laugardagur, apríl 30, 2005

Hið ótrúlega gerist enn í dag....

Já gott fólk klukkan er núna 9.37 að morgni til og þið gætuð aldrei giskað á hvað ég er búin að afreka á þessum laugardagsmorgni.. Haldiði að kellan sé ekki búin að spila handboltaleik... Þeir sem þekkja mig trúa þessu nú varla og það sem meira er þá þurfti ég alls ekki að spila þennan leik.. B-liðið bað mig um að vera með og ég sló nú bara til, veitir ekki af hreyfingunni... Það er algjört snilldamót hérna úti höll núna.. Þegar ég var að labba út rétt yfir 9 þá stóð heilt karlalið með bjór í hendinni og voru að fara að spila.. Þetta er svona fylleríismót og það er rosa djamm í kvöld og svo er spilað aftur á morgun þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hversu hresst liðið verður..

Svo var ég að panta trampólínhöllina aftur næsta föstudag frá 12.30-13.30.. Endilega látið mig vita ef þið hafið áhuga á að koma.. Svala og co, Diljá, Krissa, Tinna og co, Davíð og co og fleiri endilega að melda sig með... Það eru flestir í fríi þennan dag, dagurinn eftir kr.himmelf.dag..

Og talandi um hið ótrúlega þá er Tom Cruse bara byjaður með Joey úr Dawsons, hvað er það??

Ætla að kíkja út í hús aftur og fá mér eins og einn öllara..
Hrabba

föstudagur, apríl 29, 2005

Er hægt að vera sætari..

Baby Beyonce.. Hún er æði.. Horfðum á þetta 10 sinnum í röð..

Velheppnuð grillveisla..

Maturinn og kökurnar slógu heldur betur í gegn.. Fólk fór rúllandi héðan út.. Það eiga sko eftir að vera fleiri grillveislur hérna í sumar..

Ég þarf svo að fara að koma með prógram fyrir sumarið.. M.a má nefna danmerkurmeistaramótið í Boccia sem er haldið út í garði hjá mér.. Svo auðvitað nokkrarferðir á trampólínið (ég er búin að lofa svo mörgum höllinni að það er eins gott að ég standi við það), já og Harpa ég er búin að fá leyfi til að kaupa Slide-brautina þannig að það verður auðvitað keppni í því líka.. Svo er það trúðaboltakeppnin en þar eru Daddi og Matta þau einu sem eru búin að skrá sig og æfa þau stíft.. Ég þyrfti eiginlega að fá meistarann Tedda Vals í þá keppni, við vorum nú orðin helvíti góð á tímabili.. Teddi minn það er nú ekki langt til Århus...

Harpa, Inga Fríða, Hanna, Helga og aðrar Haukastelpur innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn, þið stóðuð ykkur eins og hetjur.. Hlakka til að hitta ykkur eftir nokkra daga...

Jæja nóg af bullinu.. Er farin í háttinn..
Hrabban

P.s. Ég setti inn eina mynd á myndasíðuna (síðasta myndin í aprílalbúminu) af nýja búningnum okkar.. Kemur allavega til greina.. Mér finnst hann nú alls ekki flottur en hvað gerir maður ekki til að vera fyndin... Hvað finnst ykkur?? Er þetta einhver spurning??

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Stjúpdóttirin að gera gott mót..

Já Mattan okkar gerði sér nú bara lítið fyrir og eldaði ofan í fjölskylduna í gær.. Hún gerði rosa góðan kjúllarétt sem rann ljúflega niður og fengu allir sér ábót.. Stúlkan að gera gott mót og við búin að rífa upp sjálfstraustið hjá henni í eldhúsinu.. Við spiluðum svo langt fram eftir tveggja manna kapal (og ég er að tapa en þetta er sko ekki búið) á meðan Viktor spilaði á gítar og söng.. Viktor alltaf að standa sig á gítarnum, orðin helvíti góður.. Nú er ég alveg hætt að senda hann niður í þvottahús eða í einhver önnur verkefni þegar hann byrjar að spila.. Gerði það alltaf til að byrja með því ég höndlaði ekki þetta hræðilega áreiti þegar hann kunni ekkert að spila.. Gat ekki einu sinni hugsað...

Á morgun er ég svo búin að bjóða öllu liðinu í grillveislu.. Félagsveran að gera gott mót.. Það verður boðið upp á fylltar kalkúnabringur a la Tinna og Daddi.. Og svo verður sett í tvær kökur í desert sem ég er einmitt að fara í núna..

Hrabba bakari kveður að sinni...

P.S Kæru systur það er komin sektarsjóður í sambandi við síðuna.. Ef þið skrifið ekki allavega einu sinni í viku þá er STÓR SEKT sem ég ákveð að sjálfsögðu..

mánudagur, apríl 25, 2005

Sólbekkurinn komin út..

Já nú er Hrabban farin að brosa í hringi.. Sólbekkurinn komin út og kellan skellti sér nú bara út í dag og sofnaði í tvo tíma.. Afraksturinn er sýnilegur, brunnið andlit og ég auðvitað bara sátt við það..

Við skelltum okkur svo áðan í Sirkus Arena sem er hérna í Århus.. Við fjölskyldan (ég, Viktor, Viktoría og Matta) sáum þennan líka fína Sirkus og var Dísin alveg að fíla sig þarna.. Fékk svo að fara á bak á risastóran fíl og það var nú alveg til að toppa þetta allt..

