laugardagur, janúar 29, 2005

Ég breytist bráðum í handbolta..

Þetta er hætt að vera eðlilegt.. Hér eru sýndir 3-4 leikir á dag og erum við búin að horfa á alltof mikið af þessu.. Ég toppaði þetta svo áðan þegar ég horfði á Danmörk-Frakkland og tók svo upp Noreg-Egyptaland á norskri stöð á meðan.. Horfði svo a þann leik eftir Danaleikinn.. Ég verð nú að segja að ég er ótrúlega sár og svekkt með þetta mót.. Ísland komst ekki áfram og svo voru Danirnir líka að klúðra þessu.. EN Kjellingin og félagar hans í norska liðinu eru komnir áfram þannig að það er nokkuð ljóst hverja ég horfi á núna.. Kjellingin var samt ekki að gera gott mót áðan, klikkaði á fyrstu þremur skotunum sínum og sat svo bara á bekknum eftir það.. Ég var ekki alveg sátt við það enda sjaldan súmað á bekkinn.. Ég má svo ekki gleyma að minnast á hann Alex minn, án efa hetjan mín í þessu móti.. Stóð sig ekkert smá vel.. Enda fékk hann mesta hrósið frá Viggó.. Átti það svo sannarlega skilið..
Við fengum svo gesti í dag. Svala, Hulda, Stulli og Matthildur komu til okkar og sáu leikinn hjá okkur.. Svala að fara á kostum hérna.. Það þarf að koma Sveilinni í uppistand, hún myndi rústa því.. Ótrúlega fyndin stúlka sem ætlar svo bara að fara að grínast með læknastéttinni..
Á morgun eigum við svo útileik á móti GOG þannig að það fer allur dagurinn í það.. Leggjum af stað rétt fyrir 11 og komum ekki heim fyrr en seint um kvöldið..
Og svo að lokum; HRÓS DAGSINS.... Já það fær hann Hjalti minn sem er búinn að vinna sig upp úr utandeildinni.. Hélt að það myndi aldrei gerast...
Best að koma sér í háttinn.. Gamall líkami heldur betur farin að kvarta þessa dagana.. Ég er búin að vera skelfileg í bakinu síðustu tvær vikur.. Er alltaf að læsast í bakinu.. Ekki þægilegt það.. Hræðilegt að vera orðin svona gömul..
Hrabba

Dagný...hmm!!!

Sælt veri fólkið!!
Mamma og pabbi hafa mikið verið að pæla akkuru engin hafi sett út á málfarsvilluna Dagnýjar.. Verð að viðurkenna að ég las líka framhjá þessu fyrst!! Dagný segir semsagt að lítið hafi riðið á daga hennar upp á síðkastið!!! Gott Dagný!! ;)
Segir samt að hún hafi eytt helginni með Gunnari!! Já,, það eru komnir brestir!!
Nei smá djók... Allavena þá vildi gamla pakkið endilega að ég minntist á þetta!!
...Annars er allt gott að frétta af mér!!! Ekkert til að segja frá svosem bara allt voða venjulegt!! ..Fór í bíó í dag með Brynjólf á Stuðmannamyndina,,hún var ekkert spes,, eiginlega bara ekki neitt varið í hana,,, myndinni tókst allavena að láta mig vera dottandi allan seinni partinn!!! Það sem hélt í mér lífi fyrir hlé var ókunnugi sessinauturinn minn... -Kelling ein á sextugs aldri sest við hlið mér í upphafi myndar og strax finn ég þessa ógeðslegu romm-lykt koma með henni...
Fattaði strax að gamlan var alveg útúrblekuð.. í fyrsta lagi skildi ég ekki í fjölskyldunni að vera taka hana með í bíó.. var með manninum sínum, syni og barnabarni!!! Allavena þá er kellingin að syngja með öllu,,, eða tralla réttara sagt fyrsta korterinn... Og ekki nóg með að hún söng bara neinei hún var líka að hreyfa sig í takt við tónlistina!!! Oooog það sem verra var að þegar engin lög voru undir þá var hún barasta að tala við tjaldið.. t.d þá öskraði hún endalaust hátt OJJJ þegar Helga Braga og Andrea Gylfa eru á sundbol í stuttan tíma í byrjun!!!
En sem betur fer þá rotaðist kellingin eftir korter... En eftir það á svona 10mínútna fresti var barnabarnið alltaf að reyna vekja ömmu sína!!! Hrista hana og bankaði eitthvað í hana og sagði "Amma þú ert í bíó, vaknaðu" Yfirleitt sýndi konan bara ekki neitt lífsmark en ef hún gerði það þá gólaði hún bara neiiii!!!! Síðan var krakkinn að segja við pabba sinn og afa "Amma er sofnuð og ég get ekki vakið hana" þá sögðu þeir alltaf "Leifðu henni bara að sofa" Smá pæling,, akkuru í andskotanum voru þeir að drattast með gömlu með sér á kúpunni ef hún átti bara að sofa!!!
Já þetta var öðruvísi bíóferð...
En jæja þá er kvöldið að byrja... verð að fara í dressið,, ætla samt bara að vera á bíl!! Það er í lagi svona einu sinni!! testum það allavena...
Þangað til næst..
Hanna

Kjellingin.....

Hér sjáið þið gripinn.. Rosalegur.. Er að fara að horfa á hann á eftir..










föstudagur, janúar 28, 2005

Norska Kjellingin............úffffff

Já Hrabba ertu að grínast með Kjellinguna í Norska liðinu, jesús minn. Hann er kominn í guðatölu hjá mér núna, ekki nóg með að líta svona helvíti vel út þá heitir hann þessu magnaða nafni Kjelling....... bara flottur!
Annars allt það fína að frétta, er núna stödd hjá Alla, hann er að matreiða einhvern pastarétt og þetta lítur bara vel út hjá stráknum.
Það hefur lítið riðið á daga mína upp á síðkastið, töpuðum náttúrlega um síðustu helgi og svo fór ég til Gunnsa eftir það og átti góða helgi þar. Fór í afmælisveislu til Gumma Hrafnkels, þar var svaka stuð. Fullt af fullum íslenskum kerlingum sem náðu að sjokka þýskastálið....össss þeir áttu ekki til orð yfir ástandinu. En úr varð þessi fína veisla. Svo á sunnudeginum buðum við Gunnar fyrrum þjálfaranum í mat, kellan matreiddi Lunda með öllu tilheyrandi....... sjóðheit í eldhúsinu eins og sönnum sjókokki sæmir.
Framundan er helgafrí og erum við íslendingar í Weibern ásamt Sylvíu og Miriam að spá í að vippa okkur yfir til Luxemburg. Þar á að skoða sig aðeins um og pína kannski einum eða tveimur í sig um kveldið og svo verður fundin einhver ódýr gisting.
Jæja maturinn kallar
Kv. Daggan

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Leiðinlegir handboltaleikir...

