á þessu ári.. Þetta verður sjónvarpsleikur og munum við spila í Arenunni og búið að lofa fullt af áhorfendum.. Það skemmtiegasta við þennan leik verður samt eflaust Viktoría en ég er að fara með hana í stúdíó á morgun en þar verður tekið upp eitthvað sniðugt sem á eftir að hljóma í höllinni.. Já lukkutröllið að gera gott mót..
Fórum í dag í Djurs Sommerland og skemmtum okkur vel þrátt fyrir að okkur hafi hreinlega rignt niður.. Vorum allar gegnum votar og fínar eftir þessa ferð..
Var svo rétt í þessu að horfa á fyrsta þáttinn í 2 seríu í Prison Break.. Rosa þáttur en ég verð nú samt að segja að ég er mjög svekkt með hvernig þátturinn byrjar miðað við hvernig síðasti þátturinn endaði.. Eins gott að segja ekkert meira því það eru örugglega ekkert margir búnir að sjá þennan þátt..
Farin að steikast..
Hrabba
Fórum í dag í Djurs Sommerland og skemmtum okkur vel þrátt fyrir að okkur hafi hreinlega rignt niður.. Vorum allar gegnum votar og fínar eftir þessa ferð..
Var svo rétt í þessu að horfa á fyrsta þáttinn í 2 seríu í Prison Break.. Rosa þáttur en ég verð nú samt að segja að ég er mjög svekkt með hvernig þátturinn byrjar miðað við hvernig síðasti þátturinn endaði.. Eins gott að segja ekkert meira því það eru örugglega ekkert margir búnir að sjá þennan þátt..
Farin að steikast..
Hrabba
miðvikudagur, ágúst 23, 2006
Leiðinlegur afmælisdagur..
Gleymdi alltaf að segja frá afmælisdeginum mínum sem var vægast sagt ömurlegur.. Vaknaði kl.03.30 um nóttina og niður á lestarstöð.. Þar beið mín lestarferð í tæpa 4 tíma.. Svo var það flug til Ungverjaland og rúta og vorum við komnar á hótelið um 14.. Svo var æfing um 17 og þegar 5 mínútur voru eftir af æfinugunni sleit mikilvægasti leikmaðurinn okkar krossbönd.. Kvöldið var auðvitað eins og einhver hefði dáið.. Allir mjög langt niðri og vitað mál að þetta getur haft rosaleg áhrif á tímabilið.. Okkur vantaði einn útileikmann áður en hún meiddist þannig að nú vantar okkur 2 og þeir eru ekki að finnast núna viku fyrir fyrsta leik.. Við erum sem sagt bara 4 útileikmenn eins og er og ein sem spilar nánast ekki vörn, eða eiginlega tvær.. Ekkert frábær staða svona rétt fyrir start..
Dagný og Viktor Berg kíktu á okkur í dag.. Moli litli alltaf að stækka og fer bráðum að labba.. Er búinn að taka 3 skref.. Hann hefur allavega nægan tíma til að æfa sig því ekki eyðir hann tímanum í að sofa.. Það eru ekki allir jafn heppnir með svefngen..
Annars bara líf og fjör.. Hanna og Valný í fullu fjöri..
Hilsen
Hrabba
Dagný og Viktor Berg kíktu á okkur í dag.. Moli litli alltaf að stækka og fer bráðum að labba.. Er búinn að taka 3 skref.. Hann hefur allavega nægan tíma til að æfa sig því ekki eyðir hann tímanum í að sofa.. Það eru ekki allir jafn heppnir með svefngen..
Annars bara líf og fjör.. Hanna og Valný í fullu fjöri..
Hilsen
Hrabba
þriðjudagur, ágúst 22, 2006
Sigur í Frakklandi..
Unnum mótið í Frakklandi sem var nú bara aldeilis hressandi.. Annars orðin ansi þreytt á þessum ferðalögum og fríhelgi framundan.. Það verður aldeilis næs..
Á morgun kemur Dagný með Viktor litla í heimsókn og mikil tilhlökkun hér á bæ.. Hér er líka líf og fjör þessa dagana.. Hanna og Valný fluttar til Århus og búa hjá okkur til að byrja með.. Ekki slæmt að hafa tvær þrifóðar stúlkur í húsinu..
Svo er bara verið að undirbúa flutning.. Flytjum á föstudaginn eftir viku og auðvitað mikil tilhlökkun að komast í eigið hús..
Var svo örugglega ekki búin að segja frá því að ég er búin að missa vinnuna í leikskólanum og nú er bara verið að leita að nýrri vinnu.. Hef ekki hugmynd um í hverju ég enda, bara í 20 tíma vinnu og þar sem ég get oft fengið frí..
Verð að fara í háttinn.. Kem hress inn á morgun..
Hrabba
Á morgun kemur Dagný með Viktor litla í heimsókn og mikil tilhlökkun hér á bæ.. Hér er líka líf og fjör þessa dagana.. Hanna og Valný fluttar til Århus og búa hjá okkur til að byrja með.. Ekki slæmt að hafa tvær þrifóðar stúlkur í húsinu..
