þriðjudagur, nóvember 30, 2004
Hrebs komin heim..
Jæja Hrebsin loksins komin heim og eins gott þar sem fjölskyldan mín er engan veginn að þola fjarlægðina. Viktorinn minn fær alltaf fráhvarfseinkenni sem einkennast af slæmum veikindum.. Karlinn búinn að vera fárveikur í 4 daga og er þetta í þriðja skiptið sem hann veikist þegar ég fer í burtu.. Viktoría litla vaknaði svo bara fárveik í morgun með háan hita, höfuðverk og er svo búin að gubba tvisvar í dag.. Greyið litla og allt mér að kenna.. En við erum búnar að hafa það rosa gott í dag, settum tvöföldu vindsængina fyrir framan sjónvarpið og erum búnar að kúra í allan dag.. Dejligt....
Hrebsin er líka mjög svekkt með að það hafa engar umsóknir borist í brósa... Hvað er það??? Rosalega eru stúlkurnar hræddar við okkur systur því áhuginn er til staðar.. Heyrst hefur að þegar Daddinn mætir á Hverfis þá liggja stúlkurnar utan í honum eins og flugur á skít.... Umsóknarfresturinn er ekki útrunninn...
Og Hanna syst.... Alveg róleg með pólítíkina, þetta passar ekki inn á þessa málefnanlegu síðu ;-) Ég veit varla hvort ég sé að koma eða fara þegar ég les þetta rugl.. Og by the way Bush er rugludallur..
Verð að hætta í bili.. Verð að sinna sjúklingnum mínum.. Svo eru Matta, Matthildur og Stulli að koma.. Gaman gaman..
Kveð í bili...
Hrebs ekki Moss.... Fann Pizza Hut og KFC í Póllandi þannig að ég snarhætti við að verða eins og Kate Moss...
Hrebsin er líka mjög svekkt með að það hafa engar umsóknir borist í brósa... Hvað er það??? Rosalega eru stúlkurnar hræddar við okkur systur því áhuginn er til staðar.. Heyrst hefur að þegar Daddinn mætir á Hverfis þá liggja stúlkurnar utan í honum eins og flugur á skít.... Umsóknarfresturinn er ekki útrunninn...
Og Hanna syst.... Alveg róleg með pólítíkina, þetta passar ekki inn á þessa málefnanlegu síðu ;-) Ég veit varla hvort ég sé að koma eða fara þegar ég les þetta rugl.. Og by the way Bush er rugludallur..
Verð að hætta í bili.. Verð að sinna sjúklingnum mínum.. Svo eru Matta, Matthildur og Stulli að koma.. Gaman gaman..
Kveð í bili...
Hrebs ekki Moss.... Fann Pizza Hut og KFC í Póllandi þannig að ég snarhætti við að verða eins og Kate Moss...
föstudagur, nóvember 26, 2004
Verð að koma þessu frá mér
Jæja þá er það Idol í kvöld og við skulum vona að það fari vel.. helst að ná karlpeningnum áfram,, nenni ekki að hlusta bara á kellingar í Vetragarði! ...annars er pabbi með svaka áróður að ná Skúla áfram í kvöld,, allir símar á heimilinu fráteknir!
Annars er ekkert mikið að frétta,, hef reyndar mikið vera að slæpast á netinu og lesa mig til um Bush... veit ekki afhverju ég hef svona mikin áhuga á þessu öllu saman,, en allavena þá langaði mig að koma því á framfæri,, sérstaklega til þeirra sem halda því stöðugt fram að Bush sé heimskur -> að George Bush er með BA gráðu frá Yale og með masterinn frá Harward!!! örugglega eitthvað meira en við flest höfum afrekað í okkar skólagöngu... og það er ekki hægt að telja fólk heimskt sem afgreiðir þessháttar nám!
Ahhh, nú líður mér betur.. varð að koma þessu frá mér! ;)
Vonandi vinna stelpurnar Makedoníu í kvöld.. Gangi þeim vel!!!!
Hennie Ló
Annars er ekkert mikið að frétta,, hef reyndar mikið vera að slæpast á netinu og lesa mig til um Bush... veit ekki afhverju ég hef svona mikin áhuga á þessu öllu saman,, en allavena þá langaði mig að koma því á framfæri,, sérstaklega til þeirra sem halda því stöðugt fram að Bush sé heimskur -> að George Bush er með BA gráðu frá Yale og með masterinn frá Harward!!! örugglega eitthvað meira en við flest höfum afrekað í okkar skólagöngu... og það er ekki hægt að telja fólk heimskt sem afgreiðir þessháttar nám!
Ahhh, nú líður mér betur.. varð að koma þessu frá mér! ;)
Vonandi vinna stelpurnar Makedoníu í kvöld.. Gangi þeim vel!!!!
Hennie Ló
miðvikudagur, nóvember 24, 2004
Hungraðar í Póllandi...
Já smá fréttir héðan frá Póllandi.. Erum allar á lífi en Hrabban bara að verða eins og Kate Moss, það styttist allavega í það.. Fáum mjög lítið að borða hérna og ég er bara alltaf að drepast úr hungri.. Svo er það annað verra, að bíða, en við höfum eytt helmingi ferðarinnar í að bíða.. Vá hvað það er pirrandi... En annars höfum við nú gaman að hver annari.. Það er ýmislegt búið að gerast og ýmislegt rifjast upp.. T.d:
-Vissuð þið að Drífa Skúladóttir hefur verið stoppuð af löggunni fyrir of hægan akstur?
-Að Drífa og Guðrún Drífa veltu einu sinni bíl á leiðinni á æfingu en mættu samt, stóð í séð og heyrt (forsíðufrétt)...
-Að Jóna hin sjóðheita bað um sítrón á sinni góðu ensku, góður hreimur fylgdi með..
-Að Dagný er kölluð the evil twin í herbúðum landsliðsins.. Hún þykir ekki mjög góð við hana Drífu sína og lætur hana þjóna sér.. Drífa er alltof góð við hana..
-Að Dagný fór í skoðunarferð á Ítalíu og var búin að taka yfir 20 myndir á fínu myndavélina sína þegar hún fattaði að það var engin filma í...
-Að Hrabba er búin að horfa á fyrstu 10 þættina í One tree hill á tveimur dögum.. Lucas alveg að gera gott mót.. OMG...
-Að Kristín lét mig svara símann í morgun í fyrsta skipti.. Harpan mín lét mig aldrei svara.. Ég er orðin alltof góðu vön..
