þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Viktoría stungin í dag... Geitungarnir vitlausir í okkur..

Haldiði að prinsessan mín hafi ekki bara verið stungin í dag (Bjarney taktu vel eftir STUNGIN). Og kvikindið gerði sér lítið fyrir og stakk sér inn fyrir varir barnsins og beit hana í tunguna.. Þegar ég spurði hana af hverju geitungurinn hafi bitið hana var svarið mjög augljóst: hún hélt að ég væri matur... Viktoría var í skóginum með leikskólanum sínum þegar árásin átti sér stað og var fljótt brugðist við með einhverri sugu sem á að taka allt eitrið út. Það var nú ekki nóg með að barnið mitt hafi verið stungið því að þegar hún var að borða nestið sitt settist geitungur á eplið hennar og leikskólakennarinn brást strax við og ætlaði að slá geitunginn af eplinu en það mistókst aðeins þannig að hann sló eplið úr höndunum á henni (í skóginum þannig að þar fór gott epli).. Viktoría bara róleg yfir þessu og tekur upp rúgbrauðið sitt en viti menn haldiði að það hafi ekki sest annar geitungur á brauðið hennar og sami leikskólakennarinn brást snöggt við og sló brauðið úr höndunum á henni.. Þannig að greyið barnið fékk heldur ekkert að borða í dag.. Það er eins gott að hún fari ekki með í skóginn á morgun því við ætlum að keyra til Köben á morgun og ná í mömmu og pabba en þau ætla að vera hjá okkur í viku.. Er auðvitað byrjuð að baka.. Er að tapa mér í bakstrinum, ég verð örugglega komin í þriggja stafa tölu á vigtini þegar ég kem heim..
Svo kemur Drífa eftir miðnætti á föstudaginn og mikil pressa að taka fram diskódressið.. Ég er búin að vera æfa sporin í allan dag, allt að verða klárt Drífa mín...
En jæja verð að fara að koma mér í háttinn, þarf að vakna snemma..
Hilsen
Hrabba

Hello!

Jaeja tha er kellan buin ad fa bilinn. Bens 323... med topplugu og fineri! Ekki slaemt...... En eg var ad na i bilinn, verd ad kaupa vegarkort til ad rata heim. Madur fer i thad a eftir. En eg er buin ad akveda ad keyra til big syst um helgina. Hlakka til ad hitta litlu fraenku og ad sjalfsögdu öll hin! Verdur vonandi ekki mikid vesen ad rata en thad verdur bara ad koma i ljos.
En thad fer ad koma timi a sma djamm hja kellunni, thetta er ekki haegt. Eins og madur notadi diskogallann mikid heima........ ( var ekki köllud mublan fyrir ekki neitt ) ..... en eg fer kannski i thad a naestu dögum ad baeta gallann og dusta rykid af honum fyrir helgina! Enginn pressa a Hröbbu...... ( ja eg dreg thig med mer i sma vitleysu ) ... enginn afsökun thu getur alveg latid eins og vitleysingur einu sinni!
En gaman ad segja fra thvi ad besta vinkona min uti i Noregi er ad spila nuna med Hröbbu svo thad verdur gaman ad hitta hana!

............. sma grin med bilinn kellan er nu bara a litlum Opel! En fyndid samt......ja thad leynist litill Laddi i kellunni!!!!!!!
Dribban kvedur ad sinni.

mánudagur, ágúst 30, 2004

Jonny að gera góða hluti í Þýskalandinu..

Jæja nú er síðasta æfingarhelgin að baki og gekk hún bara svona la la. Reyndar illa á laugardeginum en við unnum leikina á sunnudeginum. Vonandi að þetta smelli allt hjá okkur næstu helgi, en hæðin virðist eitthvað hrjá okkur, þar sem allar eru hausinum stærri en við...... spurning um að sækja um skó-samning hjá Buffalo og spila í þeim! Kæmu örugglega betur út en Consport skórnir sem við fengum..... Consport, hvað er það!
Það var annars voða fínt í þessari æfingarferð, morallinn er svo mikill klassi í liðinu að það nær engri átt og er hún Jóna Margrét þar fremst í flokki..... hún er snillingur! Hún er farin að bæta við inn íslenskum siðum inn í hópinn....eitthvað sem mér datt ekki til hugar að gera í fyrra. Ropar og rekur við í allar áttir! askotans vitleysa....en mín hefur lúmst gaman af þessari vitleysu, eitthvað sem á við mína!..... þetta er eitthvað annað en hjá Dríbbunni, hvað er málið með respect fyrir eldri, hef aldrei skilið þá vitleysu en svona er munurinn á austrinu og vestrinu í Þýskalandi.
Jæja ég ætla að reyna að nýta frídaginn minn eitthvað.......byrjaði vel, svaf til hálf eitt....
Kveða að sinni Daggan.

Kellan snyr aftur!!!!!!

Ja kellan buin ad vera i pollandi i aefingar-og keppnisferd eda vid skulum kalla thetta frekar utrymingarbudir fyrir nasista!!! En thad thydir ekkert ad kvarta. Fegin ad thessu se lokid! En eg verd nu ad koma inn a eitt, thad er vardandi sidina her hja stelpunum. Alltaf thegar thu maetir a aefingar heilsar madur thjalfaranum og kyssir allar stelpurnar... nema markmanninum sem er nota bene elst i lidinu, henni heilsar madur! Ju ju allt i lagi kellan gerir thetta! En svo kom thad fyrir einu sinni ad ein stelpan i lidinu var ad kyssa allar og ovart var hun ad fara ad kyssa markmanninni..... DAUDI........ hun helt nu ekki, var reid og bad hana vinsamlegast ekki ad kyssa sig heldur heilsa ser!!!! ussssss ja her snyst mikid um thad ad syna eldra folki virdingu.... nota bene hun er 28 ara. Eitt i vidbot, thetta med HORID jesus hvad thetta er farid ad fara i taugarnar a mer! Okei eg er buin ad saetta mig vid ad thaer eru ad snyta ser a aefingu og svoleidis en thegar thaer gera thetta vid matarbordid.......oooojjjj kellan er ekki mikid ad klara jogurtid eftir thad!!!! Sma pirringur en eg held ro minni!!!
Deildin byrjar naestu helgi en vid sytjum hja i fyrstu umferd. Held ad vid faum fri a laugardagsaefingunni svo eg er ad spa i ad keyra til Dagnyjar eda Hröbbu, kemur i ljos! En hvad med gestaganginn hja big syst..... jesus hvad kellan er vinsael....... ekki eins og henni leidist ad hafa 100 manns i kringum sig! Geturdu ekki sent thetta folk til min i sma heimsokn..... kellunni adeins farid ad leidast! En skolinn fer ad byrja bradlega svo madur tharf ad fara ad taka upp bokina en thad verdur fint, agaetis tilbreyting!
Jaeja nu er eg stödd i midbaenum og aetla ad gera vel vid mig og versla ( madur a aldrei nein föt thegar madur er staddur i midbaenum) Ussss.....
Dribban kvedur ad sinni!