Vá hvað við erum búin að horfa á marga leiðinlega handboltaleiki.. Hér eru sýndir allir leikirnir úr Danariðlinum og þar má finna stórlið eins og Canada og Angola.. Þið eruð að grínast með þessi lið.. Geta nákvæmlega ekki neitt og eru að tapa leikjunum sínum með um 30 mörkum.. Danir unnu einmitt Canada í gær 52-18.. Það er alveg fáránlegt hvað mörg sultulið eru með í HM.. Við horfðum reyndar áðan á Noreg -Þýskaland, spennandi leikur sem endaði 27-27.. Noregur er með flottasta leikmanninn á þessu móti, Kristian Kjelling sem er ung skytta með mesta sjálfstraustið.. Ótrúlegur leikmaður og ekki skemmir útlitið fyrir honum.. Stelpur þið verðið að sjá gaurinn.. Leiðinlegt að geta ekki séð Ísland spila en við verðum að láta okkur nægja að hlusta á leikina.. Ég með minn athyglisbrest er ekki að höndla þetta. Er alltaf að detta út.. Get ekki hlustað svona lengi.. Það var samt einhver að segja að leikurinn á morgun verður sýndur á einhverri danskri stöð.. Vona það innilega að ég geti séð strákana vinna.. Þeir taka þetta á morgun.. Þessi Kuwait leikur hefur ekkert að segja.. Leiðinlegur leikur sem þeir þurftu bara að ganga í gegnum.. Ég var að lesa síðuna hans Loga áðan og þið eruð að grínast með að þeir æfðu í úlpum í morgun og markmennirnir með húfur á hausnum.. Þetta er auðvitað bara grín.. Ótrúlegar aðstæður í AFRÍKU.. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með á síðunni hans Loga..

Annars ekkert að frétta héðan jú nema að það voru tvær Gróttu -KR stelpur með mér á æfingu áðan.. Þær Eva og Íris eru að kíkja á aðstæður hérna en þær ætla væntanlega að fara í íþróttaháskólann hérna sem er úti í garði hjá mér..

Hilsen
Hrabba

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Hverjum langar ekki að prófa þvagsleða?????

Já þið eruð að lesa rétt; ÞVAGSLEÐI... Og það sem meira er þetta er til og verður sennilega til sýnis hérna á erótísku sýningunni.. Þessir Danir ætla algjörlega að ganga frá mér.. Og ekki má nú gleyma að segja ykkur að ég er nú meira að segja búin að fá frímiða á þessa stórkostlegu sýningu.. Aldrei að vita nema maður fjárfesti í einum þvagsleða... Ég er búin að hlæja svo mikið að þessu að ég fór inn á google og fletti þessu upp.. Hér kemur skýringin á urinslæde eða þvagsleða (ég ætla ekki að fara að þýða þetta):
En urinslæde er ligesom en almindelig slæde næsten. Det er en lang kasse på ca 2-2½ meter lang som er bygget op som en kasse men er åben for oven. Manden eller kvinden lægger sig ned i kassen derefter sætter kvinden sig ovenpå kassen og tisser. Det skal forståes på den måde at man ruller frem og tilbage, der er ca 6-8 hjul hvro man ruller frem og tilbage hvorefter man kan lave the golden shower. Man har selvfølgelig foret kassen indeni med plastik så urinen holder tæt og samtidig er det lettere at gøre den ren.
Daninn er ekki eðlilegur..

Annars bara fínt að frétta.. Það var hringt í míg í gær og ég beðin um að koma í viðtal hjá leikskóla sem er hérna rétt hjá.. Algjör heppni þar sem ég var ekki einu sinni búin að sækja um þarna.. Eiginlega algjör tilviljun að þeir fengu númerið mitt.. Fer í viðtalið á þriðjudaginn og það verður snilld ef ég fæ þessa vinnu.. Þetta er afleysing í 3 mánuði.. Veit reyndar ekki hversu mikil vinna en það skiptir engu..

Jæja ótrúlegt en satt þá er kellan að fara í tiltekt...
Hrabba

mánudagur, janúar 24, 2005

Hvað er hægt að gera við leiðinlegt fólk...

Já leiðinlega gellan alveg að gera alla vitlausa í liðinu mínu.. Alltaf að rífast eða slást við einhverjar.. Alveg ótrúlegt að ég skuli ekki vera búin að taka í hana.. Ég hef sem betur fer ekki lent upp á kant við hana en ef það gerist þá á ég örugglega eftir að missa mig.. Hún fór nú líka heldur betur á kostum á laugardaginn fyrir leikinn þegar þjálfarinn tilkynnti að hún og ein önnur áttu að sitja fyrir aftan bekkinn þar sem við erum 15 leikmenn og hann má bara nota 14.. Heyrðu haldiði að leiðindapúkin hafi ekki bara farið að háskæla.. Var bara með ekka inni í klefa fyrir leik.. Hún drepur mig.. Hún fór líka að gráta eftir eina æfingu vegna þess að það var ekki hægt að flýta einni æfingu vegna þess að hún var að fara í jarðaför... Já einhvers staðar þurfa leiðinlegir að vera.. Verst þegar þetta leiðinlega fólk er í kringum mig..