Verð að láta þetta gott heita í bili.. Reyni að skrifa eitthvað á morgun eða hinn..
Hilsen
Hrabba
-Vissuð þið að Drífa Skúladóttir hefur verið stoppuð af löggunni fyrir of hægan akstur?
-Að Drífa og Guðrún Drífa veltu einu sinni bíl á leiðinni á æfingu en mættu samt, stóð í séð og heyrt (forsíðufrétt)...
-Að Jóna hin sjóðheita bað um sítrón á sinni góðu ensku, góður hreimur fylgdi með..
-Að Dagný er kölluð the evil twin í herbúðum landsliðsins.. Hún þykir ekki mjög góð við hana Drífu sína og lætur hana þjóna sér.. Drífa er alltof góð við hana..
-Að Dagný fór í skoðunarferð á Ítalíu og var búin að taka yfir 20 myndir á fínu myndavélina sína þegar hún fattaði að það var engin filma í...
-Að Hrabba er búin að horfa á fyrstu 10 þættina í One tree hill á tveimur dögum.. Lucas alveg að gera gott mót.. OMG...
-Að Kristín lét mig svara símann í morgun í fyrsta skipti.. Harpan mín lét mig aldrei svara.. Ég er orðin alltof góðu vön..
Verð að láta þetta gott heita í bili.. Reyni að skrifa eitthvað á morgun eða hinn..
Hilsen
Hrabba
mánudagur, nóvember 22, 2004
Ja maður spyr sig!!!!
Jú stelpan er á lífi.. hef ekkert nennt að skrifa þegar ekkert er að gerast. Finnst leiðinlegt að lesa blogg þar sem fólk skrifar bara dagsverkin sín.. "vaknaði þarna og fór þangað og í þetta".. mér finnst það ekki vera að gera sig þannig að ég vil ekki vera ein af þeim! Annars eru vikurnar allar eins hjá mér skóli á virkum dögum og djamm um helgar!! þá fær maður sem mest út úr lífinu! Þ.E.A.S menntun og skemmtilegheit! Núna er mánudagur sem segir að helginni er lokið,, hún var mjög fín að vanda! IDOL-party á föstudeginum og afmæli á laugardeginum.. og síðan bærinn eftir það! fór líka í bíó með Hröbbu, Dagnýju og Jónu Möggu á laugardaginn.. fórum í LUXUS.. audda mar,, þýðir ekki annað þegar maður er með atvinnumenn í för með sér..
Svo verður maður að segja fólkinu frá sorglega bróður sínum, skilst að fólki finnst skemmtilegt að heyra um kallinn!!! allavena þá hringir brósi í systur sína um kl.2 á laugardaginn og spyr hvort ég sé komin í bæinn.. hann segist nebbla bara vera einn á leiðinni niðrí bæ og biður mig um að vera leikfélaga sinn!! ekki málið og við hittumst,, förum á Hvebba!!! jæja eftir 10mín er ég búin að sjá kvenmann sem kenndur hefur verið við hann í hverju skúmaskoti!! JÁ MAÐUR SPYR SIG!!! slæmt eða????
Daddi var síðan sjóðheitur allt kvöldið umvafinn fögrum meyjum!!
Við ákváðum að fara fyrr heim en vanalega til að kveðja systur okkar.. en því miður voru þær rétt farnar er við komum! :( hringdum í Hröbbu og þá tjáði hún okkur að þær ætluðu að koma við á Hverfis og kveðja okkur, væru nokkuð öruggar með að geta fundið okkur þar!! Hmmm!!! þannig að við neyddumst til að kveðja þær símleiðis!!
Jæja hættu nú Hanna.. við systkinin sem eftir eru ætlum að leggjast í dvala með One tree hill!!! ekki amalegt að eyða vikunni með Lucas (",)
Held nú ekki!!!!
Hæjapæja ;)
Svo verður maður að segja fólkinu frá sorglega bróður sínum, skilst að fólki finnst skemmtilegt að heyra um kallinn!!! allavena þá hringir brósi í systur sína um kl.2 á laugardaginn og spyr hvort ég sé komin í bæinn.. hann segist nebbla bara vera einn á leiðinni niðrí bæ og biður mig um að vera leikfélaga sinn!! ekki málið og við hittumst,, förum á Hvebba!!! jæja eftir 10mín er ég búin að sjá kvenmann sem kenndur hefur verið við hann í hverju skúmaskoti!! JÁ MAÐUR SPYR SIG!!! slæmt eða????
Daddi var síðan sjóðheitur allt kvöldið umvafinn fögrum meyjum!!
Við ákváðum að fara fyrr heim en vanalega til að kveðja systur okkar.. en því miður voru þær rétt farnar er við komum! :( hringdum í Hröbbu og þá tjáði hún okkur að þær ætluðu að koma við á Hverfis og kveðja okkur, væru nokkuð öruggar með að geta fundið okkur þar!! Hmmm!!! þannig að við neyddumst til að kveðja þær símleiðis!!
Jæja hættu nú Hanna.. við systkinin sem eftir eru ætlum að leggjast í dvala með One tree hill!!! ekki amalegt að eyða vikunni með Lucas (",)
Held nú ekki!!!!
Hæjapæja ;)
sunnudagur, nóvember 21, 2004
Allir að senda okkur strauma...
Við systur erum að fara til Póllands í fyrramálið. Við munum spila 5 leiki á 6 dögum og endilega senda okkur sigurstrauma. Við munumm reyna að komast í tölvu og skrifa nokkrar línur á næstu dögum..
Óskum eftir mágkonu...
Nú er illt í efni hér á klakanum.. Hinn eini sanni Skúlason ætlar seint að ganga út og óskum við systur hér með eftir mágkonu handa prinsinum okkar.. Það þarf að sjálfsögðu að senda inn umsókn með mynd til okkar systra auk yfirlits bankainnistæðu.. Daðinn okkar er hinn myndarlegasti maður eða eins og Jóna myndi orða það SJÓÐHEITUR... Hann er splæsari af lífi og sál og á því mjög erfitt með að eiga peninga (ástæðan fyrir bankainnistæðunni)...
Nú er bara að byrja að leggja inn umsóknir til okkar systra og munum við að sjálfsögðu skoða allar umsóknir með jákvæðu hugarfari..
Nú er bara að byrja að leggja inn umsóknir til okkar systra og munum við að sjálfsögðu skoða allar umsóknir með jákvæðu hugarfari..
fimmtudagur, nóvember 18, 2004
Hrebs on the kleik.....
