fimmtudagur, júní 29, 2006

Kúkur..

Stal þessu af síðunni hennar Eddu.. Þvílík snilld..
Það kúka allir !!! Kannast þú við eitthvað af þessu???

Draugadrjóli:
Þú finnur hann koma út en það er enginn kúkur í klóinu þegar þú kíkir.

Hreinn skítur:
Sá sem þú skítur og sérð í skálinni en það er ekkert á skeinipappírnum.

Eltikúkur:
Þegar þú ert búin að kúka og búin að girða hálfa leið upp um þig og fattar að þú þarft að kúka meira.

Sprengja-æð-í-enninu hnulli:
Sá sem þú þarft að hafa svo mikið fyrir að koma frá þér að þú færð næstum slag.

Dauðadrumbur:
Svo ógeðslega stór að þú þorir ekki að sturta án þess að búta hann í sundur með blýanti.

Loftpressukúkur:
Kemur með svo miklum látum að allir í kallfæri flissa.

Þynnkuskita:
Kemur eftir fyllerí. Helsta einkenni hans eru bremsuförin í skálinni.

Maískúkur:
Skýrir sig sjálfur.

Ohh-ég-vildi-að-ég-gæti-kúkað kúkur:
Þú þarft að kúka en situr bara á dollunni og fretar.

Mænustunguskítur:
Þessi er svo brjálæðislega sársaukafullur að þú ert viss um að hann er á leiðinni út þversum.

Rasskinnableytuþrumari (Orkuþrumari):
Fer út á svo miklum hraða að afturendinn á þér rennbleytist af klósettvatni.

Háklassakúkur:
Kúkur sem lyktar ekki.

Óvæntur kúkur:
Þú ert ekki einu sinni á klóinu því þú hélst að þú þyrftir bara að prumpa en... úps, sparð.

Slórskítur:
Kúkurinn losnar ekki frá rassgatinu á þér þó þú sért búin að kúka fyrr en þú hristir þig vel.

Atómsprengja:
Þig svíður undan þessum á leiðinni út og svíður enn í marga klukkutíma á eftir.

Mikilmennskukúkur:
þú rembist og rembist og svo kemur eitt pínulítið lambasparð.

Íþróttaálfurinn:
kemur ca. klukkutíma eftir leikfimina.

Klippikúkur:
sem er svo langur að þú þarft að kúka - klippa - kúka - klippa...

Vissuð þið þetta?

-Að örvhentir lifa að jafnaði átta árum skemur en rétthentir.. Búið að rannsaka þetta og ég er hætt að öfunda örvhenta sem ég hef gert í mörg ár..

-Að það voru fleir Bandaríkjamenn sem kusu í úrslitum IDOL en í forsetakosningunum.. Þeir eru auðvitað bara snillingar þessir kanar..

Já fróðlegt ekki satt?

Og vá hvað mér finnst nýja gellan hans Donalds Trump fyndin.. Karlinn að fara að giftast einhverri rosa flottri ungri gellu og var hún spurð hvort hún myndi vilja giftast honum ef hann ætti ekki svona mikið af peningum.. Gellan svaraði nú bara ísköld tilbaka: Haldiði að hann myndi vilja giftast mér ef ég væri ekki svona flott? Snilldar svar.. Þessir karlar fá allavega eitthvað fyrir peninginn..

Og svo verð ég nú að segja ykkur það allra besta.. Haldiði að það sé ekki að fara að koma leikmaður í prufu til okkar sem heitir Pressious Osom.. Hvað er það? Foreldrarnir hafa bara ekker verið á trippi..

Hrabban kveður

þriðjudagur, júní 27, 2006

Handrukkun dauðans..