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Dáinn í fótunum og með geitungabit...

Kerlingin er alveg í þreyttari kantinum í dag.. Fimm leikir á þremur dögum. Við spiluðum ekki vel tvo fyrstu dagana og töpuðum þremur leikjum, öllum mjög naumlega. Vorum svo mun sprækari í dag og unnum tvo.. Fékk að spila mjög mikið, næstum því of mikið fyrir fæturna. Gekk mjög vel í dag var með 4 og 5 mörk og slatta af stoðsendingum.. Þetta er allt að koma..
En það toppaði svo helgina að ég var bitinn af geitung í dag.. Helv... dýrið komst inn undir ermina á peysunni minni og gerði sér lítið fyrir og beit mig.. Ótrúlegt hvað maður finnur mikið fyrir þessu en ég get allavega fagnað því að vera ekki með ofnæmi fyrir þessu drasli.. Bólgnaði reyndar mikið upp en bólgan hjaðnaði fljótlega aftur.. Það hefði nú líka verið vandræðalegt ef köggullinn hefði ekki þolað eitt geitungabit...
En ég má ekki vera að því að skrifa meira er að fá fullt af gestum. Kristín, Hekla, Rakel og Lísa eru að koma til mín og gista í nótt.. Alltaf líf og fjör hjá mér.. Ég er að rústa gestakeppninni systur....
Kveð að sinni
Hrabba

laugardagur, ágúst 28, 2004

Hvað er númerið hjá Ólympíunefndinni?

Já ég er sko hjartanlega sammála þér big syst.... hvað er málið með þessa stera notkun. Svo er það annað, (hef mikið verið að spá í því að leggja fram tillögu til Ólympíunefndar, veit bara ekki símann hjá þeim)..... hvernig væri að hafa verðlauna afhendingu eftir lyfjapróf. Það er alltaf að koma upp að þetta dópí dópí lið þurfi að skila gullinu sínu, sennilega bara með pósti til þess sem átti það skilið. Frábært að fá gullið í pósti....enginn þjóðsöngur eða neitt......askotans vitleysa!
Annars allt fínt að frétta, við í Weibern vorum að vinna lið frá Prag með einu 25-24, svo þetta er allt að koma hjá okkur, svo er æfingarhelgi framundan..... þannig nóg að gera hjá kellunni.
Vildi bara kvitta fyrir mig svo ég fengi ekki að heyra það frá yfirvaldinu.
Yfir og út Daggan!

föstudagur, ágúst 27, 2004

Hvað er að gerast?????

Vá hvað það er að fara í taugarnar á mér að þetta eru tómir dópistar á þessum Ólympíuleikum. Það er varla til sá frjálsíþróttamaður sem ekki hefur verið með sterasprautu í rassgatinu. Þetta snýst bara all um að ná að hreinsa sig á réttum tíma.. En það eru allir búnir að vera gúffa í sig dópi.. Og hvað með grísku hlaupakonuna í 400 m grind, einmitt að það sé hægt að bæta sig úr 56,40 sek niður í 52,77 á innan við ári... Maður á bara sjálfur séns ef maður er tilbúin til að girða niður um sig og byrja að sprauta.. Og hvað með Bandaríkjamenn.. Vissuð þið að allar þessar hetjudeildir þeirra, NBA, NFL og NHL eru ekki lyfjatestaðar... Af hverju ætli það sé.. Jú jú allir að dópa og afsökunin jú þeir spila svo marga leiki að það er ekki hægt að höndla álagið.. Eins og það sé ekki til önnur leið en að sprauta sig eða gleypa eitthvað.... Hvað með að breyta bara aðeins skipulaginu.. Pirr pirr... Nóg um dóp...

Krissa kom til okkar í heimsókn í gær.. Frábært að fá hana, vorum að rifja upp nokkrar skemmtilegar sögur og auðvitað að slúðra.. Svo kemur hún Matta mín á mánudaginn en hún er að flytja hingað til Århus.. Hlakka mikið til að fá hana..

Á eftir fer ég svo til Ålaborgar á Növling Cup. Eigum að spila við Nordstrand í kvöld og svo eigum við að spila kl. 9 í fyrramálið (eitthvað fyrir mig).. Kem heim aftur á sunnudaginn.. Maja Grönbæk fingurbrotnaði í vikunni þannig að ég kem til með að spila helling. Eins gott að geta eitthvað..

Kveð í bili.. Góða helgi..
Hrabba

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Nýjar myndir á myndasíðunni...

Er að setja inn nýjar myndir á myndasíðuna.. Endilega kíkið við og það má alveg kvitta fyrir sig eða commenta.. Dagný mín það eru myndir af músinni í dressinu sem þú varst að gefa henni.. Einnig mjög rómantískar myndir af Viktoríu og kærastanum í hestakerru..
Hilsen
Hrabba

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Ich bin da!

