sunnudagur, október 31, 2004

Helgin

Þá er helgin liðin.. Búin að vera fín helgi þrátt fyrir vinnuhelgi!! Maður leggur sig alla fram í að sinna öllu.. Maður verður víst að standa sig á markaðnum!! ;)
Hann er orðin asskoti erfiður.. Valný mín þú ert með mér í þessu,, skiljum hvor aðra!
En allavena þá fór ég í afmæli í gær með boltanum.. rosa stuð,, fórum síðan á Hverfis (allt fyrir þig Drífa mín) helling af fólki að vanda en samt ekki,, því þetta er án efa einsleitasti staðurinn sem fyrirfinnst á þessu landi.. Án djóks,, ef maður spögglar þá: 90% af fólkinu þarna inni er í íþróttum og ef ekki þá eru við annaðhvort með dómara eða stelpur sem er að leita sér af "boltakroppi"
Síðan er það klæðnaðurinn á fólki þarna inni,, jújú hann er alveg til fyrirmyndar fyrir utan eitt -> ÞAÐ ERU ALLIR EINS!!!! Staðreynd,, jú veistu ég held það bara! En samt sem áður fínn staður sem bíður upp á góða skemmtun! =)
Drífa þín er sárt saknað.. fékkst nokkrar kveðjur í gær!! þ.á.m. frá Gunna Magg.. átti að skila því til þín að hann hafi ekki verið þarna og hann sagði mér líka að þú værir eina manneskjan sem værir oftar þarna en hann!!! Já Drífa maður spyr sig...
Sorglegt eða... Hmmm!!!
En jæja við Daði diskó erum farin í video-ið,,, það er nú einu sinni sunnudagur!!
Kv.Hanna

Bölvuð læti í frúnni upp!!!!

Ja hérna hér, Viktor bara kominn með aðra tánna á bekkinn í Arhus. En ástandi er ekki bara slæmt í Arhus......því hér í Kronau hjá Gunnari mínum er um alvöru ástand að ræða. Já ég skal sko segja ykkur það...... hér á bæ er ekki svefnfriður fyrir látunum í fólkinu uppi....haldiði að þetta sé eðlilegt? Kellan stynur bara eins og stunginn grís alla nóttina. Gunnar var búinn að segja mér frá þessu en ég vissi ekki að þetta væri svona slæmt. Það var farið að fara um mína og á endanum ræddi ég það við Gunnar að við þurfum bara að tala við húsvörðinn þetta er náttúrlega ekki hægt eða bara að skrifa eitt "huggulegt" bréf til fólksins á okkar góðri þýsku, kæmi örugglega skondið út....Jesús minn, ég roðna við tilhugsunina.... ef þetta er ekki ástand hvað er þá ástand....usss susss!!!!
En svo við vindun okkur í önnur mál þá var kellan að spila í gær á móti Elfu og Co í Mainzlar og urðum við að játa okkur sigraða á útivelli. Ég ætla að segja sem minnst um þennan leik, því ekki var þetta okkar dagur. En Johnny á hrós skilið fyrir góðan leik, kellan var að smyrjan hægri vinstri og á eitt stórt klapp á bakið skilið frá Döggu einkaþjálfa.
Annars er bara allt það fína að frétta, það er rauður dagur á Mánudaginn og því frí á æfingu hjá mér, svo ég get verið hjá Gunnari mínum fram á Þriðjudag og ætlum við að skjótast til Stuttgart í dag og skoða okkur um og fá okkur eitthvað gott í gogginn.
Hef þetta gott í bili
Kveðja Daggan

Margt búið að gerast síðasta sólarhringinn...

Byrjaði allt með því að ég mætti út í íþróttahús í gær þar sem við vorum að fara að keppa.. Þá spyr mig ein í liðinu hvort að ég sé ekki til í að koma út að borða og á tónleika á eftir um kvöldið (gærkvöldi). Ég vildi nú ekki vera félagsskítur og sagði auðvitað já, hún rosa kát og hleypur fram og hringir í vinkonu sína til að redda miða fyrir mig.. Ég hélt auðvitað að allt liðið væri að fara og spyr hana hvort að svo sé ekki en úps nei nei bara við tvær segir hún.. Hvað var ég búin að koma mér í.. Við erum að tala um þvílíkt steikta manneskju og þekktasta BÆJARANN í bænum.. Svo þegar ég sagði Viktori þessa vitleysu þá sagði hann: Hrabba mín þú gerir þér grein fyrir að þetta er nú bara eins og ég sé að senda þig í bæinn eina með þjálfaranum.. hehe... En þetta blessaðist allt að lokum því að á endanum enduðum við á því að fara 5 út. Viktor líka, ein stelpa úr liðinu og kærastinn hennar sem b.t.w. drap okkur öll.. Hann var svo fullur að hann sagði sömu 3 setningarnar allt kvöldið, ekkert smá þreytandi.. En að tónleikunum þá átti þetta að vera rosa flott 14 manna band sem spilaði swing tónlist. En sú varð ekki raunin því þetta reyndist vera hip hop band.. Brynja mín það vantaði bara þig.. En ekki það að þetta var svo sem alveg ágætis band og flott að sjá svona marga á sviðinu (voru mest 12 í einu).. En þetta er ekkert smá eins eitthvað og við kláruðum ekki tónleikana og fórum heim til einnar í liðinu og sátum þar og tjöttuðum.. Mjög huggó.
En að leiknum. Töpuðum einum mikilvægasta leik vetrarins á móti liði sem við urðum að vinna. Ég fékk nú ekki mikið annað en flís í rassinn úr þessum leik, kom bara inn í einhverjar 5 mín í hægra bakk.. Rosa gaman sérstaklega þar sem hitt liðið spilaði upp á að hleypa hægra horninu okkar inn. Frekar fúlt þar sem skyttan okkar var ekki að gera neina hluti. En það var nú ekki ég sem var svekktust yfir þessu því hann Viktor minn var brjálaður.. Var nánast byrjaður að skamma mig fyrir að ég fengi ekki að spila.. Við borðum alltaf með sponsonum og helstu stuðningsmönnum eftir leiki og ég fékk mér auðvitað smá í gogginn en Viktor gat ekki hugsað sér að fara þangað inn því hann vildi ekki tala við neinn (ég er að segja ykkur að ástandið var slæmt á kauða).. Hann bíður því bara í frammi á meðan ég fer inn en haldiði að þjálfarinn hafi ekki komið til hans og farið að ræða leikinn við hann (það er reyndar mjög gott að tala við hann). Viktor lét nú bara allt flakka en auðvitað í góðu og ég get nú sagt ykkur það að þetta endaði allt með því að þjálfarinn kom til mín alveg í rusli og bað mig afsökunar á því að hafa ekki notað mig meira hahahaha... Mjög eðlilegt.. Já hvar væri maður án Viktors.. Það verður gaman að sjá hvernig fer í næsta leik... Ég er ennþá pollróleg yfir þessu öllu saman..
Kveðja frá varamanninum
Hrebs

laugardagur, október 30, 2004

Á fullu að skipuleggja diskódjamm ársins....

Jú jú það styttist óðum í diskódjammið mikla og sitjum við Matta hérna sveittar við skipulagið.. Ég get alveg sagt ykkur það að þetta verður bara skemmtilegt.. Erum að búa til dagskrá og það verður sko nóg að gerast.. Hápunktur kvöldsins verður án efa að miðnætti þegar diskódrottning og diskókóngur kvöldsins verða valin og verður krýningin með glæsilegu sniði.. (Matthildur mín þú átt eftir að gleyma því að þú hafir nokkurn tíman tekið þátt í Ungfrú Ísland eftir þetta).. Svala keppnismanneskja á eflaust eftir að koma sterk inn (setja smá pressu á kerlinguna). Harpa Vífils á örugglega líka eftir að taka þessu mjög alvarlega enda stúlkukindin að leggja á sig langt ferðalag til að mæta.. Búið er að ákveða mat og verður það mexíkanskur matur (surprice, surprice).. Smökkuðum í kvöld og nammi nammi namm.. Það verður svo keypt aukadóterí eins og snarl o.fl... Þetta mun kosta á bilinu 150-200kr danskar.. Fer svolítið eftir hversu margir koma... En við Matta mín lofum rosa fjöri....
Stuðkveðjur
Hrabba og Matta

föstudagur, október 29, 2004

Smá bakþankar..

Það er eins gott að leiðrétta rasisman aðeins.. Viktor í sjokki yfir þessu og er viss um að ég verði mjög misskilin.. Það eru nú kannski einhverjir sem lesa þessa síðu sem ekki þekkja mig nógu vel og vita kannski ekki hversu ýkt ég get verið.. Ég verð nú að taka þetta aðeins tilbaka. Þegar ég tala um nýbúa þá er ég að tala um þessa sem ekki vilja aðlagast þjóðfélaginu og gera allt sem ekki má gera.. Það er auðvitað fullt af yndislegu fólki hérna sem ekki er frá Danmörku og er hörku duglegt, læra dönsku og eru tilbúnir til að aðlagast danskri menningu.. Það fólk á ekki heima í nýbúagrúbbunni minni.. Bara fíflin og því miður er allt of mikið af þeim....
Þar hafið þið það.. Ég er ekki alslæm....
Hrebs

Velkomnar heim!

Hæjjhæjj!!!
Velkomnar heim systur! Og til hamingju með afmælið um daginn Rebba mín! =)
Ýkt sætar myndir af Viktoríu, gott hjá þér Hrabba að verja músina þína svona vel! Látum þetta ekki líðast.. En talandi um rasista.. Gunnar Berg vill meina að ég sé rasisti en ég get nú ekki sagt það lengur... Hrabba er svona alvöru!! Mitt er nú bara ekki neitt!! Vil bara halda þessu undir ákveðni prósentu og þá er ég sátt! =)
Svo að ég bið þig Gunnar Berg um að taka þessi orð þín til baka...
Annars er ekki mikið í fréttum,, hélt afmæli á laugardaginn sem fór vel af stað.. stóð mig aldeilis vel í eldhúsinu.. fengum síðan hálfgert stripp í Austurbergið um kvöldið og læti... en allt fór vel!! Já og takk fyrir gjafirnar sem þið senduð...
...Verð nú að segja smá af honum Daða, sérstaklega því hann biður mig um að gera það sem mest!! Þess dagana hefur hann þróað með sér nýtt veiðifæri á Hvebbanum.. sem er lyftaraprófið hans.. hann var núá dögunum að fá skirteini upp á það!!!
Svo það styttist kannski í mágkonu í Austurbergið.. maður vonar það besta allavena!!
jæja nóg af þessu babbli... er farin að horfa á nýju seríuna af One tree hill!!!!
Vááá,,, hvað sumir öfunda mig núna..... njenjenjenjenje!! (",)
Hæja pæja

Prinsessan


Var að setja inn myndirnar sem voru teknar í leikskólanum inn á myndasíðuna.. Kíkiði endilega og þá skiljið þið að manni getur nú sárnað.... haha
Þær eru í oktober albúminu.. Reyndar bara 3 myndir en hún er bara æði..