En úr leiðinlega fólkinu í yndislega fólkið.. Já ég á svo yndislegan eiginmann, þessi elska hleypti mér ekki aðeins í partý á laugardaginn og passaði apaling... Hann tók líka til þessa elska.. Já hann á þetta til blessaður.. Fékk risastóran plús í kladdann.. Bubbinn að gera góða hluti, læsti sig meira að segja inni í gær og lærði.. Ég þarf nú að ná þessu á filmu fyrir mömmuna.. Já Stína mín þú getur nú verið stolt af Bubbanum þínum.. Ég er byrjuð að teikna húsið sem hann á að byggja handa mér..

Var að tala við Drífu áðan og hún var ekki sátt við systur sína hana Hönnu Lóu.. Sú fyrrnefnda viðurkennir ekki að hafa verið svona skökk á Hverfisbarnum eins og fram kom á síðunni.. Já Hanna mín þú átt eftir að fá að heyra það..

Svona að lokum þá vil ég benda ykkur, sem ekki vitið um, á síðuna hans Loga Geirssonar.. Logi skrifar á hverjum degi frá Túnis og er mjög gaman að fylgjast með á síðunni hans..

Bið að heilsa í bili..
Hrabba skemmtilega

sunnudagur, janúar 23, 2005

Brjóstin á Britney..

Já það eru miklar pælingar í kringum brjóstin á Britney... Ótrúlegar breytingar á skvísunni.. Tékkið á þessu..

Svo var ég að setja inn nýjar myndir á síðuna mína.. Eyrnalokkarnir í allri sinni dýrð... Tjekk it át...

Matthildur meistarakokkur með hráku í lófanum..

Já hún Matthildur mín sló í gegn í eldhúsinu í gær.. Við vorum fimm stelpurnar og eldaði hún fylltar kjúllabringur með pestó og feta, hrikalega gott.. Svo kom eftirrétturinn, oh my god, ég missti mig.. Við erum að tala um fullt eldfast mót af ávöxtum með fullt af bræddu súkkulaði yfir og ís með.. Þetta var GEÐVEIKT GOTT.. Matthildur mín þú færð 10+ fyrir kvöldið.. Takk kærlega fyrir mig elskan.. Svo þegar við vorum búnar að borða var ákveðið að taka í spil.. Við ákváðum að byrja í 70 mín spilinu og jesús minn hvað við hlógum mikið.. Þetta er snilldar partýspil.. Ógeðisdrykkurinn var Fishermannsstaup og svo var áskorunin bara snilld.. Byrjaði á því að við áttum allar að hrækja í lófann á Matthildi og átti hún að vera með hrákuna í eina umfer.. Svo þurfti Kolla að vera á nærbuxunum og Matthildur að sleikja gólfið (á meðan stóð Kolla á nærbuxunum að taka mynd.. Diljá var flengd af okkur öllum með bók og ýmislegt annað.. Vá hvað við hlógum mikið.. En það mikilvægasta var að ég vann og komst alveg ótrúlega auðveldlega frá þessu skemmtilega spili.. Við spiluðum svo líka nýja teiknispilið sem er mjög skemmtilegt en alveg róleg með orðin sem eru í erfitt-dálknum.. Fullt af orðum sem ég hef bara aldrei heyrt og orð sem maður myndi aldei segja.. Við enduðum svo í bænum á einhverju diskói en við gömlu konurnar (ég og Krissa) gáfumst fljótlega upp. Krissa er svo heppin að búa niðri í bæ en ég beið eftir leigubíl í tæpa tvo tíma. Ekkert smá hressandi... Sérstaklega þar sem tvær vinkonur mínar frá Holstebro voru búnar að tilkynna komu sína í morgunmat í morgun.. Hrabban skoðaði aðeins augnlokin í 4 tíma í nótt, spratt svo á fætur 9.30 og skellti í eitt kryddbrauð.. Ekkert smá dugleg..

Við spiluðum í gær á móti Randersog gerðum jafntefli.. Vorum 3 mörkum yfir þegar 5 mín voru eftir og náðum auðvitað að tapa þessu niður.. Ótrúlegt.. En jákvætt að við erum ekki búnar að tapa í fjórum leikjum í röð.. Og það mikilvægasta er að ég er loksins komin í byrjunarliðið, búin að henda ólympíumeistaranum á bekkinn.. Er samt ennþá bara hægra megin en ég á eftir að koma mér lengra til vinstri, það er klárt.. Eins gott að halda áfram að standa sig..

Ætla að halla mér aðeins.. Smá þreyta í Hröbbunni.. Helv..... leigubílar...

föstudagur, janúar 21, 2005

Til hamingju Frosti!!!

Já hann Frosti vinur minn bara valinn kynþokkafyllsti karlmaður klakans.. Geri aðrir betur... Vá hvað Guðmunda hlýtur að vera stolt af karlinum sínu..

Annars bara líf og fjör hjá okkur.. Læstum okkur úti í dag (eða ég) og Viktor náði að brjótast inn.. Sem betur fer.. Mjög fyndið þar sem húslyklarnir eru á svona löngu bandi sem hékk niður af borðinu sem er í ganginum við útidyrahurðina.. Viktor náði að fara með kústskaft inn um póstlúguna og krækja í bandið og veiða lyklana út.. Mjög eðlilegt..

Hef ekkert meira að segja, er orðin uppiskroppa með umræðuefni.. Hjálp systur...

Kveðja
Hrabba

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Útlitið svart hjá fjölskyldunni...

Já útlitið er ekki bjart hjá okkur fjölskyldunni.. Viktor er ekki ennþá búinn að fá SU sem að hann á að fá en einhvern vegin tekst þessum dönum að klúðra öllu fyrir honum/okkur.. Ég missi svo vinnuna mína 1.feb og er ekki komin með neitt nýtt þannig að það lítur út fyrir að annað hvort okkar þarf að fara út á horn að þéna... Spurning hvort okkar gæti þénað meira??? Við getum bara reynt að gera gott úr þessu og breytt þessu í keppni, hvort okkar nær að þéna meira á einu kvöldi...