Jú jú Hrabban bara mætt á klakann og það er auðvitað bara verið að grínast með kuldann hérna, -14° í morgun... Hvað er það?? En ég lét mig hafa það að fara út úr húsi í morgun til þess að bjarga skattinum hans Viktors.. Held að ég sé búin að redda þessu..
Í dag erum við mæðgur búnar að vera niðri í kjallara að henda drasli og Eivor og Brynja haldiði að ég hafi ekki fundið lítið myndaalbúm með myndum af okkur með appelsínugula hárið.. Ekkert smá fyndið og ógeðslegt.. Hvað vorum við að spá?? Aldrei að vita nema að ég reyni að skanna þær inn þegar ég kem heim og setji þær á myndasíðuna.. Þið verðið þá að lofa að fara ekki í mál við mig..
Annars er ekkert mikið að frétta en ég skal reyna að vera dugleg og skrifa þó ég sé ekki með tölvuna mína hjá mér..
Kveð í bili..
Hrabba
Í dag erum við mæðgur búnar að vera niðri í kjallara að henda drasli og Eivor og Brynja haldiði að ég hafi ekki fundið lítið myndaalbúm með myndum af okkur með appelsínugula hárið.. Ekkert smá fyndið og ógeðslegt.. Hvað vorum við að spá?? Aldrei að vita nema að ég reyni að skanna þær inn þegar ég kem heim og setji þær á myndasíðuna.. Þið verðið þá að lofa að fara ekki í mál við mig..
Annars er ekkert mikið að frétta en ég skal reyna að vera dugleg og skrifa þó ég sé ekki með tölvuna mína hjá mér..
Kveð í bili..
Hrabba
þriðjudagur, nóvember 16, 2004
Hræðilegar fréttir...
Fékk þær hræðilegu fréttir áðan að besti leikmaðurinn okkar var að slíta krossbönd á fyrstu landsliðsæfingunni sinni í gær.. Þetta er vinstri hornamaðurinn okkar sem er búin að vera okkar besti leikmaður það sem af er og er með 8 mörk að meðaltali í leik. Var held ég í 3 sæti á lista yfir markahæstu leikmennina í deildinni. Hún spilar líka fyrir framan í 3-2-1 vörn og er rosalegur varnamaður þannig að þetta verður mikill missir. Ömurlegast fyrir hana greyið því hún var valin í landsliðið í fyrsta skiptið og var mjög líklega á leiðinni á EM núna í desember.. Ekki nóg með að missa hana þá handarbrotnaði hægri hornamaðurinn okkar í leiknum á sunnudaginn.. Ekki það að hún sé eitthvað rosa góð þá er hún bara skárri kosturinn í þessa stöðu. Annars töpuðum við fyrir Horsens á sunnudaginn.. Arg garg.... Hræðilegt að tapa þessum leik. Komumst yfir 9-2 og lentum svo undir 18-11.. Mjög eðlilegt.. Ég fékk svo að koma inná þegar 20 mín voru eftir og staðan þá 19-13. Mér gekk mjög vel og náði að setja 4 og við komumst í 23-22 en þá fengum við fáránlegar 2 mínútur sem kostuðu okkur 2 mörk. En svona er þetta víst..
En svo er það bara Reykjavík á morgun.
Hilsen
Hrabba
En svo er það bara Reykjavík á morgun.
Hilsen
Hrabba
mánudagur, nóvember 15, 2004
Tvillarnir komnir á klakann!
Já fínt að vera komin heim. Það var náttúrlega fínn matar eldaður fyrir tvillana þar sem Dagný lýsti þungum áhyggjum sínum úr sveitinni. Haldiði að HANARNIR séu ekki hættir að verpa jú jú frú Dagfríður hefur tekið eftir því upp á síðkastið að engin egg hafa komið undan HÖNUNUM!! En við erum að tala um það að einnig eru fiskar í garðinum hjá frúnni, ég hef velt því fyrir mér hvernig ástandið er á þeim! Annars byrja æfingar í dag og verður gaman að hitta stelpurnar. Jæja við tvillar ætlum að fara að fylla upp í buxurnar með góðu, hollu og heilsuríku fæði frá frænda okkar KFC!
Þetta er betri helmingurinn sem talar frá Harlem.
Þetta er betri helmingurinn sem talar frá Harlem.
laugardagur, nóvember 13, 2004
Rosa fínt matarboð í gær - 3ja rétta..
Já Stulli og Matthildur stóðu sig eins og hetjur í gær í hlutverki gestgjafa.. 3ja rétta dýrindis máltíð og átum við yfir okkur.. Ætluðum líka aldrei að geta staðið upp aftur og fórum ekki fyrr en um 2 leytið í nótt.. Ég og Stulli áttum bæði að fara á morgunæfingu í morgun og það var frekar erfitt fyrir mig allavega..
Í dag fórum við fjölskyldan svo í bæinn og keyptum tvær jólagjafir. Nú er maður allavega byrjaður.. Erum svo bara búin að hafa það rosa gott heima seinni partinn. Viktoría bað pabba sinn um að kveikja upp í arninum en henni finnst það æði, og ekki leiðist pabbanumn það heldur.. Rosa huggó...
Á morgun eigum við svo að spila á móti Horsens á heimavelli.. Leikur sem við verðum helst að vinna.. Þá lítur þetta ágætlega út hjá okkur..
Dagný og Drífa koma svo heim á morgun, maður þarf víst að skrifa fyrir þær núna þar sem ekki heyrist mikið frá þeim sjálfum..
En jæja ætla að halda áfram að hygge mig sammen með familien..
Hilsen
Hrabba
Í dag fórum við fjölskyldan svo í bæinn og keyptum tvær jólagjafir. Nú er maður allavega byrjaður.. Erum svo bara búin að hafa það rosa gott heima seinni partinn. Viktoría bað pabba sinn um að kveikja upp í arninum en henni finnst það æði, og ekki leiðist pabbanumn það heldur.. Rosa huggó...
Á morgun eigum við svo að spila á móti Horsens á heimavelli.. Leikur sem við verðum helst að vinna.. Þá lítur þetta ágætlega út hjá okkur..
Dagný og Drífa koma svo heim á morgun, maður þarf víst að skrifa fyrir þær núna þar sem ekki heyrist mikið frá þeim sjálfum..
En jæja ætla að halda áfram að hygge mig sammen með familien..
Hilsen
Hrabba
föstudagur, nóvember 12, 2004
Skilnaður??? Viktor stór-skuldugur...