Sorry aðdáendur bloggsins.... kellan er búin að vera eitthvað löt upp á síðkastið. Við spiluðum um síðustu helgi og gekk það ekki nógu vel. 2 töp, einn sigur og eitt jafntefli á móti ekkert spes liðum en svona er boltinn. En vonandi liggur þetta upp á við annað er ekki hægt! Alli þjálfi ákvað að gefa okkur 2 daga frí og hef ég bara leigið í leti og horft á Ólympíuleikana, horfði á leik Þýskalands á móti Spánverjum í gær, hörkuleikur endaði í vítakeppni og fór svo að Þjóðverjarnir unnu, eins gott fyrir þá þar sem það er mikil pressa frá Þýsku þjóðinni að þeir taki gullið.

Annars er voða lítið að frétta úr sveitinni, kellan er farin að sakna svolítið litlu frænku sinnar í Danaveldinum og því bíður maður bara eftir næstu frí helgi.....maður verður að fá að heyra í smellunum hans Bjögga frá músinni. Barnið er verðandi stjarna enda með sönghæfileikana frá móður sinni.....ekki spurning!
Kveð að sinni. Dagga lagga!

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Danir og silfurbrúðkaup..

Það er alveg magnað hvað Danir gera mikið úr silfurbrúðkaupi eða kannski gerum við íslendingar bara of lítið úr því.. Foreldrar einnar í liðinu mínu áttu silfurbrúðkaupsafmæli á miðvikudaginn síðasta og við erum að tala um að stelpan (leiðinlega stelpan) tók sér frí á þremur æfingum + að hún mætti ekki í afmælið mitt (9.ágúst, 10 dögum áður) því hún var að undirbúa e-ð.. Hún tók sér auðvitað frí á miðvikudeginum, stóra deginum, en svo kom í ljós að það átti ekki að halda upp á þetta fyrr en á laugardeginum... Hvað er að...... Þetta er Daninn í hnotskurn.

Ég hef nú ekki sagt mikið frá henni Viktoríu minni en hún er auðvitað bara alltaf jafn æðisleg.. Er roslega ánægð í leikskólanum og nýjasta æðið hennar er Bjöggadiskurinn; Ég er að tala um þig (hreinasta snilld) en hún kann fullt af lögunum og syngur hástöfum með.. Hún er nú líka mikill húmoristi og Sveppi er í miklu uppáhaldi hjá henni þessa dagana.. Er alltaf að horfa á 70 mín. Finnst alveg magnað þegar hann mígur í sig.. Já hún er sniðug hjá mér dóttirin...

Og svo til þeirra sem þekkja Heidi Brander þá mun hún spila með Silkeborg og fyrsti leikurinn hennar verður á móti Kristínu og félögum í Stjörnunni á Hummel Cup í Ålaborg.

Jæja nóg í bili frá mér.. Sendi boltann á Dagnýju. Komin tími á að hún fari að skrifa eitthvað.. Drífa er löglega afsökuð í Póllandi að keppa á æfingamóti.. Hún kemur væntanlega fersk inn eftir helgi..

Kveðja
Hrabba

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Stanslaust fjör í Århus..

Já félagsveran mikla er að gera góða hluti.. Davíð, Diljá og Galdur Máni voru hjá okkur alla helgina, æðislegt að fá þau.. Svo kom Keli frændi Viktors í kaffi í dag með sína fjölskyldu og ég skellti auðvitað í eina marengs sem tókst líka svona vel að kakan var étin upp til agna.. Við kíktum svo aðeins í gamla bæinn með Davíð og Diljá eftir kaffið og var það rosa huggulegt. Fórum á rúntinn í hestakerru, Viktoría auðvitað rosa sátt.. Davíð og Diljá keyrðu svo heim eftir rúntinn í gamla bænum og ákváðum við að rúnta aðeins um bæinn. Við gátum svo ekki hugsað okkur að vera bara allt í einu ein í kotinu þannig að við hringdum í Stulla og Matthildi og buðum þeim í mat með handboltaleiknum. Frekar svekkjandi að strákarnir hafi ekki komist áfram en ennþá meira svekkjandi að Óli ætli að hætta með landsliðinu í bili... Maður er bara með tárin í augunum..
Áður en ég kveð verð ég að segja ykkur sem skilja dönsku (sérstaklega Steini og Stebbi mega ekki missa af þessu) að tékka á þessari síðu og skoða aðal hittið í DK í dag.. Getið byrjað á að velja Musikvideo; Blind date og Voksen baby (snilldar lög)... Þessir gæjar eru að tröllríða landanum..
http://www.dr.dk/skum/angora/video.asp

föstudagur, ágúst 20, 2004

Pabbi gamli ,,tæknitröllið" kominn með e-mail..

Allir að senda pabba gamla e-mail; skum97@hotmail.com Hann er ekkert smá stoltur að vera orðinn svona tæknivæddur. Ég lofa því ekki að hann muni svara öllum en það er aldrei að vita.. Svarar auðvitað sönnum aðdáendum og sendir jafnvel plakat til þeirra allra hörðustu...

Og Dagný mín ég þekki vel myndavélarnar var einmitt mynduð tvisvar í fyrra og engin smá ferð á Big syst, var tekin á 63 og 58 þar sem var 50.. Kostaði mig 20000kr.. Þú hefur örugglega verið á svipaðri ferð á autobanen... Annars verð ég að segja þér frá dönskum snillingi sem var myndaður um daginn og var alveg pottþéttur á að hann hafi ekki verið yfir löglegum hraða þannig að hann sneri við og keyrði aftur í gegn og passaði sig að vera vel undir leyfilegum hraða en var aftur myndaður.. Var þokkalega búinn að koma upp um myndavélina þannig að hann fór einu sinni enn í gegn og var myndaður í þriðja skiptið.. Hann fékk síðan sendar þrjár sektir heim stuttu seinna og viti menn; HANN VAR EKKI MEÐ BÍLBELTI.. HAHAHA...

Kveð að sinni, var að fá nýja gesti í dag. Davíð og Dilja komu frá Köben og verða alla helgina...
Hrabba

Autobahninn hvað!!!!