Vá er ekki verið að grínast með norska gæjann og sprengjubeltið í Stokkhólmi.. Haldiði að þetta hafi ekki bara verið "nett" handrukkun.. Karlgreyið skuldaði bara fyrir smá dóp og þá fer nú ekkert oft vel fyrir mönnum.. Og það besta við það að gæinn var búinn að vera í þrjá daga inn í íbúðinni og kannski bara með sprengjubeltið á sér allan tímann.. Svo var hann svo heppinn að komast út og verða frægur með því að komast í heimsfréttirnar.. Þvílík snilld.. Nú eru undirheimarnir heima komnir með nýtt trix.. Sprengjubelti eru trendið í dag.. En vá hvað er ekkert gaman að vera dópisti og skulda peninga og þar sem nánast engin hefur efni á þessu þá skulda þeir flestir.. Ég á aldrei eftir að ná því hvernig hægt er að velja sér þessa leið, að vera svona gargandi vitlaus og prófa í fyrsta skiptið.. Hvað er það?? Búin að ræða þetta við fyrrum atvinnumann og er ekki að kaupa ástæðuna.. Ég held að ég verði fín í forvörnunum þegar ég verð farin að kenna unglingum.. Það besta er að allur bekkurinn minn gæti verið uppdópaður án þess að ég tæki eftir neinu..

Eftir að hafa lesið dópistabók dauðans: Dýragarðsbörnin er ég byrjuð að lea bókina eftir Sigmund Erni: Barn að eilífu.. Rosaleg bók og þvílíkt líf hjá einni fjölskyldu.. Rosalegt hvað sumir þurfa að ganga í gegnum.. Eftir þessa bók verð ég að finna mér einhverja hressari lesningu.. Mér verður bara illt að lesa um svona erfitt líf.. Þið megið endilega benda mér á eitthvað hressandi..

En jæja.. Komin tími á háttinn.. Og sorry dópistar en ég skil ykkur bara ekki og á aldrei eftir að gera..
Hrabba

mánudagur, júní 26, 2006

Frétt vikunnar..

Var áðan í sjónvarpinu.. Sláandi frétt sem skildi eftir sig hlæjandi hjón hérna á Vejlby Centervej.. Já haldiði ekki að það hafi verið viðtal við nýstúdent og hafði hún lent í þeim hrikalegu hrakningun að stúdentahúfunni hennar hafði verið stolið í partýi sem var haldið heima hjá henni sjálfri.. Þar höfðu mætt 3 óboðnir gestir, allt strákar, og mjög líklegt að einn af þeim hafi stolið húfunni.. Í fréttinni voru sýndar myndir af digital myndavél þar sem hún sýndi hvar húfan hefði síðast verið áður en hún hvarf.. Rosa frétt þar sem hún var mjög miður sín eftir 3ja ára erfiði og búin að vinna sér inn þessa fínu stúdentahúfu sem síðan er bara tekin.. Svo til að gera fréttina enn betri þá var auðvitað viðtal við mjög sorgmædda foreldra stúlkunnar sem auðvitað þótti þetta hið versta mál líka.. Að lokum var sagt að fundarlaun fyrir hina góðu stúdentahúfu eru 1500 dk.kr eða rúmlega 15 þúsund íslenskar.. Halló er ekki í lagi með fólk.. Af hverju fer hún ekki bara með þessar 1500 krónur og kaupir sér nokkrar nýjar húfur.. Ég og Viktor við skemmtum okkur allavega mjög vel yfir þessari frábæru frétt sem ég skil ekki hvernig gat endað á skjánum..

Lýsi svo yfir stuðning mínum við dómarann sem dæmdi leik Hollendinga og Portúgala í gær.. FIFA að gagnrýna spjaldagleði hans eins og hann hefði átt einhverra annara kosta völ.. Allir leikmennirnir voru gjörsamlega að tapa sér þarna og mesta mildi að ekki fleiri hafi slasast.. Að mínu mati hefði hann geta gefið enn fleiri spjöld.. Þvílík fífl þarna inn á milli og þvílík brot.. Ótrúlegt að þetta hafi ekki endað í hópslagsmálum.. Ekki hefði ég viljað dæma þennan leik allavega..

Og svo annað með þennan fótbolta.. Er ekki hægt að fara að útrýma þessum aumingjaskap.. Alveg með ólíkindum hvað allir geta emjað og látið eins og þeir séu dauða næst.. Teknir út á börum og koma svo hlaupandi inn á völlinn nokkrum sekúndum síðar.. Þetta er svo hallærislegt að það nær engri átt.. Það þarf að setja einhverjar nýjar aumingjareglur til að þetta hætti.. Held þetta ekki út að horfa á þessa aumingja..

Var að flokka aðeins til tenglunum hér til hliðar og henda öllum síðum sem eru í fríi í utandeildina.. Þið þurfið bara að láta mig vita þegar þið farið að skrifa aftur því þið eruð dottin út úr bloggrúntinum;-) Svo ef það eru einhverjir sem ég er að gleyma þá megið þið líka láta mig vita..