Kellan fékk nett áfall áðan.. Var að opna póstinn og m.a. bréf frá tollsjóranum til Viktors.. Haldiði að karlinn skuldi ekki skattinum tæpar 4 milljónir eða réttara sagt 3.812.467.. Ég hringdi strax í hann og sagðis tilneydd til að skilja við hann.. Hann getur farið einn niður í skítinn.. hehe... Nei en svona í alvöru talað hvað er málið með þetta pakk í skattinum?? Hann Viktor minn er nú ekki þekktur fyrir að nenna að standa í pappírsbrasi en eitt af því fáa sem hann gerði áður en hann flutti út það var einmitt að skila inn virðisaukanúmerinu sínu.. Og þessi skuld er fyrir árin 2003-2004 og við auðvitað búsett í Danmörku allan þann tíma.. Mjög eðlilegt.. Ég verð sem sagt að eyða eitthvað af mínum stutta tíma á Íslandi í næstu viku að tala við þessa vitleysinga og pottþétt að redda hinu og þessu.. Ég hringdi áðan í skattinn og sagði að það væri nú eins gott fyrir þá að redda hjónabandinu, þakkaði svo pent fyrir væga hjartaáfallið sem ég fékk.. Vitleysingar..
En annars kem ég heim á miðvikudaginn og fer síðan til Póllands með landsliðinu á sunnudeginum eða mánudeginum.. Gaman gaman..
En jæja verð að fara að gera eitthvað að viti..
Kveðja
Hrabba
En annars kem ég heim á miðvikudaginn og fer síðan til Póllands með landsliðinu á sunnudeginum eða mánudeginum.. Gaman gaman..
En jæja verð að fara að gera eitthvað að viti..
Kveðja
Hrabba
fimmtudagur, nóvember 11, 2004
Dagnýjar sárt saknað..
Já það er orðið langt síðan það heyrðist frá sveitalubbanum en hún er auðvitað ekki að gera neitt allan daginn þannig að það er eðlilegt að hún hafi ekki tíma til að skrifa nokkrar línur..hmmmmm..
En annars mjög góðar fréttir.. Var að sjá á skjánum að þættirnir umtöluðu One tree hill eru að koma "snart" þannig að Harpa og Hanna syst ég verð bráðum með í umræðunni. Kannski bara aðeins eftirá.. Sá sýnt smá úr, einhver rosa sætur strákur, örugglega þessi Lucas..
Á morgun er okkur svo boðið í mat til Matthildar og Stulla. Verður örugglega rosa fínt og þau hjúin eiga eflaust eftir að fara á kostum í eldhúsinu.. Hlakka til..
Kveð í bili
Hrabba
En annars mjög góðar fréttir.. Var að sjá á skjánum að þættirnir umtöluðu One tree hill eru að koma "snart" þannig að Harpa og Hanna syst ég verð bráðum með í umræðunni. Kannski bara aðeins eftirá.. Sá sýnt smá úr, einhver rosa sætur strákur, örugglega þessi Lucas..
Á morgun er okkur svo boðið í mat til Matthildar og Stulla. Verður örugglega rosa fínt og þau hjúin eiga eflaust eftir að fara á kostum í eldhúsinu.. Hlakka til..
Kveð í bili
Hrabba
miðvikudagur, nóvember 10, 2004
Rasistinn talar..
Þetta er alveg að ganga frá mér þetta pakk.. Talaði við Möttu vinkonu áðan og haldiði að hún, Arndís og Hlédís (frænkur hennar) hafi ekki bara lent í einhverjum Tyrkjadjöflum (eða einhverjum líkum) í dag.. Þær voru bara í stökustu rólegheitum í strætó þegar þessir vitleysingar byrja eitthvað að tala við þær og voru þær ekkert voða spenntar fyrir að tala við þá. Haldiði að þeir hafi ekki bara byrjað að hrækja á þær.. Ógeðsleg, það þarf alvarlega að fara að spá í að splæsa bara smá gasi á þessa vitleysinga (ekki góðu úllanna að sjálfsögðu, ekki misskilja mig).. Það er bara alveg sorglegt hvað er mikið af svona viðbjóðslegu fólki hérna.. Þetta er bara svo týpískt, það er meira að segja búið finna út úr því hérna í Danmörku að yfir 7o% geranda í nauðgunarmálum eru nýbúar, og það er nú ekki eins og þeir séu komnir í meirihluta hérna.. Sem betur fer verður maður ekki var við þetta heima á Íslandi.. Við fáum bara góðu úllana, vitleysingarnir koma hingað til Danmerkur..
Skrifa ekki meira, gæti farið að ganga of langt.. Bara pirruð yfir þessu drasli..
Hrabba
Skrifa ekki meira, gæti farið að ganga of langt.. Bara pirruð yfir þessu drasli..
Hrabba
þriðjudagur, nóvember 09, 2004
Muchten Sie ein Mint!
Kellan mætt er búin ad vera eitthvad löt ad skrifa! En allt gott ad frétta hédan. Af skólanum er thad ad frétta ad helmingurinn af bekknum er ad fasta svo thar er komin skyring fyrir andremmunni í skólastofunni. Vid erum ad tala um thad ad lyktin úr kjaftinum á sessunautnum minum frá Palestínu er eins og slæmar hægdir! Svo er Kóraninn tekinn upp í pásunum og sennilega bedid fyrir ad thessi mánudur fari ad ljúka! Annars er thetta örugglega hin besta megrun ef einhver er ad spá í thví! En kannski ekki thess virdi.... Ég og Venni fórum á uppistand thar sem ég var ekki alveg ad ná öllu en Venni reyndi ad túlka fyrir mig svo thetta var ekki alveg ad gefa sig ad heyra thyskubrandarana frá Venna. Ég er ekki ennthá búin ad ná thessum thyska húmor, verd ad fara ad vinna í thví.... En nóg um thad vid fengum loksins eldhúsbord í vikunni en undan farid höfum vid bordad af straubordinu svo vid höfum lifad nokkurs konar kommúnistalífi! Sem er bara búid ad vera fyndid! Já svo var myndataka hjá lidinu fyrir dagatal sem á ad seljast.... En thegar ég mætti í myndartökuna var verid ad klára ad mynda eina... já hún var sem sagt ber og hélt á einhverjum lódum! Jú jú kellan var alveg örugglega ad fara ad láta mynda sig á pullunni hér í Berlín, nei takk! Heyrdu thá komst ég ad thví ad hún er sú eina sem er eitthvad ad pullast tharna! Já mjög edlilegt thegar allar voru bara í einhverjum fötum. En ágætt ef vid eigum ad selja eitthvad ad tessu!