Ég er farin að hlakka til helgarinnar.. Eigum að spila á laugardaginn á móti Randers heima og svo á laugardagskvöldið er Matthildur búin að bjóða heim í stelpukvöld.. Þessi elska ætlar að elda handa okkur og svo ætlum við að spila og gera eitthvað skemmtilegt.. Kolla skvísa ætlar að koma með mér.. Aldrei að vita nema við slysumst niður í bæ.. Ég er búin að fá útivistarleyfi og hann Viktor minn ætlar bara að vera heima að passa... Hann er svo vel upp alinn hjá mér...

Dagný spilaði í gær á móti Leipzig sem er rosa gott lið og töpuðu þær leiknum með einhverjum 6 mörkum.. Veit ekkert hvernig systa stóð sig en hún hefur eflaust staðið sig vel þessi elska...

Og svona til að láta ykkur vita þá er ekki enn búið að panta pláss hérna hjá okkur fyrstu helgina í febrúar.. Við hjónin endum bara á því að fara tvö á erótísku stórsýninguna.. Hef nú samt trú á því að það þurfi ekki að plata Matthildi og Stulla með okkur.. Þau eru eflaust búin að kaupa miða í forsölu... En það er sem sagt ennþá laust pláss í villunni okkar...

Jæja verð að halda áfram í fótabaðinu mínu.. Haldiði að Rebekka systir hafi ekki splæst á sig fótanuddtæki og náði svo ekki að taka það með sér heim þannig að það er í pössun hjá okkur... Mjög eðlileg kaup Rebekka Rut Skúladóttir....

Kveð í bili...
Hrabba (hver önnur)....

Drífa skaddaðist!!!

Ég er á lífi.. tók mér smá blogpásu!! verð að fara að segja eitthvað,, greyið Hrabba að þurfa að skrifa hérna!! Það fer að koma að því að hún verði uppiskroppa með efni,, samt ekki,, fyrst ég er að minnast á Hröbbu þá verð að ég segja henni hversu stolt ég er af henni!!! Bara spurt um kellu í hraðaspurningum í Gettu Betur.. ekki slæmt það!
Ég get líka gefið ykkur ástæðu fyrir því að Drífa lætur ekki í sér heyra hér...
jú ég get sagt ykkur það,, hún skaddaðist seinustu helgi!! Án djóks,, hún var að taka fysta alvörudjamm í Reykjavíkinni í langan tíma og það fór aðeins yfir strikið!!
Eða ég veit ekki hvað ykkur finnst,, en mér finnst orðið soldið slæmt þegar hún þekkir ekki sína eigin systur á Hvebbanum,, það er ekki eins og að það ætti að koma henni á óvart að hitta syst þar!! það var ekki nóg með að hún þekkti mig ekki,, heldur reyndi hún að brjótast inná klósettið mitt! Ég var frekar pirrípó með geðsjúkling á hurðinni hjá mér sem reyndist síðan vera Drífa.. og aftur þekkti hún mig ekki,, því kella arkaði solleiðis inná klósett áður en ég náði að fara út!!! Já Drífa er sonna hress!!! ;)
En jæja helgi framundan,, allt að gerast.. ÍR-party á laugard. þar sem Róbert Hjálmtýrsson mun leika fyrir dansi!! Ætli mar skelli sér ekki með brósa!!
Nenni ekki meir...
Hanna

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Dísin komin með göt í eyrun...

Já litla snúllan mín fékk sér eyrnalokka í dag... Ekkert smá sátt við lífið og tilveruna.. Valdi sér sjálf gulleyrnalokka og hlakkar rosa mikið til að sýna öllum..

Það er búið að draga í 8 liða úrslit í evrópukeppninni (bikarhafa) og lentum við á móti Króatísku liði Podravka.. Stórt lið með mikla hefð sem hefur m.a unnið Champions League.. Við eigum fyrsta leik heima sem er ekki alveg nógu gott.. Mikið betra að enda á heimavelli... En þetta verður spennandi.. Spilum aðra og þriðju helgina í feb...

Við fórum í dag til Holstebro og náðum í draslið hennar Rebbu.. Það var nú alveg slatti sem stúlkukindin skyldi eftir handa okkur.. Ég er þó ánægðust með hjólið því að eftir að Viktor byrjaði í skólanum er hann búinn að einoka bílinn.. Kellan þarf sem sagt að fara að setjast á reiðhjól.. Hrikalegt... Þetta væri nú samt allt annað ef að Rebba hefði asnast til að kaupa KALKOFF hjól eins og maður átti í gamla daga.. Það var sko keppnis.... Það er svo spurning fyrst ég ætla að fara hjóla aftur hvort ég taki ekki upp DonCano gallann og LA Gear skóna??
Við vorum einmitt að rifja upp þetta tímabil um daginn með Stull, Matthildi, Dadda og Tinnu.. Þvílík snilld...

Svona að lokum þá fékk ég mexíkanska pizzu á Cooks í kvöldmat þannig að Hrabban hefur það rosa gott.......

Yfir og út..........

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Helgin

Madur thorir ekki ödru en ad blogga eftir ad hafa fengid mordhotun i posti i morgun...... ju ju stelpan hun Hrabba vill nu allt annad en ad falla ur urvalsdeildinni. En thad er svo sem litid ad fretta fra okkur stöllum i sveitinni. Fyrsti leikur eftir aramot er a morgun, vid eigum leik a moti Leipzig heima, verdur örugglega bara lett, serstaklega eftir 21 marka tapa fyrir theim sidast. Thad var akvedid ad taka a thvi um helgina svona til ad hrista adeins upp i mannskapnum........ vid Johnny skiludum okkur heim kl.6.15 ad stadartima. Gunni karlinn mjög sattur, hann fekk ad fara med en skiladi ser heim kl.2 honum leiddist svo greyinu. Kellan tok adeins 143 myndir af atburdum kvöldsins, thvi midur er flestar thaer myndir ekki vid haefi til ad birta a netinu.
Hef thetta gott i bili, vona ad Hrabban se eitthvad rolegri nuna.
Liebe Gruße Dagny


mánudagur, janúar 17, 2005

Snilld....

Var að rifja upp eina mynd sem birtist á Batman í október undir yfirkriftinni: "Eiður fitnar.." Við hjónin önduðumst úr hlátri.. Snilld.. Tékkið á þessu.. Þeir eru ótrúlegir á þessari síðu... Lenti á hrikalegu skemmtilegu spjalli í gær og er búin að hlæja fyrir vikuna.. Var í algjöru rugli og þá rifjaðist þessi mynd upp hjá mér...