Hrebs orðin rasisti....

Já enda ekki annað hægt þegar maður býr í Danmörku.. Þetta ætlar engan endi að taka þessi vitleysa hérna.. Leyfið slæðunum að koma til Danmerkur.. Þessir vitleysingar eru búnir að einoka eitt hverfi hérna í Århus og ekki nóg með það þá er skóli hérna þar sem inniheldur ekki eitt einasta danskt barn.. Hversu slæmt getur þetta orðið.. Það ættu því ekki að geta orðið margir árekstrar milli nýbúanna og hreinræktaðra (það er alltaf sagt ástæðan fyrir slæmri hegðun nýbúanna að þeir mæti alltaf svo miklu mótlæti).. En "ótrúlegt" en satt þá er þessi skóli auðvitað kolgeðveikur.. Engin þorir að koma þarna nálægt og skólinn er viðbjóður, búið að kveikja í öllu þarna í kring. Það er skipt um 50 rúður að meðaltali á viku og öllu er rænt þarna.. Já það er ástæða fyrir að maður vill ekki sjá þetta lið.. Eins gott að koma í veg fyrir að fá þetta drasl til Íslands.. Ég hef nú aldrei verið rasisti heima enda allt öðruvísi nýbúar á Íslandi.. Fólk sem er komið til að vinna en ekki einungis lifa á ríkinu eins og hér.. Það verður líka að passa upp á að það verði ekki til svona nýbúahverfi því að þá verður bara til nýtt þjóðfélag í okkar þjóðfélagi.. En nóg um rasistann og í svolítið skondið atvik sem gerðist í dag.. Kannski smá tengt rasistanum þar sem ég "mamman" missti mig aðeins í dag...
Ég vaknaði með henni Viktoríu minni kl.11 í morgun og það fyrsta sem ég heyrði: mamma ég vil ekki fara í leikskólann.. Á endanum fékk ég hana svo á það að fara í leikskólann og þegar við mættum tók eitt stykki nýbúabarn á móti okkur og heilsaði pent.. Við auðvitað bara hressar á móti (ég gef nú öllum séns). Svo fengum við myndir sem voru teknar af Viktoríu í leikskólanum og var búið að stækka (rosa flottar auðvitað). Nýbúabarnið vildi nú fá að sjá myndirnar og ég sýndi henni þær og segi: eru þær ekki fínar??? Nei segir hún þá, ég hugsa auðvitað helv... nýbúadrasl (nei nei segi svona).. Ég og Viktoría erum svo bara að dunda okkur í fatahenginu þegar draslið segir: Viktoría þú mátt ekki leika með okkur (hún stóð með öðru barni) og n.b. Viktoría var ekkert að gera sig líklega til að fara að leika við hana.. Nú fékk mamman alveg nóg og hreytti ég í barnið; hún vill heldur ekkert leika við þig.. Krakkaaulinn auðvitað eins og fífl.. Shit hvað ég hló mikið þegar ég kom út.. Hvað var ég að spá?? Samt svo týpískt ég... Þetta varð bara að koma.. Ég á örugglega eftir að taka í nokkra gríslingana í framtíðinni.. Þau læra allavega vonandi að koma vel fram við barnið mitt..... hehehe
Eigum við ekki að segja að rasistapistlinum ljúki hér með.. Aldrei að vita nema að það komi framhald....
Kveðja frá rasistanum
Hrebs

fimmtudagur, október 28, 2004

Stemning... en tap..

Spiluðum í kvöld í Arenunni og karlaliðið beint á eftir á móti Skjern þannig að það var nóg um Íslendinga í höllinni í kvöld. Við spiluðum á móti Ikast og var vel mætt í höllina, 3300 manns.. Við vorum að spila mjög góðan leik sem var jafn allan tímann en því miður fór svo að við töpuðum á lokamínútunum. Ikast er með eitt af bestu og dýrustu liðunum í deildinni og reiknuðu margir með að við myndum steinliggja.. En súrt að taka ekki allavega annað stigið í leiknum því við áttum það alveg skilið.. Karlaleikurinn á eftir var svo mjög spennandi og endaði með að Århus vann með einu. Skjern gat jafnað í lokin og voru þeir 7 á móti 5 í síðustu sókninni en mistókst.. Íslendingarnir stóðu sig bara vel og voru með 19 mörk samanlagt..
Annars er það helst í fréttum að kellingin er ekki að höndla dimmuna og kuldann, nú er ég bara komin á það tímabil að vilja sofa endalaust.. Ég á auðvitað bara að vinna á sumrin og sofa á veturna.. Þetta gengur auðvitað ekki, eins gott að byrja að gleypa járn, ginseng og annað sem getur haldið mér vakandi..
Það styttist svo óðum í Íslendingadjammið mitt.. Það er komið þema=> DISKÓ.... Matthildur ætlar að vera stílistinn minn þannig að útkoman á eftir að verða góð.. Það stefnir allt í ágætis mætingu..
Jæja verð að hætta, er alveg soðin í hausnum..
Hilsen
Hrabba

miðvikudagur, október 27, 2004

Hello!!!

Saelt veri folkid. Kellan komin til Berlinar eftir skemmtilega ferd til Rotterdam. Gaman ad hitta allar stelpurnar aftur. Eins og Dagny sagdi thá gisti ég eina nótt á sveitasetrinu hjá bóndakonunum Dagnýju og Jónu. Thad var fínt vid fórum svo til Bonn á mánudeginum ádur en thaer keyrdu mig upp á flugvöll thar eru thjódverjarnir jafn nískir og hérna hjá mér! Vid fengum okkur pizzu á pizza hut sem er ekki frásögufaerandi nema vid sjáum thar fedgin vera ad fara inn á stadinn, dóttirin missir mynt sem endar nedanjardar ( sem sagt thad var einhver hola tharna med grind yfir, hálfgert nidurfall en samt ekki... ) .Heyrdu pabbinn tekur grindina upp og tekur í faeturnar á stelpunni og laetur hana síga nidur til ad ná í krónuna.... Vid sjáum hana bara hverfa tharna nidur og koma upp med einhverja krónu semsagt MAX 2 evrur....mjög edlilegt!!!! Annars var kallinn minn voda saetur thegar ég kom heim og var búinn ad kaupa mida á Blue man show sem er adalshowid hér í Berlín mjög skemmtileg sýning. Thetta eru 3 listanemar frá Bandaríkjunum sem eru svona hálfgerdir fjöllistarmenn sem spila á alsskonar hljódfaeri og gera grín! Thessi sýning fór sigurförum í Bandaríkjunum og var hún svo keypt hingad!
Rebba syst til hamingju med afmaelid á mánudeginum.
Slaedukonan Dribba heilsar ad sinni.

þriðjudagur, október 26, 2004

Rotterdam rokkar feitt!!!!!!!

Já sælt verið fólkið, þá er sveitakerlingin mætt aftur á sinn stað í sveitasæluna eftir vel heppnaða ferð til Hollands með landsliðinu. Alltaf gaman að hitta stelpurnar! Annars er helst í fréttum að það er runnið af okkur tvíllum..... eftir síðasta kvöldið í Rotterdam, kom helvíti á óvart að Dríbban var ekki búin að fá nóg eftir kl.1 svo hún "plataði" mig,Gunni og Evu Hlöðvers á tjúttið með sér....askotans vitleysa alltaf hreint. En að sjálfsögðu fórum við allar á kostum og enduðum um hálf sjöleytið heim......ætla ekki að fara nánar út í aðra sálma næturinnar! Dríbba þú tekur kannski við!
Annars gisti Dríbban eina nótt á setrinu hjá okkur Johnny. Við gerðum vel við okkur og fórum með kerlinguna á almennilegt steikhús í Mayen og svo var aðeins litið til Bonn daginn eftir og svo bara upp á flugvöll með kelluna, held að hún hafi bara verið temmilega sátt við þetta allt saman.
Svo er karlinn í heimsókn hjá mér núna, kom í gær og gisti og fer aftur um 5 leytið. Það er eins gott að ég fari að sinna honum aðeins núna...
Hef annars voða lítið að segja, ég sendi boltann bara yfir á Dríbbuna.
Liebe Grusse Daggan

mánudagur, október 25, 2004

Jæja þá getur pabbi farið að brosa aftur..

Þá eru kellurnar komnar heim frá Hollandi. Fínasta ferð hjá okkur en svolítið erfitt að keyra heim í gær.. Lagði af stað frá Rotterdam rúmlega 11 í gærmorgun og kom ekki til Århus fyrr en rúmlega 22 þannig að þetta varð þokkalega löng ferð þökk sé vegakerfinu í Hollandi og Þýskalandi.. Fer ekki nánar út í það, pirr pirr... Svo til að toppa ferðina þá kom til mín maður á bensínstöð í Hamborg og bað um að fá að sitja í til Flensborgar (sá að ég var með danskt númer og var pottþétt að fara í gegnum Flensborg).. Einmitt... Hann var í síðri leðurkápu með fullt af einhverjum keðjum hangandi á sér.. Ég hefði bara ekkert verið hrædd með einhvern þýskan nýnasista í bílnum hjá mér.. Sagði bara no og sorry og hljóp út í bíl.
En annars gerðist nú ekkert margt frásögu færandi í ferðinni nema kannski að við múnuðum á landsliðsþjálfarann.. Hann átti afmæli og við vorum svo sniðugar og skrifuðum Til hamingju á rasskinnarnar á okkur og múnuðum á hann.. haha.. Það þurfti 12 rasskinnar, sem sagt 6 rassa, þið getið svo bara getið ykkur til um hvaða rassar það voru... Rassarnir fóru svo misvel í mannskapinn á svæðinu (gerðum þetta í höllinni fyrir æfingu) því að hollenskur áhorfandi hrundi niður tröppurnar skömmu síðar og efri vörin á honum rifnaði í tvennt alveg upp í nef.. Mjög óhugguleg sjón það... Greyið maðurinn greindist svo með æxli í hausnum tveim dögum síðar..
Svo stóðu óreglusystur mínar undir væntingum og brugðu sér á djammið síðustu nóttina. Ótrúlegt en satt þá náðu þær að "draga" Gunni með sér og Evu Hlöðvers.. Þetta var víst alveg rosa djamm hjá þeim og systurnar voru búnar að lofa að skrifa eitthvað smá um herlegheitinn.. Þær voru svo bara enn fullar þegar við lögðum af stað um morguninn..
Viktor og Viktoría komu svo heim frá Íslandi í dag.. Æðislegt að fá þau tilbaka.. Er búin að sakna þeirra svo mikið..
En jæja sendi tuðruna yfir í óregluna... Og að lokum vil ég óska Rebbu litlu syst til lukku með daginn.. Litla krúttið 16 í dag....
Kveðja
Hrabba