Kellan er víst ekki að gera nógu gott mót á Autobahnanum.....je dúdda mía, nota bene er búið að mynda mig 2 á of miklum hraða síðan ég byrjaði að æfa með Weibern og allt í allt 3 svo kellan bíður bara eftir að maður verður sviftur...usssss! Mín var annarst á leiðinni heim af æfingu í gær ásamt Kissi vinkonu minni, en við förum alltaf saman á æfingu (1.15 klst önnur leið) haldiði ekki að við verðum bensínlausar, jesús minn. Við náðum sem betur fer að koma okkur af hraðbrautinni en svo stuttu seinna erum við bara strand. Við ljóskurnar tvær förum út úr bílnum og veifum eftir hjálp, hún var nota bene á náttbuxunum! jú jú ekki lengi að bíða eftir henni, sköllóttur poppari um fimmtugt bíðst til að skutla bara annari okkar að næstu bensínstöð, við vorum fyrst eitthvað efinst en svo hoppaði mín bara upp í og það eina sem hann sagði við mig alla leiðina var að ég þyrfti sko ekki að vera hrædd, hann myndi sko ekkert gera, vildi bara hjálpa til. Jæja kellan slapp án nauðgunar á næstu bensínstöð og fyllir einn brúsa og rölti svo til baka, ca 400 metrar. Nei nei viti menn á leiðinni koma 3 tyrkir og bjóðast til að taka mig upp í, þeir sögðust hafa hitt Kissi vinkonu og fengið að vita alla söguna. Kellan sest upp í hjá þessum "meiriháttar" tyrkjum og kemst að bílnum ósködduð. Meiri helv....vitleysa. En þetta bjargaðist allt að lokum, tók reyndar smá tíma fyrir okkur að losna við þessa tyrki en þeir erum bara krípí!
Annars var gærdagurinn bara mjög fínn, fór á morgun æfingu og svo fórum við Kissi, Jóna Margrét og Solla til Koblenz og litum aðeins í búðir, náður að sjálfsögðu að versla okkur eitthvað.
Framundan er æfingamót í Weibern um helgina, meira um það síðar.
Dagga Schumí kveður að sinni.

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Stórfrétt úr boltanum.. Kellan komin í svaka samkeppni..

Haldiði að að sé ekki komin nýr leikmaður í liðið mitt og ekki bara leikmaður heldur rétthent stórskytta sem er aðeins 198 cm há. Hvað er það... Ég held að enginn leikmaður íslenska karlalandsliðsins sé yfir það.. Held að Fúsi sé einmitt 198... Og skórnir, guð minn góður hún getur næstum því fengið lánaða skó hjá Ian Thorpe.. Þetta er auðvitað bara svindl, það er ekki hægt að taka hana í hávörn, hvað þá að skjóta yfir hana.... einmitt.... Þessi stelpa er ungversk, 22 ára og þykir eitt mesta efni þeirra ungverja.. Það eina sem skemmir fyrir henni er að hún er í skelfilegu formi og myndi eflaust ekki þola 10 mín í leik í dag.. En það á eftir að koma... En ég er allavega miklu sterkari en hún... Verst að það skuli ekki telja meira.. Hún er líka hugsuð sem hægra bakk þannig að það er nú smá bónus... Við erum allavega komin með breiðan hóp... Það er allavega öruggt að ég er komin í harða samkeppni.... OG verð nú að segja að ég er búin að finna draumakonuna fyrir Hjalta. Hann vill hafa þær stórar og Hjalti hún er líka grönn.. Þú getur kannski hjálpað til við að koma henni í form...

Og Drífa þetta með topp 5 listann, rosalega líst mér vel á hugmyndina.. Eini gallinn er að ég er alltaf að horfa á Danina og þeir eru að keppa í siglingum, badminton (eiga einn Brodda, kemst ekki nálægt listanum), borðtennis og sundi.. Ekki alveg mínar greinar.. En ég sá USA í körfunni í gær, Iverson er auðvitað bara getnaðarlegur, er allavega inn í myndinni.. En ég bíð spennt eftir frjálsum þar á ég eftir að finna marga.. Spretthlaupararnir frá USA koma alltaf sterkir inn.. Sakna bara enn Jordans, það á enginn eftir að toppa hann á listanum... ALDREI...
Kveð í bili
Hrabba

Hello!

Ja thessir hundar! Allt of mikid af theim her svo skitur thetta ut a götu, ja sveitungurinn vill hafa thessa hunda upp i sveit! En annars allt gott ad fretta hedan. Horfi mikid a sjonvarpid thessa dagana, thad er agaett en hef reyndar ekki sed neinn leik med islenska handb. landsl. A aefingu i gaer var gerd 10 min. pasa til ad horfa a einhverja thyska sunddrottningu keppa i urslitum! Thjodverjar eru ekki bunir ad vinna neitt gull i sundi en hun atti ad vera theirra von! Hun endadi i 5 saeti..... og eg helt ad sumar aetludu ad fara ad vaela a aefingunni..... usss hvad thaer toku thessu alvarlega! En annars hefur litid gerst sidan sidast.....
En Dagny thu varst ad tala um topp 5 lista i gaer, eg kem med tha hugmynd ad vid og Hrebbs gerum topp 5 lista yfir OL uuusss hvad thad eru margir fjall myndarlegir tharna! En vid verdum ad hemja dyrid i okkur ......he he.......... allt i lagi ad horfa annad en Danirnir!!!!!
Dribban kvedur ad sinni.

mánudagur, ágúst 16, 2004

Verð að birta þessa frétt þar sem ég er svo mikill hundavinur...

Sex ára gömul stúlka var bitinn illa af hundi frænda síns í gær en hundurinn er af tegundinni staffordshire sem er skildur pitt bull terrier. Stúlkan var að leika við hundinn í garðinum í Ålkær við Vojens, á meðan fjölskylda hennar sat við garðborð, þegar urrandi hundurinn réðst á stúlkuna og beit hana svo fast í hnakkann að höfuðleðrið rifnaði upp, svo húð og hár hékk eins og leppur fyrir framan augu. Þegar foreldrar stúlkunnar lyftu henni upp, réðst hundurinn á fótlegg barnsins og beit sig fastann inn að beini. Eigandi hundsins var bitinn í axlir, handleggi og hendur. Hin sex ára stúlka er alvarlega slösuð en ekki í lífshættu, hundurinn var strax aflífaður. Eftir þetta atvik hefur verið mikið umræða í Danmörku að banna Staffordshire Terrier þar sem þeir bíta einhvern illa næstum á hverju ári þar í landi.
Frétt úr Jyllandsposten í Danmörku.

