miðvikudagur, júlí 28, 2004
Óvæntir gestir..
Já kellunni var heldur betur brugðið eftir æfingu í gær.. Allt í einu stóðu Sóley og Þórmundur bara í hurðinni eftir æfingu í gær.. Sóley vissi ekki að ég væri komin en hafði frétt það og ákvað bara að líta við.. Þau gistu síðan í nótt og fóru svo í morgun með ferju til Sjálands.. Þau fara síðan heim til Íslands á föstudaginn. Það var æðislegt að fá þau í heimsókn og Viktoría að rifna úr kæti að fá að leika við Sigurveigu. Það var auðvitað skellt á grillið en eins og oft áður var borðað mjög seint.. Ég þurfti nefninlega að fara á fund með nýju vinnufélögunum sem gekk bara mjög vel.. Þetta á eftir að verða mjög skrautlegur vetur, ég á allavega eftir að leika mér nóg með krökkunum í Fritidscenter (9-13 ára)..
Í kvöld spiluðum við svo fyrsta æfingaleikinn okkar á móti Randers og töpuðum naumt held 29-25, þær skoruðu allavega 3 síðustu.. Við förum svo til Noregs í fyrramálið og komum ekki aftur fyrr en á þriðjudaginn þannig að ég verð að treysta á að Dagný skrifi nokkrar línur á meðan. Við munum spila 3 æfingaleiki við norsk lið, líf og fjör...
Rebekka systir og Kristín vinkona hennar komu í kvöld og munu gista allavega í nótt. Þær fara svo til Holstebro og byrja skólaárið í grilli og huggulegheitum..
Jæja verð að hætta og sinna litlu systur.. Mæti hress til leiks á bloggið á þriðjudaginn...
Hrabba
mánudagur, júlí 26, 2004
Daggan mætt á bloggið...
Ég læt það flakka....kerlingin ætlar að standa áskorunina frá big syst og láta vaða.
Allt það fína að frétta frá þýskalandinu.....við frændsystkynin í Weibern erum að gera gott mót. Næstu helgi er Bundesligu-lið í fótbolta búið að skora á okkur í fótbolta og við á þær í handbolta og verður það örugglega skemmtileg útkoma, þar sem kerlingin er ekkert fræg fyrir sín tilþrif á grasvellinum en hún mun leggja sig alla fram. Svo eftir leikinn er leiðinni haldið norður þar sem við ætlum að sjá íslenska karla landsliðið í handbolta spila á móti Þýskalandi, þannig nóg að gera. Annars gerði kerlingin sér ferð til Berlínar að heimsækja tvíllan sinn yfir helgina og var þar meðal annars kíkt á "stjörnubar",sjóðheitt....Jæja annars er Jonny Magga mætt í heimsókn, keyrði með mér heim eftir æfingu...aðeins klukkutími og korter crrrraaaazzzzzyy! Við stöllur ætlum að dansa okkur í svefn með því að setja "Honey" í tækið. "Es ist mehr als nur tanzen"
Ég læt þetta gott heita í bili og sendi boltann á Dríbbu Skúl.
Allt það fína að frétta frá þýskalandinu.....við frændsystkynin í Weibern erum að gera gott mót. Næstu helgi er Bundesligu-lið í fótbolta búið að skora á okkur í fótbolta og við á þær í handbolta og verður það örugglega skemmtileg útkoma, þar sem kerlingin er ekkert fræg fyrir sín tilþrif á grasvellinum en hún mun leggja sig alla fram. Svo eftir leikinn er leiðinni haldið norður þar sem við ætlum að sjá íslenska karla landsliðið í handbolta spila á móti Þýskalandi, þannig nóg að gera. Annars gerði kerlingin sér ferð til Berlínar að heimsækja tvíllan sinn yfir helgina og var þar meðal annars kíkt á "stjörnubar",sjóðheitt....Jæja annars er Jonny Magga mætt í heimsókn, keyrði með mér heim eftir æfingu...aðeins klukkutími og korter crrrraaaazzzzzyy! Við stöllur ætlum að dansa okkur í svefn með því að setja "Honey" í tækið. "Es ist mehr als nur tanzen"
Ég læt þetta gott heita í bili og sendi boltann á Dríbbu Skúl.
Stulli vs. einhenti hornamaðurinn..
Ég verð nú að minnast á einhenta hornamanninn sem ég sagði nú einu sinni frá á gamla blogginu.. Við töluðum svo mikið um hann í gærkvöldi en Stulli og Matthildur kíktu í heimsókn. Við komumst svo að því að Stulli mætir honum í fyrsta leiknum sínum í deildinni þann 11.sept.. Okkur hlakkar mikið til að fara að horfa..