þriðjudagur, október 19, 2004

Babbl

Hæhæ...
Já maður verður víst að skrifa eitthvað þó ekkert sé í fréttum!
Systur mínar eru farnar til Hollands að spila með landsliðinu.. ohh,ég er alltaf jafn stolt af þeim! =) híhí...
Fyrst Hrabba fór í burtu þá þurfti Viktoría að koma með pabba sínum til Íslands sem er ekki leiðinlegt!! Því það er alltaf gaman að vera með músinni sinni! (",) Við gerum ekki annað en að syngja "Við erum vinkonur, við erum vinkonur tvær" Ýkt stuð þar á bæ! Held að hún sakni Pása smá, því hún var að biðja mig um að leika hann!
Verst er að Daði á ennþá heima hérna með mér, hann dregur alla athygli hennar! Hann var búinn að vera með henni í 10mín. og þá var Vikkí komin með sleikjó,, það vakti reyndar ekki mikla lukku hjá Viktori.. En Daði hefur aldrei hugsað áður en hann framkvæmir!!! Æjj greyið er eintóm gufa... Það venst víst!
En já víkjum að mér... Nú er ég orðin SJÁLFRÁÐA,,, loksins loksins.. Hef nebbla alltaf verið svo vel beisluð og aldrei fengið mínu fram,,, þið kannist við það sem þekkið mig!!! =) Það er svosem ekkert mikið að breytingum sem fylgja þessum aldri... Jú Hrabba nú man ég,,, Nú get ég skráð mig úr íslensku þjóðkirkjunni og látið gott að mér leiða til þeirra sem eru í Háskólanum... Fer að drífa í því!!
Jæja nenna ekki babbla meira, ætla að taka ástfóstur við DVD spilarann...
Kv.Hæja pæja

mánudagur, október 18, 2004

Vikufrí... frá blogginu..

Erum að fara að leggja í hann til Rotterdam þar sem við verðum í viku með landsliðinu.. Veit ekki hvort við komumst í tölvu svo Hanna mín þú verður að vera dugleg að skrifa.. Við munum stoppa í einhverju rosa outleti á eftir og hver veit nema einhverjar buddur verði opnaðar.. Allavega buddan hennar Drífu..
Í gær kíktum við á leik hjá Essen og sáum Guðjón Val taka á Robba Sighvats og co.. Þeir unnu með 5 og stóðu strákarnir sig bara vel.. Allavega mun betur en áhorfendurnir sem voru eru alveg lamaðir.. Helmingurinn kemur inn í göngugrind.. Vorum einmitt að hlægja af því að Guðjón Valur hefur pottþétt gefið eiginhandar áritun á göngugrind...
Jæja höfum ekki meiri tíma, erum að tapa tíma í outletinu..
Kveðja
Hrabba

föstudagur, október 15, 2004

Komin til hennar Eibbu minnar.. Hefði getað hösslað á autobananum..

Ferðin gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig enda tók ferðin 8 tíma í stað 6.. Ástæðan... jú vinir mínir þjóðverjar ákváðu að gera við autobanann á tveimur stöðum í dag sem þýddi 40 mín stopp í fyrra skiptið og 30 mín í seinni.. Og svo kórónaði ég ferðina með því að gleyma að beygja í restina og kom inn í stórborgina á vitlausum stað. Greyin Alex og Eivor þurftu svo að fara að leita af kellunni út um allt.. En ég fannst sem betur fer og er komin í hús heil á húfi..
En að hösslinu.. Í miðri teppu á autobananum byrjaði þessi líka ómyndargaur að blikka mig á fullu í bílnum við hliðina.. Hann var búinn að skrúfa niður og troða hausnum út um gluggan og æstist í blikkinu (Brynja hann var svipaður og Króatíugaurinn á sínum tíma).. Ég reyndi nú að vera ekkert mikið við hliðina á honum en svo sem lítið hægt að ráða því í svona teppu.. En ég hélt svo að ég væri laus við hann þegar ég leit óvart til hliðar og sá þá gaurinn með gemsann sinn út um gluggann að taka myndir af mér.. Já það þarf nú ekki mikið til að vekja athygli.. herpes sýkingu í andlitið og Hummelbol með mynd af býflugu á og málið er dautt...

Í kvöld ætlum við að elda rosa góðan mat og aldrei að vita nema að við hendum í eina snúðauppskrift.. Á morgun kíkjum við á leikinn hjá Dæggu, Jónu og co í Weibern.. Við förum svo á mánudaginn til Hollands á limmunni minni.. Það á eitthvað eftir að rífast um aftursætin..

Jæja hef þetta nóg í bili...

Kveðja
Hrabba

fimmtudagur, október 14, 2004

Lionel Ritche klikkar ekki!

Daggan er enn þá á lífi eftir fína helgi. Já ég skal sko segja ykkur það, fín var helgin.....heyr heyr, fyrir utan tapið á móti Dortmund á laugardaginn. En eftir leikinn var skellt sér á Kránna Sowieso, sjóðheitur bar eða þannig. Jesús minn, en kellan þraukaði þar til hálf sex svo þetta var ekki svo slæmt en svo var rifið sig á fætur þremur tímum seinna og brunað til skrítna karlsins í Kronau. Þaðan var haldið í barna æfmæli hjá syni Robba Sighvats og svo á tónleika með Lionel Ritche......uss susss...... óhætt að segja að þessir tónleikar stóðu fyrir sínu. Karlinn er bara flottur, reyndar er Óskar Haralds ekki alveg sammála mér í því, hann hélt því fram að hann liti út eins og krumpuð rúsína.....svona segir maður ekki um Lionel. En ég veit ekki hvað er með mig en ég var alveg að tapa mér úr gleði á tónleiknum og nagaði ég mig í naglaböndin fyrir að hafa ekki keypt rósabunt handa karlinum......en það var nefnilega ósjaldan sem kellurnar létur blómin svífa til hans og komust fyrir vikið á breiðtjaldið stóra sem hékk upp á sviði.... man það næst. En annars hringdi Guðrún Drífa vinkona í mig eftir tónleikana, ég var enn þá í sæluvímu eftir þetta allt saman og hún hafði mestar áhyggjur af stelpunni. Hún heldur því fram að ég sé eitthvað að klikkast hérna úti.....það er kannski eitthvað til í því hjá henni!

Annars er vikan bara búin að vera ansi róleg, við Jóna höfum það bara fínt allan daginn og dúllum okkur eitthvað saman fram að æfingu......en í dag á aðeins að snúast í kringum kelluna, jú jú það er kannski komin tími á kelluna í strípur, svo við ætlum að henta okkur á eina vel valda stofu.....þetta er meira í svona gamni gert, því útkoman á örugglega bara eftir að vera skrautlega.......því þetta hallærispakk hérna í Þýskalandi kann ekkert á þetta.

En svo fer að styttast í að Hrabba komi til okkar, hún mun koma á leikinn okkar á laugardaginn með Eivor og Lúkas....Jóna er þegar orðin stressuð fyrir baksturinn.

Læt þetta gott heita í bili. Kveðja Degs!

Og enn ein...

Sorry en ég hef engan tíma í að bulla þannig að ég birti enn eina snilldarsöguna eftir "bloggarann".. Þessi er æði..

Er ég blind???????

....Nei, ég er ekki blind, en stundum tek ég upp á skrítnum hlutum eins og til dæmis á föstudaginn þegar ég var búin að vinna.....mamma hafði komið til mín í vinnuna til að skila plast-geisla sverðinu sem Þorsteinn sonur minn (5ára) hafði gleymt heima hjá henni kvöldinu áður. Þetta er svona hvítt plast sverð, en samt eins og stafur í laginu...
Ég var sem sagt að fara úr vinnunni í ansi góðu skapi, þarf að ganga niður 3 hæðir, (nema þegar ég er sérstaklega löt þá tek ég lyftuna)
Ég lokaði hurðinni að vinnunni minni sveiflandi sverðinu og byrjaði að ganga niður stigann og í einhverjum andsk... fíflagangi fór eg að leika blinda manneskju, rétti aðra höndina fram með geislasverðinu góða og þóttist vera að fikra mig niður stigann, ég átti ekki von á því að nokkur myndi sjá mig svona enda heyrir maður alveg ef einhver annar er að labba stigaganginn....eða hvað ???
Ég hef heyrn eins og fálki....en eitthvað klikkaði illilega hjá mér og heyrn minni þarna. Ég var svo niðursokkin í blindraleik mínum að ég tók ekki eftir konu og unglingsstúlku sem mættu mér í stiganum, og þar sem ég er að fikra mig niður með sverðinu sé ég að konan gefur unglingsstúlkunni fast olnboga skot og gefur henni eitthvað merki.
Hvað átti ég að gera ? átti eg að láta sem ekkert væri og spretta niður stigann..... eða átti ég að halda upptekknum hætti og leika blindu manneskjuna fram hjá þeim ???
Auðvitað hefði ég átt að brosa framan í þær og segja eitthvað á þessa leið : "æ. fyrirgefið þið, ég er að ath. hvort það sé óhætt að hleypa blindri vinnkonu minni hér niður"...bla...bla...bla.... en nei, hvað gerir vitlaus 42 ára gömul kona eins og ég ???.... nú ég held áfram að fikra mig niður með sverðinu og vona bara í lengstu lög að þær verði fljótar framhjá mér.
Þegar ég er rétt að komast framhjá þeim finn ég mér til mikkillar skelfingar að tekið er þéttingsfast undir hendurnar á mér....já ég sagði hendur.
Þær tóku sér stöðu sitthvoru megin við mig og sú eldri sagði "Við skulum fylgja þér niður"
Oh... my... god....svo hófst leikurinn, "trappa"..."trappa"..."trappa"...þetta þuldu þær alla leiðina niður þessar 3 hæðir.
Þegar við komum niður þakkaði ég þeim fyrir og staulaðist af stað veifandi geislasverðinu í allar áttir ( reyndi eftir fremsta megni að leika þetta vel) eitthvað fannst þeim ég vera klaufsk og áður en ég vissi var sú eldri komin að mér aftur og heimtaði að leiða mig alla leiðina út á götu, ég reyndi að afþakka en hún bara var þrjóskari en andskotinn og gaf sig ekki, hún opnaði millihurðina (það eru sko tvær hurðir til að komast út) og þegar við vorum komnar að aðal-útidyrahurðinni mæti ég afgreiðslustráknum í verslunn sem er á neðstu hæðinni, hann horfði á mig með undrunnarsvip , heilsaði og spurði hvað væri að mér. Þá snéri sú sem var að fylgja mér sér að honum og hreytti í hann: hvað er að henni?... hvað er að þér ? sérðu ekki að hún er blind ?!
ég laumaðist til að kíkja á úrið mitt og sá mér til mikillar skelfingar að ég átti að sækja Þorstein á leikskólann eftir 7 mín. Ég snéri mér að konunni horfði samt framhjá henni , svona eins og blind og hreyfði höfuðið til hliðana eins og hann væri taktmælir á hægri stillingu ( hef séð blinda vísnaflautuleikarann gera svona) og sagði: "yndis-þakkir fyrir hjálpina, ég redda mér núna" Hún svaraði : "ekkert að þakka, gangi þér vel".
Svo staulaðist ég út með geislasverðið hans Þorsteins og beið eftir að konan mundi láta sig hverfa upp stigann.
Nei......... konan lét sig ekki hverfa, hún stóð þarna úti og seilaðist ofan í veskið sitt, tók upp sígarettupakka og kveikti sér í einni rettu.
Hvað átti ég nú að gera ? ég var orðin of sein að sækja Þorstein.
Andskotinn sjálfur.... ég mátti ekkert vera að þessu, hver hafði líkað beðið þessa kellu að skipta sér að mér, ég opnaði bílinn henti geislasverðinu aftur í og keyrði í burtu.
Ég mun ekki reyna að lýsa svip konunnar þegar hún horfði á eftir mér.