Hilsen
Hrabba

sunnudagur, júní 25, 2006

Trúðaskemmtun... Viktoría að fara á kostum..

Já Viktoría er hetja helgarinnar. vikunnar og mánaðarins.. Haldiði að þessi elska sé ekki farin að hjóla án hjálparadekkja og ég sem hélt að það myndi ekki gerast fyrr en hún væri orðin 12 ára (svolítil skræfa hjá mér og þótti ekki líkleg til að fara að hjóla).. Það voru sko stoltir foreldrar hérna í Árósum í gær og auðvitað Viktoría sjálf að rifna úr stolti.. Hringdi auðvitað strax í hann Daða sinn sem var ekki heima og er því ekki búinn að ná að óska henni til hamingju með þennan frábæra árangur..

Ekki nóg með að hún hafi verið algjör hetja í gær þá átti hún líka brandara mánaðarins í gær.. Við vorum sem sagt að hjóla hérna fyrir utan og það var verið að halda einhverja "framandi" veislu hérna í einum salnum úti í íþróttahúsi með sem sagt framandi fólki (loksins búin að finna rétta orðið).. Það stóðu nokkrar konur fyrir utan í einhverjum mjög spes glimmerkjólum (þetta hafa örugglega verið einhverjir Víetnamar eða Pakistanar) og þessi stórmerkilega tónlist hljómaði fyrir utan.. Svo þegar við hjóluðum tilbaka til Viktors þá segir Viktoría: Pabbi þú verður að koma og sjá trúðana.. Það er einhver trúðaskemmtun þarna.. Vá hvað mér fannst þetta fyndið og sérstaklega því að ég sagði nákvæmlega ekki neitt þegar ég sá "trúðana".. Já hún er stórkostleg hún dóttir mín..

Svo að lokum þá kemur smá kvikmyndaspurning: Lítur út eins og typpi, bara minna. Úr hvaða snilldarmynd er þessi setning?
Og það besta við það að Viktor hefur notað þessa setningu á Auðunn Jónsson kraftlyftingarmann á karlaklósetti.. Og lifir enn..

Trúðafjölskyldan kveður

fimmtudagur, júní 22, 2006

Viktoría spyr:

-Þegar maður er dáin hvernig kemst maður þá upp til himna?
-Hver deyr seinastur? (Greyið hann eða hún)
-Hvernig breytist maður í engil?
-Getur maður ekki komið niður af himnum aftur?

Já nóg að gera í að útskýra.. Barnið farið að hugsa endalaust um dauðann og veldur þetta henni miklu hugarangri.. Man vel eftir því þegar ég hugsaði stanslaust um dauðann en ég var nú allavega orðin 9 ára.. Finnst þetta full snemmt hjá 5 ára barninu..

Gunnar Berg kom með innbúið til Holstebro í gær og þurfti að skila sendibílnum til Flensborgar þannig að Viktor skutlaðist bara yfir grensuna og náði í hann og auðvitað fullt af gosi og bjór í leiðinni þannig að núna erum við sko tilbúin fyrir gestina í sumar..

Pantaði flug heim í sumar.. Komum heim í rúma viku eða frá 15-24.júlí.. Viktor auðvitað að rifna úr kæti.. Var ekki alveg að meika það að við færum ekki heim..

Farin að gera ekki neitt
Hrabba

þriðjudagur, júní 20, 2006

Dýragarðsbörnin..

Er að lesa þessa mögnuðu bók og er komin með geðveika hugmynd.. Láta alla áttundu bekkinga lesa hana.. Er varla til betri forvarnir fyrir fíkniefni.. Eftir að vera búin að lesa þessa bók þá þarf að vera með undir 50 í greindarvísitölu til að koma einhvern tímann nálægt dópi.. Ekki það að ég skil bara engan vegin hvernig hægt er að byrja á þessum óþverra.. Þetta er rosaleg lesning og mæli ég eindreigið með að þeir sem ekki hafa lesið þessa bók kíki í hana..

Annars búin að vera í djúpum pælingum í dag:
-Hvernig getur sumum fundist betra að hafa kiwi-inn mjúkan?
-Hvernig getur sumum fundist betra að hafa bananann skemmdan?
-Hvernig getur fólk sem borðar ekki nammi verið hamingjusamt?

