fimmtudagur, september 30, 2004

Viktoría draumabarn..


Það er svo sem ekki mikið að gerast þessa dagana. Í morgun fór ég í foreldraviðtal í leikskólanum og gekk það eins og við var að búast.. Viktoría er auðvitað algjört draumabarn og gengur allt eins og í sögu.. Hún er komin með nýjan kærasta (einn í viðbót) en það er hann Mathias.. Fyrir á hún Galdur Mána í Köben og Oliver í Holstebro.. Hún er alvöru... Það styttist svo í næstu handboltaæfingu hjá prinsessunni.. Eins gott að hún fari að geta eitthvað svo ég geti farið að láta sjá mig með henni..;-) Viktor fer bara með henni þangað til... Nei nei Dagný mín eins gott að leiðrétta þetta strax. Ég skammast mín ekkert fyrir hana, hún er æði....

Við eigum svo leik á laugardaginn á móti Randers.. Það er lið sem er mjög jafnt okkur í styrkleika þannig að það er mjög mikilvægt að vinna þær.. Þrír næstu leikir á eftir verða svo mjög erfiðir og verður stór plús ef við náum stigum úr þeim leikjum.. Annars erum við búin að sýna það í undanförnum leikjum að við getum vel staðið í bestu liðunum..

Það verður svo gaman að sjá hver verður næsti þjálfari karlalandsliðsins.. Ég tippa á Geir Sveinsson... Vona það allavega innilega.. Endilega commentið á hvað þið haldið.. Tengdó gefur allavega Viggó sitt atkvæði.. Hann á alveg örugglega eftir að commenta..

Jæja úr ruglinu þar sem ég hef nú eiginlega ekkert að segja..
Hrabba

miðvikudagur, september 29, 2004

Anja Andersen að drepa mig... og alla aðra...

Nú er kerlingin alveg búin að missa það.. Slagelse spilaði bikarleik í 8 liða úrslitum í gær á móti Viborg dönsku meisturunum. Þetta var sjónvarpsleikur og mikil tilhlökkun að fara að horfa á stórleik.. Nei nei svo varð nú aldeilis ekki þar sem Anja ákvað að hvíla allar stjörnurnar sínar og spila bara með eitthvað B-lið og margar af þeim mjög ungar sem spila aðallega bara í 2.deild. Hvað er það?? Við erum að tala um að liðin sem komast í undanúrslit í þessari bikarkeppni eru með garenteraðan sjónvarpsleik sem gefur hverju liði um 2 mill isk. Og svo eyðileggur hún þennan sjónvarpsleik.. Helv.... fíflið, henni er ekki viðbjargandi.. Hún gerir bara ekki annað en að tapa viljandi eins og hún segir svo oft til að afsaka sig.. Það versta við þetta var svo að Viborg vann bara með einhverjum 12 mörkum.. Það hefði verið yndislegt ef að þær hefðu unnið með einhverjum 25, sem þær áttu að gera..
Og gaman að segja frá því að þá erum við eina liðið í kvennadeildinni sem fær engan sjónvarpsleik fyrir áramót.. Frábært.. Við erum að tala um að Slagelse er með 8, svo eiga þær eftir að fá mikið fleiri eftir áramót þegar CL byrjar.. Það er nú ekkert skrítið að þær geti borgað svona há laun þegar bara sjónvarpstekjurnar eru svona rosalegar.. Nóg af tuði í bili...

Annars bíð ég bara við símann núna.. Ástþór Magnússon hlýtur að fara að hringja og sponsa síðuna.. Það ríkir allavega mikill friður inn á þessari síðu.. Og aldrei að vita nema tvíbbarnir fái líka auglýsingu á búningana sína.. Risa mynd af Ástþóri á bringuna og PEASE... Ekki galið..

Kveð í bili..
Hrabba

Fridur 2004!

Já Dagný thú bidur um frid, hér med lýsi ég yfir fridarástandi í bili. En ef thú vogar thér ad plamma einhverju thá veistu hvad bídur thín elskan og thú veist sjálf ad thetta voru ekki verstu commentin! Èg bara skil ekkert í thér ad hefja thessa "orustu" gegn mér hún var töpud fyrirfram! En ef lídan thín er ekki gód eftir atvikum thá fáum vid formann LÍKUNNAR Frú Hafrúnu Kristjánsdóttur sála med meiru til ad rífa thig upp!
Thetta er Drífa Skúladóttir sem talar frá Berlín!


þriðjudagur, september 28, 2004

Haldiði að þetta sé eðlilegt????

Já kæru lesendur hvað getur maður sagt á stundu sem þessari......það eina sem kemur upp hjá mér er "ÉG JÁTA MIG SIGRAÐA". Dríbba mín ef þú vilt halda limum og söngrödd þá hættir þú ekki seinna en núna. Þú gengur full langt þarna, þetta endar með því að ég verð að bjalla á Höbbu Kriss sála til að fá ráð vegna svefntruflana. Svo hér með boða ég frið!!!!!

En úr friðarsamræðum í húsnæðismálin hjá okkur Gunnari Berg. Jebbs......við Gunnar fundum þessa fínu íbúð í gær. Íbúðin er á annari hæð með tveimur svefnherbergjum, litlu eldhúsi, baðherbergi með sturtu og baði, stór og fín stofa og svalir. Svo það lítur allt út fyrir það að við tökum hana. Og ekki er það verra að íbúðin er 100 metra frá einhverjum voða fínum gólfvelli, svo kallinn er ánægður með þetta..... ég hef náttúrlega minni áhyggjur þar sem ég mun búa í Villunni í Weibern 5 daga vikunnar.

Jæja segjum þetta gott í bili, ég er ekki alveg í stuði til að skrifa eftir þessa útreið frá Berlínar-pjöllunni.....óska hér með eftir stuðningi!!!
Daggan

Orðtök dauðans....

Ótrúlegt en satt þá eru fleiri en bara systur mínar sem eiga það til að segja eitthvað vitlaust og er besta dæmið leikmaður sem reyndar hefur lagt skóna á hilluna.. Ég var að rifja upp nokkra góða um dagin og verð ég bara að birta þetta á síðunni okkar.. Þessi snillingur er heimsmeistari í að blanda saman eða breyta aðeins orðtökum og hefur hún búið til nokkur mjög góð..

"Slá tvær flugur í sama höfuðið"

"Mála úlfalda á vegginn"

"Það er bara eins og belju sé veifað" (Sjáiði þetta fyrir ykkur??)

"Grasið er ekkert grárra hinum megin"

"Þetta er bara svona týpískt hundur - hundur dæmi"

"Engin kettlingatök"

Margir þekkja snillingin og ef þið munið eftir einhverjum fleirum þá megið þið endilega senda á mig.. Mér finnst þetta alltaf jafn fyndið..

Svo bíð ég spennt eftir næstu skrifum Döggunnar.. Það verður samt erfitt að toppa Drífu..

Kveð að sinni
Hrabba

mánudagur, september 27, 2004

Handboltagengið í mat..


Í gær buðum við handboltagenginu í mat þ.e.a.s Stulla, Matthildi, Robba, Svölu og Ragga Óskars. Þetta var rosa huggó og var maturinn bara rosa fínn (mér fannst það allavega).. Svo var bara tjattað og átti Raggi comment kvöldsins þegar við vorum að tala um leikinn hjá Robba og Stulla á laugardaginn (þar sem Robbi skoraði 14).. Stulli var að segja að hann hefði alveg getað verið með 18 mörk þar sem hann hefði nokkrum sinnum gefið hann í hraðaupphlaupi þar sem hann gat alveg farið sjálfur.. Robbi sagði þá strax að auðvitað myndi hann alltaf gefa á fremsta manninn... Raggi sprakk þá úr hlátri og minnti hann á þegar þeir voru einhvern tímann að spila með landsliðinu og Raggi var að gefa cirkus sendingu á Guðjón Val í horninu þegar Robbi teygði sig eftir boltanum og skoraði á meðan Guðjón Valur var bara hress í loftinu við hliðina á honum.. Sé þetta alveg fyrir mér.. En það eru allavega komnar myndir frá helginni.. Viktor og Viktoría fóru líka að horfa á Rebekku keppa og tóku nokkrar myndir..
Í dag fór ég svo heim úr vinnunni. Var búin að vera í úlpu inni í 4 tíma að frjósa úr kulda.. Kellan eitthvað að veikjast.. Er svo bara við að hósta úr mér lungun þessa stundina.. Gengur ekki..
Sjúklingurinn verður að fara að lúlla.... Kveð í bili.
Hrabba

sunnudagur, september 26, 2004

!!!Rising star!!!