Fyrir þá sem vita ekkert hvað ég er að fara þá er sem sagt einhentur maður (örvhentur) að spila með Silkeborg í efstu deild.. Og það hreint ótrúlegt að fylgjast með honum. Það vantar á hann höndina við úlnlið og það er eiginlega bara svona kúptur stubbur við úlnliðinn. Hann var meðal annars sýndur í sjónvarpinu þegar hann var að lyfta bekkpressu. Lagði bara stöngina á stubbinn og pumpaði 60 kíló án þess að nokkur maður stæði fyrir aftan hann.. Skil ekki af hverju stöngin rúllaði ekki af stubbnum. En andstæðingar hans segja að hann sé alveg gríðarlega harður varnarmaður og það er víst alveg hrikalega vont að vera laminn með stubbnum. Það verður gaman að fylgjast með Stulla kljást við einhenta handboltamanninn.. Spáið í að hann skuli ekki hafa valið fótbolta í staðinn...
Fyrir þá sem vita ekkert hvað ég er að fara þá er sem sagt einhentur maður (örvhentur) að spila með Silkeborg í efstu deild.. Og það hreint ótrúlegt að fylgjast með honum. Það vantar á hann höndina við úlnlið og það er eiginlega bara svona kúptur stubbur við úlnliðinn. Hann var meðal annars sýndur í sjónvarpinu þegar hann var að lyfta bekkpressu. Lagði bara stöngina á stubbinn og pumpaði 60 kíló án þess að nokkur maður stæði fyrir aftan hann.. Skil ekki af hverju stöngin rúllaði ekki af stubbnum. En andstæðingar hans segja að hann sé alveg gríðarlega harður varnarmaður og það er víst alveg hrikalega vont að vera laminn með stubbnum. Það verður gaman að fylgjast með Stulla kljást við einhenta handboltamanninn.. Spáið í að hann skuli ekki hafa valið fótbolta í staðinn...
Fyrsta æfingin í dag. Kellan í volli..
Kellan að byrja vel.. Held svei mér þá að ég sé létt tognuð í báðum lærunum og er með blóð undir skinninu á stórutá (alveg ný meiðsl, bara asnalegt).. Ég náði nú samt að klára æfinguna en það verður gaman að sjá formið á mér á morgun og restina af vikunni.. En við hjónin erum svo heppinn að hafa hann Steina okkar hjá okkur því að hann er nefninlega afbragðs nuddari og í gær nuddaði hann Viktor sem er að farast í bakinu og svo mig í dag. Hélt samt að hann ætlaði að drepa mig, eins gott að þetta virki hjá honum miðað við allt sem ég lagði á mig.. Hefði eflaust farið betur út úr þessu ef ég hefði farið á öndunarnámskeið á sínum tíma..
Í þessum skrifuðu orðum er Viktor að krúnuraka Steina út í garði með lampa því það er auðvitað svartamyrkur hér.. Það á svo að fara út að kaupa ís í kvöld og síðan er búið að plana að snúa sólarhringnum aftur við í kvöld.. Ætlum að vera farin að sofa kl:01.00.
Kveð í bili
Hrabba
Í þessum skrifuðu orðum er Viktor að krúnuraka Steina út í garði með lampa því það er auðvitað svartamyrkur hér.. Það á svo að fara út að kaupa ís í kvöld og síðan er búið að plana að snúa sólarhringnum aftur við í kvöld.. Ætlum að vera farin að sofa kl:01.00.
Kveð í bili
Hrabba
sunnudagur, júlí 25, 2004
Trampólín í tæpa 3 tíma í dag.....
Steini kominn í hús.. Kom í gærkvöldi og það var auðvitað grillað. Borðuðum grillmat rétt fyrir miðnætti í gær, mjög eðlilegt.. Rosa gott samt.. Viktoría sá svo um ræs í morgun eða réttara sagt 11.40 því að það var búið að mæla sér mót út í fimleikahúsi. Við tókum tæpa 3 tíma á trampólíninu í dag og þvílíkar framfarir hjá Orra. Hann er farinn að gera afturábak heljar sem er nú mjög gott á þriðja degi.. Hann stefnir á OL í Peking 2008.. Það verður gaman að fylgjast með honum..
Viktoría er orðin rosa áhugasöm um fimleika og stefnir á því að byrja í fimleikum sem allra fyrst.. Þetta er auðvitað bara snilldar íþrótt..
laugardagur, júlí 24, 2004
Myndasíðan...