Og svo að lokum mínus dagsins eða rétt er að sagt vikunnar fær mbl.is fyrir að setja endalausar fótboltafréttir undir dálkinn AÐRAR ÍÞRÓTTIR. Fer ýkt í pirrurnar á mér því að fótboltadálkurinn er þarna líka og svo eru þetta varla fréttir fyrir mig og flesta aðra því maður er búin að sjá þetta allt live í sjónvarpinu.. Ekki það að mér finnst mjög fínt að hafa HM í fótbolta í imbanum.. Bara burtu með þetta úr dálknum mínum sem ég les mest..

Takk fyrir og bless
Hrabba klikk

sunnudagur, júní 18, 2006

Strandhandbolti..

Mjög skemmtilegt en ég verð nú að játa það að ég er nú ekkert sérlega góð í honum.. Ekkert smá öðruvísi.. Skrýtin bolti og þetta gengur allt út á svaka taktík, tvö mörk fyrir sirkus og trikkmörk (þyrfti að æfa það aðeins næst).. Við komumst ekki í úrslit sem var bara fínt því þá hefðuð við þurft að fara í einhverja úrslitakeppni sem er á Fjóni næstu helgi og það var engin að nenna því.. Þetta er líka mjög erfitt og vont fyrir fæturna því það eru endalausir steinar á vellinum.. Þetta var gott í bili..

Helgin annars búin að vera fín. Fór í grill með vinnunni á föstudaginn og í gær var svo haldið risa surprisepartý fyrir Camillu sem var að ljúka arkitektarnámi.. Því miður var þetta ekki eins mikið surprise eins og það átti að vera því ein vinkona hennar hafði hengt boðskortið (sem kærsti Camillu hafði sent út) upp á ísskáp hjá sér og Camilla var ekki lengi að reka nefið í það þegar hún kom í heimsókn.. Hún lét samt engan vita svo þetta væri nú ekki alveg eyðilagt.. Kærastinn búinn að hafa þvílíkt fyrir þessu.. Og allir búnir að hafa þvílíkt fyrir því að ljúga að henni hinu og þessu.. En þetta var allavega rosa gaman..

Viktoría hetja er búin að taka bæði hjálparadekkin af og erum við bara komin með kústskaft aftan í hjólið til að hjálpa henni að halda jafnvægi.. Það er ætlunin að vera byrjuð að hjóla áður en skólinn byrjar.. Hún fer einmitt á morgun í skóladagvistunina þar sem hún mun hitta fullt af nýju skólafélögunum.. Mikil tilhlökkun og finnst henni bara fínt að vera yngst í bekknum.. Það eru reyndar 6 í bekknum hennar sem eru fæddir '99 en það er mjög algengt að strákar sem eru fæddir seint á árinu bíði eitt ár með að fara í skóla.. Hún er sú eina sem er fædd 2001 en það er líka algengt að stelpur sem eru fæddar í byrjun árs fari ári á undan í skóla.. Ef þetta verður eitthvað strembið fyrir hana þá getur hún alltaf farið aftur í 6 ára bekkinn.. Ekki það að ég held að skottan eigi eftir að spjara sig fínt.. Það hefði bara verið vesen að skipta enn einu sinni um leikskóla..

Og svo auðvitað TIL HAMINGJU ÍSLAND með HM sætið.. Þvílík snilld að skilja Svíana eftir heima.. Þeir verða allavega ekki fyrir okkur í Þýskalandi.. Nú er bara vonandi að maður geti farið á einhverja leiki í janúar.. Spurning hvort ég geti fengið íslenska riðilinn til Flensborgar þá eru ekki nema tveir tímar að keyra..

Farin í háttinn..
Hrabba

laugardagur, júní 17, 2006

já ég get sko haldið áfram..