Svo er bara verið að undirbúa flutning.. Flytjum á föstudaginn eftir viku og auðvitað mikil tilhlökkun að komast í eigið hús..
Var svo örugglega ekki búin að segja frá því að ég er búin að missa vinnuna í leikskólanum og nú er bara verið að leita að nýrri vinnu.. Hef ekki hugmynd um í hverju ég enda, bara í 20 tíma vinnu og þar sem ég get oft fengið frí..
Verð að fara í háttinn.. Kem hress inn á morgun..
Hrabba
miðvikudagur, ágúst 16, 2006
Komin heim frá Ungverjalandi og á leið til Frakklands..
Vitlaust að gerá hjá Hröbbunni.. Fór til Ungverjalands á afmælisdaginn (mið) og komum ekki heim fyrr en aðfaranótt þriðjudags.. Gekk mjög vel handboltalega séð þar sem við unnum ungversku meistarana í Györ og tvö önnur ungversk lið.. Áttum svo reyndar hræðilegan leik síðasta daginn á móti lélegasta liðinu á mótinu.. Þá vorum við búnar með 3 leiki og þær bara 1 og við gátum bara alls ekki hreyft okkur í þessum leik.. Vorum gjörsamlega búnar eftir hina leikina.. Fínasta ferð þar sem Begga var herbergisfélaginn minn og stóð hún sig nú aldeilis vel í því.. Á föstudagsmorgun er svo ferðinni heitið til Frakklands þar sem við verðum yfir helgina og spilum æfingamót þar..
Fyrsti skóladagurinn hjá Viktoríu í dag.. Mín í essinu sínu og fannst þetta alveg æðislegt.. Eina sem skyggði smá á gleðina var að við vorum vöruð við að það væri komin einhver barnaperri í hverfið og ein mamman hafði séð hann.. Við vorum þrjár múttur að tala um þetta ógeð á leið inn á bókasafnið þar sem við áttum að mæta.. Við vorum varla komnar inn á safnið þegar mamman sem hafði séð hann sagði okkur að ógeðið sæti þarna inn á bókasafninu.. Hann sat þá þarna inni að borða nestið sitt, algjör viðbjóðiskall.. Svo var ein mamman að segja hvað henni finndist erfitt að skýra svona út fyrir syninum.. Hún var eitthvað búin að reyna en hann sagði nú bara að honum þætti það nú lítið mál að sýna einhverjum kalli á sér typpið..
Ég kem svo sterk tilbaka í skrifunum eftir Frakkland..
Hrabba
Fyrsti skóladagurinn hjá Viktoríu í dag.. Mín í essinu sínu og fannst þetta alveg æðislegt.. Eina sem skyggði smá á gleðina var að við vorum vöruð við að það væri komin einhver barnaperri í hverfið og ein mamman hafði séð hann.. Við vorum þrjár múttur að tala um þetta ógeð á leið inn á bókasafnið þar sem við áttum að mæta.. Við vorum varla komnar inn á safnið þegar mamman sem hafði séð hann sagði okkur að ógeðið sæti þarna inn á bókasafninu.. Hann sat þá þarna inni að borða nestið sitt, algjör viðbjóðiskall.. Svo var ein mamman að segja hvað henni finndist erfitt að skýra svona út fyrir syninum.. Hún var eitthvað búin að reyna en hann sagði nú bara að honum þætti það nú lítið mál að sýna einhverjum kalli á sér typpið..
Ég kem svo sterk tilbaka í skrifunum eftir Frakkland..
Hrabba
mánudagur, ágúst 07, 2006
Kristín og köngulærnar..
Kristín, Steini, Telma og Embla kvöddu okkur í morgun og héldu heim á leið.. Sem betur fer er tengdó komin því annars væri nú mjög tómlegt í kotinu.. Veit ekki hvað þetta er með Kristínu og köngulær.. Hún var jú bitin af einni sem ég hélt að ég væri búin að drepa... En það kom svo í ljós eftir að Kristín fór að herbergið sem þau voru í var allt morandi í köngulóm.. Ég drap einhver 5 stykki og 2 þykkar og loðnar.. Nú er bara að vona að ég sé búin að slátra þeim flestum..
Fékk svo skemmtilega heimsókn í dag.. Lóa og Maggi (systkini mömmu) komu í heimsókn með fjölskyldurnar sínar.. 5 strákar og Viktoría þannig að það var líf og fjör hér.. Þau fóru í tívolíið hérna í Árósum í dag og komu svo heim í grill..
Viktor er svo væntanlegur eftir nokkrar mínútur.. Það verður fínt að fá karlinn heim aftur eftir langa helgi á Íslandi..
En best að fara í háttinn og sofa ÚT.....
Kveðja
Hrabba
Fékk svo skemmtilega heimsókn í dag.. Lóa og Maggi (systkini mömmu) komu í heimsókn með fjölskyldurnar sínar.. 5 strákar og Viktoría þannig að það var líf og fjör hér.. Þau fóru í tívolíið hérna í Árósum í dag og komu svo heim í grill..
Viktor er svo væntanlegur eftir nokkrar mínútur.. Það verður fínt að fá karlinn heim aftur eftir langa helgi á Íslandi..