Þarf nú ekki að kvitta lengur fyrir mig þar sem ég er sú eina sem skrifa inn á þessa síðu....

sunnudagur, janúar 16, 2005

Komnar í 8-liða úrslit í evrópukeppninni...

Unnum MacDonalds (Wien Neustasdt) frá Austurríki 34-19.. Náðum strax miklu forskoti þannig að leikurinn náði aldrei að vera eitthvað spennandi.. Ég fékk loksins að byrja inná og spilaði bara mjög mikið en nánast bara í hægra bakki, það fer að venjast... Stóð mig bara ágætlega enda kannski ekki annað hægt á móti svona slöku liði.. En ég fæ allavega að ferðast allavega einu sinni enn nema ef við lendum á móti FCK þá fæ ég nú bara að fara til Köben.. En við erum sem sagt búnar að vinna 3 leiki í röð... Hvað er það???????

Var að tékka á athyglisgáfu minni og kom svona líka vel út... Tékkið á ykkar... Þetta er nú aðallega fyrir karlmenn, það segir kannski allt að ég hafi komið vel út..

Vá næstum því búin að gleyma aðalmálinu.. Viktor var að segja mér að það er einhver rosa erótísk sýning hérna í garðinum hjá mér (í íþróttahöllinni 50m frá húsinu mínu) fyrstu helgina í feb.... Það er eins gott að panta í herbergi fljótlega því það eiga eflaust færri eftir að komast að en vilja.. Já öll tæki og tól og ýmislegt annað til sýnis.. Mjög áhugavert.. Bjarney dónakerling mun eflaust láta sjá sig á svæðinu.. Bjarney mín á ég ekki að taka frá herbergi fyrir þig strax??

Jæja Hrabba sigurvegari kveður að sinni....

Og HALLÓ SYSTUR.... KOM IND I KAMPEN.........................................................

laugardagur, janúar 15, 2005

Viktoría snillingur...

Sigga frænka var að gefa henni DVD disk með söngvakeppni barna í Danmörku og haldiði að hún kunni ekki eiginlega bara öll lögin... Er gjörsamlega óstöðvandi fyrir framan skjáinn.. Hún er alveg sætust.. Það er líka eins gott að æfa vel því að hún er löngu búin að ákveða að hún ætli að verða söngkona... Eins gott að hún erfði ekki sönghæfileika móður sinnar...

Bjarney dónakerling var með link inn á þessa stórkostlegu mynd.. Þetta er ekki fyrir viðkvæmar sálir... Fyrir ykkur hörkutólin kíkið hér.. Við hjónin dóum úr hlátri...

Ætla að halda áfram að dást að dóttur minni...
Hrabba

föstudagur, janúar 14, 2005

Ég held bara áfram í bullinu...

Þar sem systur mínar eru ekkert að koma til þá verð ég nú bara að halda áfram í ruglinu... Hanna mín ég veit að mublan var á sínum stað um helgina.. Þú hlýtur að hafa eitthvað slúður handa mér..

Svo er það hún Drífa mín, hún fer vonandi að komast í samband við umheiminn.. Þau eru að fara að fá sér internet.. Drífa er nú alltaf svo snögg að öllu þannig að þetta mun án efa ganga hratt fyrir sig..... einmitt.........

Dagný segist ekki vera heldur með internet... Samt getur Jóna skrifað inn á bloggið sitt nánast á hverjum degi... Já síðan okkar væri í utandeildinni án mín....

Annars ekki mikið að gerast hjá okkur.. Við erum búin að vera að baka í allt kvöld.. Ætlum að halda litla afmælisveislu fyrir Viktoríu á morgun..

Já svo má ekki gleyma bréfinu sem við fengum í póstinn í gær en þá var okkur tilkynnt að Viktor fengi ekki SU (námsstyrk frá danska ríkinu) þar sem honum vantaði einn mánuð upp á að vera búinn að vinna í tvö ár.. Ömurlegt, sérstaklega vegna þess að maður getur fengið SU ef að maður hefur unnið 18 0g hálfan tíma á viku í 2 ár.. Viktor er búinn að vinna 37 tíma á viku í 1 ár og 11 mánuði... Hann fór á skrifstofuna í dag og talaði við einhverja konu sem ætlaði að reyna að gera eitthvað i þessu fyrir hann.. Annars verðum við bara að láta fiffa einn launaseðil fyrir hann svo þetta reddist..

Jæja systur farið nú að láta í ykkur heyra...

Hrabba

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Kellan að róast...

Er öll að koma til.. Það var líka frí á æfingu þannig að ég er bara búin að taka Hjaltann á þetta í allt kvöld... Þeir sem ekki þekkja Hjalta þá er hann atvinnumaður í að liggja í sófa.. Hann er líka stoltastur í heimi að hafa búið til bloggsíðu og afrekað að hafa náð inn í utandeildina.. Dugnaðarforkur hann Hjalti..... Einmitt.......

Svo er ég búinn að tala í símann í allt kvöld.. Er að selja, leigja og kaupa leikmenn út um allan heim fyrir ýmis lið.. Eða allavega aðhjálpa til við að koma öllum í kontakt við leikmenn.. Er alveg komin á það að ég eigi að verða umbi... Það er alltaf verið að leita til mín vegna leikmanna... Ég þyrfti að fara að komast í samstarf við einhvern sniðugan og taka prósentu...

Talaði líka við Döggu syst í kvöld og rak á eftir henni að fara að koma í heimsókn.. Held að hún eigi eftir að koma í næsta mánuði... Það verður nú heldur betur gleði hjá litlu prinsessunni þegar Naný frænka mætir á svæðið..

Jæja ætla að koma mér í beddann...
Hrabba

Sigur og komnar úr fallsæti.....