Kveðja
Hrabba

P.S Nú er illt í efni. Var að klára síðasta snúðinn úr frystinum..

miðvikudagur, október 13, 2004

Til hamingju elskan..

Elsku besta systir innilega til hamingju með daginn.. Skvísan 18 ára í dag..

Kveðja
Big syst..

P.s Pakkinn kemur eftir tvo daga ;-)

Hún á afmaeli í dag!!!

Til hamingju med afmaelid syst.
Knús og kossar Drífa

Bloggari dauðans again... Fyrir mömmu hennar Jónu..

Sorry, ég má bara ekki vera að því að skrifa, er að sinna gestunum.. Birti eina mjög góða eftir "BLOGGARANN"...

Kína Spa
Andrea dóttir mín var lengi búin að reyna að fá mig með sér í kínverskt spa, sem hún sá auglýst einhversstaðar fyrir lítinn pening.
Í sumar lét ég svo loksins undan og fór með henni. Hún var sjálf að fara í fyrsta sinn og vissi ekkert út á hvað þetta gekk.
Við mættum á staðin kl 11 á laugardagsmorgni, tilbúnar í slaginn með sitthvort handklæðið og sundföt.
Á hurðinni stóð "Kína heimur...velkomin og ganga inn......" Við komum inn á rauðmálaðan gang, úr loftinu héngu bréfdrekar af öllum stærðum og gerðum. Á veggjunum voru myndir af kínversku fólki með stráhatta á hausnum. Við vorum rétt komnar inn þegar lítil kínversk kona birtist út úr einhverju grænu hengi á veggnum. "Go da..." sagði hún og hneigði sig. "Já, góðan daginn" ...sagði ég og reyndi að vera extra hress "við eigum......."
"Usssss.....Spa...", sagði litla kínverska konan og benti mér á að hafa ekki hátt.
Ég beygði mig niður að henni og hálf hvíslaði: "við eigum pantað í spa kl 11.."
"Ja...spa...." sagði konan og brosti, benti okkur svo á að fylgja sér inn ganginn. Okkur var vísað inn í lítinn rauðmálaðan klefa, þar áttum við svo að afklæðast og fara í hvíta sloppa sem þar héngu. "Akkurat" sagði ég við Andreu.... "hver í andsk.... á að komast í þennan slopp??( Þessi ræfilssloppur hefði kannski...já kannski passað á 13 ára litla stelpu). Andrea fór að hlæja og reyndi að troða sér í sinn án árangurs. Við fleygðum fjand... sloppunum út í horn sármóðgaðar. Ég opnaði hurðina til þess að kalla á kínakonuna... og dauðbrá, fyrir utan stóð lítill pervisinn kínverji, nakinn að mestu nema með hvíta skýlu.. eða bleyju utan um sig miðjan. Ég skellti hurðinni og sagði við Andreu; "hvað í andsk... ertu búin að koma okkur í ??, það stendur alsber kínverji hér fyrir utan !!!"
Andrea ýtti mér frá og opnaði, kínverjinn stóð þarna enn,
"é..núdda...." sagði hann og brosti,..."heitir hann hvað ?? spurði ég....Núddi ????
"Þetta er nuddarinn !!" sagði Andrea og með það sama hneigir kallinn sig og bendir okkur á að koma með sér. Við tríttluðum á eftir honum með handklæðin utan um okkur. Andrea var fyrst á nuddbekkinn og ég átti að liggja á strámottu á gólfinu með hangandi pappírs-dreka yfir andlitinu á mér.
Mér fannst þetta ekkert fyndið, ég var að drepast í bakinu liggjandi á hörðu gólfinu og til að kóróna þetta allt var heit illalyktandi gufa farin að pústa út úr munninum á drekafíflinu.
Ég ákvað að fylgjast með nuddinu hennar Andreu, fyrst í stað leit þetta nokkuð eðlilega út, kínverjinn var að nudda á henni axlirnar. Ég lokaði augunum og reyndi að slappa af en þá byrjuðu lætin. Litli pervisni kínverjinn rak upp gól og áður en ég vissi var hann komin upp á bekkinn til Andreu og stökk um á bakinu á henni.
Guð minn góður... hvað ertu að gera???.... Kallaði ég....
"Adai adai adaaaaa...." sagði hann óþarflega æstur og benti á mig.
What????
Andrea er allt í lagi með þig? Hvíslaði ég.
"Jááááá.............." stundi hún og gaf mér merki með þumlinum að allt væri o.k.
Kínverjinn hoppaði á henni í 15 mínútur og þá átti hún að snúa sér á bakið. Hún afþakkaði nuddið að framan.
"Núdda núdda..." sagði sá kínverski og benti á mig.
"I dont think so".... sagði ég og reyndi að standa upp, oh, my god! ..... hart gólfið og strámottan höfðu ekki gert mér gott. Ég var að drepast í bakinu og með erfiðismunum náði ég að fara á fjórar fætur. Ég ætlaði svo að fikra mig upp úr þeirri stöðu og átti virkilega ekki von á því sem gerðist næst.
Kínverjinn sá sér leik á borði og eldsnökkt stökk hann upp á bakið á mér, .......nú var ég þarna á fjórum fótum með handklæði utan um mig og með nakinn kínverja á bakinu.
"Nu du labba og laka bak....." sagði kínverjinn
What?....
Mamma, þú átt að labba með hann þá lagast bakið, sagði Andrea.
Ég fann að ég var farin að svitna og helv.... lyktin úr gufudrekanum var að kæfa mig. Ég byrjaði að labba áfram með kínverjann á bakinu, hann hossaði sér í smástund og lagðist svo endilangur ofaná mig.
"Fljótaða....fljótaða...." sagði hann skipandi, ég reyndi eins og ég gat að fara hraðar en náði einhvern vegin engri ferð. Svitinn bogaði af mér og brjóstin á mér farin að dingla í allar áttir. Mér til mikillar furðu var bakið að skána, ég ætlaði að deila því með Andreu, lít upp á hana til að segja henni fréttirnar.....og þarna stóð hún í krampakasti af hlátri upp við einn vegginn.
Þá var mér nóg boðið, hverslags fíflagangur var þetta eiginlega, ég átti að vera í einhverju dekurspai en var á fjórum fótum með lafandi brjóst og kófsveitt með nakinn kínverja á bakinu. Ég þeytti karlinum af mér sem endasentist út í vegg, stóð upp og sagði Andreu að við skildum koma okkur út. Ég var öskureið þegar við komum inn í rauða klefann, ætlaði að fara að klæða mig þegar kínverska konan birtist og segir: "pot.. ja???? Pot ????....."
"Hvað er hún að segja " spurði ég og horfði reiðilega á Andreu, sem hlæjandi sagði "hún er að spyrja hvort við ætlum ekki í pottinn".
Nokkrum mínútum seinna sátum við í pottinum, sem var óvenju stór og djúpur. Þetta var alveg frábært og næstum því þess virði að hafa verið auðmýkt af nakta kínverjanum. Þá birtist sú kínverska aftur og hellir einhverju grænu gumsi út í pottinn. Við Andrea lítum á hvor aðra....þvílík piparmyntulykt, váááá........... ég horfi á skælbrosandi kerlinguna og segi : "sterk lykt..." og pata svona út í loftið.
"Ahhhhhh...." segir kerlingin og ýtir á rofa á veggnum
Það fór allt á fleigiferð í pottinum. Keringin hafði sett nuddið á. Ég hef nú oft verið í pottum með nuddi... en engum eins og þessum, þetta var eitthvað turbo dæmi. Áður en ég vissi og réði við var ég farin að snúast í hringi og þeytast um allan pottinn. Ofan á allt saman var farin að myndast græn froða í pottinum. Ég var komin á töluvert mikla ferð og dauðsveið í augun af piparmyntufroðunni sem varð alltaf meiri og meiri.
"Andrea !..." hvar var Andrea!?..... ég reyndi á hringferð minni um pottinn að fálma eftir henni sem var ansi erfitt út af gífurlegu magni af piparmynntufroðu og þeirri ofboðslegri ferð sem ég var komin á.
Ég var alveg að kafna og hélt að ég myndi deyja þarna í kínverska spainu þegar ég náði taki á pottbrúninni, ég læsti höndunum í brúnina og reyndi að blása frá mér froðunni svo ég gæti andað. Ég var ekki búin að hanga lengi á brúninni þegar eitthvað lendir á mér..... Andrea! Ég, á einhvern ótrúlegan hátt, næ að fanga hana með fótunum og draga hana að mér. Hún leit út eins og grænn froðu froskur....., hlæjandi og hóstandi náði hún taki á brúninni. Nú var sko fokið í mig, andsk.... sjálfur, hvað var að þessu kínverska fólki, var það að reyna að drepa okkur????
Ég öskraði eins hátt og ég gat; "Slökkvið á nuddinu!!!!!!!!!
Slökkvið á helv..... nuddinu!!!!!!!!!!"