Leitt ad hafa misst af party hjá big syst og ekki nóg med thad thá vorum vid búin ad kaupa mida á tónleika med Franz Ferdinand fyrir einum og hálfum mánudi sídan en ég er ad fara ad spila bikarleik úti. Frekar svekkjandi spurning um ad vera slæmur í bakinu á æfingu í kvöld... tónleikarnir eru á morgun! Nei svona segir madur ekki en ég mundi ekkert gráta thad ef einhver myndi meida mig á æfingunni.... 7-9-13!
Hef thetta ekki lengra í bili.
Thetta er Drífa Skúladóttir sem talar frá Berlín!!!!
Leitt ad hafa misst af party hjá big syst og ekki nóg med thad thá vorum vid búin ad kaupa mida á tónleika med Franz Ferdinand fyrir einum og hálfum mánudi sídan en ég er ad fara ad spila bikarleik úti. Frekar svekkjandi spurning um ad vera slæmur í bakinu á æfingu í kvöld... tónleikarnir eru á morgun! Nei svona segir madur ekki en ég mundi ekkert gráta thad ef einhver myndi meida mig á æfingunni.... 7-9-13!
Hef thetta ekki lengra í bili.
Thetta er Drífa Skúladóttir sem talar frá Berlín!!!!
mánudagur, nóvember 08, 2004
MAÐUR VIKUNNAR - ER KONA - OG DISKÓDROTTNING
Nafn: Tinna Tómasdóttir
Staða: Kennari og “Diskódrottning”
Áhugamál: útivera, íþróttir, ferðalög, skemmtun í góðra vina hópi, og að vera með dóttur minni!
Kostir: sé yfirleitt það jákvæða í hlutum, oftast hress og er frá Vestmannaeyjum!
Gallar: óþolinmóð með eindæmum og svolítið morgunóhress (segir Daddi a.m.k)!!!.....
Skondið atvik: þegar við Daddi vorum nýflutt til Dk og vorum á gangi í Århus með vinafólki okkar og Frans 4 ára stráknum þeirra. Daddi sér “bankara” (svona til að banka ryk úr fötum og húsgögnum)....hann tekur upp bankarann og segir við Frans: “BOLLA BOLLA BOLLA” eins og maður segir á bolludaginn........hátt og skýrt...... fólk í kring stoppaði og horfði á okkur með þessum furðusvip.....þá áttuðum við okkur á því hvað “bolla” þýðir á dönsku.......hehemmmmmmm (fyrir þá sem ekki vita, þá þýðir bolla að ríða)!!
Meira af bollum.....þá vorum við hjúin í dönskukennslu fyrsta veturinn og þá sögðum við kennaranum : på Island har vi en “bolledag” hvert år hvor vi “boller med hinanden” og “börnen boller voksnene”, og bla bla bla......skildum ekkert í því hvað kennarinn varð skrítinn á svip.......hehe
Hversu mörgum mínútum eyðir þú á dag á heimasíðu Skúladætra? Úff...það er nú misjafnt....var bara að fatta síðuna aftur (var búin að gleyma henni, iss iss) en núna kíki ég á hverjum degi og ef það er eitthvað nýtt eyði ég nokkrum mínútum í að lesa það og skrifa comment ef mér finnst ég þurfa að commenta eitthvað!!
Þú færð 2 milljóinir í lottóvinning. Í hvað eyðir þú? Kaupi fullt af fötum og fer á ærlegt fyllerí .......og eyði svo restinni í vitleysu.....hahahaha
Hvernig pikkaðir þú upp maka (ef maka átt)? Ég var nú bara að labba yfir götu þegar ég var næstum keyrð niður....þar var þessi sæti strákur undir stýri og þá einsetti ég mér það að næla í hann.....og þeir sem þekkja mig vita keppnisskapið í mér þannig að það var ekki til umræðu annað en að hann yrði minn.....!!!! NB...þetta var árið 1994 fyrir litlum áratug síðan.....
Mesta gleðistundin í lífinu? Þegar Emelía Ögn fæddist.
Uppáhalds málsháttur eða orðatiltæki? Margur er knár þó hann sé smár......
Hvað dettur þér fyrst í hug:
Hrabba: Hrossahlátur og STÓRT bros
Dagný: stuðbolti
Drífa: Hótel Ísland, ball og kall að dansa með ljótt bindi.......
Hanna Lóa: Litla sæta stelpan sem var alltaf að passa Dag frænda!!
Eitthvað að lokum??? Við Daddi þökkum innilega fyrir frábæra skemmtun um helgina og munum verja titilinn að ári með kjafti og klóm!!! hehe
Staða: Kennari og “Diskódrottning”
Áhugamál: útivera, íþróttir, ferðalög, skemmtun í góðra vina hópi, og að vera með dóttur minni!
Kostir: sé yfirleitt það jákvæða í hlutum, oftast hress og er frá Vestmannaeyjum!
Gallar: óþolinmóð með eindæmum og svolítið morgunóhress (segir Daddi a.m.k)!!!.....
Skondið atvik: þegar við Daddi vorum nýflutt til Dk og vorum á gangi í Århus með vinafólki okkar og Frans 4 ára stráknum þeirra. Daddi sér “bankara” (svona til að banka ryk úr fötum og húsgögnum)....hann tekur upp bankarann og segir við Frans: “BOLLA BOLLA BOLLA” eins og maður segir á bolludaginn........hátt og skýrt...... fólk í kring stoppaði og horfði á okkur með þessum furðusvip.....þá áttuðum við okkur á því hvað “bolla” þýðir á dönsku.......hehemmmmmmm (fyrir þá sem ekki vita, þá þýðir bolla að ríða)!!
Meira af bollum.....þá vorum við hjúin í dönskukennslu fyrsta veturinn og þá sögðum við kennaranum : på Island har vi en “bolledag” hvert år hvor vi “boller med hinanden” og “börnen boller voksnene”, og bla bla bla......skildum ekkert í því hvað kennarinn varð skrítinn á svip.......hehe
Hversu mörgum mínútum eyðir þú á dag á heimasíðu Skúladætra? Úff...það er nú misjafnt....var bara að fatta síðuna aftur (var búin að gleyma henni, iss iss) en núna kíki ég á hverjum degi og ef það er eitthvað nýtt eyði ég nokkrum mínútum í að lesa það og skrifa comment ef mér finnst ég þurfa að commenta eitthvað!!