Æfingarbúðir að baki....

Allt það fína að frétta af sveita-skvísunni. Kom heim í gær úr æfingarbúðum, frekar erfitt en bara gaman að því, við þurfum að koma okkur í almennilegt form áður en þetta tímabil byrjar, en það byrjar fyrstu helgina í September og á móti meisturunum í Frankfurt Oder. Annars var frí hjá mér og karlinum í dag....svo við skoðuðum okkur um í bæ sem heitir Marburg......lítið að gerast á þeim bænum....skítabær! Svo við komum okkur bara heim og duttum inn í sjónvarpið.
Lítið að frétta svo ég ætla ekki að vera að byrja á einhverju bulli. Vildi bara koma með eina ósk til Hröbbu..... þar sem ég á að baka einhverja köku fyrir næstu helgi þá var ég að pæla í hvort þú getir ekki sett eitthvað kökuhorn inn á síðuna, veit að Jónu Margréti veitti ekki síður á hjálp að halda. Hey svo vil ég koma þökkum til Evu Halldórs fyrir ábendingar á heimasíðu fyrir tónleika....fullt í boði. Nú þarf bara að fara að velja. Sting......hummmmmmmm alltaf jafn sexy ( þar að auki á topp 5 listanum mínum), Lionel Ritche......jú kellan er farin að fíla mottu eftir alla dvölina í Deutschlandinu og svo er Madonna í London og nágrenni.
Jæja þetta er nóg í bili, vildi bara kvitta fyrir mig
Dagný

25% giftra kvenna í Danmörku héldu framhjá í sumar...

Já þessu var slegið upp í blöðunum um helgina. Gagnlegar upplýsingar ekki satt??? Samt ótrúlegar tölur og það er ekki verið að tala um framhjáhald yfir höfuð heldur bara í sumar.. En þetta eru auðvitað pottþéttar tölur.... Auðvelt að kanna þetta..
Þannig að þeir sem eru að leita eftir dræ........ þá er Danmörk málið.. Það er hægt að eltast við þessar giftu líka.. Istedgade er bara ekki lengur málið... Þar hafið þið það..


Thyskan.........

Litid titt fra Dribbunni en var ad koma ur aefingarferd. For til Brandenburg ( veit ekki alveg hvar thad er a kortinu en thriggja tima keyrsla fra Berlin )...!!!! En allavegana tha komst eg ad thvi ad thetta gengur ekki lengur med thyskuna.... verd ad fara ad vinna i henni til ad geta att einhverjar edlilegar samraedur.... En thad goda vid thetta allt saman er ad eg hef aflad mer sjalfstraust i enskunni ( sem er nota bene ekki min sterkasta grein ) thvi helmingurinn af stelpunum i lidinu eru ekki bara lelegar heldur skilja thaer ekkert ne tala! Assskottass vitleysa... En thad setur bara pressu a kelluna ad fara ad laera thyskuna! Stelpurnar voru nu eitthvad ad reyna ad kenna mer einhver ord ...... til daemis hvad thjalfarinn er kalladur, en thaer kjosa vist ad kalla hann litli sköllotti frummadurinn ( sem sagt ekki sa myndarlegasti i bransanum ) !
Tilgangslausar upplysingar en til ad skrifa eitthvad!!!!

hhhhmmmmmm......... ja ekki vildi eg vera hraerivelin hennar Hröbbu asskotass alag a henni hun a eftir ad braeda ur ser....
Dribban kvedur ad sinni!

föstudagur, ágúst 13, 2004

Komnir gestir.. Jíbbí..

Erna systir Viktors kom í dag með fjölskylduna sína. Ætlunin er að fara til norður-jótlands í sumó, rosaflottann. Við komum svo aftur til Århus á mánudaginn. Þau fara síðan heim á miðvikudaginn þannig að það verður líf og fjör næstu daga.. Viktoría rosalega sátt að vera búin að fá frænda til Danmerkur.. Við grilluðum auðvitað í kvöld og ég skellti í eina súkkulaðiköku að hætti Kristínar.. Bomba dauðans, með hvítu kremi.. Ég á nú eftir að skella nokkrum sinnum í form á meðan þau eru hérna..
Svo fyrir Holstebrosystur mínar: þá kemur Heidi ekki. Búið að segja við hana að það komi örugglega einhver önnur. Veit ekki hver það er.. Hún var voða súr yfir þessu greyið. Var nánast flutt.. Gleymdi nú samt að segja ykkur að mamma hennar og pabbi komu auðvitað með henni á þessar þrjár æfingar sem hún kom á, og haldiði að hún hafi ekki farið með þeim í sumarfrí til Tyrklands.... aftur.. Þetta er auðvitað ekki hægt, 29 ára og ekki enn búið að klippa á naflastrenginn.. Spáið í því að vera bara alltaf ein með mömmu og pabba..
En jæja best að fara að gúffa köku og sinna gestunum.. Læt heyra frá mér eftir helgi..
Hrabba

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Bruni en kellan a lifi.......

Ja kellan er a lifi! Thar sem eg er ekki enntha komin a bil ferdast eg um i lest sem er ekki frasögufaerandi nema hvad.... eg var ad horfa a kvöldfrettirnar i fyrradag og sa thar ad kveikt hefdi verid i einni lestarstödinni og eldur hafi logad inni i einni lestinn! Enginn do en nokkrir slösudust, en thad vill svo skemmtilega til ad thetta var stoppustöd sem eg fer alltaf i gegnum thegar eg fer i baeinn... Ja madur leggur lif sitt undir til ad skrifa nokkrar setningar her inn og kikja a mailid sitt....usss usss! Nei eg segi svona en eg var nu samt pinu smeik thegar eg sa thetta! Annars er ekki mikid ad fretta annad en thad ad hitinn er buinn ad vera mikill og thar af leidandi er ibudin min eins og grillofn thar sem eg er a 5 haed. En um helgina er eg ad fara i einhverja aefingarferd veit ekkert hvert en thad kemur bara i ljos...
Dribban kvedur ad sinni.