Þið megið endilega láta mig vita ef þið komist ekki inn á myndasíðuna mína.. Búið að vera smá vesen en ég var að taka gestabókina út þannig að þá á þetta að virka.. En allavega endilega látið mig vita..
Vel heppnað grill í gær..
Grilluðum í gær, voða fínt.. Stulli og Matthildur komu aftur í grill og voru ofurkurteis, tóku með sér mat og bjór.. Held samt að það sé í síðasta skipti sem Stulli taki með sér bjór eftir að ég tók ræðuna á hann. Við eigum nefninlega 3 kassa af bjór og drekkum hann hvorugt þannig að einhver þarf nú að taka þetta á sig.. Held að Stulli sé tilbúinn núna í að taka smá ábyrgð og hjálpa til við þetta. Harpa og Árni voru svo auðvitað líka í grilli og það var auðvitað bara snilld, Árni að gera mjög góða hluti í eldhúsinu og Harpa kom svo gríðarlega sterk inn í uppvaskinu með Viktori. Svo verð ég nú að taka fram að nýja stellið var vígt í gær og vakti mikla lukku. Steini kemur svo í kvöld og þá verður auðvitað aftur grillað..
Dagný farin til Berlínar...
Það verður smá bið eftir að fröken Dagný heiðri okkur með skrifum sínum þar sem hún er stungin af til Berlínar. Tók lest í gær, tekur víst um 4 tíma þannig að það er ekki svo slæmt. Hún kemur aftur heim á mánudaginn og er búin að lofa að þá muni hún skrifa.. Þið verðið sem sagt að þola mig aðeins lengur...
Fanklúbbur Orra...
Vorum að rekast á síðu sem er tileinkuð honum Orra okkar.. Bara fyndið fyrir þá sem þekkja hann. Þið verðið að kíkja: www.folk.is/orra_fan
Það er linkur hér til hliðar og ekki væri verra að skrifa í gestabókina til að hvetja stúlkurnar til frekari afreka..
Viktor græddi eitt gramm af ís á McDonalds...
já það er bara allt að gerast í Århus.. Kíktum aðeins við á McDonalds í dag og keyptum okkur ís. Ég auðvitað sett í röðina eins og alltaf en svo þegar ég kom með ísinn til Viktors þá var ekki hressilegt upplitið á honum því að það var svo lítill ís í Flurryinum hans. Viktor sem er alls ekki týpan sem kvartar mikið varð nú heldur betur ofboðið þar sem ís er það allra besta sem hann fær.. Hann strunsaði niður og ætlaði nú heldur betur að fá meira í boxið sitt en haldiði að gæjinn hafi ekki bara sótt vigtina og vigtað ísinn fyrir hann og viti menn: eitt gramm of mikið..... Þannig að hann fékk enga fyllingu og mátti bara vera sáttur við að halda gramminu. En það jákvæða var að hann kom skellihlægjandi upp aftur. Og svo að þið lendið ekki í því sama þá er ágætt að vita að boxið á bara að vera hálft.. Hvað er það???
föstudagur, júlí 23, 2004
Komin mynd af Hjalta og Orra...
Fékk senda mynd af Hjalta og Orra. Þið getið byrjað að þurrka tárin strákar mínir. Og Sif mín takk fyrir sendinguna..
Trampólín aftur í dag... ÍÍhaaaaaaaaa...
Brjáluð snilld. Orri að tapa sér.. Er samt bara orðin nokkuð góður. Harpa sýndi líka ágætis tilþrif.. Vorum að hoppa í rúman klukkutíma. Nú erum við að fara að grilla franskar pylsur úti í garði. Orðin rosa svöng.. Svo verður almennilegt grill í kvöld..
Ég talaði við Drífu áðan og hún þarf að bíða í nokkra daga eftir nettengingu en hún lofar að koma sterk inn í skrifunum..
Verð að fara að éta..
Bless í bili..
Hrabba
Ég talaði við Drífu áðan og hún þarf að bíða í nokkra daga eftir nettengingu en hún lofar að koma sterk inn í skrifunum..
Verð að fara að éta..
Bless í bili..
Hrabba
fimmtudagur, júlí 22, 2004
Kerlingin í paradís..
Nú er aldeilis hamingja í Århus. Kellan komst á trampólín í dag og Orri með... Gaman að nú skuli einhver skilja trampólíndelluna í mér. Það er nokkuð ljóst að Orri á eftir að fara á trampólínið aftur sem allra fyrst. Og ekki skemmir fyrir að trampólínið er nánast út í garði hjá mér en það liggur fimleikahöll hér í 5 mín göngufæri..