Ég henti svo inn ostaköku uppskriftinni hér fyrir neðan og skora ég á sem flesta að prófa... Hef mikla trú á Eibbunni og sjálfsögðu húsmóður nr.1 henni Ingu Fríðu minni.. Þið verðiði nú að láta mig vita þegar þið eruð búnar að smakka..

Ætla að kasta mér í bælið..
Yfir og út
Hrabba

OSTAKAKA KOBBU... NAMMI NAMM...


Ostakaka Kobbu

300 gr kanilkex (frá LU) og 150gr smjör (brætt) hrært saman og sett i botninn

300gr rjómaostur og 5 msk flórsykur og 2 pelar þeyttur rjómi hrært saman og látið ofaná

200gr brætt suðusúkkulaði og ein dós (200gr) sýrður rjómi hrært saman og verður ljósbrúnt krem og það sett ofaná !!

Svo inn í frysti og tekin út 2 tímum áður en á ad borða kökuna!!

Ávöxtum raðað á hana rétt áður en hún er borin fram!!

sunnudagur, apríl 24, 2005

Stórkostleg helgi að baki...

Þessi helgi er búin að vera svo mikil snilld að hún verður lengi í minnum höfð.. Það var alveg ótrúlegt hvað það rættist vel úr helginni sem byrjaði auðvitað á trampólíninu... Það var eins og ég vissi ótrúlega gaman að tókst okkur fimleikaþremenningum (Krissa, Svala og ég) að skella okkur í araba heljar sem var nú meira en við höfðum ætlað okkur.. Allir voru voða kátir með þetta og nú er bara stefnt á að leigja salinn reglulega.. Krissa á aldrei eftir að flytja heim á meðan við höldum þessu áfram.. Tinna og Daddi komu frá Horsens með Emelíu snúllu með sér til að leyfa henni nú aðeins að skoppast og vorum við svo búin að ákveða að grilla á eftir.. Það er nú bara skemmst frá því að segja að þau fóru ekki heim fyrr en kl.17 í dag (sunnudag).. Þau eru alveg heimsins mestu snillingar, væri til í að ættleiða þau.. Við fórum nú bara í búðina til að kaupa tannbursta, brækur, sokka og boli svo að þau gætu verið lengur(Tinna ekki búin að fatta að snú bara nærbuxunum við)... Við átum eins og við værum á launum við það og matseðillinn var ekki að verri endanum, nautalundir á föstudaginn og fylltar kalkúnabringur á laugardag. Auðvitað var gerður rosa desert bæði kvöldin sem sló í gegn.. Ég prófaði einn nýjan á föstudaginn, Ostaköku Kobbu sem er rosaleg og ég verð nú bara að setja uppskriftina á síðuna seinna.. Ég held ég geti alveg fullyrt að ég mjókkaði ekki mikið um helgina..
Við þurftum nú samt að hafa smá áhyggjur um helgina en hún Matthea stjúpdóttir okkar er orðin full blaut (finnst okkur) og eru aðeins of margar þjóðhátiðir hjá henni á ári.. Hún ætlaði nú að vera með okkur í gær en skellti sér svo bara á djammið með Kidda vini sínum sem við vorum nú ekkert alltof sátt við.. Það vildi samt svo skemmtilega til að digital myndavélin hennar hafði gleymst hérna hjá okkur og ákváðum við að vera rosalega fyndin og tæmdum vélina og byrjuðum svo að taka endalaust af ruglmyndum af okkur.. Ég var að setja þær inn áðan en verð nú að taka fram að allra grófustu myndirnar áttu ekki alveg heima á internetinu.. Hefðu farið beinustu leið inn á B2, ein t.d rosa góð af Hurðaskelli taka Línu Langsokk aftanfrá (ekki samt í alvörunni).. Þið sem komið í heimsókn til mín fáið að sjá þetta allt.. Alltaf að reyna að lokka til mín gesti.. En þið verðið allavega að kíkja á þetta rugl hérna....

Svo við matarborðið kom upp ein besta pikk-up lína sem ég hef heyrt og kemur hún frá frægum íslenskum söngvara.. En hún var svona: Ég er hérna með fullan punginn af börnum sem vantar pössun......

Jæja nóg af rugli í bili... Þið munið eflaust heyra í mér aftur..
Hrabba..

laugardagur, apríl 23, 2005

Daggan mætt á nýjan leik....