Jæja þá er helgi haustsins búin! Þvílík snilld... Bústaðurinn með bekknum (bara stelpur enda er ég í Kvennaskólanum, standa undir nafn!) var geðveikur... Enda var þynkuskita dauðans kl.10 á laugardagsmorgni! Ekki alveg að standa mig... en á laugardaginn var síðan vinahópurinn með Sing-Star party heima hjá Valný.. geeeeðveikt mar!!!! Tapaði reyndar fyrir Tomma! =( en allavena þá er my personal best 7800 stig, svo systur reyniði að toppa það! Kom sjálfri mér mjög óvart. En hva bara allt að gerast þarna í Arhus, Vikkí komin í boltann! Hrabba það verður nú að senda krakkan í mark í smá tíma, ná þessari skræfu úr henni! Helduru að henni þætti ekki gaman að láta skjóta smá í sig, ég held það nú... Annað er það í fréttum hér í Austurberginu að pabbi bíður spenntur eftir úrslitum í golfmótinu sem hann var í dag,,, heldur að hann hafi unnið! En það besta við það er að það eru birgðir af snakki og kóki í verðlaun,, svo það má segja að fleiri séu spenntir! (",) Og segjum nú smá frá Daða, fékk samtal áðan það sem mér var sagt að tvær kviðsystur hans hefðu tekist á orðaskiptum um drenginn í nótt! Sjæsemó.. eins gott að hann lesi þetta ekki, verð afhausuð!!!
Jæja nóg af mér.... (p.s. Dagný þú sendir á mig ef þú skilur ekki eitthvað)

It is pay back time...........

Jæja thá er komid ad thví frú Dagfrídur! Ég fékk áskorun um ad svara fyrir skotid.... ég hef velt thví fyrir mig hvort ég ætti ad plamma einhverju á thig og nidurstadan er sú ad eftir erfidann tíma frá thví ad thú uppljóstradir thátttöku mína í söngvakeppninni thá verd ég ad koma med eitt komment eda nokkur!!! Jú thad var árid 1995 thad var kaldur vetrardagur og vid systur ásamt big syst ad mig minnir vorum ad rúnnta á götum borgarinnar. Vid keyrum framhjá svörtum stórum bíl.. Frú Dagfrídur öskrar af gledi ´vá sjáidi limmóinn´ vid Hrabba sáum engann limmó keyra nálægt okkur, en thá bendir Dagny á svarta stóra bílinn hlidin á okkur sem nota bene var ´líkbíll´!!!
Sama ár en ad hauslagi vorum vid systur thá ad spila med IR. Vid IR stelpur ákvádum ad hafa videokvöld og var thad haldid hjá Lilju. Vid fórum nokkrar saman út á videoleigju til ad leigja mynd en thví verr og midur fyrir Dagnyju var Lilja eftir heima. Vid hinar vorum ekki á skrá hjá videoleigunni né med skilríki svo vid máttum ekki taka mynd! Svo vid ætludum ad hringja í Lilju en smá vesen enginn mundi númerid heima hjá Lilju.... Allar byrjudu ad hugsa hvad númerid gæti verid en thá kom Dagny med thessa líka skemmtilegu athugasemd ´vid hringjum bara í hana og spurjum´!!!!
Jæja Dagfrídur thetta eru bara sögur frá 1995 svo thad er nóg eftir ef thú ferd ad plamma á mig esskannnn!
Dribba terroristi kvedur ad sinni...mmúúúuuhhhaa!!!!!!!
Ich komme aus Island.......

Jæja thá er frúin mætt aftur til leiks eftir smá pásu.. Vid erum búin ad keppa tvo leiki einn heimaleik sem vid unnum og einn útileik sem endadi med jafntefli! En nóg um thad, spiladi á móti Atla Hilmarssyni + brjóst í gær, já thetta var svo karlmannlegur kvennmadur ( og alveg eins og Atli ) ad mig langadi til ad athuga thetta betur!!! Annars er allt gott ad frétta búin ad fá Venna til mín og svo erum vid ad fara ad flytja í nyja íbúd á morgun. Thad verdur fínt thví íbúdin er nær höllinni og bænum en sú fyrri, fín íbúd en engir fiskar eda fíneri í gardinum!!! Já svo er ég byrjud í skólanum mjög hressandi! Ég er náttúrlega ein frá Íslandi en svo höfum vid.. Spánverja, Ítala, Mexikana, Pólverja, ein frá Tiawan, Rússa, Tyrkja, tveir frá Palestínu og sídan einn terrorisma frá Afganistan! Já eins gott ad fara ekkert ad ræda heimsmálin tharna inni í skólastofunni! Annars hafa fyrstu tveir tímarnir farid í thad ad læra ad segja 'Ég heiti og ég kem frá' svo thegar thad er tekin pása thá er madur spurdur ad thví hvad madur heiti.... Já madur er kominn í alvöru nám hér í Berlín....
Gaman ad sjá tölfrædina hjá henni big syst hún er med thetta allt á hreinu!!! Geturdu ekki komid med stangarskotin líka.. he he thú ert ædi Hrabba!
Dríbban kvedur ad sinni.

laugardagur, september 25, 2004

Tap á móti Leverkusen!

Daddarrra........mín mætt aftur á bloggið hress og kát að vanda. Það hefur annars lítið riðið á dagana hjá mér að undanförnu nema að ég var að keppa í kvöld á móti Leverkusen á útivelli og endaði sá leikur með tapi 30-27 (14-14), frekar súrt þar sem við vorum inn í leiknum allan tímann og gáfum okkur allar í þetta svo annað stigið hefði verið sanngjarnt en svona er þetta, þýðir lítið að væla yfir þessu.
En það var ákveðin snillingur......hún Miriam (kærasta Sylvíu Strass) sem átti loka orðið í leikslok....meine Gute, hún er svo fyndin. Sko eftir hvern leik þá eru þjálfarar beggja liða látnir svara einhverjum spurningum.... hvernig var leikurinn og bla bla bla en allaveg í lokin þá fékk Miriam mígrafóninn lánaðann hjá þulinum og lét þessi orð fylgja "þetta er alltaf sama vitleysan hér í þýskalandi, þvílíkur dómaraskandall og svo lét hún þau orð falla að Leverkusen hefði ekki unni án þess að fá hjálp frá dómurunum".....já eins og við þjóðverjarnir segjum MEINE GUTE!" En okkar stuðningsmenn voru ánægðir með hana og klöppuðu fyrir henni og okkur stelpunum fannst þetta að sjálfsögðu helvíti sniðugt.....múhahaaa!

Jæja úr handbolta í daglegt líf í sveitinn. Sveitungurnir Dagga og Gunni ætla nefnilega að bjóða körfubolta stráknum Loga Gunnars og frú í mat á morgun. Þá ætlar sjókokkurinn að grilla steik fyrir liðið og allt tilheyrandi með, svo ætlum við fjögur að fara til Frankfurt í bíó, svo þetta lítur allt út fyrir ágætis helgi hjá minni. Þetta verður svona síðasta kvöldmáltíðin þar sem við Gunnar Berg erum að fara að flytja.

Jú og svo er stefnan sett á að fjárfesta í tveimur miðum á Lionel Richie
tónleikana þann 10.okt. Je dúdda mía hvað við Gunnar eigum eftir að vera flott þar, ég var einmitt að mana karlinn til að safna í mottu til að vera svolítið í tagt við Lionel Richie........spurning hvernig það gengi hjá honum, hann hefði eiginlega þurft mánaðar fyrirvara þar sem vöxturinn er ekki sem hraðastur hjá honum.