Þú færð 2 milljóinir í lottóvinning. Í hvað eyðir þú? Kaupi fullt af fötum og fer á ærlegt fyllerí .......og eyði svo restinni í vitleysu.....hahahaha
Hvernig pikkaðir þú upp maka (ef maka átt)? Ég var nú bara að labba yfir götu þegar ég var næstum keyrð niður....þar var þessi sæti strákur undir stýri og þá einsetti ég mér það að næla í hann.....og þeir sem þekkja mig vita keppnisskapið í mér þannig að það var ekki til umræðu annað en að hann yrði minn.....!!!! NB...þetta var árið 1994 fyrir litlum áratug síðan.....
Mesta gleðistundin í lífinu? Þegar Emelía Ögn fæddist.
Uppáhalds málsháttur eða orðatiltæki? Margur er knár þó hann sé smár......
Hvað dettur þér fyrst í hug:
Hrabba: Hrossahlátur og STÓRT bros
Dagný: stuðbolti
Drífa: Hótel Ísland, ball og kall að dansa með ljótt bindi.......
Hanna Lóa: Litla sæta stelpan sem var alltaf að passa Dag frænda!!
Eitthvað að lokum??? Við Daddi þökkum innilega fyrir frábæra skemmtun um helgina og munum verja titilinn að ári með kjafti og klóm!!! hehe
Manni getur nú sárnað..
Já það er hart skotið sveitalubbar.. Þú lítur út eins og ókeypis hóra.. HALLÓ, manni getur nú sárnað.. Vitið þið hvað tók langan tíma að finna þetta fína dress og hafa sig til.. Ég var eiginlega komin á að vera í þessu dressi á jólunum en nei nei þið sveitalubbar eruð búin að eyðileggja fyrir mér jólin..
Svo ættuð þið nú frekar að eyða tímanum í að skrifa aðeins inn á síðuna en að ausa yfir mig svívirðingum.. Þar hafið þið það..
Hrebs
Svo ættuð þið nú frekar að eyða tímanum í að skrifa aðeins inn á síðuna en að ausa yfir mig svívirðingum.. Þar hafið þið það..
Hrebs
OBLADIOBLADA......
Þá er vetrafríinu mínu lokið!! Meiriháttar helgi,, það stefndi allt niður á við á föstudaginn,, en þar sem ég á soddan góðan brósa þá bjargaði hann föstudeginum fyrir mér... við vorum á kojufylleríi inní herberginu hans sem endaði niðrá Hvebba! Ekki slæmt það kvöld!! =) það er samt fólk í kringum okkur sem finnst þetta heldur sorglegt,, það verður bara að hafa sig!! Daði vill meina að hann sé búin að smita mig af DADDA-SYNDROME!! hversu slæmt er það.. ég sem er búin að reyna að ala hann upp í öll þess ár, það gengur víst ekki betur en þetta!! Á laugardaginn fór ég síðan í karokí-party og nældi mér í 100stig (semsagt það hæsta) fyrir flutning á laginu OBLADIOBLADA... sem minnir mann bara á Corky og Amöndu!!! (",)
Jæja er farin í sturtu, kannski maður reyni við aðra bíóferð.. við í jónkuklúbbnum fórum í bíó í gær en fengum engin sæti,, jú okkur var boðið að sitja eitt og eitt,,, nei við þáðum það ekki og fórum því bara eftir að hafa fengið endurgreiðslu!! æjj mér fannst það svosem ekkert leitt, fór bara í bíó til þess að gera eitthvað viss ekki á hvaða mynd ég var að fara á einu sinni!!
Hanna kveður!!!!
Jæja er farin í sturtu, kannski maður reyni við aðra bíóferð.. við í jónkuklúbbnum fórum í bíó í gær en fengum engin sæti,, jú okkur var boðið að sitja eitt og eitt,,, nei við þáðum það ekki og fórum því bara eftir að hafa fengið endurgreiðslu!! æjj mér fannst það svosem ekkert leitt, fór bara í bíó til þess að gera eitthvað viss ekki á hvaða mynd ég var að fara á einu sinni!!
Hanna kveður!!!!
sunnudagur, nóvember 07, 2004
Snilldarpartý og dofinn sunnudagur..
Diskópartýið heppnaðist bara rosa vel og endaði þetta í 10 tíma geimi.. Fólk var duglegt að klæða sig eftir þemanu og voru sumir hallærislegri en aðrir.. Tinna og Daddi fóru á kostum og voru valin herra og ungfrú Diskó. Þau sópuðu að sér atkvæðum á dansgólfinu.. Stulli og Matthildur voru í geðveikum gulldressum með afró og fékk Matthildur verðlaun fyrir að vera metnaðarfyllsti keppandinn en sögur herma að stúlkan hafi eytt nokkrum aurum í dressið enda stórglæsileg.. Þeir sem mættu of seint í geimið þurftu að gjalda fyrir það og troða upp fyrir okkur hin.. Þau leistu það mjög vel af hendi og tóku Justin og Janet atriðið með silfurstjörnuna á geirunni og slógu auðvitað í gegn.. Sigga frænka fórnaði píkubeininu í orminn og ekki nóg með það þá æfði hún sig úti á grasi og var frekar sjúskuð á hnjánum eftir kvöldið.. Hún var auðvitað mjög sár að hafa ekki verið valin ungfrú diskó eftir þetta en skýringin auðveld: fólk var búið að kjósa áður en hún fórnaði píkubeininu.. Það eru komnar einhverjar myndir frá partýinu sjóðheita (eins og Jóna myndi orða það) inn á myndasíðuna.
Það var nóg um næturgesti því Bjarki, Rakel, Harpa, Lísa, Rebekka og Kristín gistu hjá okkur í nótt.
Við fórum svo til Holstebro í morgun en Harpa var að fara að keppa á móti mínum gömlu félögum. Ferðin byrjaði mjög vel, ég sprakk úr hlátri þegar ég fattaði að Viktoría var í engum skóm. Ég hélt á henni út í bíl og ætlaði svo að ná í skónna hennar en gleymdi mér aðeins.. Ég í hnotskurn svona daginn eftir djamm, vá hvað ég get verið freðin.. En þar sem við eigum nú svo mikið af vinum í Holstebro þá redduðum við auðvitað skóm á prinsessuna. Ég fór svo á sjálfsögðu og kvittaði fyrir mig á Cooks. Lísa ekkert smá ánægð með mexíkönsku pizzuna mína.