Jæja fyrst að frú Blogg-drottningin hefur ekki tíma til að blogga vegna trampólín-anna þá verður sjálf guðmóðir Dísarinnar að koma inn í þetta.....enda kannski tími til komin, er búin að vera frekar löt.
Það er nóg að gerast þessa helgina. Alli karlinn "breytti til" og gaf okkur frí í gær svo ég og Jóna brunuðum til Gunnsa seint á fimmtudagskvöldinu. Ætlunin var að fara snemma á föstud. til Elfu og Einsa í Grosso þar sem Guðrún Drífa er gestur á þeim bænum......jú jú ég og Johnny brunum af stað og viti menn.....kellurnar lenda í árekstri á sjálfum Autobahnanum í Germany, úfffff.... sem betur fer þá meiddumst við ekkert en þetta var sem sagt 3 bíla árekstur og við í miðjunni. Slysið kom þannig til að allt í einu kom "Stau" ( Umferðateppa), við náum að brensa en 3 bíllinn kemur á okkur á flegiferð og bombar okkur á næsta bíl. Seatinn hennar Jóna er ökufær en það sést samt svolítið á honum bæði framan og aftan! En eins og ég sagði þá er allt í lagi með okkur stöllur og það er fyrir öllu. Já eins og þið sjáið þá byrjar helgin ekki vel, en við létum þetta ekki á okkur fá og héldum leið okkar áfram til Grosso og svo til Frankfurt í búðir.....að sjálfsögðu vorum við enn í smá sjokki en það lagaðast fljótt við búðaröltið (maður er alveg eðlilegur!). Eftir búðirnar var farið heim til Elfu og Einsa þar sem húsmóðirin eldaði ísl.lambalæri. Jammí....ekkert smá gott hjá henni og svo marens í eftirrétt. Elfan klikkar seint í eldhúsinu. En í dag ætlum við að kíkja til Mannheim eða Heidelberg, hendast í 1 jafnvel 2 búðir og svo að skoða okkur aðeins um. Svo í kvöld býður Daggan upp á nautalundir með öllu tilheyrandi, ætti ekki að klikka. Svo á morgun er ætlunin að fara í sund. Guðrún verður nú að fá smá sól á kroppinn, en það spáir í kringum 20 stig.

Þetta var dagbók Dagfríðar laugardaginn 23 Apríl. ( já meðan ég man! Steini til hamingju með daginn, 25 ára karlinn!)

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Hrebs á trampólín á morgun... Get ekki beðið..

Hrabban bara búin að leigja trampólínhöll á morgun og safna saman íslenskum fjölskyldum til að hoppa og skoppa með mér og Viktoríu á morgun.. Algjör snilld, get ekki beðið.. Mesta spennan er að sjá Krissu fara í handahlaup flikk en stúlkan ætlar sér að reyna... Gaman frá því að segja að ég og Krissa urðum einu sinni unglingameistarar saman á stökki.. Krissa var einmitt að rifja þetta upp um daginn, hún er ótrúleg, man allt.. Það fylgdi meira að segja að við fengum víst 9,4 í einkunn..

Elli vinur Daða bróður gisti hérna hjá okkur í nótt.. Hann kom keyrandi á trukki frá Þýskalandi í 9 tíma með innbúið sitt en hann og fjölskyldan eru að fara að flytja til Århus í lok sumars.. Gaman að hitta Ella enda mjög langt síðan ég hef hitt strákinn.. Það var reyndar ekkert alltof langur tími til að kjafta því að hann kom ekki fyrr en að miðnætti í gær og við þurftum svo að vakna kl.7 í morgun.. En ég fórnaði nú nokkrum tímum í svefn fyrir hann.. Hann fór svo með innbúið sitt í geymslu í morgun og svo lagði hann af stað aftur heim til Germany..

Svo verð ég nú að fræða ykkur aðeins um lögguskólann hérna í Danmörku en hann er í kóngsins Köbenhavn.. Haldiði að þeir sem fari í lögguskólann fái ekki bara rúmlega 200 þús. útborgað á mánuði (fyrir að vera í skóla), ekki slæmt það.. Svo þegar maður er búin að vera í skólanum í tvo mánuði þá fær maður byssu.. Ég er nú bara mikið að spá í að skella mér.. Einmitt.. Ég þarf nú bara að koma Viktori þangað.. Skiptir nú litlu máli hvort hann læri á vélsög eða byssu...

Má annars ekkert vera að þessu.. Erum að fara að grilla...

Over and out..
Hrabba..

Og enn og aftur... SYSTUR KOM IND I KAMPEN......

þriðjudagur, apríl 19, 2005

MAÐUR VIKUNNAR...

Er enginn annar en saunakóngurinn Sigursteinn Arndal eða Steini eins og hann er alltaf kallaður.. Við heimsóttum Steina um helgina eins og áður hefur komið fram hér á síðunni og verður sú heimsókn lengi í minnum höfð.. Ég hef þekkt Steina síðan við vorum bæði í FH og fórum við saman með 4.flokk kvenna á Partille Cup 2001.. Eftir að ég flutti til Danmerkur, ári á eftir Steina, höfum við alltaf verið í góðu sambandi og með tilkomu Skype fer þetta bara batnandi.. Þetta er Steini:
Nafn: Sigursteinn Arndal

Staða: Miðja.

Áhugamál: Fjölskylda og vinir,tónlist og íþróttir.

Kostir: Sæmilega opin og hress að eðlisfari.

Gallar: Á það til að vera svolítið latur þegar það kemur að vissum hlutum.

Skondið atvik: Nýjasta skondna atvikið átti sér stað um helgina, þegar Hrabba kynnti sér Þýska saunumenningu. Hún gerði sér lítið fyrir og braut aldargamlar reglur og rölti full klædd um nektarsvædid og skoðaði nýustu strauma og stefnur í rakstri skaphára. Ég hef sjaldan séð Hröbbuna jafn undrandi, en hún tók sér samt góðan tíma í að skoða pullurnar þarna. Hún hefur væntanlega farid beint heim og sýnt Viktori hvernig þetta á að vera.

Hversu mörgum mínútum eyðir þú á dag á heimasíðu Skúladætra? Þær eru ófáar mínúturnar, 4-5 heimsóknir á dag.