Jæja þetta er ágætt í bili, þangað til næst Daggan.


Ferill Viktoríu hafin...

Jú jú litla músin fór á fyrstu handboltaæfinguna í dag... Bara mesta krúttið og að sjálfsögðu með skornustu kálfana á svæðinu.. Þessir krakkar eiga ekki séns í litla vöðvabúntið mitt.. Hún stefnir í að verða alvöru köggull eins og mamma sín.. En handboltahæfileikarnir eiga vonandi eftir að aukast því annars lítur þetta ekki nógu vel út.. Var að tala við Dagnýju í símann og hún benti mér bara á að láta krúttið nota harpix... Það gæti nú gert gæfumun.. Spáiði í ef ég myndi mæta með harpix á æfinguna... Hérna Viktoría mín og reyndu svo að geta eitthvað... Hún er auðvitað bara mesta krúttið..

Við spiluðum svo við Slagelse áðan og töpuðum 26-21. Vorum að spila mjög vel en Leganger (markmaður) var að verja eins og geðsjúklingur og gerði okkur oft lífið leitt.. Hún er auðvitað bara besti markmaður ever... Við vorum bara þremur mörkum undir 6 mín fyrir leikslok og klikkum þá á hraðaupphlaupi.. Ergjandi þar sem það hefði skipt gríðarlegu máli að minnka niður í tvö.. Ég fékk svo þriðju brottvísunina mína 3 mín fyrir leikslok og þá náðu þær að auka í 5 mörk.. Annars gekk mér mjög vel í leiknum, var með 6 mörk og átti allavega 8 stoðsendingar.. Mjög svekkjandi að geta ekki gert betur þar sem við áttum mjög góða möguleika á móti þeim.. En það þarf auðvitað að koma helvítis tuðrunni í netið..

Robbi og Stulli spiluðu líka í dag og unnu.. Robbi frekar slappur með aðeins 14 mörk.. Hvenær ætlar hann að fara að geta eitthvað???? Stulli stóð sig líka vel var með 3 mörk...

Jæja læt þetta nægja í bili... Bíð spennt eftir pistlunum frá Hönnu... Og tvíbbar halda puttunum í formi...

Kveðja
Hrabba

föstudagur, september 24, 2004

Alveg róleg.....

Ég er búin að vera í kasti eftir að ég las comment frá henni Dagnýju minni.. Hún er greinilega alveg að trúa því upp á litlu systur sína að hún ætli að fara að skrifa pólitíska pistla inn á síðuna... Hahaha... Ef það eru fleiri sem eru að kaupa þetta þá er nú eins gott að ég leiðrétti þetta nú strax.. Hönnu var nú ekki boðið að skrifa inn á síðuna til að drepa lesendur.. Og hún er nú mjög skemmtileg stelpa.. Spurning hvað Dagnýju finnst???
Hrabba

fimmtudagur, september 23, 2004

Velkomin Hanna..

Já eins og sjá má er Hanna systir búin að slást í hópinn... Það er mikil tilhlökkun eftir pólitísku pistlunum, sú á eftir að verða málefnaleg og bíðið bara eftir að hún fari að sannfæra ykkur um að skrá ykkur úr þjóðkirkjunni og borga frekar þessa blessuðu prósentu til Háskólans svo að ungviðurinn geti menntað sig.. Hanna mín það er komin svaka pressa á þig að vera mjög málefnaleg..
Nú vantar aðeins eina Skúladóttur... Smá pressa á Rebekku.. Hún gæti nú varpað fram einhverjum skemmtilegum (og gáfulegum) spurningum til lesenda..
Verð að skrifa meira á morgun. Klukkan orðin margt og ég á að vakna eftir 6 tíma.. Ekki alveg nógu gott fyrir Hröbbuna..
Hilsen
Hrabba

Afmeyjuð inn í úllabloggið!!!

Góðan daginn góðir hálsar!
Hér með boða ég komu mína á þetta blog. Hrabba bað mig að slást í lið þar sem þær hafa ekki undan að skrifa, því eins og sjá má á teljaranum fjölgar gestum ört, vitum samt afhverju það er (Hr.Skúli)! Þar sem þetta er úllablog minna systra sem allar eru úti hlýt ég sjálf að vera úlli.. eða það var allavena niðurstaða okkar Hröbbu. Ég hef alltaf verið talin afbrigðilegust af okkur og af því tilefni ætla ég að halda hefð minni og gera ekki eins og þær stöllur mínar, skrifa um handboltaúrslit eða heiminn í kringum það,,,, nei því ég ætla að sjá um regluleg skrif á mínum frægu pólitísku pistlum og skoðanir á heimsmálum líðandi stunda!!!! vá hvað fólk hlýtur að vera spennt, finn fyrir góðum straumum sem tákna ánægju í minn garð!! =)
jæja þetta er ágætisbyrjun, er farin að pakka fyrir bústaðarnótt með bekknum á morgun! já og vitiði systur ég er á leið í karokí-kvöld með vinunum á laugardaginn, djöfull mun ég standa mig.. Hrabba sá myndir af þér í þessu, boðar ekki gott!
En núna getur big syst glaðst, fyrsta bloggið í höfn!
Kærlig hilsen - Hæja pæja


miðvikudagur, september 22, 2004

Rebba snilli....

Ég gleymdi nú alveg að segja frá snillingnum henni Rebekku systir.. Hún var hérna um helgina og sá leikinn okkar á móti FCK... Rebekka er heimsmeistari í að spyrja fáránlegra spurninga og átti hún tvær rosalegar upp í stúku þar sem Viktor var svo heppinn að vera sessunautur.. Sú fyrsta: Hún benti á eineggja tvíbura sem eru í liðinu mínu og eru nákvæmlega alveg eins (meira að segja með nákvæmlega eins hár og hárlit) og spurði Viktor hvort þetta væru tvíburarnir??? Sú næsta sló svo öllu við þegar hún benti á Mariu (196 cm) og spurði hvort að þetta væri þessi stóra???? Og ekki nóg með það að spyrja svona fáránlega þá stóðum við í röð og vorum að hita upp markmanninn þegar hún spurði.. Gat ekki verið augljósara.. Ég næ henni upp að geirum...
Annars er búið að vera mjög rólegt hjá okkur. Stulli, Mötturnar tvær og Ásdís voru hjá okkur í gær og var spilað og tjattað langt frameftir.. Mjög huggó og kellan ótrúlega hress á skotæfingu í morgun kl. 8.. Það er svo fín helgi framundan.. Keppum við Dream teamið á laugardaginn og haldiði að Anja Andersen sé ekki búin að gefa út þá yfirlýsingu að hún sé ekki búin að spila með sitt besta lið í fyrstu tveimur leikjunum.. Það hlaut nú að vera einhver afsökun fyrir tapinu.. Á sunnudaginn verður svo matarklúbbur hjá okkur og verða nautalundir á boðstólnum... Stulli, Matthildur, Robbi, Svala og Raggi Óskars eru búin að lofa að mæta hress og kát þannig að þetta á eftir að verða fínasta kvöld..
Hrabban kveður í bili..

þriðjudagur, september 21, 2004

Crazy......