En jæja nenni ekki að skrifa meira í bili þar sem ég er að skrifa þetta í annað skiptið.. Það þurrkaðist allt út áðan... ARG...
Kveðja
Hrabba
Það var nóg um næturgesti því Bjarki, Rakel, Harpa, Lísa, Rebekka og Kristín gistu hjá okkur í nótt.
Við fórum svo til Holstebro í morgun en Harpa var að fara að keppa á móti mínum gömlu félögum. Ferðin byrjaði mjög vel, ég sprakk úr hlátri þegar ég fattaði að Viktoría var í engum skóm. Ég hélt á henni út í bíl og ætlaði svo að ná í skónna hennar en gleymdi mér aðeins.. Ég í hnotskurn svona daginn eftir djamm, vá hvað ég get verið freðin.. En þar sem við eigum nú svo mikið af vinum í Holstebro þá redduðum við auðvitað skóm á prinsessuna. Ég fór svo á sjálfsögðu og kvittaði fyrir mig á Cooks. Lísa ekkert smá ánægð með mexíkönsku pizzuna mína.
En jæja nenni ekki að skrifa meira í bili þar sem ég er að skrifa þetta í annað skiptið.. Það þurrkaðist allt út áðan... ARG...
Kveðja
Hrabba
föstudagur, nóvember 05, 2004
Nýtt hobby!
Jú jú við sveitaskvísur höldum bara áfram að tapa og tapa en á miðvikudaginn var það naumt, 1 marks tap á móti Trier, sem er víst ekkert svo slæmt þar sem þær eru á toppnum en við á botninum.....en auðvitað er alltaf jafn leiðinlegt að tapa. En við frænkur rifum okkur upp daginn eftir og fórum í heilsulindina ógurlegu með Aðalsteini þjálfa.......uss susss sá er búinn að vera að pumpa! Jæja allavega höfðum við það svaka fínt og toppuðum við Jóna ferðina með því að líta aðeins á gömlu rúsínu tippin í gufu......ég fæ aldrei leið á þessum gufu ferðum mínum! Þetta fer að verða hobby hjá mér. En hann Alli beilaði á gufunni......skil ekki afhverju!
Fyrir utan þýsk rúsínu-tippi er bara allt það fína að frétta af kellunni. Nóg að gera í boltanum, leikur á Sunnudaginn, Þriðjudaginn og svo laugardaginn. Eigum við ekki að vonast eftir einum sigri í þessum leikjum.
Jæja elskurnar ég hef þetta fínt í bili, er að fara á æfingu og svo kemur karlinn minn kl.2 í nótt......já sá leggur mikið á sig til að hitta sína uss susss....
Kveðja Daggan
Fyrir utan þýsk rúsínu-tippi er bara allt það fína að frétta af kellunni. Nóg að gera í boltanum, leikur á Sunnudaginn, Þriðjudaginn og svo laugardaginn. Eigum við ekki að vonast eftir einum sigri í þessum leikjum.
Jæja elskurnar ég hef þetta fínt í bili, er að fara á æfingu og svo kemur karlinn minn kl.2 í nótt......já sá leggur mikið á sig til að hitta sína uss susss....
Kveðja Daggan
fimmtudagur, nóvember 04, 2004
Jæja jæja..
Einhver leti í kerlingunni eða bara upptekin við að gera ekki neitt.. Við fórum reyndar í gær að horfa á Robba og Stulla spila á móti Kolding.. Svaka stuð og mættu 4375 manns í höllina og svakaleg stemning.. En það gerist nú ekki oft í Danmörku, trúið mér. Þessir áhorfendur hérna eru eins og við Íslendingar þegar við förum í leikhús. Það heyrist ekkert í þeim.. Það hjálpaði í gær að það var fótboltaleikur á undan á sama svæði þar sem Helgi Sig og félagar voru að spila og komu fullt af fótbotabullum yfir í höllina eftir leikinn.. (Svona til að skjóta því að þá skoraði Helgi mark með hjólhestaspyrnu, ekki leiðinlegt.) Leikurinn var rosalegur og endaði 37-37, ekkert smá hraður og góður bolti.. Robbi góður var með 9 mörk.. Hann hausaði markmann Kolding m.a. þrisvar í röð í vítum. En nóg um það..
Undibúningurinn fyrir djammið mikla er í fullum gangi.. Það verða tæplega 30 sem mæta og auðvitað bara úrval af skemmtilegu fólki.. Ég skal lofa því að taka fullt af myndum.
Smá fréttir frá Holstebro.. Birgit, hollenska skyttan var að slíta krossbönd og verður frá það sem eftir er af tímabilinu þannig að nú vantar þeim skyttu þar sem Heidi fór auðvitað til Silkeborg..
Við eigum svo að spila á morgun á móti Ålaborg á útivelli en þær eru ekki nema með 4600 áhorfendur að meðaltali þannig að þetta verður mikið stuð. Þeim er búið að ganga rosalega vel og allir búast við að við eigum eftir að steinliggja. Við vonum ekki..
Veit ekki meira hvað ég á að segja þannig að ég kveð í bili...
Hrabba
Undibúningurinn fyrir djammið mikla er í fullum gangi.. Það verða tæplega 30 sem mæta og auðvitað bara úrval af skemmtilegu fólki.. Ég skal lofa því að taka fullt af myndum.
Smá fréttir frá Holstebro.. Birgit, hollenska skyttan var að slíta krossbönd og verður frá það sem eftir er af tímabilinu þannig að nú vantar þeim skyttu þar sem Heidi fór auðvitað til Silkeborg..
Við eigum svo að spila á morgun á móti Ålaborg á útivelli en þær eru ekki nema með 4600 áhorfendur að meðaltali þannig að þetta verður mikið stuð. Þeim er búið að ganga rosalega vel og allir búast við að við eigum eftir að steinliggja. Við vonum ekki..
Veit ekki meira hvað ég á að segja þannig að ég kveð í bili...
Hrabba
Til hamingju Bush!
Bush er orðinn forseti á nýjan leik.. Af tveimur arfaslökum kostum fannst mér hann nú betri.. Ég hélt með honum og spáði honum sigri og því líður mér ágætlega! =)
..Annrs er pigen komin í vetrafrí sem þýðir það að það er verslunnarmannahelgi framundan!! Nógu að sinna framundan.. Maður verður víst að standa sig!!