Þú færð 2 milljóinir í lottóvinning. Í hvað eyðir þú? Ætli maður myndi ekki leggja það í sjóð fyrir húsakaupum þegar maður kemur heim. Ekki veitir af, hvað er í gangi með Prísana heima. Er Gaui Árna fasteignakóngur með meiru að missa sig í verðlagningunni.(Mæli reyndar eindregið með Gutta)

Hvernig pikkaðir þú upp maka (ef maka átt)? Það er alltof flókin og löng saga að segja hér. Enn við höfðum vitað af hvort öðru í langan tíman, svo má deila um hver hafdi frumkvæðið. Það skiptir heldur engu máli.

Mesta gleðistundin í lífinu? Þær eru svo margar, erfitt að taka eina út.

Uppáhalds málsháttur eða orðatiltæki? Það er stutt í kúkinn.


Hvað dettur þér fyrst í hug:

Hrabba: Endalaust hress og skemmtileg, madur hlær lika ad henni þegar hún er í vondu skapi og svo má ekki gleyma tölfræðinni hjá henni. Viktor og Viktoría koma lika strax upp í hugann.

Dagný: Speedi Gonsales, einstaklega hress og skemmtileg.

Drífa: Eftir lestur minn á þessari síðu kemur Hverfisbarinn fljótt upp í hugann á mér. En hún er líka síbrosandi eins og allar systurnar, já þær eru hressar þessar Skúladætur.

Hanna Lóa: Partille 2001 alveg á hámarki gelgjunnar þar.

Eitthvað að lokum??? Það er gott að vita af ykkur í danaveldinu næstu 3 árin, við Kobba komum eigum eftir að koma oft í heimsókn. Enda ekki leiðinlegt þegar að Viktor tekur grillið fram og kellan skellir í form.

mánudagur, apríl 18, 2005

Saunamenningin í Germany.. OMG...

Já Hrabban í miklu menningarsjokki eftir Þýskalandsferðina.. Skelltum okkur í sund í gær í bænum hans Steina og var þetta nú heldur betur mikil upplifun.. Dagný og Drífa voru nú báðar búnar að skrifa aðeins um typpalingana þarna í Germany en ég verð nú bara að bæta við.. Þetta var rosalegt.. Þarna var risastórt svæði þar sem hægt var að fara í potta og fullt af saunum (misheitar).. Steini varð auðvitað að fara með mig þangað inn til að sjá á mér svipin og hann á ekki eftir að sjá eftir því vegna þess að ég gjörsamlega missti hökuna í gólfið.. Þarna voru allir trítlandi um á typpinu og einhverjar pullur inn á milli.. Ég hélt nú að fólk léti sér nægja að vera nakið inn í gufunni en nei nei það var bara allsnakið út um allt.. Ég þurfti nú bara að hafa mig alla við til að fá ekki einhverjar slöngur í mig.. Og svo alveg til að toppa þetta þá löbbuðum við aðeins út og þá lá karlmaður (örugglega +50ára) úti á sólbekk, auðvitað allsnakinn og ég get svo svarið það að ef ég hefði horft aðeins lengur á hann þá hefði ég séð upp í heilan á honum.. Hann var svo hrikalega glenntur að ég sagði við Dagnýju að Berglind Péturs (fimleikaþjálfarinn okkar í gamla daga) hefur örugglega einhvern tímann teygt á þessum.. Ekki nóg með það þá var gamli karlinn bara búinn að snyrta sig svona rosalega vel.. Ég vissi ekki að gamla fólkið væri farið að eyða öllum stundum í að raka af sér skapahárin.. Þarna var allavega allt fullt af rökuðum krumputyppum.. Ég sem hélt að unga fólkið væri nú aðallega í þessu en nei nei gömlu þjóðverjarnir skella sér nú í brasilískt.... Við stelpurnar vorum nú samt fljótar að flýja þessa menningu en strákarnir voru nú fljótir að heilsa upp á hin typpin.. Viktor fær 10 fyrir að aðlagast á mettíma... Og Steini fær 10 fyrir að vera orðin þjóðverji..

En nóg um typpin.. Helgin var frábær í alla staði.. Höfðum það rosa gott hjá honum Steina okkar og ekki skemmdi fyrir að fá hana Dídí syst til okkar.. Takk kærlega fyrir okkur Steini minn og takk fyrir að koma til okkar Dagný mín..

Held ég láti þetta gott heita í bili.. Vonandi dreymir ykkur ekki bara typpi í nótt..

Later
Hrabba "ekki pjölludrottning"..

Ég skil þig Dagný mín...

jæjajæjajæja...
veit ekki alveg hvað ég á að babbla hér!! en allavena þá er helginni lokið,, sem var sú fínasta! peysufatadagur í Kvennó á föstudaginn sem þýðir dansar og söngvar í þjóðbúningum,, það er ekki alveg Hanna,, svo ég ákvað að vera með í skrallinu um kvöldið! sama kvöld var aðalsball í FB, og auðvita fór ég þangað að samfagna vinum mínum sem eru á leiðinni að fara útskrifast... og hvert haldiði að leiðin hafi legið eftir það, jú auðvita á Hverfisbarinn!!! Heimsóknin var sú besta á árinu.. mikið gaman mikið fjör.. ég var að reyna að hringja í Dagnýju og hún ekki svara,, ætlaði að segja við hana "nú skil ég þig"... því veistu Dagný mín að ég fékk í vörina og það fór gjörsamlega beinustu leið upp í hausinn á mér.. gleymi því aldrei þegar þú komst á þjóðhátíðina 2002 á laugardegi eftir að hafa "stungið Drífu af og skilið hana eftir í sárum" hahahahaha djöfull var það fyndið,, Drífa var semsagt pirrípó!!!
Allavena þá hafði Dagný bara tvo daga á þjóðhátíð sem er alltof lítill tími.. staðinn fyrir að nota þá vel og loka dalnum og soddan,, þá var mín bara komin heim klukkan 2... því Dídí hafði fengið sér í vörina og mín fórst samstundis!
og meira segja hefur Daði líka lent í einhverjum hremmingum með munntóbak..
Svo ekkert munntóbak á Skúlabörn... takk fyrir!!!