Jæja þá er maður komin til baka frá Dríbbu, mín hafði það bara fínt hjá syst. Það var fínt að geta séð einn leik með henni og getað tekið eitt tjútt með atvinnu djammaranum, skemmtum okkur alveg askoti vel. Dríbba tók meira segja Hverfis-taktana á þetta og fékk hún að heyra það að hún væri "svolítið" to Crazy! Þetta er að sjálfsögðu bara heiður fyrir hana að heyra. En eins og Dríbba sagði þá héldum við alveg út til hálf sjö svo takmarkinu var náð þetta kvöldið:)

En vindum okkur í bílamálin hjá mér.... Jesús minn, þetta fer að verða fastur liður hjá mér í skrifunum.....en allavega þá er kellan komin á brend new Wolfswagen Golf og verð ég á honum þangað til Seatinn er kominn úr viðgerð, en bölvuð kerlingin ( Frau Nagelschmitt....úffff nöfnin gerast ekki mikið ljótari hér í Germany) í Seat umboðinu vill að ég fái ógeðis bílinn Seat Condoba í þriðja sinn til baka..... við erum að tala um það að ég legg bölvun á þennan bíl. En mín var ekkert smá flott á Gólfinum í gær á leiðinni heim af æfingu, setti met og allt saman 1,02 klst ...........ussssss! Átti best 1,06 svo þar hafið þið það kæru lesendur!

Annars er bara mest lítið að frétta, ég mun að öllum líkindum flytja í Villuna um mánaðarmótin og svo erum við á fullu að skoða íbúðir/hús fyrir Gunnar Berg í Kronau, gengur ekkert allt of vel, annað hvort er eitthvað hefí hús á þremur hæðum í boði með garði og alles eða lítil kjallara íbúð, það er víst enginn millivegur á þessu. En við höfum aðeins viku til stefnu svo það er bara spurning um að henda sér á annað hvort.

Jæja ég læt þetta gott heita í bili.
Dagfríður......hvað er það!


mánudagur, september 20, 2004

Daggan í heimsókn!

Hello..
Spiludum um helgina fyrsta heimaleikinn og töpudum!!! Usss ekki gott mál!
En ég hafdi thad nú samt fínt um helgina med Dagfrídi. Vid kíktum á fínt djamm eftir leikinn, var ekkert ad gráta tapid! Fundum fínan stad í midbaenum og skemmtum okkur konunglega langt fram á nótt! Svo fór ég med Dagnýju á frábaert safn sem er í vestur Berlín svo hún fengi nú ad vita sögu Berlínar... mjög menningarlegar.
En já vindum okkur í skotid frá frú Dagfrídi... hvad var thad! Vid erum ad tala um mjög vidkvaemt moment í mínu lífi ( var ekki med mikid sjálfstraust naestu dagana eftir ad hafa tekid lagid ). Ég hef legid undir feldi í 3 daga til ad hugsa um skot til baka, thaer eru náttúrlega óteljandi sögurnar sem ég get komid med. En thar sem ég er throskadi tvíbbinn ( taktu eftir Dagfrídur ) thá hef ég ákvedid ad láta thig í fridi ... ( í bili )... mmmúúhhaaa!!!!
Svo er thad í fréttum ad Venni er ad koma til mín á midvikudaginn, hann verdur hér hjá mér í tvo mánudi svo thad verdur frábaert!
En frúin vaknadi snemma í morgun til ad keyra Dagfrídi á lestarstödina svo átti ég ad byrja í skólanum í dag en thad vard breyting á thví, einhver seinkun á námskeidinu og byrja ég ekki fyrr en á midvikudaginn.
Dribban kvedur ad sinni.


sunnudagur, september 19, 2004

Helgaruppgjörið...

Já það er aldeilis búið að vera brjálað að gera um helgina. Eftir æfingu á föstudaginn brunuðum við til Holstebro og sáum gamla liðið mitt vinna Silkeborg. Ætlunin var að ná í Rebbu systir og Grétu í leiðinni. Við komum svo auðvitað við á Cooks svo ég gæti fengið mína yndislegu mexíkönsku pizzu. Ótrúlegt að ég skuli aldrei fá nóg.. Á laugardaginn spiluðum við svo á móti FCK og því miður enduðum við með að tapa með 2 mörkum. En þær eru auðvitað með svakalegt lið sem kostar örugglega 5 sinnum meira en okkar lið.. En það kemur sér líka oft vel að vera með stórar stjörnur því þær fá mjög sérstaka meðferð hjá dómurum.. Eru t.d aldrei reknar útaf og mega hlaupa með boltann meðan aðrir mega bara taka 3 skref.. (Ein svekkt en svona er þetta nú samt). En laugardagurinn var síður en svo á enda eftir leikinn þar sem löngu var búið að ákveða að hafa opstartsfest.. Frú Hrafnhildur endaði sem sagt á djamminu (þá er ég búin með annað af tveimur skiptum á árinu) og það var nú bara svona líka gaman.. Ég og Maria (196 cm) létum taka okkur í rassgatið í einhverjum drykkjuleik. Já Gunnar Berg minn það er sem sagt búið að finna drykkjuleik sem ég get tapað í, var nú alltaf svo örugg í búmmleiknum (hef aldrei tapað í honum).. Ég endaði svo á Train aðal skemmtistaðnum í Århus og hitti þar eiginmanninn, Stulla, Matthildi, Robba og Svölu í banastuði að sjálfsögðu. Við stelpurnar vorum alveg miður okkar yfir því hversu mikið var glápt á hana Mariu (196) þarna inni. Það var bara eins og hún væri hið mesta freak.. Greyið stelpan.. Svala var samt mjög dugleg að peppa hana upp. Sagði að ef hún væri lesbía þá væri hún búin að reyna við hana.. Svala er auðvitað bara snillingur.. Matta vinkona hitti okkur svo líka en þá vorum við reyndar á förum. Ásdís vinkona hennar og Héðinn eru hjá henni í heimsókn og mættu þau öll á leikinn hjá mér. Bara æðisleg, Héðinn hafði aldrei farið á handboltaleik áður og sagðist hafa skemmt sér mjög vel.. Það er nú reyndar mjö fyndið að ég er búin að eiga flesta áhorfendur á fyrstu tveimur leikjunum. Íslendingurinn að gera góða hluti og ekki nóg með það að þá mættu nokkur af börnunum mínum (úr Fritidscenter) á leikinn og þau voru nú ekkert allt of mikið að hvetja liðið heldur öskruðu bara nafnið mitt.. Frekar fyndið að spila fyrsta heimaleikinn sinn hérna og eiga besta stuðningshópinn. Spáið í þegar ég verð búin að heilla alla hina ;-) hahaha..
Í dag vann Viktorían mín svo stórsigur þegar hún fór í bíó í fyrsta skipti en við erum búin að vera að vinna í málunum í mjög langan tíma en hún hefur alltaf harðneitað að fara í bíó. Ég þurfti nú einu sinni að snúa við og fá miðann endurgreiddann.. Hún var nú líka þvílíkt stolt af sér og skemmti sér rosa vel á Garfield. Þannig að nú eigum við eftir að fara nokkrum sinnum í bíó næstu mánuðina.. Eftir bíó keyrðum við svo Rebekku og Grétu heim til Holstebro og komu Stulli og Matthildur með okkur.. Við tókum smá golf í leiðinni og auðvitað þurfti ég að koma við á Cooks enn eina ferðina og viti menn ég pantaði mér mexíkanska pizzu... Surprice....
Og stórfréttir úr boltanum... Nýja Dream teamið (Slagelse) tapaði með 13 mörkum á laugardaginn á móti Ålborg. Ekkert smá gott á þær.. Við eigum þær annars í næsta leik og vonandi verða þær bara ekkert að rífa sig upp á móti okkur..
Jæja það er eins gott að fara að hætta svo einhver nenni að lesa þetta rugl..
Kveð í bili..
Hrabba

fimmtudagur, september 16, 2004

Hér hefur þú það Dríbba mín!

Það eru bara hríðskot frá Berlín á mann, en Dríbba mín þú varst nú bara heppin að ég kom ekki með slagarann sem þú tókst á öskudeginum 1994 upp á sviði í söngvakeppni unglinga.......ussssss það var ekki fögur sjón, svona til að gera langa sögu stutta þá var hún Dríbba okkar "plötuð" til að taka nota bene frumsamið lag eftir okkur systur ásamt henni Siggu meik.......við erum að tala um það að þær stöllur voru hreinlega púaðar niður af sviði, ég hef aldrei skammast mín jafn mikið fyrir að hafa átt tvíburasystur þennan dag, var mikið hrædd um að fólk myndi rugla okkur saman og halda að ég væri þessi tónlausa upp á sviði sem var púuð niður......( já Dríbba mín ég tek upp riffilinn þegar þú byrjar, svo passaðu þig nú).