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Innbrotafaraldur í Århus - loka gluggunum..

Kellan að fara úr límingunum því Viktor er svo stressaður. Get varla sofnað á kvöldin og íhuga að sofa með baseballkylfu undir sænginni.. Það má ekki heyrast neitt hljóð í íbúðinni þá sendi ég Viktor í leiðangur. Frekar pirraður á mér en honum var nær að stressa mig svona með þessu..
Afmælisboðið gekk rosa vel, sátum úti í garði til klukkan 22 í góða veðrinu.. Kostaði nokkur bit en það var nú komin tími til, var farin að sakna kláðans.. Stelpurnar voru voða ánægðar með kökurnar mínar og heiti brauðrétturinn sló í gegn. Danir hafa aldrei heyrt um heitan brauðrétt.
Ég var svo í fríi í allan dag og ákvað að skella mér út á sólbekk (SURPRICE) . Sofnaði á maganum í rúma tvo tíma og uppskar bruna á bakinu og svaðalegar rákir á hálsinum. Vissi ekki að ég væri svona krumpuð þegar ég svæfi.. Stelpunum fannst þetta allavega rosalega fyndið á æfingu áðan.. Alltaf gaman að geta skemmt öðrum..
Ég kom svo gríðarlega sterk inn hjá hinum helmingnum í gær. Gaf honum DVD með David Blaine (töfrakarlinum).. Algjör snilld að horfa á þetta. Þetta er gæinn sem frysti sig inn í ísklump í 48 tíma og var í pínku litlu búri í London í 42 daga einungis með vatn.. Ég mæli með þessari afþreyingu, þ.e.a.s að horfa á DVD með töfrabrögðunum hans.
Kveð að sinni
Hrabba

mánudagur, ágúst 09, 2004

Su gamla ad eldast!

Til hamingju med afmaelid big syst! Kemur a ovart ad thu sert buin ad baka og bjoda heilu lidi i heimsokn.....( Felagsvera daudans! ). Hafdu thad sem allra best a afmaelisdegi thinum knus fra Drifu syst!

9.5........maður biður ekki um meira!

Jæja sjókokkurinn stóð sig bara með prýði og fékk 9.5 frá einum gestinum.....usssss verður vart betra. Annars var voða gaman að fá gesti, reyndar komu Alli og Einar ekki en hinir gistu hjá okkur.
Kellan var annars að koma úr sundlaugargarðinum voða fínt, allir í viðeigandi fötum og svona þannig að ekkert er frá þeirri ferð að segja! Það er búið að vera 32 stiga hiti í dag og kellan í frí og karlinn meira að segja líka svo við ákváðum að skella okkur bara í sund og svo á að fara til Frankfurt, fá sér eitthvað gott að borða og svo í bíó. Við ætlum einmitt í leiðinni að ath. með tónleika á næstunni. Það verður að fara að rokka þetta líf aðeins upp hér í sveitinni.
Já svo að lokum vildi ég bara senda henni Hröbbu minni bestu kveðjur á afmælisdaginn, hafðu það voða gott í dag!
Daggan í sveitinni!

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Kellan á afmæli, brjálað að gera..

Búin að bjóða öllu liðinu heim í kökur eftir æfingu á morgun.. Kerlingin búin að standa á haus í bakstrinum.. Það er eins gott að þær verði ánægðar með kökurnar mínar...
Verð að fara að lúlla (er orðin afmælisbarn í Danmörku). Skrifa kannski nokkrar línur á morgun..
Hrabba

laugardagur, ágúst 07, 2004

Varð bocciameistari í dag...


Já það var haldið stórmót í Boccia út í garði í dag.. Fengum rosa káta gesti sem voru Tinna og Daddi með hana Emelíu litlu (algjört æði) og Guðbjörg Guðmanns og Óskar.. Héldum pylsupartý út í garði í geðveiku veðri og svo var stórmótið sett í gang.. Stelpur á móti strákum, rosa spennandi. Þetta endaði í úrslitarimmu sem var upp í 10 og eftir að hafa lent 9-7 undir tókum við stelpurnar okkur til og unnum 3 síðustu.. Þvílík fagnaðarlæti, er viss um að Guðbjörg hafi ekki einu sinni fagnað íslandsmeistaratitlinum svona rosalega.. Strákagreyin nánast með tárin í augunum enda ekkert skrítið miðað við alvarleikann í mótinu..
Annars er dagurinn búinn að vera strembinn, tvær æfingar í þessum rosalega hita.. Sumar eru að skipta um bol á miðri æfingu. Þetta er líka bara stór hættulegt þar sem svitinn perlast af manni og gólfin eru eins og skautasvell.. Fljúgum ósjaldan á hausinn. Við keppum síðan tvo æfingaleiki á morgun.
Vinnan mín er svo auðvitað bara hrein snilld. Var í vatnsstríði á föstudaginn og þetta fæ ég borgað fyrir..
Verð svo að hrósa systrum mínum fyrir skemmtileg skrif.. Þær eru bara allar í tillunum þessa dagana.. Ég verð nú samt að segja frá því að ég er nú að æfa með einni sem líður rosalega vel að vera nakin. Hún liggur víst alltaf á nektarströndinni og hún má nú ekki sjá sól þá rífur hún sig úr.. Eftir æfingu þá er hún komin á brjóstin áður en ég er farin að teygja.. Hvað er málið??
Jæja nóg af nekt. Er komin of mikið inn á Drífu svið..
Kveð í bili
Hrabba

Nekt og fyrsti leikurinn!