Annars var íslenskt pylsupartý í kvöld. SS pylsur og myllu pylsubrauð á boðstólnum. Harpa og Árni og Stulli og Matthildur heiðruðu okkur með nærveru sinni þannig að þetta var mjög huggulegt. Aldeilis spennandi fyrir Stulla og Matthildi að komast í íslenskt pylsupartý þar sem þau komu nú bara fyrst í gær. En ég lofa veglegara grilli næst. Við keyptum okkur grill í dag þannig að það var nú bara verið að vígja það. Nú verður aldeilis grillað, Viktor komin í svuntuna og klár..
Nú vonum við bara að það verði sól og blíða á morgun þannig að við getum gert eitthvað skemmtilegt og sólað okkur í leiðinni..
Svo var ég að tala við Dagnýju og hún lofar að koma tvíefld í skrif á morgun.
Hilsen
Habba
Annars var íslenskt pylsupartý í kvöld. SS pylsur og myllu pylsubrauð á boðstólnum. Harpa og Árni og Stulli og Matthildur heiðruðu okkur með nærveru sinni þannig að þetta var mjög huggulegt. Aldeilis spennandi fyrir Stulla og Matthildi að komast í íslenskt pylsupartý þar sem þau komu nú bara fyrst í gær. En ég lofa veglegara grilli næst. Við keyptum okkur grill í dag þannig að það var nú bara verið að vígja það. Nú verður aldeilis grillað, Viktor komin í svuntuna og klár..
Nú vonum við bara að það verði sól og blíða á morgun þannig að við getum gert eitthvað skemmtilegt og sólað okkur í leiðinni..
Svo var ég að tala við Dagnýju og hún lofar að koma tvíefld í skrif á morgun.
Hilsen
Habba
Komin gestabók
Það er leyfilegt að kvitta fyrir sig í gestabókina...
Kvitta kvitta
Kvitta kvitta
Óska eftir myndum af Hjalta og Orra....
Obb obb obb...
Allt í volli. Búin að setja haug af myndum inn á myndasíðuna mína en það er nú bara búið að kosta tár og læti.. Var að komast að því að það er engin mynd af Orra og Hjalta og þeir eru auðvitað voða súrir. Þannig að ef einhver á myndir af þeim úr brúðkaupinu þá er hann/hún vinsamlegast beðin um að senda mér mynd hið snarasta..
Annars er mikil gleði á heimilinu. Búin að endurheimta barnið okkar og eitt barn að auki (Orra). Fjörið heldur svo áfram þar sem Harpa og Árni eru væntanleg í dag. Svo kemur Steininn minn til okkar á laugardaginn. Ætla að vera mega dugleg að baka enda var Kitchen Aiden að koma í hús í morgun.. Líf og fjör í Århus...
Hilsen
Hrabba
Allt í volli. Búin að setja haug af myndum inn á myndasíðuna mína en það er nú bara búið að kosta tár og læti.. Var að komast að því að það er engin mynd af Orra og Hjalta og þeir eru auðvitað voða súrir. Þannig að ef einhver á myndir af þeim úr brúðkaupinu þá er hann/hún vinsamlegast beðin um að senda mér mynd hið snarasta..
Annars er mikil gleði á heimilinu. Búin að endurheimta barnið okkar og eitt barn að auki (Orra). Fjörið heldur svo áfram þar sem Harpa og Árni eru væntanleg í dag. Svo kemur Steininn minn til okkar á laugardaginn. Ætla að vera mega dugleg að baka enda var Kitchen Aiden að koma í hús í morgun.. Líf og fjör í Århus...
Hilsen
Hrabba
miðvikudagur, júlí 21, 2004
Harpa að gera gott mót...
Jæja þá fer þetta allt að fara í gang hjá okkur.. Bað Hörpu um smá hjálp við síðugerð. Hálfum sólahringi seinna sendir hún mér sms og segir mér að kíkja á síðuna mína sem ég var ekki einu sinni byrjuð á.. Algjör snilli.. Takk kærlega Harpa mín... Ég stefni svo að því að verða tölvunörri eins og hún.. Nú þarf ég bara að ná í systur mínar og segja þeim að byrja að skrifa...
Hilsen
Hrabba
Hilsen
Hrabba
þriðjudagur, júlí 20, 2004
Fyrstu skrif!?!?
athuga hvort þetta virkar allt saman :-)