Einhver slökkti á nuddinu, ég sá ekki hver það var út af froðunni sem var orðin 1,5 metrar á hæð yfir vatnsborðinu, en ég heirði í þeirri kínversku sem öskraði á móti : "Usssss.......SPA!!!!!!!!"

Við vorum rétt að jafna okkur og í einhverri taugaveiklun fórum við að hlæja....
"Tata tapa..." kallar kínverska konan. Ég lít upp og þar stendur kerlingin með reiðisvip í allt of litlum sundbol með froskalappir á fótunum. Ég hafði aldrei séð annað eins.... ég horfði á Andreu sem sprakk úr hlátri . Kerlingin sagði eitthvað á kínversku, stakk sér á bólakaf ofaní pottinn til okkar og hvarf.
Við skriðum upp úr og Andrea emjaði af hlátri, ég horfði ofaná grænu froðuna í pottinum og beið eftir að kerlingin poppaði upp.
Við biðum í heila mínútu án þess að sjá hana aftur.

Við flýttum okkur inn í klefann og klæddum okkur eins hratt og við gátum.
Það voru dauðuppgefnar mæðgur sem hlupu út af kínaspastaðnum án þess að borga þennan viðburðaríka laugardag.

Kveðja
Hrabba

þriðjudagur, október 12, 2004

Mamma farin að velta þessu fyrir sér...

Ég er ekki sátt við þessa kaldhæðni í garð Pása.. En það er allavena eitthvað af fólki í kringum mig sem tekur þessu illa!! Mamma viðurkenndi það fyrir okkur í fyrradag, sú yfirlýsing vakti mikla lukku hjá Daða.. Hann var ekki lengi að segja: "Viiiiltuuuuu hætta gamla"
Mamma tjáði okkur það líka að hún hefði hugsað töluvert út í þetta og hélt jafnvel að hann Pási okkar hefði framið sjálfsmorð. Júúú,, því venjan er að fuglar detta niður á botnin þegar þeir andast en í pása tilfelli var hausinn fastur milli rimlanna. Svo það má alveg viðurkennast að það er soldið til í þessu hjá kellu,, en höldum okkur samt við það að hann hafi dáið úr elli!! Smekklegra og sonna...
Gleymdi alltaf að spyrja þig Hrabba,, hvað sagði Vikkí pikkí við þessu fregnum????
Jæja frá Pása í allt annað..
Helgin var fín hér í Reykjavík, ég var í afleysingum fyrir mubbluna á Hverfis,, þetta er bara ágætis starf Drífa sem þú settir mig í.. Meiri segja Skúli vinur þinn er kominn aftur (hann var víst bara í aðgerð, eða svo sagði Rakel mér)
Daði var líka á staðnum.. svo að systkinadansinn var tekinn með stæl! =)
... En jæja það styttist í afmælið mitt sem N.B. er á morgun.. en ég finn það á mér að það er e-ð lengra í póstsendingar frá ykkur úllunum!! Hmmm.. ekki gott mál!!!
En jæja ég fer að hætta..
Hanna

2 mínútur!

Jaeja thá er madur komin í gott andlegt jafnvaegi eftir andlát Pása thetta hefur tekid mikid á, mörg tár fallid!! En vid unnum sídasta leik sem var mjög gott thví thetta lid var efst í deildinni, thad var meira ad segja tekinn sigurhringur eftir leikinn. En skemmtilegt atvik átti sér stad í leiknum! Thegar ein mínútu var eftir ad leiknum vorum vid 3 yfir minnir mig thá stód bekkurinn allur upp thví thjálfarinn sagdi bekknum ad sína smá gledi!!!! En vitir menn bekkurinn fékk 2 mínútur og vid misstum boltann! Hvad er thad! En thetta má ekki samkvaemt reglunum og reglur eru reglur hér austan megin í thýskalandi takk fyrir. Frekar asnarlegt. Sveigjanleiki er ekki til í theirra ordabókum sem er pínu pirrandi!
Dribban kvedur ad sinni og kastar boltanum yfir til Dagnýjar ( hvad er í gangi á theim bae, ef thú ferd ekki ad skrifa brádlega thá kem ég med eina sleggju ) mmmuuuhhhaaa!

mánudagur, október 11, 2004

Allt að gerast..

Já það er allt að gerast..

Fyrir það fyrsta: Jóhanna fór til tannlæknis dag.. Líðan hennar er eftir atvikum.. Er hætt að overdósa verkjalyf og spilar við okkur systur..

í öðru lagi: Hjalti kom í dag til okkar.. Mikil gleði á bænum.. Hann mætti í höllina á æfingu til að kíkja á gripinn, hana Mariu 196 cm.. Hún var annars að fá nýja handboltaskó í dag, alveg eins og mína nema hvað hennar eru aðeins stærri.. 48 og hálfur til, jú þakka þér.. Ég þurfti að líta undan þegar ég sá skónna þeir voru svo fyndnir í þessari stærð..

Í þriðja lagi: Það er allt á suðupunkti í Gvendargeislanum þar sem tengdaforeldrar mínir búa.. Ástæðan..... jú jú þessi síða.. Tengdapabbi kom að tengdamömmu þar sem hún var búin að skrifa heila ritgerð sem hún ætlaði að senda inn á síðuna en hann náði víst að stoppa hana.. Það var víst ýmislegt sem hefði birst og var tengdamóðir mín við að uppljóstra því þegar yfirlögregluþjónninn (tengdó)stoppaði á grænu ljósi og ók síðan yfir þegar það kom rautt.. Haha kannastu eitthvað við þetta Eivor mín?? Stína mín ég skora hér með á þig að senda inn pistil...

Í fjórða lagi: Leikur á morgun við dönsku meistarana á útivelli.. Verður örugglega fín stemning á leiknum..

Í fimmta lagi: Haldiði að það hafi ekki verið skrifuð 5 ný comment í dag á myndasíðuna.. Stór plús í kladdann Drífa og Matta.. Eivor mín þú ert þegar komin með marga..

Jæja nóg í bili.. Fólk fer að fá leið á mér.. Finnst eins og ég sé alltaf að skrifa..

Bestu kveðjur úr smilets by...
Hrabba

Bloggari dauðans.. Verð að birta þetta.. Kona sem er rúmlega fertug skrifar þetta, algjör snillingur..

Sandslangan ógurlega!!
Mamma og pabbi eru búin að berjast við mosa í blettinum hjá sér í mörg mörg ár.
En í sumar fór pabbi hamförum á blettinum með tætara, eitur og öxi (það var þegar hann reyndi að murka líftóruna úr mosanum)en ekkert dugði. Í Júlí gafst mamma svo endanlega upp á öllu saman og ákvað að fara að ráðum tengdapabba míns (sem er algjört garðséní) og þekja blettinn algjörlega með sandi.
Tengdó hefur sambönd og sá um að senda sandinn (sem ég hélt að kæmi í stóru fiski kari) og svo þyrfti bara að ferja sandinn í hjólbörum inn í garð og dreyfa. Ég bauð mömmu aðstoð mína og mætti tilsettan dag heim til hennar í verkefnið.
Það var ansi heitt í veðri og við töluðum um hvað við værum heppnar að geta unnið úti í svona góðu veðri, mamma var búin að koma fyrir dúkuðu borði úti, með kaffi og brauði á og þar ætluðum við að hvíla okkur, svona á milli þess sem við keyrðum hjólbörurnar inn í garðinn.
Hann var af stærstu gerð tank-bíllinn sem kom með sandinn og það var alls ekkert kar, heldur var sandurinn inni í bílnum og svo drösluðum við langri svartri slöngu bak við hús og inn í garð og úr þessari slöngu átti svo sandurinn að puðrast,.
Frábært!... sagði ég við mömmu, þetta verður auðvelt.... engar fjandans hjólbörur.
Þú byrjar bara?.. sagði ég og fékk mér sæti við kaffi borðið. Mamma hélt í slönguna og kallinn hvarf inn í bíl.
Fyrst í stað var þetta bara fínt, það rétt sullaðist sandurinn úr slöngunni og við mamma gátum næstum spjallað saman. Ég ákvað að fara og biðja bílstjórann um að setja meiri kraft á , annars yrðum við í allan dag að þessu., nú!.. sagði hann ég set þá á meiri kraft.... já töluvert meiri sagði ég. Ég hafði varla sleppt orðinu þegar þessi líka svaka hávaði byrjar og ég sé slönguna sem áður hafði legið þarna hálf slöpp og aumkunnarverð lyftast pinnstífa meter frá jörðu. Í sömu andrá heyri ég þetta líka neyðaróp úr garðinum..Mamma!!!! ég henntist af stað og inn í garð,
Guð minn góður, þarna var litla,sextuga móðir mín á fljúgandi siglingu um allan garð eins og norn á óþekku kústskafti og ríghélt sér í slönguna. Auðvitað hefði ég átt að hlaupa til baka og láta bílstjórann slökkva á sand draslinu, en mín fyrsta og eina hugsun var að bjarga mömmu... ég fleygði mér á slönguna af öllu afli og mamma sem áður hafði þeyst um í loftinu brotlenti rétt fyrir framan mig.
. Hún leit á mig uppglenntum augum og sagði; hva va a ske???? (mamma er sko þýsk og talar mjög skemmtilega ísl.) Hún leit út eins og litli svarti sambó... kolsvört í framan með uppglennt rauð augu og hárið var eins og hún hefði fengið rafstraum. ég missti mig alveg, ég hló svo mikið að ég var alveg óundibúin þegar karlfjandinn óumbeðinn jók kraftinn enn meir. Sandurinn kom með svo miklum krafti að við réðum ekki neitt við neitt... algjörlega á valdi slöngunnar þutum við eins og tómir pokar í slagveðri um garðinn. Þetta var ekki lengur spurningin um að koma sandinum á grasið heldur að halda lífi og vona að tankurinn færi að klárast. Ekki veit ég hvað að mér var,sjálfsagt einhver bölvuð taugaveiklun... en ég bara gat ekki hætt að hlæja og til að kóróna allt pissaði ég í mig. Mamma er sjálfsagt hálfbiluð líka því að hún hló ekkert minna en ég og nú vorum við mæðgur eins og útúrdópaðir geðsjúklingar á fljúgandi siglingu um allan garð á svartri sand slöngu.
Ekki veit ég hvað þetta tók langan tíma en allt í einu var þetta búið og karlfjandinn, sem hafði ekki nennt að hreyfa sig úr bílnum, stóð yfir okkur eins fáviti (sem hann sjálfsagt er) og spurði; hvar er allur sandurinn?.....
Ég var skítug, sveitt og búin að pissa í mig og mamma lá við hliðina á mér algjörlega óþekkjanleg og velltist um af hlátri, ég leit í kringum mig..... kaffiborðið var horfið og stólarnir líka, fallega Gullregnið hennar mömmu sem staðið hafði í miðjum garðinum var horfið og það sem merkilegast var, var að það var nánast enginn sandur í garðinum.
Það voru 8 tonn af sandi sem við höfðum fengið, minnst af því fór í garðinn hjá pabba og mömmu, aftur á móti sandblésum við allar rúðurnar á neðri hæðinni á húsinu þeirra svo og gróðurhúsið, en mest allur sandurinn hafði farið upp á þak, á svalirnar og nærliggjandi garða.,Borðið stólarnir og kaffið endaði úti í móa en Gullregnið fundum við aldrei, það var 4mtr. á hæð og 3mtr. í þvermál.