Ju kella maett a netkaffid! Hljomar frekar einmannalegt en kellan er sidur en svo einmanna her ein i Berlin! Kellan skellti ser i sundlaugargardinn i dag enda er 30 stiga hiti her. Tan..tan...tan madur verdur lika ad vinna i brunkunni..usss! Dagny var ad tala um ad Thjodverjar eru alsberir i saunu elsku kellingin thad ma nu ekki segja tippi vid hana tha blanar hun upp!!!! Nei nei segi svona en svona ther ad segja Dagny tha var thetta lika nektar sundlaugargardur... tharna sa eg marga myndarlega limi!!!! En kella helt ser nu bara i sundfötunum var ekkert ad hlaupa tharna um a lullunni!! En ur nekt yfir i handbolta! Ju kellan spiladi sinn fyrsta leik i gaer, thetta var aefingarleikur a moti Frankfurt Oder eda eitthvad svoleidis thaer voru vist meistarar fra thvi i fyrra. Vid töpudum 26-18 en thjalfarinnvar bara nokkud sattur vid okkar leik thar sem vid erum i naest efstu deildinni! En nog med thad vindum okkur i midjumanninn nyja sem var ad spila sinn fysta leik en fyrr um daginn var oljost hvort kellan vaeri komin med leikheimild, svo eg var ekki mikid ad einbeita mer. En svo kom thad i ljos ad eg var lögleg og atti ad byrja a midjunni og stjorna 10 nyjum kerfum sem eg nota bene laerdi i vikunni JESUS... Pinu stress thvi thad er eitt ad kunna kerfin og vita nöfnin a theim svo eg tali nu ekki um ad thurfa ad stilla theim upp og ÖSKRA a Thysku nöfnin a kerfunum...Ussss ussss. Thad er ekkert verid ad audvelda thetta fyrir manni og skyra kerfin med tölum.... Ju ju kella vard ad gera thetta en vid erum ad tala um half fulla höll ( sem var örugglega ad hlaegja ad mer) En thetta gekk furdu vel eg mundi allaveganna öll kerfin og stelpurnar skyldu mig eiginlega alltaf!!!! En eftir leikinn helt eg ad heilinn minn vaeri dainn alltof mikid ad hugsa...aasskotass vitleysa!!!!
Dribban kvedur ad sinni!

Grill og fínerí

Jæja kellan á von á heimsókn loksins í kvöld. Mín ákvað að bjóða Jónu Margréti, Viðari, Elfu, Einari og Alla í grill.......nú er pressa á kellunni! Mín er reyndar búin að hringja í big syst og fá nokkra góða punkta hjá henni þannig að þetta ætti ekki að geta klikkað. Hér er annars sól og blíða, yfir 30 stig og enginn til í að koma í sund með mér, Gunnar er að fara að spila æfingaleik í kvöld svo það er ekki æskilegt að hann liggi í sólinni í dag.
Annars fór kellan í gymið í fyrradag og minni varð heldur betur blöskrað. Kellan ætlaði að skella sér í gufu eftir erfiðin og var Gunnar meiri en til í að koma með mér.....ég fattaði reyndar ekki alveg útaf hverju hann var svona æstur í að fá mig með sér í gufu en svo komst ég heldur betur að því.....Jú jú þjóðverjinn er bara á Adam og Evu klæðunum í gufu, ég hélt ég myndi fá taugaáfall, Gunnari var ekki lítið skemmt að sjá á mér svipinn, ég hljóp tístandi inn í kvenna klefann aftur og það mátti þakka fyrir að ég hafi ekki pissað á gólfið. En ég náði allavega að sjá einn á sprellanum, hann lá bara á bakinu eins og ekkert væri sjálfsagðra. Jesús minn!
Þangað til næst Dagný.

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Komin í 15 gengið aftur..

Nú verður hún Eibba mín ánægð með mig því ég er komin í gengið hennar aftur.. Spila í treyju númer 15 í vetur.. Það er eins gott að það verði happa..
Annars er ég með rosa fréttir til Holstebrosystra minna. Haldiði að Heidi hafi ekki mætt á æfingu með mér í dag í Århus.. Skrifaði undir hjá Holstebro fyrir rúmri viku en stakk af úr æfingabúðum um helgina og er búin að rifta samningnum sínum þannig að hún er hætt í Holstebro. En það lítur samt ekki mjög vel út með samning fyrir hana hérna, hún þyrfti að sætta sig við eitthvað mjög lélegt þannig að það verður fróðlegt að fylgjast með næstu daga..
Annars ekki mikið að frétta er að spreða endalaust í símareikning. Búin að tala í símann í allt kvöld. En þeir sem þekkja mig þá leiðist mér ekki mikið að tala í símann..
En núna er komin lúllutími þannig að ég verð bara að skrifa meira á morgun..
Hrabba

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Fleiri myndir..


Bara að láta vita að ég var að setja inn fleiri myndir úr brúðkaupinu.. Nokkrar góðar af Smára m.a.. Setti gestabókina og commentin inn aftur þannig að nýtið tækifærið og kvittið fyrir ykkur.. Þarf örugglega að taka það út aftur þegar fólk hættir að komast inn á síðuna og endilega látið mig vita þegar það skeður... Hrabbý og Eivor ykkar tími er komin...
Verð nú líka að segja að Drífa er að koma ótrúlega sterk inn í skrifunum.. Og fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að lesa skrifin hennar þá verður hún komin með íslenskt lyklaborð á næstu dögum.. Hún skrifar á netkaffihúsum þessa dagana og er því ekki með séríslenska stafi..
Kveð að sinni
Hrabba

Hor!

Hvad er tetta med thjodverja og hor i nefinu! Thad er algjör daudadomur ad sjuga upp i nefid, thvi eru allir med snitipappir a ser. Ju ekki bara ut a götum heldur a aefingum... hvad er thad! Ekki nog med thad ad tha snita thaer ser i midri aefingu, t.d. i rödinni thegar vid erum ad skjota a markid! Ussss..... og hvad gera thaer svo vid pappirinn ju thaer setja hann i sokkinn! Mjög huggulegt ad hafa hor klessu a ökklanum! Eg segi NEI TAKK ... tha held eg ad thad se nu skarra ad sjuga upp i nefid! Ekki thad ad um stanslaust rennsli se um ad raeda! En hver veit nema ad kellan eigi eftir ad taka upp thessa sidi...ussss! En vid erum ad fara ad spila a moti thyskumeisturunum a föstudaginn.... thad verdur frodlegt!
Drifa.