Svo í lokin vil ég þakka yndislegu vinkonu minni, aðalnum Valný, fyrir frábæra leigubílaferð heim.... sem kostaði allt í allt um 8000kall takk fyrir...
Sem bitnaði ekki mikið á okkur,,, gott að eiga ríka að!!!

Hey Hrebbs,, svo erum við Valný byrjaðar að fylgjast með flugferðum,, ætlum að ná okkur í eitthvað ódýrt... erum semsagt væntanlegar í september!!
Vonandi erum við velkomnar.. og vonandi kaupiru jafn mikið kók og seinast er ég kom!

Og fyrir Jónu... Hennie Lolander!!! ;)

laugardagur, apríl 16, 2005

Hrabban í Germany..

Erum komin til Steina í Germany og ætlum að eyða helginni hjá honum... Erum að spá í að gara í enhvern risa skemmtigarð ef veður leyfir á morgun.. Ég heyrði svo í Dagnýju áðan og komst að því að hún er nú bara að fara að keppa hérna stutt frá á morgun.. Einhvern rétt rúman klukkutíma héðan.. Hún ætlar að reyna að fá leyfi að breyta lestarmiðanum sínum þannig að hún geti verið með okkur annað kvöld og á sunnudaginn.. Það væri nú rosa gaman ef það gengi upp..

Hanna á meðan ég er í Þýskalandi þá ÁTT þú að skrifa inn á síðuna (sem allra fyrst)..

Kveðja
Hrabba

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Hjóladrottningin..

Já ég Hrabban er heldur betur að gera gott mót á hjólinu þessa dagana.. Eins og áður hefur komið fram þá hjóla ég heilar 6 mínútur á dag í vinnuna, 3 mín hvora leið.. Ég er farin að hjóla svo hratt að í gær þá fékk ég flugu upp í augað og´svo í dag þá munaði nú bara millimeter að ég myndi fá heilan fugl í smettið.. Vá hvað það hefði nú verið fyndið.. (Þetta er orðið svona svipað og þegar maður er að keyra út á land með allar flugurnar á framan á grillinu).. Ég þarf nú bara að fara að íhuga hlífðargleraugu..

Vorum að koma af leik hjá Stulla og Robba.. Þeir voru að spila á móti Holstebro og unnu með 1 marki.. Robbi skoraði úr víti þegar 3 sek voru eftir.. Annars var Stulli hetja leiksins kom inn á þegar þeir voru komnir 4 mörkum (eða 5) undir og gerði Stullinn sé lítið fyrir og skoraði 5 mörk úr jafnmörgum tilraunum og átti stóran þátt í að koma ÅGF inn í leikinn aftur.. Robbi stóð sig auðvitað líka vel (eins og alltaf) og var með 8 mörk.. Rosa flott grein um þá hér..

Gleymdi að segja frá því í gær að Gitte hornamaður úr Holstebro er líka búin að skrifa undir hérna í Århus.. Við vorum saman á blaðamannafundi í gær og útkoman er hér og hér(svona aðallega fyrir Holstebrosystur mínar)...

Á morgun er ætlum við fjölskyldan að skella okkur til Þýskalands til hans Steina okkar og vera hjá honum um helgina.. Eins gott að hann stjani við okkur... Við munum svo kíkja á leik hjá honum á laugardaginn.. Steini minn aldrei að vita nema ég birti statistik eftir leikinn (alltaf með hana á hreinu hehe).. Eins gott að hann standi sig.. Engin pressa samt....

Ég er búin að vera spá svona síðustu daga um gullkorn barna á leikskólum.. Mér fannst svo fyndið um daginn þegar ég las á síðunni hjá Lísu og Rakel (Lísa vinnur á leikskóla) um krakkan sem sagði við Lísu að hún væri svo ógeðsleg, að andlitið á henni væri allt út í pöddum (freknur).. Hehe.. Þessar elskur geta verið svo hreinskilnar.. Ég man einu sinni þegar ég var að vinna á leikskóla í Breiðholtinu þá var ég nýbúin að láta klippa mig stutt eftir að hafa verið með svona frekar sítt hár.. Þá horfði ein stelpan á mig með sorgaraugum og sagði: Hvað ertu búin að gera þú varst svo sæt með sítt hár en núna ertu bara ljót... Ekkert hreinskilin neitt..
En besta leikskóla saga hingað til er án efa um hann "Jóa" litla sem vanalega mætti alltaf fyrir kl.8 í leikskólann en einn daginn mætti hann þónokkuð seinna með pabba sínum.. Leikskólakennarinn segir við hann: Jói minn þú mætir bara seint í dag.. Jói svaraði þá: Já ég veit það ég er sko löngu vaknaður, þegar ég vaknaði í morgun og ætlaði að fara á fætur mætti ég pabba fram á gangi með typpið út í loftið og hann sagði mér bara að fara aftur inn í herbergi að sofa... Hahahaha pabbinn ennþá bara hress í fatahenginu.. Ekkert vandræðalegt móment.. Já þið skulið sko passa ykkur á þessum elskum....