Annars var kellingin að koma heim af æfingu, fór ekki alveg eins og ég ætlaði mér...... ég er að segja ykkur það að mér er hreinlega ekki ætlað að keyra um á autobahnanum. Við erum að tala um það að ég keyri um á Seat Cordoba, nánast nýr bíll, keyrður aðeins 7000 km. Jæja nóg með það, kellunni finnst allt í einu full mikill reykur á autobahnanum svo ég ákvað að kíkja í baksýnisspegilinn, Jú jú viti menn bíllinn minn er allt í einu umvafinn reyki, við erum að tala um fyrir framan og aftan og svo angar allt af Dísel, Jesús minn ég byrja eitthvað að góla og tveir þýsku farþegarnir með og það næsta sem við sjáum er BMW bíll ásamt huggulegum manni við hlið okkar á hraðbrautinni með bendingar út í loftið, jú jú við skildum það þannig að við ættum að koma okkur sem fyrst út af hraðbrautinni sem við gerðum við fyrsta tækifæri. Þar lögðum við bílnum og leyfðum honum að kólna og svo tókum við eftir stórum pollum undir bílnum, sem ég skilgreini sem Dísel-leka. Já þetta var sko ekki fögur sjón og vill ég meina að bíllinn sé gallaður og ætla ég því að krefjast annan og betri. En ósköpin enduðu með því að einhver Daníel frá klúbbnum kom okkur til bjargar og við komum náttúrlega allt allt of seint á æfingu. En kellan er komin í hús svo þetta er allt í lagi, ég þakka bara fyrir að ég fór ekki á bílnum alla leið til Dríbbu var mikið að spá í því. Svo ég tek lestina snemma í fyrramálið og verð komin til hennar kl.12
Jæja ég læt þetta gott heita í bili, það verður örugglega einhver bið á næstu skrifum þar sem kellan verður upptekin í Berlín um helgina. Dískógallinn verður að sjálfsögðu tekinn með til atvinnu djammarans.
Þangað til næst Dagga.

Áríðandi tilkynning....

Og það er eins gott að ég gleymi ekki að koma henni til skila. Allir sem lesa þessa síðu muna eflaust eftir nýju skyttunni í liðinu mínu sem er ekki nema 196 cm á hæð, mér var sagt 198 cm, en 196 er sem sagt rétt. En jæja þá kemur aðalmálið........ Skóstærð dömunnar????????? Jú þakka þér, 47-48 notar hún í skónúmeri. Hvað er það????? Ímyndið ykkur nú pinnahælana hennar.... Þetta er rosalegt, greyið stelpan.. Og hún á enn eftir að finna sér mann.. Hún bíður eftir Hjalta...
En þá er það komið til skila...
Ble ble
Hrabba

Drífa from the blokk!

Thad er aldeilis ad tvillinn er ordinn frumlegur bara med slagara úr Gauragangi sem fyrirsögn! Svo eru fraenkurnar bara ad fara ad flytja í villu... hver svaf hjá formanninum mig grunar Jónu thar sem hún fer úr maurabúi yfir í höll? Annars hef ég thad fínt í litlu íbúdinni minni... tharf enga fiska úti í gardi til ad leika mér vid! En thad verdur thá fínt ad kíkja í heimsókn til ykkar. Èg hitti Ìslendinga í gaer hann Stebbi ( formadur Ìslendingafélagsins í Berlín) var svo almennilegur ad fara med mér á kaffihús og hittum vid vini hans thar. Vid vorum í studentahverfi thar sem eingöngu er ungt fólk ad sjá (skiljanlega) og allt ekta austur thýskt. Hann Stebbi var nú med allt á hreinu og var thessi líka fíni leidsögumadur. Skemmtilegt hverfi og á ég örugglega eftir ad fara thangad eitthvad er búin ad vera svolítid mikid á thessum helstu túrista stödum svo nú verdur madur ad kynnast hverfunum!
Já Daggan er svo almennileg ad kíkja á syst um helgina thad verdur fínt, hún heldur kannski áfram ad koma med nokkra slagara.

Dríbban kvedur.

Búa í höll með þjón og kokk........á ég að elskan eða á ég ekki!!!!!

Haldiði ekki að kellan sé að fara að flytja í Villu um mánaðarmótin. Je dúdda mía! Við Jóna og Birgitt fórum í gær að skoða hús sem við munum allar þrjár búa í. Þetta er ekkert smá hús, við erum að tala um það að það eru pottþétt millar sem eiga þetta hús. Húsið er á þremur hæðum en hjónin sem eiga húsið munu búa á jarðhæðinni en við fáum aðra og þriðju hæð. Ekkert að því....... við erum að tala um að í húsinu eru 3 svefnherbergi með öllu, fínustu mublum og alles svo eru 2 baðherbergi á sitt hvorri hæðinni, bæði baðherbergin eru með sturtu og baði og meira að segja einhverju nudd dóti í öðru baðinu og 5 brúsar að einhverjum nuddsápum sem við eigum að vaða í eftir erfiðar æfingar að sögn húsbóndans, já og svo er fínt eldhús með uppþvottavél og öllu saman, stór stofa og svalir. Þetta er draumi líkast...... en ég er ekki búin svo er stór garður fyrir utan með tjörn og þar búa einhverjir voða fínir fiskar og svo er svona lítill kósí kofi út í garði ....... svona míní sumó með mublum. Þetta er "sjóðheitt" hús eins og Johnny from the blokk orðaði það. Svo það er ekkert slor á okkur dísunum í Weibern......usssss!

En svo ég fari út í aðra sálma ( kellan orðin voða formleg á blogginu) þá er frí hjá okkur stöllum um helgina svo mín ætlar að hendast til Berlínar til Dríbbu, mér sýnist að henni veiti ekki af að fá smá heimsókn, ég talaði við hana í einn og hálfan tíma í gær. Það verður bara gaman, hún er einmitt að fara að keppa á laugardaginn svo ég næ einum leik með henni og svo er aldrei að vita nema við tvíllar kíkjum aðeins á tjúttið.

Annars big syst.....Til lukku með sigurinn!.....frábært að byrja svona vel og ekki hefur minni þótt leiðinlegt að skora sigurmarkið. Klapp á bakið fyrir Hrebs!

Jæja ég læt þetta gott heita í bili, verð að fara að gera eitthvað að viti hérna, t.d að fara að fjárfest í einum lestarmiða til Dríbbu.
Yfir og út Daggan.Fyrstu stigin í hús.

Rosalega ljúft að vera komin með 2 stig eftir fyrsta leikinn en við spiluðum við Kolding á útivelli. Vorum undir 12-11 í hálfleik og lentum svo undir 20-14 en neituðum að gefast upp og jöfnuðum 20-20. Þær komust svo í 21-20 og við jöfnuðum og komumst svo í sókn þegar 50 sek voru eftir en töpuðum boltanum þegar 15 sek voru eftir og þær brunuðu upp og misstu boltann og haldiðið að kellan hafi ekki fengið boltann í hendurnar og dripplað upp allan völlinn og skorað þegar 2 sek voru eftir. Snilld snilld, smá heppni yfir þessu marki, fintaði eina á 12 metrunum og skaut fyrir utan punkta hægra megin.. Markmaðurinn varði hann inn... Mjög öruggt.. En nú eigum við rosalegt prógram framundan. Næstu 6 leikir eru á móti toppliðunum og samkvæmt öllum spám eigum við að tapa þeim öllum en að sjálfsögðu er alltaf möguleiki á sigri.. Það þarf bara að fá helvítis Danina til að trúa á það.. Danir eru raunsæasta fólk í heimi.. Óþolandi.. Samt alveg frábært þegar maður hugsar út í það hvað við Íslendingar erum heimskir í sambandi við svona leiki. Við höfum alltaf trú á því að við getum unnið.. Þannig á það auvitað að vera...
En næsti leikur hjá okkur er núna á laugardaginn en þá mætum við FCK með Camillu Anderson í fararbroddi. Hún var ekki með nema 12 mörk í síðasta leik. Þær eru með svakalegt lið þannig að þessi leikur verður mjög erfiður..
Ég verð nú líka að segja ykkur frá erfiða vinnudeginum mínum í dag. Mætti kl.12 og fór með 7 stráka í bíó á Shrek 2, snilldarmynd, komum svo tilbaka 15.30. Fékk mér að borða og kvaddi því vinnudagurinn var búinn.. Er auðvitað í snilldarvinnu, fæ borgað fyrir að leika mér.. Atvinnu-leikari spáið í því. Er annars alltaf í borðtennis og er orðin helvíti góð, smassari dauðans.
Jæja nóg af bullinu. Ætti að geta sofnað bráðu þar sem klukkan er að verða 02. Á alltaf svolítið erfitt með að gíra mig niður eftir leiki..
Kveð að sinni...
Hrabba

þriðjudagur, september 14, 2004

Karlinn á námskeið..