Unnum botnliðið í dag með 9 mörkum... Mér gekk mjög vel í leiknum þannig að þetta ætti varla að geta verið betra..... EN........... Ég er brjáluð... Hef örugglega aldrei verið jafn mikið nálægt því að fara að grenja í miðjum handboltaleik... Ég hata ósanngirni og hún var að verstu gerð í kvöld.. Það segir nú margt að klukkan er að verða 03.00 og ég er glaðvakandi (pirruð).. Það reddaði kvöldinu að Krissa, Kolla og Guðrún systir Kollu voru á leiknum og komu svo yfir í heimsókn og voru hjá okkur frameftir miðnætti... Rosa gaman að tjatta við þær skvísur...

En svona til þess að fara aðeins yfir leikinn þá kem ég inná eftir 10 mín þegar allt er í rugli og við 4 mörkum undir... Ég auðvitað orðin frekar mikið þreytt að vera áhorfandi allt of oft þannig að ég þurfti ekki nema örfáar mínútur til að koma okkur inn í leikinn aftur, setti strax 3 í röð og átti stoðsendingu... Mér gekk sem sagt mjög vel og í hálfleik vorum við einu yfir.. Þá var ég komin með 4 mörk og tvær stoð (eins gott að vera með statistikina á hreinu). Jæja í hálfleik segir svo þjálfarinn að ég eigi að skipta útaf í sókn, sem sagt bara að spila vörn... Hélt ég myndi tapa mér, vildi helst taka brúsann minn og þrusa í andlitið á honum... Þetta á ekki að vera hægt.. En ég fékk sem sagt einhverjar 5 mínútur í seinni hálfleik í hægra bakki en ég var bara þar í fyrri hálfleik og jú 2 síðustu mínúturnar fékk ég svo að fara í mína stöðu... Jíbbí... En ég náði allavega að skila 7 mörkum úr 8 skotum + 4 stoð á tæpum hálftíma... Það skiptir nákvæmlega engu máli hvað maður getur, það þarf alltaf að líma mig á þennan helv.... trébekk... Það verður fróðlegt að sjá hvað verður í næstu leikjum en með þessu áframhaldi fer nú heldur betur að styttast í óléttuna.. Get nú alveg eins eytt tímanum mínum í að verð feit... Þjálfarinn tæki nú örugglega ekki eftir því... Ég er sem sagt búin að ákveða það að ég ætla að vera egóisti dauðans það sem eftir lifir tímabils (eins og ég hafi ekki alltaf verið það haha...). En varð að deila þessu með ykkur... Ekkert smá ergjandi að vinna, standa sig vel en vera samt brjáluð... Ég er alveg að tapa mér yfir þessu... Þrátt fyrir þennan skítna spilatíma var ég samt valin maður leiksins og fékk gjafakort út að borða... Djö..... ætla ég að éta.... Og vá hvað Viktor á eftir að éta þjálfarann minn, eins gott fyrir þjálfarann að Viktor tók aldrei vélsagarnámskeiðið..............

Pirraða stelpan kveður að sinni... Er ekki að fara að sofa...............
Hrabba



þriðjudagur, janúar 11, 2005

Yndislegir tengdaforeldrar...

Já ég á alveg yndislega tengdaforeldra.. Það er ekki nóg með að þau séu búin að bjóða okkur út í sumar, þau eru búin að panta ferð og það er ekkert verið að spara.. Við stórfjölskyldan erum á leiðinni til Lanzarote á 5 stjörnu hótel, takk fyrir..... Þetta er rosalegt hótel og það eru ekki herbergi heldur svítur.. Ég á ekkert eftir að koma tilbaka... Uss þetta er rosalegt... Þið sem viljið öfunda mig getið kíkt á paradísina hér.. Vá hvað ég er farin að hlakka til..

Á morgun eigum við svo leik á móti botnliðinu TMS.. Við verðum einfaldlega að vinna, annars erum við komin í slæm mál.. Með sigri komum við okkur úr fallsætinu.. Svo á sunnudaginn eigum við svo seinni leikinn í evrópukeppninni... þjálfarinn kallaði mig á fund á laugardaginn og sagði mér að ég kæmi til með að spila miklu meira í komandi leikjum.. Loksins steig hann í vitið hehe.. Eins gott að hann standi við þetta karlinn...

Við erum búin að panta flugmiða heim í sumar.. Komum heim 30.júní og förum út aftur 27.júlí.. Við verðum í paradísinni 12-26.júlí... Þetta á eftir að verða hið fínasta sumar...

Bubbinn minn hann Viktor er að standa sig eins og hetja í skólanum.. Er búinn að þrauka heila tvo daga þannig að þetta lítur bara vel út.... Það styttist í einbýlishúsið mitt með hverjum deginum...

Kveð í bili..
Hrabba



mánudagur, janúar 10, 2005

Sorry Alli!!!!

Jæja þá er kellan komin til Þýskalands eftir fínt frí heima á klakanum. Mín hafði það bara helv... fínt um áramótin, fór á áramóta- og nýársball í Höllinni í eyjum.... og það klikkaði að sjálfsögðu ekki.

En já eins og Hrabba tók fram þá tókst mér að tapa mér aðeins í fluginu á leiðinni út. Úfffff.... stemmningin var ekkert sjúkleg á leiðinni út til Þýskalands þar sem sumum fannst ekkert spes að vera að yfirgefa landið góða. Við flugum semsagt öll fjögur saman, ég, Jóna, Solla og Alli. Á leiðinni frá Köben til Frankfurt þá voru þau öll sofandi nema ég svo mín ákvað að gera svolítið prakkarastrik...... hí hí það leynist víst lítill Ross í minni eftir að hafa séð alla þessa Friends þætti. Jú jú haldiði að mín hafi bara ekki tekið upp rauðan varalit úr töskunni minni ( veit ekki hvað hann var að gera þar, mín er ekki mikið í þeim rauða þessa dagana, en allavega)og ég fór að teikna þennan fínan broskarl á skallann hans Alla, meira að segja broskarl með hárum.....ég hélt að ég myndi tapa mér, þarna sat ég fyrir aftan Alla og með Sollu mér við hlið en þau voru öll sofandi eins og ég sagði áðan og ég hló svo mikið af minni eigin fyndni að ég hélt að ég myndi pissa í buxur.
En svo leið auðvitað að því að vélin lenti og karlinn með broskarlinn á skallanum vaknaði.......ég hélt auðvitað bara áfram að hlægja og stelpurnar með ( þær höfðu að sjálfsögðu tekið eftir þessu) við píndum hann aðeins meira og létum hann ekki vita fyrir en nokkru síðar. Vá ég veit, þetta var ekki fallega gert. Alli þú átt inn hjá mér eitthvað fallegt....... ég greiði alltaf fyrir skuldir mínar:)

Annars er mín bara hress þessa dagana. Ég er núna stödd hjá Gunnari en hann kom út í gær. Fyrsta æfing hjá honum er í kvöld, verður forvitanlegt að sjá því það er víst búið að reka þjálfarann hans og nýr tekinn við. Ekki alveg nógu gott, þar sem við kunnum svo vel við fyrrum þjálfarann.....okkur fannst hann frekar nettur. En svona er boltinn.