Annars gerir maður mest lítið í fríum á virkum dögum annað en að éta og horfa á video.. En þar sem ég hef nýlokið við að gera samning ásamt Valnýju vinkonu um að það má aðeins kaupa sér skyndibitamat 5 sinnum í mánuði (ekki 5 sinnum í viku eins og við höfum gert undanfarið!!!) þá get ég ekki verið að mönsa á einhverju sveittu allt vetrafríið mitt!!! Frekar slakt... Og svo er það videoið.. erum búin að ná í fyrstu 5þættina í 2.seríu One tree hill!! það sem enskukunnátta mín er ekki upp á marga fiska nægir mér ekki að horfa einu sinni á hvern þátt.. þannig að kannski maður bæti úr því í fríinu!! ...En hvað er samt málið með það að strákar séu að horfa á þessa þætti í tugatali.. ég meina ÍR-STRÁKANIR,, oki ekki nóg með að þeir horfi á þessa þætti heima hjá sér,,, neinei þeir eru ræddir bak og fyrir á þriðjudagsæfingunum... sorglegt en satt!!!
jæja nóg af mér,,, varð að skrifa eitthvað er nú þegar farin að finna fyrir aðgerðaleysi.. vantar sárlega einhverja afþreyingu!!!
Hanna Bush
P.S. má taka Daða í mann vikunnar á næstunni.. pant ég!!!
..Annrs er pigen komin í vetrafrí sem þýðir það að það er verslunnarmannahelgi framundan!! Nógu að sinna framundan.. Maður verður víst að standa sig!!
Annars gerir maður mest lítið í fríum á virkum dögum annað en að éta og horfa á video.. En þar sem ég hef nýlokið við að gera samning ásamt Valnýju vinkonu um að það má aðeins kaupa sér skyndibitamat 5 sinnum í mánuði (ekki 5 sinnum í viku eins og við höfum gert undanfarið!!!) þá get ég ekki verið að mönsa á einhverju sveittu allt vetrafríið mitt!!! Frekar slakt... Og svo er það videoið.. erum búin að ná í fyrstu 5þættina í 2.seríu One tree hill!! það sem enskukunnátta mín er ekki upp á marga fiska nægir mér ekki að horfa einu sinni á hvern þátt.. þannig að kannski maður bæti úr því í fríinu!! ...En hvað er samt málið með það að strákar séu að horfa á þessa þætti í tugatali.. ég meina ÍR-STRÁKANIR,, oki ekki nóg með að þeir horfi á þessa þætti heima hjá sér,,, neinei þeir eru ræddir bak og fyrir á þriðjudagsæfingunum... sorglegt en satt!!!
jæja nóg af mér,,, varð að skrifa eitthvað er nú þegar farin að finna fyrir aðgerðaleysi.. vantar sárlega einhverja afþreyingu!!!
Hanna Bush
P.S. má taka Daða í mann vikunnar á næstunni.. pant ég!!!
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
MAÐUR VIKUNNAR
Já við systur (aðallega ég, Hrabba) munum framvegis velja mann vikunnar í hverri viku. Fyrstan kynnum við til sögunnar Skúla sjálfan en án hans værum við nú ekki til - hvað þá þessi síða...
Nafn: Skúli Guðmundsson
Staða: Yfirsendibifreiðastjóri Ekrunnar ehf.
Áhugamál: Vímuefnavarnir
Kostir: Bindindismennska
Gallar: Sama
Skondið atvik: Þegar ég hringdi upp á fæðingardeild og tjáði þeim að ég væri að hringja fyrir tengdamóður mína og það liðu einungis 5 mínútur á milli hríða. Ég spyr hvað hún eigi að gera og það fyrsta sem þeir spyrja mig um hvort að þetta sé fyrsta barnið hennar. Ég spurði á móti hvernig í ósköpunum henni dytti það í hug þar sem hún væri tengdamóðir mín. Þetta var hennar áttunda barn.
Hversu mörgum mínútum eyðir þú á dag á heimasíðu Skúladætra?
5 mín
Þú færð 2 milljóinir í lottóvinning. Í hvað eyðir þú?
Forvarnir
Hvernig pikkaðir þú upp maka?
Veit ekki hún pikkaði mig upp og þykir ótrúlega vel gift.
Mesta gleðistundin í lífinu?
Er hún pikkaði mig upp
Orðatiltæki eða málsháttur? Margur verður af aurum api.
Hvað dettur þér fyrst í hug:
Hrabba: Kann að hlusta, hún er aldrei utan við sig.
Dagný: Kemst vel að orði
Drífa: Kann að spara
Hanna Lóa: Stjórnsöm
Eitthvað að lokum? Ég er stoltur af ykkur. Og þess meir sem þið líkist móður ykkar.
Nafn: Skúli Guðmundsson
Staða: Yfirsendibifreiðastjóri Ekrunnar ehf.
Áhugamál: Vímuefnavarnir
Kostir: Bindindismennska
Gallar: Sama
Skondið atvik: Þegar ég hringdi upp á fæðingardeild og tjáði þeim að ég væri að hringja fyrir tengdamóður mína og það liðu einungis 5 mínútur á milli hríða. Ég spyr hvað hún eigi að gera og það fyrsta sem þeir spyrja mig um hvort að þetta sé fyrsta barnið hennar. Ég spurði á móti hvernig í ósköpunum henni dytti það í hug þar sem hún væri tengdamóðir mín. Þetta var hennar áttunda barn.
Hversu mörgum mínútum eyðir þú á dag á heimasíðu Skúladætra?
5 mín
Þú færð 2 milljóinir í lottóvinning. Í hvað eyðir þú?
Forvarnir
Hvernig pikkaðir þú upp maka?
Veit ekki hún pikkaði mig upp og þykir ótrúlega vel gift.
Mesta gleðistundin í lífinu?
Er hún pikkaði mig upp
Orðatiltæki eða málsháttur? Margur verður af aurum api.
Hvað dettur þér fyrst í hug:
Hrabba: Kann að hlusta, hún er aldrei utan við sig.
Dagný: Kemst vel að orði
Drífa: Kann að spara
Hanna Lóa: Stjórnsöm
Eitthvað að lokum? Ég er stoltur af ykkur. Og þess meir sem þið líkist móður ykkar.
mánudagur, nóvember 01, 2004
Komnar inn myndir frá Þýskalandsförinni..
Þið verðið að kíkja á sætasta gaurinn í Þýskalandi, Lúkas litla.. Einnig myndir frá búgarðinum hjá Dagnýju og Jónu. Myndirnar eru inn í oktober-albúminu..
Kveðja
Hrabba
Kveðja
Hrabba