Já það eru heldur betur fréttir frá Århus. Þannig er nú mál með vexti að Viktor er búinn að vera að spá mikið í að fara í nám og þá helst eitthvað iðnnám. Hann kom svo heim í dag og tjáði mér að hann væri að fara að taka námskeið í gegnum vinnuna.. Jú jú mjög fínt tekur bara viku en hvernig námskeið Viktor minn.. Haldið ykkur nú, karlinn er að fara á keðjusaganámskeið....hehe.. Það er eins gott að halda honum góðum.. Spáið í því þegar hann mætir svo á klakann, sá á eftir að vaða í atvinnutilboðum... Viktor að gera gott mót í baunaveldi, nýtir að minnsta kosti tímann vel...
Kona keðjusagarans kveður í bili..
Hrabba

mánudagur, september 13, 2004

Byrjar ekki vel!

Jaeja thá er fyrsti leikurinn búinn og endadi hann med tapi!! Frekar súrt en svona er thetta. Allir lélegir og skyttan okkar fékk rautt eftir 10 mín. En vid thrífum kúkinn úr buxunum og gerum bara betur naest! Annars er lítid títt annad en ég hleypti thjódverja í hausinn á mér! Frúin var ekki alveg ad gera sig hérna i germany med rót daudans, svo thad var ekkert annad ad gera í stödunni! Ég byrjadi á thví ad fara inn á eina hárgreidslustofu thar sem voru fjórar kellur med raud-bleikt hár ad vinna, sem betur fer var ekki laus tími svo ég fann adra stofu! Fór inn á hana, thar var ung stelpa med gult hár ad vinna, ég ákvad ad sitjast í stólinn hjá henni hún var allaveganna ekki med thetta bleika hár sem virdist vera adal málid í germany! Frúin var bara ákvedin og bad vinsamlegast ekki um gulan né bleikan lit í hárid. Thetta endadi allt vel held ég ...... hvad veit madur hvort madur sé komin med einhverja thýskar fyrirmyndir!
En annars horfdi ég á Loga Geirsson keppa sinn fyrsta leik í gaer í sjónvarpinu. Thad voru adeins 30.000 manns ad horfa á leikinn en thad er víst eitthvad heimsmet! Logi byrjadi inn á ásamt nánast öllu thýskalandslidinu og stód sig líka svona rosa vel, gerdi 6 mörk! Ekkert ad stressa sig á thessu, ótrúlegur!
Dribban kvedur ad sinni!


sunnudagur, september 12, 2004

Læstum okkur úti og fórum í karókípartý..

Já þetta er búin að vera viðburðarrík helgi. Fórum á körfuboltalandsleikinn á föstudaginn og horfðum á Ísland tapa. Súrt þar sem þeir byrjuðu alveg svakalega vel og virtust ætla að valta yfir Danina, komust í 26-10. Það er aðeins ein skýring á þessu tapi, Logi Gunnars var ekki með af sökum meiðsla en hann er búinn að læra alveg ótrúlegustu hluti af Döggu syst í Germany.. Ekki satt Dagný??? Á laugardaginn fórum við svo að horfa á Stulla og Robba spila á móti Silkeborg. Fyrir það fyrsta þá var einhenti hornamaðurinn meiddur og spilaði ekki þannig að ég var auðvitað mjög skúffuð. En þeir unnu þennan leik með 4 mörkum og fór Robbi hamförum með 12 mörk. Hann heldur áfram þar sem frá var horfið strákurinn.. Um kvöldið voru Robbi og Svala búin að bjóða heim í karókípartý. Mikið fjör og óhætt að segja að Svala hafi verið karókídrottning kvöldsins.. Viktoría Dís fór í næturpössun til Jan og Lene (fólksins sem ég bjó hjá 1995). Hún fór auðvitað á kostum þar. Ég má nú ekki gleyma að segja frá því að okkur tókst að læsa okkur úti í gær áður en við fórum í partýið og hélt ég að það væri aukalykill af húsinu út í íþróttaháskóla (búum í húsi sem þeir eiga). En því miður við fengum víst alla lyklana. Það voru samt einhverjir 10 lyklar auka sem enginn vissi að hverju þeir gengu. Vaktkonan sagði mér allavega að prófa þá meðan hún myndi finna númerið hjá lásasmiði. Líkurnar á því að það myndi einhver lykill passa að húsinu mínu voru hverfandi þar sem að hér eru endalust mörg herbergi á heimavistinni auk annarra herbergja.. En viti menn annar lykillinn sem ég prófaði var að húsinu mínu.. Þvílík heppni og sparaði okkur örugglega 10000 kall sem við hefðum þurft að borga lásasmiði á næturvakt..
Í dag fórum við svo í heimsókn til Kela og fjölskyldu í Vejle og náðum í leiðinni í 16 kíló af nautalundum (Keli er kjötkarl) þannig að við erum aldeilis tilbúinn til að fá fleiri gesti...
Best að fara að gera eitthvað að viti..
Hrabba

Sigur!

Sigur í gær á útivelli á móti Oldenburg 23-26. Ekkert smá flott hjá okkur, held að fáir hafi átt von á þessu í deildinni, þar sem Oldenburg er spáð mun betra gengi en okkur en það hefur víst lítið að segja þegar við spilum eins og við gerðum í gær....klassa leikur og gekk okkur íslendingunum bara vel. Eftir leikinn tók við 4,5 tíma rútuferð og þá voru þýskir slagarar á fóninum, okkur Jónu til mikillar ánægju. Það voru allir hrikalega ánægðir með sigurinn og því var honum að sjálfsögðu fagnað með viðeigandi hætti.

Annars rólegur dagur framundan, þangað til í kvöld en þá eigum við Gunnar von á Robba og fjöllu í mat, kellan ætlar að elda Hangikjöt og allt tilheyrandi með.......usssss!
Þangað til næst Daggan.laugardagur, september 11, 2004

Nýtt ,,Dream Team"...

Já nú er hún Anja Andersen vinkona mín alveg búin að missa það.. Nú hefur hún ákveðið að liðið hennar Slagelse verði hér eftir kallað ,,Dream Team".. ÆLA... Ekki það að þær eru með lang besta liðið og unnu Champions leage, þetta er bara of mikið... Eða hvað???
Hrebs

föstudagur, september 10, 2004

Búningarnir!