Fyrsti leikur hjá okkur Weibern-ingum er ekki fyrir en þann 19 Jan. En það er reyndar æfingarleikur við Trier á Miðvikudaginn, en þær eru einmitt efstar á töflunni eins og er.

Ég hef þetta gott í bili
Kveðja Dagný Geller.

Sigur í evrópuleik á útivelli...

Já það er alltaf gaman að vinna og gott veganesti fyrir heimaleikinn á sunnudaginn næsta.. Erum með 5 mörk í plús sem ætti nú að vera nokkuð öruggt..
Annars eru Viktoría og Viktor við hestaheilsu eftir óveðrið hérna í Danmörku.. Þau héldu sig bara inni enda svo sem ekki mikið hægt að gera.. Miðbænum var nú bara t.d lokað.. Annars dóu 4 í þessu vitlausa veðri.. 2 fengu þakplötu í sig (voru saman), tveir dóu svo í bíl þar sem tré maskaði bílunum.. Já allt að gerast hérna í Dan og ég bara í Austurríki í sól og blíðu..

Verð að þjóta er að drepast úr hungri. Er orðin ógeðslega mjó.. Verð að fara að passa mig.. Við ætlum út að borða.. Frí á æfingu í dag, gaman gaman....

Later
Hrabba

P.s. Daggan er búin að lofa að skrifa í kvöld... Stúlkan var að meika það í fluginu til Þýskalands.. Tók Rossinn á þetta... Hugsiði nú.....

föstudagur, janúar 07, 2005

Þrjú sæti laus í úrvalsdeildina...

Já og það verður hart barist um þessi sæti ef marka má commentin hér að neðan.. Keppnisskapið blossar upp hjá mörgum núna..... Ánægð með þetta.. Spurning hvort að utandeildin ætli að gera eitthvað í sínum málum.. Hef trú á Siggu Birnu...

Svo er bara ræs hjá mér klukkan 5 í nótt en við eigum að fljúga kl.7 í fyrramálið til Austurríkis þar sem við munum keppa evrópuleik á sunnudaginn.. Ég verð auðvitað hin hressasta í nótt... Allir hafa rosa áhyggjur af mér, halda að ég geti ekki vaknað.. Ég er nú hress á næturnar, það er á morgnana sem ég á erfitt.. Ég var ekki hress þegar ég sá að það er vakið fyrir 8 á sunnudaginn og æfing um morgunin en við eigum fyrst að spila kl.17.. Þetta er bara það heimskulegasta sem ég veit um.. Hvaða gagn gerir ein helvítis morgunæfing fyrir leik.. Þetta er félagslið og við æfum saman alla daga... Hata að fá ekki að sofa út á leikdegi, versta sem ég veit um.
Vá nú er ég byrjuð að tuða..

Kveð í bili..
Hrabba

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Ég held bara áfram í bullinu...

Gleymdi að segja ykkur frá nýbúaafmælinu hennar Viktoríu.. Þeir sem hafa skoðað myndirnar hafa kannski tekið eftir þessu en skrýtið að engin sé búin að commenta á myndasíðuna.. Það voru 9 krakkar í afmælinu og aðeins 3 af þessum 9 voru Danir.. Eins gott að ég fylgist vel með félagsskapnum.. Þetta á eftir að enda í tómri vitleysu..

Svo var ég að koma af æfingu áðan og þvílíkur gullmoli sem gamla kempan í liðinu kom með.. Við vorum að ræða leikinn í gær og hvað fór úrskeiðis.. Það er nú ósköp einfalt það þorði engin að taka af skarið þegar spennan var sem mest... Þá kom kempan með gullmolann; "Getum við ekki bara æft þessar síðustu 10 mínútur, við lendum svo oft í þessari stöðu og þetta gerist bara allt of oft".. Vá af hverju hefur engum snillingi dottið þetta í hug????????????? Ég þurfti að hafa mig alla við til að halda hlátrinum niðri.. Spáið í það ef maður myndi mæta á æfingu og þjálfarinn myndi segja; jæja stelpur í dag ætlum við að æfa framlengingu.. Já fólk er misgáfað...

Jæja ætla að dunda mér við að gera úrvalsdeild bloggara..

Hrabba

Skaupið snilld...

Ætla að halda áfram að bulla aðeins þar sem ég get ekki sofnað... Ég hata að tapa og það er ekki hægt að sofna eftir tapleik... Ekki það að ég gæti gert eitthvað í málunum.. Spurning að fara bara ekkert útaf þegar ég skipti vörn - sókn..
Gleymdi að segja frá því að við horfðum á skaupið á mánudaginn og þvílík snilld.. Það besta í allavega 10 ár.. Frábært hvað margir léku sig sjálfa, Bo auðvitað bestur..

Svo verð ég nú að koma því að hvað ég er skrýtin.. Ég er nefninlega búin að vera veik þrisvar sinnum á fjórum mánuðum en ég hef aldrei verið mikið fyrir að veikjast.. Ég er búin að hugsa mikið um hvað ég hef verið að gera öðruvísi, hvað þetta gæti nú verið.. Og viti menn ég er búin að fatta það... Ég hef nefninlega aldrei verið jafn dugleg að taka vítamín.. Týpískt ég, það hefur allt öfuga virkningu á mig.. Ef ég set á mig andlitskrem (sérstaklega eitthvað dýrt) þá fæ ég pottþétt bólu/bólur... Þetta er ótrúlegt.. Og niðurstaðan => vítamín og andlitskrem eru verkfæri djöfulsins.............. Guð má vita hvað gerist ef ég hætti að borða sælgæti og breyti mataræðinu.. Þá verð ég örugglega 120 kg eða eitthvað verra...