Vá hvað þetta er búið að vera langt hjá mér..

Kveð í bili..
Hrabba Armstrong...

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Jæja jæja..

Var að skrifa undir 3ja ára samning og varð Århus fyrir valinu.. Já ég verð sem sagt áfram hérna hjá sama liði sem ég var alveg búin að afskrifa.. Ástæðan er fjölskyldan fyrst og fremst og var nú komin tími til að ég myndi hugsa um eitthvað annað en rassgatið á sjálfri mér (hélt að það myndi nú aldrei gerast hehe)... En það eru rosa plön í gangi hérna og ef þetta gengur eftir þá á þetta eftir að verða mjög spennandi.. Ég get samt farið heim eftir tvö ár ef við viljum það...
Nú taka bara við frábærir tímar.. Þurfum ekkert að pakka, ekki flytja og engin óþarfa pappírsvinna.. Nú er bara að njóta sumarsins og byrja að sauma nafnið hans Daða í rúmfötin en hann er búin að lofa að koma til okkar í lok maí..
Er núna komin til Tinnu í Horsens þannig að ég ætla að blanda smá geði við gestgjafana og læt kannski heyra í mér í kvöld aftur...

Later
Hrabba

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Ný úrvalsdeild..

Ákvað að gefa talningameistaranum smá frí og rumpaði þessu af.. Afraksturinn er hér til hliðar.. Bloggprinsessan Harpa (sorry Harpa mín en ég er auðvitað bloggdrottningin) er komin í efsta sætið en hún er alltaf dugleg að blogga..

Erum að horfa á CL í sjónvarpinu.. Það var símakosning um hvorn leikinn ætti að sýna og fékk Chelsea 55% atkvæða.. Ekki leiðinlegt það.. Í stúdíóinu situr svo Laudrup bróðir og jesús minn þvílíkur getnaðargormur þrátt fyrir ágætis aldur..

Setti svo inn fullt af myndum í fyrradag... Kíkið endilega við og alls ekki kvitta fyrir ykkur eða commenta (kannski að þetta virki)..

Later
Hrabba

Mikill léttir...

Já við erum búin að taka ákvörðun... Og mun ég koma mörgum á óvart.. Kom meira að segja sjálfri mér á óvart með þessari ákvörðun.. Það verður skrifað undir á morgun þannig að ég mun skrifa meira á morgun..

Ég er búin að eiga frábæran dag í dag.. Var búin í vinnunni kl.12 og náði strax í Viktoríu.. Við mæðgurnar skelltum okkur svo í bíó á Banngsímon sem var auðvitað svaka fjör.. Svo var keypt prumpublaðra í handa Dísinni sem er að gera gott mót.. Hver man ekki eftir prumpublöðrunum frægu..

Læt heyra í mér á morgun..
Hrabba

sunnudagur, apríl 10, 2005

Styttist í ákvörðun..

Já það er ekkert grín að þurfa að taka erfiðar ákvarðanir og sérstaklega ekki þegar við hjónin erum ekki alveg sammála.. Við þurfum að gefa svar á morgun þannig að það er ekkert langur umhugsunarfrestur í boði.. En við erum hamingjusöm og það er nú alltaf eitthvað...

Í gær var ég hjá Guðrúnu og Kollu í Sushi kennslu.. Guðrún er algjör snillingur í sushi-gerð og var þetta mjög skemmtilegt.. Ég hafði heldur aldrei smakkað sushi þannig að þetta var allt voða nýtt fyrir mér.. Þetta gekk nú bara rosa vel hjá okkur og smakkaðist maturinn vel.. Held samt að þetta verði betra og betra.. Maður þarf aðeins að venjast þessu.. En þetta er ekkert smá flottur matur.. Tók nú nokkrar myndir af herlegheitunum sem ég mun reyna að henda inn í kvöld...

Má annars ekkert vera að þessu bloggeríi.. Verð að fara að slást við manninn minn um hvar við endum á næsta ári..

Later
Hrabba

föstudagur, apríl 08, 2005

Frakkland komið með stóran mínus...

Já kellan búin að vera í sjokki í sólarhring.. Var að tala við nágranna minn sem var hjá danskri vinkonu sinni í Frakklandi um daginn.. Við fórum að tala um Frakkland og sagði mér að hugsa þetta mjög vandlega í sambandi við Viktoríu.. Já málið er nefninlega að í Frakklandi byrja krakkar í skóla 3ja ára þannig að Viktorían mín þyrfti sem sagt að byrja í skóla.. Það væri nú svo sem allt í lagi nema hvað að krakkarnir mæta í skólann eldsnemma á morgnana og svo má ekki sækja þau fyrr en í fyrsta lagi kl.17.. Vilja þeir ekki bara ættleiða börnin þarna? Ekki nóg með það að þá eru börnin slegin utan undir á mörgum stöðum þarna (foreldrar gera það líka þarna).. Einmitt að maður yrði bara sáttur að fá draumadísina bara heim með rauða kinnar.. Ég get nú ekki sent barnið mitt í einhverjar nasistabúðir og hvað þá eftir að hafa búið hérna í Danmörku þar sem börn mega bara gera það sem þau vilja.. Frakkland var svo frábært til að geta verið í faðmi fjölskyldunnar allan daginn en það er nú aldeilis ekki.. Ég myndi bara varla hitta dóttur mína...