Frúin er ad tapa sér í blogginu... verd ad segja frá thví ad ég var ad koma af aefingu sem er ekki frásögufaerandi nema hvad vid vorum ad fá búningana okkar! Jesús vid erum ad tala um blakbuxur hjá stelpunum og svo eru bolirnir svo thröngir og stuttir ( hálfgerdir magabolir ) ad thaer thurfa ekki ad vera í topp undir og er ég ekki ad ýkja! En thad versta vid thetta allt saman er ad thaer vilja hafa thetta svona og thaer skilja ekkert í mér ad vilja vera eins og stússy gella en nota bene minn búningur maetti ekki vera minni madur vill nú hafa rassinn inn í stuttbuxunum! Svo verd ég nú ad koma inn á thýska baukinn... kellan fór í matvörubúd med einni úr lidinu í dag og versladi inn. Ég gerdi vel vid mig og KEYPTI tvo plastpoka undir vörurnar. Heyrdu svo thegar ég kom á aefingu thá fór stelpan sem fór med mér í búdarferdina ad tala um thetta inn í klefanum. Theim fannst thetta svo vitlaust af mér og benntu mér á ad kaupa svona trillu eins og gamla fólkid heima! Nei takk ég held ég haldi nú bara áfram ad vera FLIPPUD!!! Vid erum ad tala um 5 krónur!
Dribba spredari kvedur ad sinni!

Kellan á leið í "fjarbúð"

Jæja nú eru heldur betur fréttirnar, búið að selja karlinn minn til Kronau Östringen svo kellan er bara á fullu í því að pakka niður. Kronau er alveg 230 km frá Weibern svo ég er búin að ræða við félagið mitt og eru þeir að reyna að finna íbúð handa skvísunni, svo þetta verður frekar einkennilegur vetur hjá okkur Gunnsa mínum.....þetta verður bara svona "fjarbúð" eða hvað þetta er kallað í dag, maður er víst alltaf að prufa eitthvað nýtt. En þetta verður ekkert alslæmt, maður verður að líta á björtu hliðarna.... ekki nema 2 tímar á milli okkar svo við höfum Sunnudaga og Mánudaga saman......ha le lúja!
Annars mest lítið að frétta nema við Weibern-ingar eigum útileik á morgun við Oldenburg, erfitt verkefni þar framundan.
Þangað til næst Daggan!

Kellan svarar fyrir sig!

Thad er hart skotid fru Dagfridur... tippid uppi á minni thessa dagana! En ja eins og Hrabba segir tha er foturinn minn ekki kalladur gulltain fyrir ekki neitt! Ef tain kemst i snertingu vid boltann tha er hann inni! En thad gerist ekki oft en samt lelegt af ther ad brjota mig svona nidur madur er nu buin ad sanna gulltana her i germany ó fá mörkin verid sett her!!! En vardandi thessa fotboltaaefingu hja Leikni tha laerdi eg margt..einmitt.. madur var bara settur i markid ( vanmetinn soknarmadur ) en missir fyrir Leiknismenn!! Nóg af thessari vitleysu. Vid erum ad fara ad spila okkar fyrsta leik a morgun thetta er útileikur og veit ég ekki meir. En Valsstelpurnar eru ad fara ad spila á móti einhverju saensku lidi á morgun og óska ég theim góds gengis ef thaer lesa thessa vitleysu! En hédan er lítid títt dagarnir svipadir. Ég afrekadi ad vísu ad fá stödumaelasekt i gaer, var 5 mín of lengi og kom ad verdinum vera ad skrifa sektina! Kellan setti stút á varirnar og aetladi ad fara ad sleikja hann upp en hann hélt nú ekki. Hardur heimur hjá stödumaelaverdinum annars eru thessir Thjódverjar ekkert ad springa úr gledi! Madur er ekki mikid í bröndurunum allt frekar alvarlegt hér!
Dribban kvedur ad sinni og skorar á Dagnyju ad maeta á Leiknis aefingu vid fyrsta taekifaeri!

Nýjar myndir..

Var og er að setja inn nýjustu myndirnar á myndasíðuna, m.a myndir af nýja drottningarskottinu mínu.. Og endilega munið eftir að kvitta fyrir ykkur eða commenta þá verð ég svo glöð..
Svo verð ég nú bara að láta vita að það er búið að vera rugl gott veður hér í heila viku. Ekki ský á lofti og milli 22-25 stiga hiti. Alltaf sól í Århus..
Get ekki skrifað meira þar sem ég er orðin alveg steikt í hausnum af þreytu..
Kveð í bili
Hrabba

fimmtudagur, september 09, 2004

Leiknir !!%&#$

Ég tók eftir að Hrabba ótrúlega er búin að láta nýjan línk inn á síðuna okkar......Fótboltafélagið Leiknir. Já hún þekkir "alla" þessi elska, bíð eftir að þetta endi í Hetti Egilsstöðum....ussssss! Annars grunar mig að Dríbban brosi út í annað núna, þar sem kellan var svo fræg að skella sér á eina fótboltaæfingu með Leikni.....fylgir ekki sögunni hvað hún lærði þar en efast um að það hafi verið mikið þar sem hún er arfaslök í boltanum, sorry Dríbba....ég var svo helv.... heppin að fá alla þessa hæfileika og rúmlega það þar sem ég hef fengið skammtinn hennar Dríbbu líka.
Verð að þjóta núna, skrifa meira í kvöld.....eitthvað aðeins alvarlegra.
yfir og út Daggan.

Mamma og pabbi farin..

Já nú erum við orðin ein í kotinu aftur. Okkur verður örugglega farið að leiðast strax á morgun. Fengum reyndar skemmtilega gesti í kvöld. Matta, Matthildur, Stulli og Raggi Óskars kíktu á okkur í kvöld. Það verður svo líka nóg að gerast um helgina. Haldið ekki að Íslenska karlalandsliðið í körfubolta séu ekki að fara að keppa landsleik á móti Dönum á föstudaginn úti í garði hjá mér (eða bílastæði, 70m gangur).. Við eigum örugglega eftir að kíkja við og hver veit nema að við málum okkur í fánalitunum í framan... Svo á laugardaginn mætir Stulli einhenta hornamanninum í fyrsta leik sínum í deildinni.. Leikurinn sem ég og Viktor erum búin að bíða eftir í mánuð..
Annars ekki mikið að frétta.. Verð að fara að lúlla enda klukkan orðin rúmlega eitt...
Hilsen Hrabba

þriðjudagur, september 07, 2004

Fruin komin heim!

Jaeja tha er fruin komin i hus eftir sma ferdalag!!! Ju ju thad gekk fint ad keyra til Ärhus ( 6 timar en thetta voru rumir 600 km )............ en heimleidin var ekki alveg eins og hun atti ad vera..... Planid var ad keyra ad sjalfsögdu bara sömu leid til baka sem sagt fra Ärhus til Flensburg thadan til Hamborg og svo til Berlin! Kellan byrjadi fint thar ad segja setti met tima til Hamborg og var eg farin ad sja fyrir mer ad heimleidin taeki ekki nema 5 tima! En thad breyttist thvi eg atti ad skipta um hradbraut fra Hamborg til Berlinar ..... nema hvad kellan med tonlistina i botni og i kappakstri a hradbrautinni var ekki alveg ad taka eftir beygjunni ( sa reyndar eitthvad mjög litid skilti sem a stod Luck.....bl bl Berlin ) en trudi ekki ad eg aetti ad taka beygju strax, bjost vid storu skilti thar sem a staedi BERLIN ) svo eg helt bara afram til Hannover ju ju adeins extra 150 km ....he he he! En eg var med korid vid hlid mer og sa ad thad var einhver hradbraut fra Hannover til Berlinar! Mjög örugg, en eg setti allavegana ekkert hradarmet til baka thvi thetta tok mig 7 tima enda voru thetta 750 km! Ja en madur laerir bara af thessu ( sem sagt ad hafa einhvern med ser til ad fylgjast med kortinu )! En annars var mjögt fint ad kikja til Hröbbu! En til ad leidretta allann misskilning tha komum vid öll 3 sem sagt eg, Matta og Stulli heim saman. Hrabba thetta hljomadi eins og eg hefdi verid ein ad mublast svona seint, eg er nu ekki alveg svo slaem mubla! En thetta var mjög fint kvöld og agaett ad kikja adeins ut!!
Kved ad sinni kellan er ad fara a bilathvottastöd til ad hreinsa likin af framrudunni!
Hef alltaf hugsad vel um mina bila...... hmmm!
Dribban!

mánudagur, september 06, 2004

Já hver hefur ekki smakkað Steve McQueen örbylgjupoppið??