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Komin heim...

Jæja þá er Noregsferðin búin. Ágætisferð þar sem mikið var æft gaman að kynnast selpunum í liðinu. Mér líst bara mjög vel á hópinn. Þetta eru alveg frábærar stelpur nema ein sem er bara leiðinleg. Ótrúlegt að það sé til fólk sem er tilbúið til að eyða sinni stuttu ævi í að vera óhamingjusamt. Það er nánast ómögulegt að fá þennan vitleysing til að brosa og nóg reyndi ég að fá hana til að brosa. Svo er nú ekki nóg með það að greyið stelpan er svo bara ekkert góð í handbolta (spilar með B-liðinu en æfir með okkur) en er bara engan vegin að fatta það sjálf. Og ekki er það til að bæta skapið.. Það er eins gott að halda sig frá henni svo maður tapi ekki gleðinni.. En það þarf víst bara að sætta sig við að það er alltaf svartur sauður í svona stórum hóp, og hann er sko fundinn..
Drífa hringdi svo í gær og var mikið að spá í að reyna að skreppa í heimsókn um helgina.. Það yrði auðvitað bara snilld. Er að vinna í þessu...
Skrifa kannski meira í kvöld verð að sinna húsmæðrahlutverkinu..
Hrabba

Berlinarbuinn Dribba

Vildi nu ekki hafa mina fyrst fyrirsögn vitlaust skrifada... En kann ekkert ad breyta thessu.... En fyrst eg er byrjud aftur ad skrifa... kellan getur bara ekki hamid sig a thessu bloggi! Ta gleymdi eg ad segja fra thvi ad lögreglan bankadi upp a hja mer i morgun og var ad leita ad huseigandanum kellan reyndi ad skyra ut fyrir lögreglunni a taknmali thar sem hann taladi enga ensku ad eg vaeri ein i ibudinni.... Hann var voda alvarlegur en kellan var akvedin... Fer a aefingu i kvöld ta skyrist thetta vonandi allt saman! Fyndid en thad er nu samt best ad laesa hurdinni framvegis!!!
Fornarlambid Dribba kvedur ad sinni!

Berlinarbuinn Dribba!

Ju komid sael madur verdur vist ad skrifa eitthvad fyrst hrabba taeknitröll er buin ad bua til svona lika fint blogg!! Fra mer er allt gott ad fretta, kellan aefir stift thessar vikurnar en thad er agaett kynnist stelpunum fyrr en svo minnkar thettta i september. Annars eru thetta allt yndislegar stelpur og hefur allt gengid eins og i sögu! Kellan er ekki bara ad aefa thessa dagana heldur fer hun i baeinn a hverjum degi,vid erum ad tala um turista daudans... alltaf med kortid uppi, tek vitlausar lestir eda straetoa! En tad er bara fyndid! Dagny systir kom i heimsokn strax fyrstu helgina thad var fri hja henni svo hun akvad ad skella ser. Thad var voda gott ad fa syst! En nu er bara ad fara ad hella ser ut i tyskunam, kellan kann ekki ord getur ordid ansi vandraedilegt tar sem thjodverjar eru ekkert snillingar i ensku, svo eg fer i tad i vikunni ad finna einhvern skola! Jaeja tetta var mitt fyrsta BLOGG vonandi virkar thetta svona... er ekkert mikid inn i thessu bloggi, en thad breytist kannski! Kvedja Dribba Berlinarbui!!

mánudagur, ágúst 02, 2004

Ekkert brauð né kjöt að fá í bænum....

Hér er heldur betur búið að vera bongó blíða, allt að 30 stiga hiti og maður sefur varla á næturnar fyrir hita....usssss! Kellan fór snemma á fætur í morgun eða þar að segja kl.9.30 þá var karlinn farinn í sjúkraþjálfun svo mín ætlaði að gerast þessi "súper þýska-húsmóðir" í einn dag. Leiðinni var haldið til bakarans í bænum, kellan ætlaði að kaupa eitthvað í morgun sárið en nei nei viti menn, bakarinn í sumarfríi. Svo ekkert brauð að fá þessa vikuna svo mín ákvað að fara til kjötmannsins, vildi kaupa eitthvað gott á grillið þar sem við Gunnar ætluðum að grilla í hádeginu en nei nei viti menn.....kjötmaðurinn er líka í fríi til 22.ágúst. Hvað er það! Svo lítið varð úr draumi mínum að gerast "súper þýsk-húsmóðir" í einn dag. Svo ég hef bara ákveðið að halda minni línu....vera sem sagt ekkert að húsmæðrast þetta!
Dagný Skúla

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Fússarinn eða Gólfið....maður spyr sig!

Þá er Daggan búin að endurheimta Gunnar sinn aftur. Hann var heldur betur ánægður með heimkomuna, því það beið hans þessi fína afmælisgjöf, karlinn var nefnilega 28 ára þann 27.Júlí. Annars er helgin bara búin að vera fín. Spilaði þennan fótboltaleik á laugardaginn, óhætt að segja að ég og Jóna Margrét höfum komist bara vel frá þessari vitleysu, áttum sitt hvort skotið á markið, inn vildi boltinn reyndar ekki en fólkið talaði um góða takta hjá okkur stöllum...að okkur heyrðist!
Svo fór kerlingin í gólf með Gunnari Berg og honum Faxa (dani í liðinu hans Gunnars) þar var kellan ekki að gera nógu gott mót, mér finnst eins og ég hafi tapað sveiflunni, ég bölvaði Binna gólfkennara mínum í sand og ösku fram að 8 holu en þá komst ég að því að ég var ekki með neinn svona gólfhanska eins og strákarnir....er það furða að maður nái sér ekki á strik!
Annars er bara mest lítið að frétta af stelpunni, lítið um heimsóknir...eitthvað annað en hjá Hröbbu. Auglýsi hér með eftir gestum, alltaf gott að kíkja í sveitina!
Liebe Grusse Dagga Skúla.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?