En best að fara í háttinn og sofa ÚT.....
Kveðja
Hrabba
föstudagur, ágúst 04, 2006
Siglingameistari..
Aldeilis hressandi að vinna strákana úr Århus GF í siglingakeppninni og bara mjög gaman að prófa eitthvað nýtt.. Byrjaði nú ekki vel þegar ég sá að ég hafði lent með Maríu (stóru) í liði en hún er algjörlega vonlaus í öllu.. Það kom svo fljótt í ljós að hún var engan veginn að þora þessu þar sem hún er ósynd greyið og var bara komin með tár í augun af hræðslu þannig að það endaði bara með því að ég lét þjálfarann taka "drekann" á þetta og við fengum nýjan félaga.. Við tókum þetta bara nokkuð örugglega og uppskárum risastóran verðlaunaramma sem okkur langar mest til að hengja upp á í Arenunni (heimavelli GF).. Eftir verðlaunaafhendingu er svo siður að fleygja sigurvegurunum í sjóinn.. Ekki mikið að gera við því þegar það mæta 3 100 kíló menn og ætla að henda manni út í.. Þar var ég frekar auðveld bráð.. En ekki það að maður verður nú að fara í sjóinn þegar maður er búin vinna..
Kristín greyið var bitinn í nótt og mjög sennilega af könguló þar sem hún vakanaði við kvikindið og fleygði því af sér.. Var bitinn í hendina og er mjög bólgin.. Helv.... pöddur...
Á morgun kemur svo tengdó í heimsókn og ætlum við mæðgur að ná í hana til Billund.. Mikil tilhlökkun enda á ekki að kaupa skólatöskuna fyrr en amma kemur..
Kveð í bili
Hrabba
Kristín greyið var bitinn í nótt og mjög sennilega af könguló þar sem hún vakanaði við kvikindið og fleygði því af sér.. Var bitinn í hendina og er mjög bólgin.. Helv.... pöddur...
Á morgun kemur svo tengdó í heimsókn og ætlum við mæðgur að ná í hana til Billund.. Mikil tilhlökkun enda á ekki að kaupa skólatöskuna fyrr en amma kemur..
Kveð í bili
Hrabba
fimmtudagur, ágúst 03, 2006
Siglingakeppni á morgun...
Vá hvað ég held að ég verði ekki á heimavelli.. Erum að fara í heilsdags prógramm með liðinu þar sem við lærum fyrst hvernig á að sigla í þessum keppnisbátum... Held að maður þurfi bara að beygja sig einstaka sinnum til að fá ekki draslið í hausinn.. Seinna um daginn er síðan keppt við strákana í Århus GF (Stulla og co).. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt..
Viktoría er að fíla sig í botn í skóladagvistunninni.. Búinn að eignast rosa góðan vin, hann Oliver sem er tveimur árum eldri en hún.. Litli stubburinn minn ekki lengi að ná sér í félaga.. Hún er svo féagslynd þessi elska.. Skil nú ekki hvaðan hún hefur það..
Viktor farin til Íslands að vinna yfir helgina.. Stelpur ef þið reynið við hann þá farið þið beinustu leið á dauðalistann nema Matta og Júlía.. Þær eru löngu búnar að fá undanþágu...
Hilsen
Hrabba
Viktoría er að fíla sig í botn í skóladagvistunninni.. Búinn að eignast rosa góðan vin, hann Oliver sem er tveimur árum eldri en hún.. Litli stubburinn minn ekki lengi að ná sér í félaga.. Hún er svo féagslynd þessi elska.. Skil nú ekki hvaðan hún hefur það..
Viktor farin til Íslands að vinna yfir helgina.. Stelpur ef þið reynið við hann þá farið þið beinustu leið á dauðalistann nema Matta og Júlía.. Þær eru löngu búnar að fá undanþágu...
Hilsen
Hrabba
þriðjudagur, ágúst 01, 2006
Viktoría að fara á kostum..
Barnið alveg að tapa sér þessa dagana.. Er komin í stríð við foreldrana og er alltaf að athuga hvað hún kemst langt.. Þetta er auðvitað mjög sniðugt að gera þegar maður er með gesti því þá erum við nú minna að nenna að standa í svona vitleysu.. Hún var nú samt mjög sniðug á föstudaginn en þá var hún búin að vera endalaust leiðinleg og ætlaði sko alls ekki að fara að sofa þótt klukkan væri að verða 23.. Viktor var búin að reyna að sjatla málin í dágóðan tíma en var alveg búin að gefast upp og var kominn með svipinn sem kemur alltaf rétt áður en hann springur og það finnst Viktoríu alls ekki gaman.. En mín var nú mjög svo sniðug því um leið og svipurinn kom setti Viktoría bara fingurinn upp að munninum og sussaði á pabba sinn og benti honum á að tvíburarnir væru sofandi.. Viktor gafst upp eins og skot og sprakk úr hlátri.. Hún er snillingur..
Annars bara fínt að frétta.. Allir kátir og hressir hérna..
Hrabba
Annars bara fínt að frétta.. Allir kátir og hressir hérna..
Hrabba