Var að setja inn myndir frá gamlárs og afmælinu hennar Viktoríu.. Þið verðið að sjá nýja rúmið hennar sem hún fékk frá ömmunum sínum og öfum... Skoða hér...

Jæja ætti nú allavega að reyna að sofna....
Hrabba

P.S Halló tvíbbar.. Kom ind i kampen.. Þið farið að slá Guðrúnu Drífu við í bloggletini.. Og svo ég komi því nú á framfæri þá er ég að spá í að skipta niður linkunum hér til hliðar og hafa sérdálk fyrir góða bloggara (Dæmi:Harpa, Bjarney) og svo annan fyrir lélega bloggara (Dæmi: GUÐRÚN DRÍFA og HELGA TORFA)...

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Viktoría orðin 4 ára...

Já litla Dísin mín bara að eldast og ég með.. Hélt að ég gæti nú treyst á systur mínar að henda inn nokkrum línum en nei nei... Ég hafði engan tíma í dag þar sem ég vaknaði eldsnemma til að undirbúa komu leikskólans hingað í kotið.. Deildin hennar Viktoríu mætti svo í afmæli kl.10 og það var auðvitað mikið fjör.. Kl.14 var svo mæting í rútu og lagt af stað til Esbjerg þar sem við spiluðum leik kl.19.30.. Einhver rosa undirbúningur sem er bara leiðinlegt því þegar uppi er staðið er bara endalaust verið að bíða.. Þessi leikur er bara til að grenja yfir.. Leiðum allan leikinn.. 24-19 þegar 11 mín eru eftir en þá fáum við 3 brottvísanir í röð.. 26-24 fyrir okkur þegar um 5 eru eftir en þá skora þær 4 síðustu og unnu með tveimur.. ARG hvað þetta er pirrandi.. Ég spilaði vörn mest allan tímann en ekki nema nokkrar mínútur í sókn.. Tókst að skora 3 og fiska víti.. Gamla kempan í minni stöðu átti enn einn hörmungaleikinn og fór svo endanlega með hann í restina þegar hún klikkar á þremur síðustu færunum.. Þetta er bara að verða fyndið, nú er hún búin að spila 8 leiki og skora í þeim 19 mörk... Þetta er auðvitað ekki hægt.. Á laugardaginn förum við svo til Austurríkis að spila evrópuleik.. Vonandi að það gangi betur og að ég fái meiri spilatíma...

Læt þetta duga..
Hrabba

sunnudagur, janúar 02, 2005

Viktoría að slá í gegn á dollunni...

Já sá þriðji ,,big one" has arrived.. Viktoría að gera góða hluti.. Ég sagði við hana að við myndum fara beinustu leið í bíó ef hún myndi kúka og það tók hana ekki langan tíma að rumpa þessu af.. Og við auðvitað beinustu leið í bíó á Shark tale.. Daði frændi sveik hana svo illilega um jólin því hann var búinn að lofa henni að fara með henni í bíó á hákarlamyndina. Hún er allavega búin að sjá hana núna og er nokkuð sátt..

Ég var líka búin að lofa henni að bjóða leikskólakrökkunum heim í afmæli en prinsessan verður 4 ára á miðvikudaginn.. Við hjónin munum byrja að undirbúa á morgun.. Annars byrja ég að vinna á morgun og það styttist óðum í að Viktor byrji í skólanum.. Fyrsti skóladagur þann 10.jan.. Ég verð að fara að kaupa Bubbi byggir skólatösku fyrir drenginn svo hann verði nú aðalgæinn í smíðinni..

Þið verðið að kíkja á þetta... Geðveikt..

Later
Hrabba

REMOLAÐISJÚK PULSA...

Ég vil óska vinum jafnt sem óvinum gleðilegs ný árs!!!
Vona að árið leggist jafn vel í ykkur og mig.. Finn það á mér að nýtt ár beri með sér góða strauma og velfarnað!!!

Annars var ég að koma heim af Hvebba.. fór meiri segja áður en ljósin slokknuðu!!
því Viðar og Jóna voru svo góð við mig að veita mér far!! klapp fyrir það....
Fólk hvarf bara þarna inni þannig að ég ákvað að skella mér heim... Valný týndist og Soffía Rut hvarf með einhverjum inúíta!! ;)
En gott það.. hinsvegar er ég sjálf maður dagsins!!! Jú svona án djóks þá fór ég á KRÍSUFUND DAUÐANS í dag og tröllreið manneskju í þurrt rassgatið gegnum símann í kvöld!!
ótrúlegt það,,, já þetta er án efa afrek útaf fyrir sig!!!
Jæja best að fara í háttinn,, hef nýlokið við REMOLAÐISJÚKA PULSU!!!
Þannig að ég er fín!!! ;)
Jæja látum þetta gott heita frá heimahögum mínum...
Hvað er annars með Eyjapíjusystur mínar... á ekkert að fara að láta í sér heyra!!
Nýárskveðja frá Hæju pæju!!!

laugardagur, janúar 01, 2005

GLEÐILEGT NÝTT ÁR !!!!!!!!

Vonandi eigið þið eftir að eiga yndislegt ár öll sömul...
Ótrúlegt að það sé komið 2005.. Já maður eldist víst..

Við höfðum það annars rosa fínt í gær. Rólegt og fínt og Viktoría náði að vaka til klukkan 4 í nótt.. Fór að sofa með okkur. Ótrúleg.. Hún er keppnis.
Áðan setti hún svo annan hnulla í dolluna, og mikil fagnaðarlæti brutust út aftur.. Foreldrarnir alveg að tapa sér og hún meira að segja farin að fagna þessu líka með báðar hendur upp í loftið og gargandi..

Hafið það sem allra best..
Hrabba

This page is powered by Blogger. Isn't yours?