Talaði við hana Tinnu mína í gær og hún er á nákvæmlega sömu bylgjulengd á ég.. Var að segja mér frá vinkonu sinni (íslenskri) sem býr hérna í Århus og þurfti að fara upp í skóla til mannsins hennar kl. 08 á mánudagsmorgni.. Þegar hún kom upp í skóla mættu henni tveir EkkiDanir, ógnuðu henni með hníf og rændu því sem þeir gátu rænt af henni.. Já þeir vinna bara við þetta allan sólarhringinn þessir andsk...... Og ekki nóg með það þá var víst hörmulegt morð í Köben fyrir 3 vikum síðan (meðan ég var í burtu) þar sem 3ja barna faðir var bara á röltinu og var spurður um sígarettur sem hann átti ekki og mjög leiðinlegt fyrir hann því það var stunginn af honum hausinn (var stunginn svo oft að hausinn datt af honum).. Spáið í því hvað maður er aldrei óhulltur.. Hvorki inn í eigin húsi né utan þess.. Og hvenær sem er..
Hætt í bili með þetta EkkiDana drasl...

Landsleikurinn á eftir sem verður að vinnast.. Hann er sem betur fer á netinu en það er orðið ansi sjaldgæft með þessa blessuðu landsleiki.. Er ekki að skilja það.. Hef mikla trú á okkar mönnum og ekkert smá mikilvægt að komast á HM í Þýskalandi.. Það verður engin smá umgjörð í kringum það mót og pakkað á pöllunum.. Koma svo ÍSLAND...

Hrabba

fimmtudagur, júní 15, 2006

Og þeir halda áfram...

Já best að segja ekki hverjir því það eru svo margir búnir að skamma mig en köllum þá EkkiDanirnir.. Tóku sig til og brutust inn í bílinn hjá aðstoðarþjálfaranum mínum sem kemur frá Sviss og er á bíl með svissnesku númeri (sem er ekki gott).. Eyðilögðu hurðina aðeins og brutu svo rúðuna og tóku veskið hans með öllu í að sjálfsögðu (það var í lokuðu hólfi honum smá til varnar).. Það versta við þetta var að þegar tvær stelpur úr liðinu komu út aðeins fyrr sáu þær þessa vitleysinga (þarf ekki að taka fram hvernig þeir litu út) vera á planinu og hittu einhverja stelpu sem sagði þeim að þegar hún hefði komið út þá hafi þeir verið að kíkja inn í bílinn hennar Camillu og þeir væru búnir að vera að skottast þarna í svolítin tíma.. Þær fóru inn í höll og báðu þá sem voru á vakt að fara út og hafa auga með þeim og hringja bara helst á lögguna sem þeir hafa svo ekki gert því ca 10 mínútum síðar þá kom sem sagt Thomas út og þá voru þeir búnir að þessu.. Og þetta er auðvitað bara hérna fyrir utan hjá mér þannig að þeir ætla seint að snáfa héðan.. Er í alvöru farin að íhuga að kynna mér vopnalög hérna í Dene.. Það þarf nú einhver að láta sig hafa það og fara að plaffa þetta lið.. Viktor minn væri ekki lengi að því ef "verkfærið" væri til staðar.. Og ég skal sjá um að grafa þá.. Myndi stolt vilja hafa þá í garðinum mínum á réttum stað.. Nei nei aðeins að missa mig.. Var bara ekki búin að koma með neitt lengi, hehe..
Það var svo ekkert hægt að gera í málinu þar sem bíllinn er á svissnesku númeri og má því ekki vera hérna í landinu á meðan þau eru með búsetu hérna þannig að það var ekkert hægt að melda þetta og hann þarf auðvitað að bera allan kostnað af þessu sjálfur.. Þannig að ég er komin með einn nýjan meðlim í klúbbinn minn sem er við það að taka að sér stöðu varaformanns..

Svo verð ég nú að koma öðru á framfæri.. En það er hún Mirsha Burton eða Marissa Cooper í þáttunum O.C. Er búin að vera að horfa mjög mikið á þessa þætti undanfarið og stelpuskjátan er að drepa mig.. Eruð þið ekkert að grínast með hvað gellan er léleg leikkona.. Það er ekki horfandi á hana og svo er hún bara í öllum slúðurblöðum og bara ein af þessum heitu ungu leikkonum.. Ég er ekki að ná þessu.. Varð að deila þessu með ykkur..

En annars ekkert að gera nema að mæta á æfingu 2 klukkutíma á dag.. Ljúft líf..

Hilsen
Hrabba

miðvikudagur, júní 14, 2006

Loksins myndir..

Setti inn myndir í gær frá ratleik Klaufarmafíunnar.. En á því miður bara myndir frá einum hópnum.. En mjög góðar myndir.. Er í þessum skrifuðu að setja inn myndirnar frá sektarsjóðsdjamminu.. Endilega kíkið við..