Fórum annars á fund í gær og það var nú meira fjörið.. Mér finnst svo hræðilegt að ræða einhver peningamál þannig að ég fór bara út af fundinum og skyldi Viktor eftir til þess að ræða málin.. Sniðugasta sem ég hef gert...
Nú er bara að hugsa málin í einhverja klukkutíma og komast að niðurstöðu.. Því fyrr því betra.. Þetta er alveg að fara með okkur hjónin... Ég enda bara í stressinu með Dananum...

Jæja best að fara aftur inn í tænkebokset...
Hrabba

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Dríffrid driff id d.......bensinlaus!

Já madur er vel upplystur hjá big syst. Ekkert verid ad gera lítid úr hlutunum...hógværdin upp málud alltaf hreint!!! Bara ad madur hefdi 50% af thessu thá væri madur kannski betur staddur.. hver veit!!! En af mér er thad ad frétta ad loppan gengur bara fínt madur fer ad kíkja á gömlunu til ad láta hjálpa sér med framhaldid...ussss. En helgin hjá frúnni var barasta fín! Ég var á kvöldvakt á laugardagskvöldinu sem er ekki frásögu færandi nema hvad ad ég vard ad mæta seint í partyid!! En ekki nóg med thad ad vera í vinnunni á fullu ( reyna ad flyta mér til ad komast fyrr heim ) thá vard ég bensínlaus thegar ég átti lítid eftir.... ussss! Var ekkert ad fylgast med mælinum á nyja bílnum...allt í einu byrjadi bíllinn ad hökkta..í fyrstu hélt ég ad bíllinn væri biladur ....og hvad gerir kellan !!!!! Jú hún lætur bílinn renna skemmtilega yfir gatnamótin. Kellan er ekki einu sinni búin ad stödva bílinn thegar tveir töffarar keyra framhjá... og vildi svo skemmtilega til ad thetta voru litlir valsarar. Ég hoppadi upp í bílinn hjá theim og bad thá um hjálp.... reyndi ad halda coolinu thar sem thetta voru litlir strákar og var eitthvad ad afsaka mig med bílinn (´ég hef aldrei ordid bensínlaus´) og thess háttar... var ekki ad virka. En allavegana thá reddadist thetta fyrir rest! Svo var bara haldid heim skellt eitthvad á smettid í föt og út. Vid fórum á Hverfis ( vard ad athuga hvort allt væri í lagi )!!!!! Thar hittum vid 70 ára gamlan útlending sem vid kusum ad kalla Indjána Jones... Já madur er mjög heilbrigdur! En nenni nú ekki ad segja meira frá thessu rugli.
Annars ætla ég ad kjafta frá danskeppninni sem Dagny tók thátt í núna um daginn... Hún var bedin um ad taka thátt í diskódönsum í heimabæ sínum og vann víst med glæsibrag! Óska ég henni innilega til hamingju med thad hún fékk víst einhverja peningaupphæd og dansgalla.

Thetta er Driffrid sem talar frá vesturbænum.

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Allt að gerast..

Já ekki get ég mikið sagt ykkur en framtíð okkar fjölskyldunnar verður ákveðin á næstu dögum.. Það er nokkuð öruggt um að við munum flytja héðan en spurningin er bara hvert.. Förum á fund á morgun hjá dönsku úrvalsdeildarliði og svo bíður okkar fínn samningur í Frakklandi en veit ekki alveg hversu tilbúin við erum í það.. Það væri reyndar frábært að þurfa ekkert að vinna og vera bara í faðmi fjölskyldunnar allan daginn. Það á nú eftir að breytast þegar við komum til Íslands þannig að það væri alls ekki vitlaust að notfæra svona tækifæri..
En annars er lítið undir mér komið núna, Viktor er á fullu í málinu og er þetta það gáfulegasta sem ég gert.. Viktor er umbi dauðans og hann er ekkert að fara að selja kelluna fyrir eitthvað slikk.. hehehe.. Ég er auðvitað lélagsti samningamaður sem sögur fara af.. Það er nú líka alltaf erfitt að verðmerkja sjálfan sig (segir egóisti nr.1).. Þetta verður allavega spennandi en ekki mikil tilhlökkun að þurfa að fara að pakka öllu draslinu niður... En þetta er staðan í dag...

Skrifa meira á morgun, er orðin alveg soðin..
Hrabba flóttamaður..

Fallin með 2,0...

Unnum áðan TMS með 9 mörkum í síðustu umferðinni.. Kolding tapaði á sama tíma fyrir Ikast með 11 sem þýðir að okkur vantaði 2 mörk til að halda okkur í deildinni.. Bara svekkjandi og sérstaklega þar sem við vorum komnar með 9 marka forskot strax eftir 25 mín.. Og Ikast voru komnar 13 mörkum yfir 3 mín fyrir leikslok sem hefði líka nægt okkur...
Nenni ekki að skrifa meira enda klukkan að verða 2.30 og ég var að koma úr langri rútuferð...
Skrifa meira á morgun..
Ble ble
Hrabba

mánudagur, apríl 04, 2005

Getraun...