Brjálað að gera í myndasíðunni..

Við hjónin, aðallega Viktor, erum búin að vera rosalega dugleg og skrifa undir helling af myndum inná myndasíðunni okkar þannig að núna er miklu skemmtilegra að skoða.. Ég minni svo enn og aftur á gestabókina...

Annars erum við búin að hafa það rosa gott í dag, nema Jóhanna greyið hún er búin að vera með tannpínu síðan hún kom.. Ég ætla að reyna að redda henni til tannlæknis á morgun.. Við borðuðum Burritos og Nachos í kvöldmat og kom Matta einnig til okkar.. Kellan skellti svo einnig í eina Bountyköku og varð ekki óvinsælli fyrir vikið.. (Nú slefar Orri á skjáinn sinn, hann rústar Bountykökukeppninni.. Já Orri minn það hefur engin náð að borða eins mikið og þú..) Svo var spilað frameftir og erum við hjónin að verða ósigrandi í Stikord spilinu.. Skori á okkur hver sem vill...

Svona að lokum þá vil ég benda á að þeir sem lesa ekki commentin þá verðið þið að gera það, sérstaklega undir dánarfregnum pása.. Tengdaforeldrar mínir fara á kostum.. Við grétum úr hlátri hérna í sófanum yfir þessu öllu saman.. Tjékk it át..

Kveðja
Hrabba

laugardagur, október 09, 2004

Eðlilegt????

Já maður spyr sig hvort að það sé eðlilegt að maður lesi um andlát fjölskyldumeðlims á netinu. Það er ekkert verið að splæsa einu símtali á mann og láta mann vita um sorgarfréttirnar.. Maður er bara búin að vera í sjokki yfir fréttunum og Hanna mín ég skil nú ekkert í því að þú skulir ekki vera búin að fá áfallahjálp eftir þessa hræðilegu aðkomu.. Snökt snökt.. Megi minnig Pása lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð... (hahahaha) Það er allavega loksins komin næturfriður á heimilinu..

En úr sorginni.. Viktoría fór á handboltaæfingu í dag og ekkert smá sátt að vera með Rebekku og Jóhönnu með sér.. Jóhanna greyið fékk síðan það hlutverk að vera hesturinn hennar Viktoríu og hélt ég að hún myndi andast úr hlátri. Var í einhverju bandi hlaupandi um allt með Viktoríu í eftirdragi.. Var að setja inn myndir frá æfingunni þannig að endilega að skella sér á myndasíðuna.. Og gerið mér nú smá greiða og kvittið fyrir ykkur eða commentið, fólk er ekki alveg að standa sig í þessu..

Jæja verð að sinna gestunum mínum.. Skrifa kannski nokkrar línur á morgun..

Kveðja
Hrabba

Eins og ad missa barnid sitt!!!!

Já allt ad gerast pási bara daudur greyid en blessud sé minnig hans. Er med smá samviskubit núna yfir thví hvad ég vanraekti Pása minn. Thad var nú ósjaldan sem vid opnudum búrid og gluggann út á sama tíma, svona ef honum langadi til ad fljúgja í burtu.... Nei nei ég og Dagný elskudum Pása út á lífinu! Èg man thegar í flutti fyrst ad heiman thá "gleymdi ég óvart Pása" svo hann hefur alltaf verid hjá mömmu og pabba! En blessud sé minning Pása og endilega jardid hann ( helst ekki stoppa hann upp )!
En nóg af Pása. Allt gott ad frétta sídan sídast, lítid gerst eigum ad spila á morgun í einhverri íshokkíhöll thví thad er eitthvad í gangi í höllinni okkar svo thad verdur bara fjör!
frúin kvedur ad sinni hef thetta lengra naest,
Dribban.

Blessuð sé minning Pása míns!!!

Rétt í þessu var ég að koma að Pása látnum! Snöktsnökt!!! 9.okt. sem þýðir 14 og 1/2 ár, það jaðar við að slá met! (þið sem ekki vitið hver pási er þá er hann svona venjulegur páfagauku (sonna grænn og gulur). Ég öskraði úr hræðslu, hann var ekki á botni búrsins heldur var hann fastur milli rimlana! Æjj þetta var mjög leiðinleg aðkoma.. Ég fann þetta á mér því í nótt milli 2-4 voru þvílík læti í honum, en á þeim tíma er hann alltaf í fasta svefn! Ég hélt að mér þætti ekkert vænt um hann en svo er víst ekki raunin, því mér þykir þetta mjög leitt og pabba líka.. Nú sannast máltækið fyrir mér "Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur"
Pabbi spyr hvort það eigi að jarða hann eða stopp hann upp og festa hann á stein.. svona eins og pabbi var að hobbyast við fyrir 3árum!!! Ég vil jarða hann,,, hvað segið þið systur??? Rétt í þessu var pabbi að fara með hann í frystikistuna,, hann var orðinn vel stirður!! Ojj,, þetta var ógeðslegt!!!
Endilega vottið okkur samúðar með commenti!!!
Og ef þið systur vogið ykkur að fagna þá verð ég ekki sátt!!! Sérstaklega eigendurnir sem eru tvíbbanir,, þeir fengu hann í 10ára afmælisgjöf og hafa hvorki gefið honum vott né þurrt og hvað þá væntumþyggju frá þeim degi! Veit allavena að Viktoría mun syrgja með mér, get þó huggað mig við það!!
Hanna Pásasen

föstudagur, október 08, 2004

Fríhelgi..

Hvor dejligt.. Rosalega er nú gott að eiga fríhelgi. Spurning hversu mikið frí það verður þar sem Rebba litla systir er komin í heimsókn.. Þarf líklega að hafa mig alla við að svara "gáfulegum" spurningum.. Svo kemur Jóhanna frænka nú að miðnætti þannig að það á eftir að vera fjör í kofanum.. Á morgun er ætlunin að fara í bæjarferð með skvísurnar en ferðin er einnig hugsuð fyrir mig (svona aðallega).. Það er svo alltaf spurning hvort ég fái stelpurnar með mér í snúðagerð.. Þær þurfa nú að fara að læra trix í eldhúsinu..
Hef annars ekkert að segja, ótrúlegt en satt.. Svo er nú spurning hvort að lömuðu tvíbbarnir fari aðeins að taka sig á í skrifunum.. Þær eru eitthvað að gefa eftir..
Hilsen
Hrabba

fimmtudagur, október 07, 2004

Eitt í viðbót

Oki ég veit að þetta er orðið þreytt, en ég verð að koma með eitt í viðbót um Árna Grána.. Fann þetta á öðru bloggi!! Það eru vinir sem velta þessu jafn mikið fyrir sér og ég, Hrabba, Viktor og Orri! Þeir sleppa bara að lesa sem ekki hafa áhuga en allavena þá eru pælingar þeirra eftirfarandi:

1. Ætli hann hafi tekið með sér koll til að ná uppí eða er hann bara hávaxinn með stórann?

2. Ætli hann hafi verið með Smokk?

3. Ætli hann hafi pælt í því þegar hann labbar inní hesthúsið hvaða hrissa var getnaðarlegust? Drullu flott meri maður!!!

4. Ætli það hafi verið smá hommi í honum og hann hafi verið að fitla eitthvað við stóðhestana? Bara svona smá tott?

5. Ef hann hefði verið hommi hefði hann þá tekið stóðhest aftan frá?

6. Ætli hann hafi haft með sér sleipiefni ef hrissan hafi ekki verið jafn skotiní honum eins og hann var nú skotinn í henni?

7. Ætli hann hafi verið búinn að gera þetta oft þannig að hann hafi verið farinn að taka með sér leikföng til að kridda aðeins uppá þetta?

8. Ætli hrissan hafi fílað þetta eða er hún andlega þunglynd í dag?

9. Ætli hann hafi rent niður buxnaklaufinni eða var hann alsber?

10. Hvar ætli hann hafi síðan losað?

Já þetta eru skemmtilegar pælingar og afar fróðlegar!!!

Nóg af Árna,, komum okkur í raunveruleikann!!! =)

Skuladottir (þarf örugglega ekki að láta nafn míns getið, tel það frekar augljóst)
P.S. ég hef smakkað draum Ingu Fríðu,, gef honum 10!!! =)

Uppskrift.... Jæja Johnny Magg...

Draumur Ingu Fríðu

3 eggjarauður
2 egg
140 gr flórsykur
140 gr smjör
140 gr 70% súkkulaði
60 gr hveiti

Eggjarauðurnar og eggin þeytt vel saman. Flórsykrinum bætt við og þeytt vel við. Smjör og súkkulaði brætt varlega saman og helt út í. Hveitinu þeytt varlega við í lokin.

Deiginu er hellt í stór muffinsform (einföld uppskrift dugir í 5 stórar muffins). Bakist við 220° í 11-12 mín.

Það þarf nú varla að taka það fram að auðvitað er ísinn svo málið "ved siden af"..

Eina vandamálið er að redda sér réttu formunum en ég lofa ykkur því að það er þess virði... Ég veit að systir Ingu Fríðu keypti svona form heima.. Inga Fríða mín commenta og láta vita hvar.... Annars er bara spurning um að setja í litlar muffur og hafa þetta bara í styttri tíma.. Þið verðið bara að passa að hafa þær blautar að innan, eiga ekki að vera bakaðar í gegn..

Kveðja
Hrabba

I'm back in the Game!!!