Annars bara brún og hress og er að fara að keppa í strandhandbolta á sunnudaginn..
Hrabba

mánudagur, júní 12, 2006

Dagný Skúladóttir til Team Tvis Holstebro

Gargandi snilld.. Ég verð nú bara með hann Molann minn rétt handan við hornið eða í rúmlega klukkutíma fjarlægð.. Það er nú ekkert miðað við fyrr.. Dagný og Gunnar eru búin að gera eins árs samning við Holstebro og vonandi eiga þau bara eftir að vera hérna í Danaveldi lengi eins og ég..

Annars er búið að vera rugl gott veður hérna.. Þarf að hafa mig alla við að verða ekki að brunarúst.. Tanið gengur allavega vel..

Helgin var frábær í alla staði.. Sektarsjóðsdjammið var frábært og þá sérstaklega dagurinn en við fórum á fjórhjól, sigum niður turn (fram á við), fórum í svifrólu, skutum úr bogum, bjuggum til fleka og þurftum að sigla á honum.. Þetta var allt keppni auðvitað og rústaði mitt lið þessu auðvitað.. Unnum allt.. Ég tók böns af myndum og set þær inn við fyrsta tækifæri.. Mér tókst nú samt ekki að duga neitt alltof lengi í bænum enda kannski ekki skrýtið þegar þetta byrjaði allt saman kl.07.30.. Hrabban þarf nú að sofa líka.. En þetta var allavega frábær dagur í alla staði..

Svo er bara verið að æfa á fullu og ég að drepast úr harðsperrum þar sem ég var í lyftingafríi meðan ég var með landsliðinu.. Alltaf jafn hræðilegt að byrja að lyfta eftir langa pásu..

En jæja best að fara í After Sun-ið..
Hrabba

föstudagur, júní 09, 2006

Geðveikt veður í DENE..

Já það gengur vel í brúnkusöfnuninni.. Geðveikt veður hérna og verður enn betra um helgina.. Orri í heimsókn þannig að Hrabban er frekar örugg í húsinu með margreyndan dyravörð í gestaherberginu.. Ég set ekki einu sinni þjófavörnina í gang á næturna eins og yfirleitt..

Á morgun er svo stór dagur en þá er sektarsjóðsdjamm og það byrjar alveg á Hröbbutíma eða kl.07.30, en þá er mæting heima hjá mér eða þar að segja mitt lið.. Okkur er skipt í tvö lið og okkar lið mun heita: WHITE TRASH.. Ég ætla að reyna að vera með hanakamb þar sem ég er nú komin með stutt hár.. Svo verður auðvitað bara málning dauðans og svart naglalakk.. Þetta verður geðveikt og ég lofa að taka fullt af myndum.. Þetta verður eflaust blautasti dagur ársins og nú er að sjá hvernig ég á eftir að standa mig.. Ég á það nú til að geta verið svampur þannig að það þýðir ekkert að vanmeta mig..

Annars segi ég bara góða helgi..
Hrabba

þriðjudagur, júní 06, 2006

Myndir..

Búin að setja inn myndir frá Makedóníu.. Þið verðið allavega að kíkja á "klósettið" eða holuna réttara sagt..

mánudagur, júní 05, 2006

MAKEDÓNÍA..................

Veit varla hvar ég á að byrja........ En ætli ég byrji bara ekki á degi 1 sem var fimmtudagurinn.. Lögðum í hann klukkan 05.00 og vorum ekki komnar á hótelið í Makedóníu fyrr en eftir miðnætti en þá vorum við búnar með 3 flug, fyrst Köben svo Búdapest og loks Skopje.. Þetta var næstum því sólarhringsferð og hefði getað orðið vel lengri ef okkur hefði ekki verið hent út úr vitlausri flugvél. Ekki það að við ætluðum aldrei að komast úr blessuðu vélinni því við vorum að andast úr hlátri.. Við vorum 8 sem tróðum okkur í gegnum lokað hlið í stað þess að labba niður stiga til þess að fara í réttu vélina.. Veit ekki hvernig okkur datt það í hug en ég sá allavega ekki þennan blessaða stiga og var nú mikið að nöldra yfir þessu blessaða hliði sem engin yfir 100 kg hefði komist í gegn.. Var ekki að skilja þetta.. Svo þegar við komum inn í vélina þá sátu bara allir í okkar sætum (ekkert smá steikt, allar kallandi: "hey það situr líka einhver í mínu sæti").. Ekki það að ég nennti að gera neitt vesen út af þessu og fann mér bara næsta lausa sæti og settist þar og var bara klár í loftið.. En svo kíkir einhver flugfreyjan á miðann hennar Guðbjargar og fattar það sem sagt að við erum í vitlausri flugvél.. Þetta var svo viðbjóðslega fyndið og hefði verið enn fyndnara ef við hefðum bara endað í Beirut.. Það var allavega hægt að hlæja af þessu lengi.. Líka fyndið að við vorum svona margar sem tróðum okkur í gegnum lokað hlið.. Restin hefði ekki einu sinni náð í lið..