LOU. GIVE ME A MILKSHAKE... (SMÁ PÁSA)... CHOCOLATE...

Hver er myndin??

Steini.is

Vá ég er svo fyndin að það telst varla eðlilegt.. Var að andast yfir eigin húmor þegar ég bjó til bloggsíðu um daginn sem Steini (Sigursteinn Arndal) og byrjaði að skrifa inn á hana eins og hann væri 10 ára.. Ömurlega væmið og var ætlunin að vera dugleg að skrifa inn á hana og birta svo allt í einu link hér til hliðar á síðunni.. Það voru eiginlega tvö vandamál, annars vegar vissi ég að Steina myndi alls ekki finnast þetta fyndið og hins vegar gleymdi ég svo notendanafninu og lykilorðinu þannig að ég skrifaði svo ekkert meira.. Ég var svo að spjalla við Steina á Skype-inu þegar ég fór að hugsa um þetta grín og byrjaði auðvitað að hlæja eins og geðsjúklingur og endaði svo með því að segja honum frá þessu.. Eins og ég vissi fannst honum þetta EKKERT fyndið og ennþá minna fyndið þegar ég sagði honum frá því að ég kæmist ekki inn á síðuna til að eyða þessu.. Ég byrjaði þó að reyna að finna rétta lykilorðið og fann það reyndar fljótlega og datt þá þessi líka snilldarhugmynd í hug.. Ég sagði að ég myndi ekki eyða þessu út nema að hann myndi byrja að blogga.. Og viti menn, Steini er byrjaður að blogga og stefnir beinustu leið á topp úrvalsdeildarinnar.. Tékkið endilega á honum Steina mínum hér.. Það er alls engin pressa á karlinum nema bara það að ef hann verður ekki duglegur að skrifa þá skelli ég bara inn nokkrum línum í hans nafni... hehehe.. Já sniðug stelpa hún Hrafnhildur.. Finnst ykkur ekki? Þetta var kennsla í því hvernig maður byrjar á að láta vini sína blogga... Nú þarf ég að fara að finna mér nýtt fórnarlamb..

Skelli inn getraun í kvöld..

Later
Hrabba

sunnudagur, apríl 03, 2005

Enn er von...

Spiluðum leik í gær upp á líf og dauða, jafntefli eða tap þýddi að við værum fallnar.. Þetta var ekki hin mikla skemmtun fyrir mig lengi vel þar sem ég sat með stóra flís í rassinum þangað til rétt rúmar 7 mín voru eftir af leiknum.. Þá vorum við 6 mörkum undir (23-29) og allir búnir að afskrifa okkur og hitt liðið farið að brosa í hringi.. En ég fékk sem sagt að spila síðustu 7 og ákvað að þakka pent fyrir mig (ekki kannski pent þar sem ég var eins og versti geðsjúklingur) og vann bara leikinn fyrir þessa vitleysinga sem ekki getað notað mig meira.. Við unnum þennan 7 mín kafla 7-0 og skoraði ég 5 af þeim og m.a sigurmarkið þegar 20 sek voru eftir.. Vá hvað þetta var gaman og ekki slæmt að þurfa ekki nema 8 mín til að vera valin maður leiksins hehe... En því fylgir gjafabréf út að borða, eitthvað sem ég get alltaf notað.. Það merkilegasta við þetta allt saman er að við spiluðum við þetta lið í bikarnum fyrir tveimur vikum og þá var ég markahæst með 8 mörk.. Þeir eru örugglega að reyna að losa sig við mig því að samningurinn minn fellur úr gildi ef við föllum... Verð nú að linka inn á grein eftir leikinn með mynd af Hröbbunni fagnandi (og alltaf myndast ég jafn vel)... Já þá er grein egóistans búin.. Og svona að koma því á framfæri þá sagði þjálfarinn ekki eitt orð við mig eftir leikinn enda hefur hann skammast sín niður í rassgat..

Svona aðeins að stressinu mikla þá gleymdi ég nú að segja frá því að til að létta á stressinu hjá kollega mínum þá er Hrabban bara á leiðinni í fullt af foreldraviðtölum.. Aldeilis mikið fjör það.. Þetta á eftir að blessast..
Gamla vinnan mín vill svo fá mig aftur.. Það var auðvitað bara snilldarvinna.. Ég fer og tala við þau á fimmtudaginn þá veit ég líka hvort ég sé á förum héðan eða verði áfram hérna.. Alltaf gaman að óvissunni.. Gæti meira að segja skroppið til Spánar og klárað tímabilið þar ef að við föllum.. Allt í boði..

Hér er aðeins búið að borða síðustu tvo daga enda eru Steini og Þorvaldur hérna hjá okkur og það er auðvitað algjör snilld að hafa þá.. Viktor að tapa sér á gítarnum og Steini syngur eins og honum sé borgað fyrir það.. Hann er þeim kostum gæddur að geta hermt eftir merkum mönnum eins og t.d Megasi, Birni Jörundi, Bubba og fleirum.. Það er því hið mesta fjör á heimilinu þessa dagana.. Við erum meira að segja hringjandi í fólk á Skype-inu og höldum fyrir það tónleika... Frekar öflugt það..

Egóistinn kveður
Dagný (hehe)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?