Jæja þá er Daggan mætt aftur til leiks, það er búið að vera svo mikið að gera hjá minni að ég hef ekki komist í tölvuna í langan tíma. Nú er mín stödd í Weibern ásamt meðleigjanda mínum Johnny Magg og erum við báðar kjaftstopp eftir skrif systra minna hér á blogginu......Jesús minn! Það helsta í fréttum eru bara einhver bölvuð hrossatippi, fyrir viðkvæmar sálir þá vil ég biðjast afsökuna fyrir hönd systra minna á dónalegum skrifum......en nóg með það.
Annars er kellan búin að vera á fullu undanfarna daga, ég var að koma karlinum mínum fyrir í Kronau með hjálp frá Óskari Haralds og Venna..... voða gaman að fá þá félaga í heimsókn eins og alltaf!
Af handboltanum er það að frétta að við töpuðum síðustu tveimur leikjum, leiknum í gær kannski full stórt. En það er mikilvægur leikur á laugardaginn, heimaleikur á móti Dortmund.
Þangað til næst Dagga


Árni Gráni

Já Hrabba mín þetta var það sama og ég segi við krakkana,, auðvita er þetta hátíð fyrir hryssurnar, ég meina hvort velur maður mannstippi eða eitt stykki böll af stóðhesti! Ja... maður spyr sig!!!
En lýsing eins bóndans sem kom að honum í hesthúsi sínu var eitthvað í þessa átt: Ég kom út í hesthús og sá þá manninn allsnakinn og á stígvélunum einum saman vera að taka eina af mínum hryssum í rassgatið! Já þar hafið þið það... Reyndar eru ekki margir eins og þið hjónin Hrafnhildur mín, vinum mínum blöskraði mjög þegar þau vissu hvernig þið voruð að pæla í þessu!!! Common reyna að sjá þetta fyrir sér, djöfulsins viðbjóður!
Orri ég hef ekkert svar við spurningu þinni, ég var annars búin að sjá fyrir mér mannshöfuð á fjórum fótum.. Ekki slæmt myndi maður segja!!!
Og eitt í viðbót,,, manns greyið var skírt Árni en hefur nú hlotið nafnið Árni Gráni af íbúum Þorlákshafnar.. (þetta stóð í DV sko) þá er þetta nú gengið langt, ég meina maðurinn er kallaður Gráni!
Ísland er orðið sjúkt, það er nokkuð ljóst!!!!!
Blöskrandi Hæjan

miðvikudagur, október 06, 2004

Sigur á móti GOG...

Frábær sigur í kvöld en GOG er búið að spila rosa vel og voru með efstu liðum fyrir leikinn í kvöld.. Við vorum að spila rosa vel og góð stemning í höllinni (1150 manns). Ég fékk nú ekkert rosa mikin tíma, rétt rúmlega 20 mín og náði að nýta þær mjög vel. Var með 4 mörk. Þetta virðist ætla að verða mitt hlutverk núna þannig að nú er bara að nýta þessar blessuðu mínútur sem maður fær.. Kem bara inn og drita, ætla alltaf að skjóta þegar ég fæ boltann (tek 5.flokks fílinginn á þetta).. En þetta er allt í lagi þegar við vinnum..

Annars verð ég nú að segja frá því að ég bakaði snúðana aftur í gær og á nú fullt í frystinum.. Nammi nammi namm.. Algjör snilld.. Mattan okkar var líka hjá okkur og það er alltaf jafn gaman að fá hana í heimsókn því henni finnst svo gaman að spila eins og mér.. Og tveggja manna kapallinn er að koma þvílíkt sterkur inn núna.. Aldrei að vita nema ég gefi uppskriftina af honum við tækifæri..

Og Hanna mín í sambandi við hestana þá hafa þeir það bara gott á Íslandi.. Hérna er búin að vera rosa faraldur á misþyrmingu hesta.. Það er verið að skera þá sundur og saman og drepa, svona bara for fun.. Þá er nú betra fyrir þessi grey að fá pínulitla tittlinga inní sig.. Hvað heldurðu að þeir finni fyrir þessu þegar þeir (eða þær hryssurnar)eru vanir að fá tröllvaxna hrossatittlinga???? Ég get bara ekki hætt að hugsa um þetta.. Hvað er að?? Spáið í að sitja heima hjá sér og hugsa: Vá hvað mér langar til að "ríða" hryssu.. Jæja nóg um þetta, ég skal reyna að halda þessu útaf fyrir mig..

Og að lokum get ég sagt ykkur frá því að ég er búin að leigja rosa fínt pleis þann 6.nóv fyrir Íslendingateiti.. Nú er bara að fara að safna Íslendingum í partý og fyrir þá sem eru að spá í að kíkja til Denmark þá er þessi helgi tilvalin.. Það verður matur og læti.. Ég ætla samt ekki að elda, var að spá í að kaupa tilbúinn mat.. Þetta verður allavega fjör..
Jæja hætti áður en allir fá ógeð af mér...
Hestakveðjur
Hrabba

þriðjudagur, október 05, 2004

Smá frá klakanum...

Hæ allir saman! Til hamingju með sigurinn Drífa, leitt að mórallinn er ekki við þitt hæfi,, það er samt betra að hafa hann svona heldur en að vera í einhverju sorglegu klappmóralls liði, eða það er mín skoðun og ég veit að ykkur Dagnýju finnst það líka!! Og Hrabba bara alveg að meika það sem húsmóðir!! En það kemur mér ekkert á óvart að Stóra stelpan í liðinu sé orðin vinkona þín,, fyrst þegar þú sagðir frá henni vissi ég að þið ættuð eftir að vera pallar,, svo mikið þú eitthvað.. samt mjög jákvætt að vera svona góðhjörtuð! =)
það sem er að frétta af klakanum er að í DV í dag er sagt frá því að maður var tekin í hesthúsi einu á Þorlákshöfn þar sem hann var að undirbúa kynmök við 2hryssur, en hann náðist hinsvegar áður!!!! en í viðtalinu ´við hann kom í ljós að hann hefur stundað þetta í einhvern tíma. Hann segir að þetta sé einmannaleikanum að kenna. Í lokin kemur hann með þá yfrlýsingu að hann ætli að reyna að hætta að drekka og þá heldur hann að þetta hobby hans fari í kjölfarið, enfremur lýsir því yfir að hann ætli að ná sér í konu áður en hann deyr! jáááh.. hversu sjúkt getur fólk verið!!! Nærsveitungar eru byrjaðir að læsa hesthúsum sínum, ekki furða því manninum var sleppt út í gærkveldi!! (heimild.DV 5/10 bls.11) Verðið að testa á þessu á netinu sem ekki hafið séð þetta!!
Einnig voru 4 sem leituðu upp á bráðamótökuna í gæt vegna vindfoks sem átti sér stað í Reykjavík í gær!!! Annars er ekkert annað í fréttum...
Hilsen Hæja

mánudagur, október 04, 2004

Not looking good...

Þetta er að verða rosalegt.. Það stefnir allt í að mér verði rúllað út úr flugvélinni þegar ég kem heim um jólin.. Við buðum Mariu (stóru stelpunni) í mat áðan.. Gerðum Stones pizzu og Draum Ingu Fríðu í eftirrétt.. Borðuðum ekkert smá mikið og steinlágum í sófunum á eftir (Maria þvílíkt sátt við matinn).. Draumur Ingu Fríðu verður næsta uppskrift sem ég birti á síðunni.. Bíðiði bara.. Verð að gefa fólki smá séns að baka snúðana fyrst áður en ég birti næstu uppskrift.. Ég geri fastlega ráð fyrir að Jóna Margrét nýti sér allar uppskriftirnar.. Jóna mín ég vil fá að vita hvernig til tekst.. Verð nú líka að segja að ég verð mjög skúffuð ef Inga Fríða prófar ekki snúðana (hún er eflaust búin)... Stones pizzan verður svo kannski gefin upp en ég þarf að ráðfæra mig við hann Steina minn.. Málið er að maður þarf helst að fara í verklega kennslu til hans áður en maður ræðst í verkið sjálf/ur..
Jæja nóg um mat.. Drífa eins stór FIMMA frá big syst.. Go girl, þú hlýtur að geta komið FIMMU MENNINGUNNI á í Berlín.. Vá hvað ég myndi gera í því að gefa öllum FIMMU, alltaf...... (Þýðing fyrir tengdó sem skilur ekki alltaf hvað við erum að tala um: FIMMA=>gefa five með lófunum, sést oft í handboltaleikjum.)
Hilsen
Hrabba

Gledi gledi!!!!

Unnum bikarleik í gær, gledi gleidi..... eda hvad!!! Já ég verd adeins ad koma inn á gledina í mínu lidi! Hér er ekkert verid ad splæsa einni FIMMU thegar einhver skorar eda gerir eitthvad gott hvad thá einu litlu sætu brosi heldur er bara hausinn upp í loft og brunad til baka! Já hressar typur inn á leikvellinum ( hér er allt alvarlegt ). Ekki thad ad ég sé ad tapa mér yfir FIMMU leysi bara svona smá gledi skemmir ekki. Ég veit nú ekki hvad thær mundu halda um okkur heima tar sem FIMMURNAR eru ríkjandi!!! Svo er thjálfarinn bara efni í gott grín, en engum deddur í hug ad gera grín ad honum ( svona á milli leikmanna eins og gengur og gerist ). Til dæmis var ein í lidinu ekki ad horfa á thjálfarann thegar hann var ad tala inn í klefa fyrir leik svo thálfarinn slóg hana í höfudid med leiktöflunni reidur ( en ekkert fast, bara fyndid eda thad fannst mér) en mjög alvarlegur. Ég spurdi hana svona í gríni hvort hún gæti ekki spilad heyrdu thá kom bara tár.... usss kellan ekki alveg á sömu bylgjulengd. En var ekkert ad eyda tímanum í ad útskyra grínid, frekar sorgleg! Annars eru thetta fínar stelpur ekki misskilja bara ödruvísi eda kannaski ég eitthvad SPES! Var ad koma úr skólanum tóm gledi thar á bæ enda ekki annad hægt thegar madur er í svona frábærum bekk, eitt comment frá skóladeginum í dag!!! Einn frá Marakó er sem sagt 50 ára en hann hélt thví statt og stödugt fram ad hann væri 104 ára á sinni thysku!!! Ég veit ekki hvort ég höndla ad vera tharna mikid lengur en til ad gera daginn SVVOLDID SPESSS thá verd ég ad mæta. Ég veit ekki af hverju ég er ad gera grín af thessu fólki er ekki sjálf farin ad tala mikid, en ég veit hversu gömul ég er á thysku svo madur er med í tímum!
Dríbban kvedur ad sinni og gefur sjálfri sér gott klapp á bakid!

Nú vildi ég vera dauð fluga á vegg....