Já hann karl faðir minn átti einn helvíti góðan um daginn þegar talið barst að örbylgjupoppi.. Jú hann fór að tala um aðal örbylgjupoppið; Steve McQueen poppið og ég var ekki alveg með í fyrstu. Svo hélt ég að ég myndi andast úr hlátri þegar ég fattaði að hann var auðvitað að meina Paul Newman poppið.. Það var allavega einhver leikari... Það er allavega öruggt að þetta verður Steve McQueen poppið framvegis..


Mublan stóð fyrir sínu...

Já það er óhætt að segja að Drífa hafi staðið fyrir sínu um helgina.. Við kíktum heim til Gitte (vinkonu Drífu sem er að spila með mér) á laugardagskvöldið og drógum Stulla, Matthildi og Möttu með okkur.. Sátum hjá henni til klukkan 2 og þá keyrðum við niður í bæ en þar sem ég átti að spila æfingarleik á sunnudeginum þá var ekki mjög æskilegt að vera í bænum eftir klukkan tvö. Stulli tók það að sér að fara með stelpurnar í bæinn og viti menn Drífa kom heim 5.30.. Verð að segja ótrúlegur árangur miðað við að þekkja engan. Þetta geta bara alvöru mublur.. Ég spilaði svo æfingarleik við stjörnuliðið Ålaborg og vorum við frekar daprar í þessum leik og töpuðum.. Það bar þó helst til tíðinda að mamma, Drífa, Rebekka og Viktoría ætluðu að koma að horfa á og var ég búin að prenta út nákvæman leiðarvísi ásamt því að gefa mjög góðar lýsingar. Aðalmálið var bara að þegar þær færu út á hraðbraut þá þyrftu þær að passa upp á að keyra í átt að Ålaborg en EKKI KOLDING. En hvað haldið þið, auðvitað æða þær í átt að Kolding og voru komnar til Vejle þegar þær föttuðu að þær væru á vitlausri leið. Þá voru þær bara búnar að keyra framhjá svona 10 Koldingskiltum.. Þetta á ekki að vera hægt.. Viktoría var sú eina sem áttaði sig á hlutunum og spurði látlaust hvert þær væru eiginlega að fara... Hún var svo á endanum bara mjög sátt því að hún fékk ís í staðin fyrir að horfa á einhvern handboltaleik..
Það er sem sagt hægt að villast í lille Danmark.
Kveð í bili..
Hrabba

sunnudagur, september 05, 2004

Fyrsti deildarleikurinn með Weibern að baki...

Jæja þá er fyrsti leikurinn með Weibern að baki og endaði hann með 3 marka tapi á móti meisturunum í Frankfurt Oder 29-32. Þetta var mjög góður leikur hjá okkur stöllum og vorum við yfir þangað til 10 mín voru eftir en þá klikkaði eitthvað.....veit ekki hvað! en eitthvað! Stemmningin í kofanum var rosa fín, nánast fullt og allt tilheyrandi að sjá á pöllunum, trommur og allt þetta fínerí! Óhætt að segja að nýju íslendingarnir í Þýskaboltanum voru að standa sem vel, þar að segja Jóna og Solla.
Já eins og ég segi þá var fjör í bænum eftir leikinn svo við Johnny vorum "tilneiddar" til að henda í okkur nokkrum og skjótast svo á diskó til hálf sex, helv..... flottar. Við fórum ásamt tveimur þýskum skvísum og óhætt er að segja það að við vorum að gera gott mót á dansgólfinu..... sporin klikka seint hjá kellingunum....ussss! Við Kissí fengum að gista í pöddulandinu hjá Jónu, jesús minn...... þetta er ekki hægt, allt morandi í þessum kvikindum hjá greyið kellunni og ég vaknaði að sjálfsögðu með tvö bit á hnénu.....askotans vitleysa! jæja svo var ræs klukkan eitt en við áttum æfingarleik við Trier klukkan 3. Við vorum að sjálfsögðu helv... hressar, en sem betur fer var allt liðið að fá sér í tánna í gær þannig að við vorum okkur ekkert til mikillar skammar.
Hef þetta gott í bili.
Yfir og út. Dagga diskó.

föstudagur, september 03, 2004

Drífa og Rebekka komnar til Århus. Og nýji kagginn, OMG..

Já nú er aldeilis glatt á hjalla heima í Århus enda yfir helmingur fjölskyldunnar saman komin. Við keyrðum til Holstebro í dag og náðum í Rebbu litlu og fyrst ég var nú í Holstebro þá var nú ekki hjá því komist að skella í sig einni mexíkanskri.. Alltaf jafn góð og starfsmennirnir farnir að sakna mín.. Við drifum okkur svo tilbaka til Århus til að ná í nýja bílinn sem er bara flottur.. Nú er ég komin á alvöru drottningarskott. Við fórum svo í mat í Hedensted og fékk Viktor að keyra á meðan við horfðum á Robbie Willams tónleika í nýja DVD spilaranum í bílnum, auðvitað bara snilld.. Drífa hitti okkur svo í Hedensted en hún þurfti að keyra í tæpa 6 tíma og þar sem að hún er bara með frelsisnúmer í Þýskalandi virkaði síminn hennar ekki þegar hún var komin til Danmerkur. Hún kom sér þó fljótlega í síma og reyndi oft án árangurs að hringja í heimanúmerið mitt, ég auðvitað búin að bíða endalaust eftir að hún myndi hringja í gemsann.. Þetta endaði svo með því að Dagný hringdi í mig og sagði mér að ég ætti að hringja í einhvern danskan karl (nýjan vin Drífu). Ég hringdi og fann systu en þá var greyið búin að vera í Hedensted (10 þús. manna bæ) í 1 og hálfan tíma blótandi mér fyrir að svara ekki í símann.. En hún er allavega mætt á svæði, mjög hress og á ekki að mæta á æfingu fyrr en á þriðjudagsmorgun þannig að hún leggur ekki af stað heim fyrr en á mánudag..
Get ekki skrifað meira, alveg soðin í hausnum af þreytu..
Bæ í bili
Hrabba

miðvikudagur, september 01, 2004

Mamma og pabbi komin í hús.. Kemur karlinn heim með nýtt tattú???

Ég og Viktoría vorum ekkert smá duglegar í dag.. Gerðum okkur lítið fyrir og keyrðum til Köben til að ná í gamla settið. Tók rúma 6 tíma en þau eru allavega komin í hús.. Gaman frá því að segja að gamli karlinn er komin á fornar slóðir en þegar hann var 17 ára gamall vann hann á varðskipinu Óðni og lönduðu þeir hér í Århus.. Auðvitað skellti karlinn nokkrum dropum af áfengi í sig og endaði túrinn með ósköpum.. Félagarnir höfðu dregið hann inn á tattústofu sem endaði með því að pabbi vaknaði með Stjána blá yfir öllum framhandleggnum og búið að tattúvera nafnið hennar mömmu (aðeins 17 ára, mjög öruggt) á hann og jú að auki: Skúli skál.. Pabbi fór fyrst úr síðerma bolum um þrítugt. Tók ekki nema 13 ár að sætta sig við skrautið á framhandleggnum. En núna er hann ákveðinn í að leita uppi tattústofuna og fá sér eitthvað nýtt. Eini tilgangurinn með ferðinni..
Annars stór dagur á morgun. Fáum nýja bílinn okkar sem við vorum að kaupa.. Keyptum Toyotu Corollu Verso, ekkert smá flottur og náði ég meira að segja að suða út DVD í bílinn. Engin smá drottningarbíll.. Hendi inn myndum fljótlega..
Þarf ekki að taka það fram að kakan mín var auðvitað geðveik. Bakaði púðursykursmarengs og setti á hann rjóma, fullt af jarðaberjum og bláberjum. Nammi namm..
Kveð í bili
Hrabba

This page is powered by Blogger. Isn't yours?