Föstudagurinn fór svo bara í að hvílast og kíkja í bæinn.. Gerði þau mistök að yfirgefa hana Drífu systur mína og lét hana hafa pening í leigubíl (en átti bara stóran seðil).. Hún tók sem sagt leigubíl með Jónu og Lísu á minn kostnað og borguðu þær tífalt fyrir leigubílinn.. Hann hefur nú verið fljótur að bruna heim og leika við konuna eftir happadaginn mikla.. Meiri strumparnir.. En ekki það að ég geti skilið hvernig þessi leigubílavinna geti gengið því að það kostaði bara tæpar 150kr að taka bíl úr bænum og upp á hótel sem var alveg ágætis spotti (hefði alveg farið vel yfir 1000 heima).. Og svo kostar bensínlíterinn alveg yfir 90kr þarna.. Ég ekki skilja... Við enduðum svo á æfingu um kvöldið í höllinni sem við áttum að spila í og það var upplifun að koma þangað inn.. Lausar fjalir út um allt á gólfinu og vantaði bara stykki í parketið hér og þar (sem sagt bara göt á gólfinu).. Á einum stað gat maður stigið á fjölina þannig að hún lyftist hátt upp á hinum endanum.. Varamannabekkirnir voru plaststólar sem voru allir brotnir.. Vantaði bara nokkra cm á sumar seturnar.. Áhorfendabekkirnir voru líka allir brotnir.. Þetta var allt mjög spes og svo toppaði klósettið þetta allt en já það var sem sagt ekkert klósett heldur bara holur til að gera þarfir sínar í.. Eins gott að ég þurfti ekki að sk........
Stóri dagurinn var svo laugardagurinn en við æfðum um morguninn og höfðum svo allan daginn til að undirbúa okkur því leikurinn var ekki fyrr en 20.30 um kvöldið.. Leikurinn var rosaleg upplifun.. 4500 crazy áhorfendur (hef aldrei upplifað annan eins hávaða) og var baulað vel á okkur eða réttara sagt alla nema mig og Ágústu en við ákváðum að koma inn með trompi.. Ágústa með arabastökki og ég kraftstökki og var okkur vel fagnað.. Hefði frekar búist við því að þeir myndu púa meira á okkur..
Leikurinn var mjög góður og vorum við að spila frábæran leik og ekki hægt að ætlast til meira af liðinu.. Þær voru bara aðeins of sterkar fyrir okkur.. Mest svekkjandi að hugsa til fyrri leiksins sem við áttum auðvitað að klára.. Þær voru miklu lakari í þeim leik og við hefðum átt að nýta okkur það..
Um kvöldið var svo farið út að borða og ákváðum við að drekkja sorgum okkar.. Frábært kvöld í alla staði þó svo að Casinoið hafi klikkað.. Rakel við förum bara næst.. Gátum svo sofið út á mánudeginum því við áttum ekki flug fyrr en 15.30.. Ég komst svo í faðm fjölskyldunnar klukkan 20 í gærkvöldi í Köben og vorum við komin heim rétt eftir miðnætti..

Vaknaði svo um hádegið og haldiði ekki að það hafi verið sól og heiðskýrt.. Já gott fólk sólbekkurinn þarf ekki að sakna mín lengur..

Verð dugleg að skrifa núna þar sem ég er komin heim og hef lítið að gera nema vinna í brúnkunni..

Kveðja
Hrabba

This page is powered by Blogger. Isn't yours?