Hahaha.. Fyrir þá sem ekki lesa gestabókina þá kom hún Harpa mín með enn eitt snilldar orðtakið sem heyrst hefur í handboltaheiminum.. Var búin að steingleyma þessu "orðtaki". Já það væri nú munur ef maður gæti verið dauð fluga á vegg, það færi bara alls ekki neitt framhjá manni... hehe.. Og fyrir þá sem gleyma því að fara inn á commentin þá verð ég að benda ykkur að fara inn á commentin fyrir neðan orðtakagreinina.. Tengdó setti þar inn skemmtilegar setningar sem birst hafa í læknaskýrslum og minningargreinum.. Ég og Viktor misstum okkur hérna eitt kvöldið yfir þessu.. Þannig að þeir sem hafa misst af þessu skrolla niður núna... (Orðtök dauðans)...

Kveðja
Hrabba

sunnudagur, október 03, 2004

Guð blessi þig, Nína!!!!!

Oh my god.. Var að ljúka við að baka snúðana hennar Nínu. Þeir eru rosalegir.. Sitjum hérna familian og Matta og gúffum í okkur.. Fyrir þá sem ekki hafa lesið síðuna hennar Nínu þá leyfi ég mér að birta uppskriftina hérna á síðunni okkar líka. Nína darling var líka svo yndisleg að þýða uppskriftina fyrir mig á íslensku.
En góðir lesendur.. Geymiði þessa....

Cinnabonsnúðar Nínu

Snúðadeig:
235 ml heit mjólk (45°C)
2 egg (við stofuhita)
75 g bráðið smjörlíki
615 g hveiti
5 g salt
100 g sykur
10 g ger

Fylling í snúðana:
220 g púðursykur
15 g kanill
75 g smjör

Kremið:
85 g rjómaostur
55 g mjúkt smjör
190 g flórsykur
3 ml vanilludropar
0.8 g salt

--------------------------------------------------------------------------------

Svona skal gera:

Skella öllu efninu saman í skál og hræra saman, t.d. í hrærivél eða bara í höndunum.
Láta deigið svo hefast þar til það hefur tvöfaldast að stærð, það tekur ca 40 mín eða svo. Þá skal skella því á borðið og fletja út í ferhyrning. Hann er ca 50 cm X 40 cm eða svo. Breiða svo yfir og leyfa því að jafna sig í svona 10 mín.

Til að gera kanilsykurinn á snúðana er best að bræða smjörið, setja það svo í skál með púðursykrinum og kanilnum og hræra vel saman og dreifa svo yfir degið. Rúlla öllu upp eins og snúðar eru gerðir(!) og best er að skilja eftir smá rönd þar sem maður hættir að rúlla deginu til að líma endann fastan. (Með smjöri eða olíu)

Hita ofninn í 200°C og skera snúðana niður. Þetta gerir ca 12 snúða (stóra). Skella snúðunum á plötu (á bökunarpappír) því kanilsykurinn bráðnar út um allt! og breiða yfir og leifa þeim að hefast í 30 mín í viðbót. (Trúið mér það er þess virði!)

Skella snúðunum svo í ofninn og baka þar til þeir eru gullinbrúnir. Það tekur svona 10-15 mín. (Passa að hafa þá alls ekki of lengi)

Á meðan þeir eru að bakast búa til kremið ofan á þá. Best er að bræða alveg smjörið og mýkja rjómaostinn samanvið og setja svo flórsykurinn, vanilludropana og saltið útí og hræra vel.

Skella svo kreminu á á meðan þeir eru heitir svo það bráðni og borða með bestu lyst!
Ummmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm! :Þ

Þeir urðu reyndar miklu fleiri en 12 hjá mér..

Koma svo......

Hrabba

Fyrsta auglýsingin..

Ekki það að við eigum eftir að gera mikið út á að auglýsa hérna á síðunni en þessi verður að koma..

Ef þið eruð á leið í steggja- eða gæsapartý eða aðra hópferð þá er þetta tilvalið. Um er að ræða gamla hljómsveitarrútu "Eðluna" sem er '67 árgerð og ótrúlega flott og heimilisleg.. Það er hægt að leigja hana við öll tilefni og er þetta mjög skemmtileg hóprúta. Það eru sæti fyrir 16 manns og svefnpláss fyrir 8-10 manns. Það er auðvitað örbylgjuofn, kaffikanna, ísskápur og DVD og eru alltaf til allra nýjustu myndirnar. Vinir okkar Pétur og Reynir eiga rútuna og eru algjörir eðalmenn. Ef þið eruð á leið í einhverja hópferð eða vitið um einhverja endilega athugið þennan möguleika.. Ég fór sjálf með Danina mína í 3ja daga túr á Eðlunni og var það algjör snilld. Ég get nánast garenterað að það er alltaf ódýrara að leigja þessa rútu í stað venjulegrar..
Allar upplýsingar fást hjá Pétri í síma:8638763.

Auglýsingastjórinn Hrebs kveður að sinni..

laugardagur, október 02, 2004

Tap..............

Kepptum í dag á móti Randers og töpuðum með 4, 28-24.. Ekki nógu gott því Randers er lið sem við eigum að geta stolið stigum af.. Ég fékk ekki að spila mikið eins og hinum leikjunum en okkar sterkasta skytta var að koma inn eftir puttabrot og fékk hún mjög mikinn spilatíma. Hún var þó ekki að gera góða hluti en það var svo sem engin af skyttunum hjá okkur.. Ég hefði bara þurft að nýta þessar mínútur mínar betur til þess að halda mér inná.. Við eigum svo leik á móti GOG á miðvikudaginn heima. Væri ekki leiðinlegt að stela stigum þar.. En nóg um handbolta.. Ég er tapsár...

En Viktoría er að gera góða hluti. Fór á handboltaæfingu í morgun og stóð sig eins og hetja. Hún stóð sig samt betur á McDonalds í gær með pabba sínum.. Var að leika sér í boltalandinu og þar voru tveir stórir strákar að leika sér inni.. Annar þeirra stóð upp við rennibrautina á meðan hinn þrusaði boltunum í hann sem þýddi að Viktoría þorði ekki upp að renna sér en það er aðalfjörið.. Á endan var mín orðin ansi pirruð á stráknum sem var að kasta boltunum og haldiði að mín hafi nú ekki bara tekið upp á því að byrja að þruma í hann og það tókst líka svona vel, einn endaði í hausnum á honum og annar í auganu.. haha.. Mín að gera gott mót og strákgreyið gat auðvitað ekkert gert við litlu stelpuna.. Þannig að taktarnir eru alveg að koma..

Að lokum.. GO KENNARAR..

Kveðja
Hrabba

föstudagur, október 01, 2004

Ich komme aus Drífa!!!!

Já skrýtinn dagur í dag hjá frúnni en hressandi!!
Frúin maetti í skólann í dag ( 3 dagurinn ) en ég var búin ad missa af tveimur sídustu tímum útaf flutningum. Alla veganna, ég hef greinilega ekki misst af miklu tví enn er kennarinn ad spyrja bekkinn "Wie heißen Sie?" og " Woher kommen Sie?". Eins og ég hef sagt ádur thá er thetta mjög litríkur bekkur, fólk frá hinum ótrúlegustu stödum!
Tíminn í dag byrjadi á thví eins og hinir tímarnir "Wie heißen Sie, woher kommen Sie og sídan var einni spurningu baett vid "hvad gerir thú eda vinnur vid"? Afganistinn kom sterkur inn hann segist koma fra Muhamed..bla bla sem sagt ekki ad ná spurningunni. Èg átti pínu erfitt med mig thar sem thad tók smá stund ad útskýra fyrir Muhamed ad thetta vaeri nafnid hans en hann kaemi frá Afganistan! En svo er Palestínumadurinn spurdur ad thví vid hvad hann vinni, heyrdu thá var hann straujari, já hann straujar bara föt allann daginn, thad tók fínan tíma fyrir kennarann ad átti sig á thessu hvad madurinn gerdi! Eftir thad uppljóstrar Spaensk bekkjarsystir mín ad hún vinni vid danskennslu. Heyrdu thá fer Palestínumadurinn ad reyna ad komu thví útur sér ad honum langi til ad laera ad dansa!! Thetta tók mjög langann tíma fyrir Palestinumanninn ad útskýra en loksins thegar bekkurinn skyldi thetta thá sagdi Afganistinn frekar pirradur ad hann aetti bara ad fara á diskó og dansa thar!! Thá sprakk ég... (hugsadi med mér " èg er stödd í skólastofu í Berlín thar sem Afganisti er ad benda Palestínskum straujara ad fara á diskó til ad laera ad dansa)!! Thetta var hraedilegt ég gat ekki hamid mig, kennarinn spurdi mig meira ad segja hvort thad vaeri ekki allt í lagi!
En já gód saga (hefdir kannski thurft ad vera tharna)! Alltaf frekar vandraedilegt thegar madur faer hláturskast einn og nota bene thekkir engann!
Já súr skóladagur....spurning hvort madur útskrifist med einhverja grádu eftir thetta nám!!!!

Bæjari?... maður spyr sig

Hihi, sælt verið fólkið og aðrir..
Daða fannst ekki fyndið að ég skyldi hafa skrifað þetta..., varð fyrir verulegum áverkum! Hann sagði að þetta hefði verið í lagi ef hann væri inn á þessu bloggi og gæti svarað fyrir sig og skotið á móti... veit nú ekki hvað það ætti svosem að vera þar sem ég er rétt stigin upp úr jötunni!!!
En yfir í allt aðra sálma,, í skólanum á mánudaginn voru allir í bekknum að tala um bústaðinn! þá fór ég að segja frá stelpunun 5 í næsta bústað ('77módel, úr Kópavoginum, kannski bara æskuvinkonur þínar Hrabba, aldrei að vita)... já allavena þá segi ég hey þessa Harpa var ýkt fín, við vorun að dansa og spjalla og e-ð!! og þá deyja stelpurnar úr hlátri og segja mér að hún sé lessa og hafi verið að reyna við mig.. þá kveikti ég reyndar soldið, því hún var of áhugasöm, fylgdist vel með mér í sófanum og e-ð!!! Maður veit ekki hvernig maður á að taka á svona hlutum... þetta er ekki í fyrsta skipti sem e-ð þessu líkt kemur fyrir mig,,,, svo það er kannski ástæða til að fara efast, maður bara spyr sig!!! eða þá bara að maður hættir að vera svona glær!
Systur mínar ég minni á afmælið mitt, það styttist óðum! Svo það væri í lagi að fara huga að gjöfinni minni... er með í huga hvað þjóverjapullurnar geta gefið mér!!!
Hef eiginlega ekkert að segja, þori ekki annað en skrifa e-ð svo maður fái ekki skammir! Lille pigen Hæja

This page is powered by Blogger. Isn't yours?